Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Föstudagur, 30. maí 2008
Kaupa píxu!
Í morgun hringdi ég í hana Söru mína, mömmu hennar Jennýjar og Hrafns Óla.
Lítil stúlka svaraði í síman.
Amman: Góðan daginn Jenný mín, ertu að fara á leikskólann?
Jenný: Já og ég er í prinsessuskjól og kúrekastígvélum. Ekki Solla stirða, hún er bara í jogginggalla, hún erekki prinsessa. Villtu koma til mín amma?
Amman: Þú hlýtur að vera svaka fín, en amma getur ekki komið núna. En við hittumst á morgun.
Jenný: Og þá við kaupa nammi
Amman: Við sjáum nú til með það elskan. Má ég tala við mömmu?
Og barn rétti mömmu sinni símann og sagði, amma mín ætlar að ná í mig á morgun og kaupa píxu!
Það var nefnilega það!
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Skítugu börnin hennar Evu
Ég var að lesa Fréttablaðið í rólegheitunum áðan og ég las m.a. viðtal við mann sem var að losna út af réttargeðdeildinni á Sogni.
Mér leist satt að segja ekki á að ekkert uppbyggingarstarf skuli hafa farið þar fram, þrátt fyrir að til þess skipuð nefnd af Heilbrigðisráðuneyti hafi talið, fyrir tveimur árum síðan, að uppbygging væri þar löngu tímabær.
Mér líst illa á að mögulega sé rétt hjá þeim sem blaðið talar við, að sjúklingur hafi verið látinn dúsa í 18 daga einangrun við verstu hugsanlegu aðstæður. Bara möguleikinn á sannleiksgildi þess, ætti að vera tilefni til úttektar á starfseminni.
Burtséð frá lækninum með lyfin og áfengisráðgjafanum á Litla-Hrauni sem sótti þau fyrir hann, þá er það að brjótast um í mér, hvort reglulegt eftirlit sé ekki með stofnunum sem vista okkar veikustu bræður og systur?
Ég hef lesið skelfingarsögur um meðferð geðsjúkra á árum og öldum áður, þar sem farið var með fólk eins og dýr í búri, svo ég sé nú spar á yfirlýsingarnar.
Mér sýnist ekki mikið hafa breyst í þessum málum. Það er farið upp í sveit með stofnanir og svo virðist undir hælinn lagt hvernig reksturinn fer fram.
Er nokkuð ljótara en að loka veikt fólk inni og nánast henda lyklinum, hreinlega gleyma að það er til?
Er til of mikils mæst að reglulegu eftirliti með fangelsum, geðsjúkrahúsum sé komið á??
Byrgismálinu er varla lokið og allir dottnir í fastasvefn aftur. hvað þarf eiginlega að gerast til að vekja fólk til umhugsunar?
Það er nefnilega þetta með skítugu börnin hennar Evu, þau eiga ekki að heyrast og ekki að sjást.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 18. maí 2008
Sunnudagsmorgun í eintómri hamingju
Ég vaknaði kl. átta í morgun við að lítil stúlka ýtti við mér og sagði; "amma koddu fram". Þarna stóð hún skælbrosandi og til í að takast á við daginn.
Og við fórum fram og hún horfði á "baddneddni" og borðaði morgunmatinn.
Á svona dögum verð ég "high" af hamingju. Besta víman er af eigin safa krakkar mínir.
Og svo fóru "sumir" í smá óþekktarham.
Amman: Jenný villtu hætta að príla svona, það getur verið hættulegt.
Jenný (nýbúin að læra hugtakið aldrei): Nei, ég hætti þí aldrei, bara alls ekki.
Amman: Amma verður reið ef þú hlýðir ekki, ég vill ekki að þú meiðir þig.
Jenný: Alltílaj, þú mátt vera reið, ég leikir mér bara á meðan.
Amman gafst upp.
Og við stefnum á bíóferð. Fílamyndina segir Jenný en ég viðurkenni að ég hef ekki hugmynd um hvaða mynd það er og vona bara í alvöru að hún sé ekki bönnuð börnum.
Sé ykkur seinna í dag.
Laugardagur, 17. maí 2008
Sautjándi eða Seytjándi
Hey og hó, það er þjóðhátíðardagur Noregs í dag. Mér er sama en þeir eru mjög upprifnir Norsararnir á þessum degi. Nú er mánuður í okkar sautjánda eða seytjánda eins og amma mín sagði.
Norsararnir eru alltaf jafn upprifnir eins og við Íslendingar erum, eða vorum. Mér finnst nefnilega hátíðleiki þjóhátíðardagsins vera að fjara út, þ.e. ef ég miða við hvernig hann var þegar ég var krakki.
Ég er auðvitað fædd 1952, bara tiltölulega fljótlega eftir sjálfstæðið. 17. júní var svo merkilegur dagur, okkur stelpunum fannst hann mest spennandi á eftir jólunum.
Ég man eftir hvítum sportsokkum, nýjum sumarhönskum og svo var upphluturinn minn með rauða flauelinu og öllu silfurfyrirkomulaginu tekinn upp og pússaður. Ég taldi niður dagana.
Urmull af konum voru á íslenskum búningum. Allir voru andaktugir í brekkunni við MR. Ég heyrði aldrei skemmtiatriðin frekar en aðrir því hátalarakerfið var ekkert að hrópa húrra fyrir, en samt stóð ég í Arnarhólsbrekkunni og tók þátt.
Og Strætó gekk ókeypis út í Tívolí í Vatnsmýrinni. Í Tívolí var svo mikið af börnum að það þurfti að bíða heila eilífð til að komast að. Og mamma fór með okkur út um allt. Við vorum fimm stykki stelpur á þeim tíma og hún átti fullt í fangi með að týna okkur ekki.
Allt var svo brakandi hátíðlegt. Lyktin svo góð, stemmingin svo ljúf, svona sumarstemming með hátíðarívafi, þið vitið. Úff, kemur ekki aftur.
Og svo fór ég í fylgd með fullorðnum ofan í bæ eftir kvöldmat að horfa á litlu kerlingarnar og karlana dansa við Vesturver (gamla Moggahúsið) en þar voru unglingarnir sem hétu ekki unglingar vegna þess að það var ekki búið að finna hugtakið upp.
Kandífloss, sykurepli, Emess-íspinni, pylsur og blöðrur. Þvílíkur unaður.
Ég er orðin gömul. Það er merki um öldrun þegar maður sér fortíðina í friggings rósrauðum bjarma.
Já og meðan ég man. Veðrir var alltaf fullkomið, það rigndi aldrei, frekar en alla hina dagana á sumrum bernsku minnar!
Laugardagur, 17. maí 2008
Oliver í gær
Í dag verður haldið upp á afmælið hans Olivers úti í London.
Þessi amma er fjarri góðu gamni, en afi í Kefló og amma-Brynja eru á staðnum standa vaktina fyrir okkur sem heima sitjum.
Amma-Brynja tók þessar myndir í gær. Það var auðvitað farið beint að versla með hið þriggja ára afmælisbarn.
Svo keypti amma-Brynja DVD-mynd og Oliver fór strax að horfa af miklum móð.
En...
..jafnvel þriggja ára drengir þreytast eftir erfiðan dag og þá er auðvelt að sofna og hverfa inn í draumaheima.
Elsku Oliver, amma hugsar til þín í dag.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Föstudagur, 16. maí 2008
Dagur Hársins?
Vissuð þið það að dagur hársins var í gær? Ég er eiginlega viss um að það var svo.
En ég vissi það ekki fyrr en komið var undir kvöld.
Þema dagsins var allsráðandi enda er ég ofsalega hrifin af öllum svona dögum sem eru merktir einhverju. Eins og dagur fatlaðra, dagur umferðarmenningar, dagur megrunar, megrunarlausi dagurinn, reyklausi dagurinn, sá kjöt- og fisklausi, og svo sólarlausi dagurinn, en þeir eru rosalega margir.
En..
Hér komu tvö lítil systkini í heimsókn til ömmu með mömmu sinni.
Ég var að grilla pylsur úti á svölum og Jenný Una sat og fylgdist með. Ég sá allt í einu að hún hélt á klippiskærunum mínum og þau eru ekki aðgengileg börnum eða eiga amk. ekki að vera það. Hnífar og skæri þið vitið. En sú stutta hafði greinilega fundið þau og var að dúlla sér við hársnyrtingu á sjálfri sér. Það voru lokkar út um alt enda barn með sítt og þykkt hár. Ég náði skærunum og sú stutta varð frekar sár.
Ég má alleg klippa mig amma, mamma mín sagði mér það í gær.
Ég: Börn mega alls ekki vera með skæri Jenný, það er stórhættulegt.
Barn: Ég getir alleg klippað mig sjálf. Ég geti gert það mjög fínt.
Jenný Una lét sig ekki muna um að klifra upp á stól og ná þar í skærin sem voru í öruggri fjarlægð frá barni, að ég hélt.
Þau eru núna læst inni ásamt öðru skaðræði á heimili.
Og svo sat ég hér ein með sjálfri mér og las á netinu, með sígó og ég var algjörlega í öðrum heimi.
Ég fann sterka grilllykt og ég hugsaði; einhver er að grilla á kolagrilli. Mig langar í sollis.
En svo brenndi ég á mér eyrað. Það var sinubruni vi. megin á höfðinu á mér. Töluvert stór sena brann og eitthvað af gróðri mun varanlega skemmdur.
Ég held ég fari að drepa í, nú eða kveikja í sinu hæ. megin. Þá verð ég hipp og kúl.
Er á leiðinni í lit og strípur.´
Eftir helgi því þá er dagur strípunnar.
Bítmæbóns.
Miðvikudagur, 14. maí 2008
"Home alone" heilkennið
Það er alveg hægt að fara í "Home alone" fílinginn og hlægja að/með þessu fólki sem gleymdi barninu á flugvellinum. En mér stekkur ekki bros.
Sumir grínast með manninn sem setti bílbeltið á bjórinn og lét barnið leika lausum hala í bílnum. Mér stekkur ekki bros þar heldur.
Það varð allt vitlaust í kommentakerfinu hjá mér í fyrra þegar ég bloggaði um hversu óábyrgt mér þætti það vera, að foreldrar Maddýar sem hvarf í Portúgal hefðu skilið eftir svona ung börn án gæslu, þó þau hafi getað starað á dyrnar, sem reyndar eru áhöld um. Ég hefði haft meiri áhyggjur af því sem gæti gerst á bak við dyrnar, t.d. af því að börnin vöknuðu upp og yrðu hrædd og enginn til að taka þau í fangið og knúsa þau og róa.
Maður einn sagði við mig að það væri alveg jafn eðlilegt að skilja börnin ein eftir með þessum hætti eins og þegar maður skildi börn eftir uppi á herbergjum á hóteli og færi niður að borða. Halló, hver gerir það? Ekki ég og enginn sem ég þekki.
Það er alveg ótrúlegt hvað fólk fer í mikla vörn þegar þessi mál eru rædd.
Ég vil að fólk taki ábyrgð á börnunum sínum. Skilji þau ekki eftir hist og her eins og ódýrar handtöskur fullar af snýtuklútum sem enginn ásælist.
Ég er búin að horfa á þessa frétt og bjórfréttina á Mogganum bæði í dag og í gær og verða þræl pirruð í hvert skipti sem ég ber þær augum.
Ef fólk er að eiga börn, er til of mikils mælst að það gæti þeirra eftir bestu getu? Við getum aldrei komið algjörlega í veg fyrir slys og annað slæmt en við getum amk. komið í veg fyrir ansi margt með því að vera stöðugt á verði.
Og hananú.
Gleymdu barninu á flugvellinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Boð í partý
Stundum pæli ég í dauðanum. Alveg þangað til það brakar í höfðinu á mér. Ef eitthvað er vonlaust um árangur og niðurstöðu þá er það uppúrveltingur um hvernig sé að deyja, hvað verði um mann og þess háttar.
Það er nefnilega enginn til frásagnar um dauðann. Það fer í raun óheyrilega í taugarnar á mér.
Og nú er Siðmennt farin að bjóða upp á jarðarfarir. Það eru komnir valmöguleikar í útfararbransanum. En trúið mér, það er ekki að gera neitt fyrir mig. Ég myndi vilja hafa val um að lifa eða deyja, "so to speak".
Þegar ég sá þetta hugsaði ég alveg; noh, ætti ég að láta þá sjá um að heygja mig? Ég komst að niðurstöðu, ég er ekki alveg nógu heiðin til þess. Ef ég ætlaði hins vegar að láta ferma mig þá færi ég þangað, það er á hreinu.
En það situr eftir í hjartanu og sálinni á mér barnatrúin sem amma mín innrætti mér þegar ég var ögn. Jesús er svo fallegt og kærleiksríkt tákn og mér þykir vænt um hann. Réttara sagt það sem hann stendur fyrir.
Ég legg ekki að líku trú og trúarsöfnuði en ég er ákveðin í að láta Fríkirkjuna um leifarnar af mér. Ég vil ráða músíkinni, það á helst að dansa í eftirpartíinu og enginn má gráta, nema af gleði. Ég vil ekki að fólk fari í rusl yfir því óhjákvæmilega. Við deyjum öll, amk. þangað til annað kemur í ljós.
Þetta er sem sagt formlegt boð í partý, dagsetningu vantar af skiljanlegum ástæðum.
Þannig að þið sem viljið dansa með mér síðasta dansinn fylgist með á blogginu mínu.
Úje.
Péss. Væri það ekki kaldhæðnislegt ef ég myndi geispa í kvöld eða á morgun? Þá myndu vísar konur segja: Jenný var feig, hún fann það á sér, hún vissi að hún var að fara, hún var svo næm þessi kona, þessi hetja, þessi unaður!
Og svo hvarf hún upp í reyk.
Síjú.
Fyrsta útförin á vegum Siðmenntar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Ekki minn dagur
Arg. Þetta er svona dagur. Arg, arg, arg.
Ég vaknaði, brosti framan í heiminn og hvað gerði hann? Jú hann sendi mér fingurinn helvítið á honum.
Þannig að í dag er ég ekki til friðs. Ég er úfin, svekkt og tætt.
Þetta er sem sagt ekki minn dagur.
En að því sögðu, þarf maður að eiga alla hluti?
En ég er eins og snúið roð í hund.
Best að nýta sér geðsveifluna.
Make my day.
Veggur hvar ertu?
Mánudagur, 12. maí 2008
..og tíminn líður
Í dag (12.05.) er ár síðan við kusum til Alþingis. Úff, allt of langt í næstu kosningar. Arg.
Og það er líka ár upp á dag síðan Júróvisjónkeppnin var haldin. Ójá. Þetta man ég þó ég hafi ekki horft á keppnina. Kommon, kosningasjónvarpið er svo skemmtilegt að ekkert toppar það. Ég hefði þó kannski horft ef Ísland hefði komist áfram. Eiki var flottur.
En aðalatriði dagsins var og er afmæli elsku litla dóttursonar míns, hans Olivers en í dag er hann þriggja ára. Ég sakna hans skelfilega nú sem alltaf en alveg sérstaklega á þessum tímamótum. Og hvað tíminn líður. Hann er bara nýlega fæddur barnið!
En um næstu helgi verður mikil veisla í London og amma-Brynja og afi-Einar verða í afmælinu. Ég verð að láta mér nægja myndir að þessu sinni.
Maysa og Robbi, nota myndavél og smella af. Við bíðum í ofvæni eftir að fá þriggja ára dokumentasjón.
Elsku snúllan hennar ömmusín. Til hamingju með daginn.
Oliver í ýmsum myndum.
Og nú er ég farin að sofa í höfuðið á mér.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr