Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Þá blogga ég um það

Ég er komin heim úr skírnaveislunni og búin að vera í löppunum, eftir að hafa vaðið um allt á mínum nýju háhælaskóm með fyrirkomulagi. 

En það var rosalega gaman, fullt af fólki og mikið af tertum og öðru ullabjakki.

Systur mínar fríkuðu út yfir nýju skónum sem munu birtast á mynd hér fljótlega á blogginu.

Hrafn Óli hló og hjalaði á meðan presturinn jós vatni yfir höfuðið á honum.  Ég held að hann kunni vel við sig í Fríkirkjusöfnuðinum.  Jájá.

Ég er komin niður á lausn til að fá mínu framgengt undir öllum kringumstæðum - alltaf.

Ég hóta fólki að ég muni blogga um það verði það ekki til friðs.

Þarf t.d. að drífa mig í bankann á þriðjudaginn og fara fram á þjónustu.  Hm...Whistling

Tvær systra minna komu of seint í kirkjuna, sem er auðvitað alveg ömurlega leim og ég sagði ........ og ........ að ég myndi blogga um það samstundis þegar ég kæmi heim ef þær borguðu mér ekki fúlgur fjár.  Það er skemmst frá því að segja að þær greiddu mér möglunarlaust.Halo

En í veislunni voru allir glaðir, mikið fjör og mikið gaman.  Enginn drakk sig fullan til að komast á séns, eða réttara sagt þá drakk enginn neitt annað en óáfenga drykki og allt fór siðsamlega fram.

Þetta get ég vottað.

Amen og agú.

Újeeeeeeeeeeeeeeeeeee


mbl.is Drekka til að komast á séns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóri dagur Hrafns Óla

Í dag er hátíðisdagur í minni fjölskyldu og ég ætla að njóta hans til fulls.

Ég ætla meira að segja í kirkjuW00t, já róleg, ekki neina þjóðkirkju, ónei, ég ætla í Fríkirkjuna til hans Hjartar Magna sem er náttúrulega dálítið annað mál og skemmtilegra.

Bráðum á Jóna systir mín afmæli.  Inga-Lill vinkona mín, einn fyrrverandi eiginmaður og síðast en ekki síst hann Oliver dóttursonur minn sem er í London og þessa dagana og amman saknar hans sárt.

Ég finn sérstaklega fyrir fjarveru Londresfjölskyldunnar á svona dögum.

Búhú. Ég sit hér í morgunsárið dálítið mössímössí af því ég var að skoða myndir frá skírnardegi Jennýjar og Olivers.  Svo fljótt sem tíminn líður. 

Smá sýnishorn.

20050906102924_320080415192838_3

Oliver með ömmu-Brynju og afa-Tóta á skírnó og svo er maður orðinn svona stór og á afmæli á mánudaginn.  Jesús.

20050329095518_020050410013505_1

Og þarna er hún Jenný Una á skírnardaginn sinn með Jökkla besta frænda, sem btw er fermdur.  Mér fannst þetta hafa gerst í gær.

20080404122758_7

Og barn dagsins er hérna í fanginu á stóru systur.

Ég er farin í meikóver.

Síjú.


Fyrir frekjudósina

20080506152205_9

Frekjan hún Ragnhildur Sverris heimtar skemmtiatriði og krúttsögur hér í bloggheimum og neitar algjörlega að horfast í augu við raunveruleikann.

Ég hörmungajafna því fyrir konuna.

Á myndinni hér efst má berja Leifsgötubörni augum en Jenný er voða góð við bróður sinn og hann dýrkar hana eins og sjá má á mynd.

Í dag koma "farfar" og "farmor" Jennýjar Unu og Hrafns Óla til landsins.  Þau eru að sjá Lillemann í fyrsta skipti.  Heja Sverige!

Svo á að skíra hann Krumma á laugardaginn, þannig að mikið stendur til.

Á meðan Sara nær í tengdós á völlinn munum vér passa erfðaprins og erfðaprnsessu Leifsgötunnar á meðan.  Hinn sænski faðir er nefnilega að spila og getur ekki sótt foreldra sína.

Og Krumminn verður settur í skírnarkjól föðurs síns, þ.e. ef hann passar í hann.  Barnið stækkar rosalega hratt.

20080506152137_4

Jenný: Amma þú átt að gefa mér "Helló Kittý myndavél".

Amman: Afhverju?

Jenný: Mamma mín segir að það er ekki í boði, en þú átta geraða, því ég er svo mjög góð.

Helló Kittý hvað?  Það heitir allt eitthvað þessa dagana.

Farin að gæta barna.


Flautusinfónían hljómar!

Ég hélt að bílstjórarnir hefðu gefist upp og ég var leið yfir því.

Það var eitthvað svo dásamlega hressandi, eitthvað sem gaf von um að kannski væri hægt að breyta einhverju, þegar þeir ruddu sér í aðgerðir.

Svo var ég að horfa á hana Jóhönnu mína, tala um endurskoðun á almannatryggingum á þinginu áðan, og þá heyrði ég varla í minni konu fyrir flautuhljóðunum í bílstjórunum.

Jóhanna er auðvitað flott eins og venjulega.  Ég hef sagt það áður.  Það mætti fjölfalda þessa konu.

Bílstjórarnir eru jafn flottir.  Ég óska þeim og okkur öllum til hamingju með að þeir hafi ekki gefist upp.

Bensínið hækkaði í morgun.

Maturinn hækkar og hækkar.

Við verðum að bretta upp ermar við almenningur.

Ég kveð frá átakasvæðinu.

Þetta er hörmungajöfnun nr. 2

Og hafið þið það aularnir ykkar.

Úje!


mbl.is Flautað við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmungajöfnun I

 20080429111835_0

Dagurinn í gær var áhugaverður og skemmtilegur fyrir margra hluta sakir.

Þangað til að kom að fréttunum, þá snarpirraðist ég.  En ég nenni ekki að velta mér upp úr því í bili.

Í gær var frí á leikskólanum hennar Jennýjar Unu og hún fékk að koma í heimsókn hingað.

Það var vorgalsi í dömunni og hún var smá óþekk við ömmu, sem þurfti að byrsta sig aðeins við barnið og "skamma" hana smá, þegar sú stutta hellti úr glasinu sínu á gólfið, "alleg viljandi" eins og hún sagði, forstokkuð í framan og svo valhoppaði hún frá ömmunni af vettvangi og fór að sinna öðru.

Þegar hún kom heim sagði hún mömmu sinni að amma hafi skammað sig.

Mamman: Af hverju var amma að skamma þig Jenný mín.

Barn: É var óþekk.

Mamman: Hvað gerðirðu sem þú máttir ekki?

Barn: É hellti ekki vatnið á gólfið, é gerði ekki neitt.  Mamma, þú hringja í ömmumín og skamm´ana.  W00t

Jájá,  ég skal segja ykkur það.

Þetta er fyrsta færsla af fimm hörmungajöfnunum.  Það verður að gæta jafnvægis.  Bömmerfærslur eru í fríi, nema náttúrulega að fríkaðir ráðamenn þessarar þjóðar geri bommertur í dag?  Líklegt?  Jabb, er hrædd um það.

Njótið dagsins


Örlagakrúttið hún móðir mín

Ég var að tala við mömmu mína í kvöld.  Hana Önnu Björg, bestu mömmu í heimi.  Hún er 79 ára, sæt og flott og ferlega mikill kventöffari og tekur allt á mýktinni eins og alvöru töffurum sæmir.

Á laugardaginn var hún að kaupa sér brauð í Koló og pabbi sat út í bíl og las Moggann.  Það vildi ekki betur til en svo að mamma hrasaði og datt beint á andlitið.  Hún reyndi að standa upp,öll í blóði og þá dreif að hjón á besta aldri.

Þau: Æi þú hefur dottið illa, ertu full vinan?

Mamma; (drekkur ekki, hefur ekki drukkið og mun sennilega ekki taka upp á því úr þessu), gleymdi hörmungum sínum og spurði: Af hverju dettur ykkur í hug að ég sé full?????  Alveg til í að opna umræður um mögulegan drykkjuskap sinn, með blóðtaumana niður á hvíta blússu og jakka og mögulega beinbrotin.

Maðurinn: Jú sjáðu til vinan (alltaf vinan þegar fólk er orðið aldrað), það liggur brotin flaska þarna á götunni og ég hélt að þú ættir hana.

Mamma alveg: Ég skil, athyglisvert!

Annars slapp móðir mín bæði við nefbrot og axlarbrot, en er öll marin með glóðarauga eftir fallið.

En það kraumaði í henni kátínan yfir því að einhverjum hefði mögulega getað dottið í hug að hún væri full.  Það held ég að hafi toppað hjá henni daginn.

Hún mamma mín er örlagakrútt.

Algjör dúlla.

 


RIP

HoneyBee 

Ég sat hérna í rólegheitunum áðan og las.  Jájá, bara lesandi á præm tæm, sko vinnutíma.  Ég er hyskin og ömurleg húsmóðir, ég veit það.

En aftur að mér þar sem ég sat og las skemmtilega bók.  Segi ykkur frá henni seinna.  Ég var með kaffibolla í hönd, sígarettu í munnviki, dásamlega sjarmerandi en það voru engin vitni að því.  Og ég heyrði suð, lágvært suð og ég hélt að Bördí Jennýjarson, sem hangir að venju uppi á bókaskáp, væri að prófa nýtt sánd.  Þess vegna var ég agjörlega kúl.

Suðið ágerðist, ég varð öll óróleg innan í mér.  Mér varð litið á jurtina ógnarstóru við stofugluggann og mundi eftir flökkusögu, sem kannski var ekki flökkusaga eftir allt saman.  Munið þið eftir sögunni um tarantúlluna sem átti að hafa fundist við rætur drekatrés eða svipaðrar jurtar? Hérna í höfuðborginni sko?  Djö.. sem það er óhugguleg saga.

En hvað um það.  Ég magnaðist öll upp í geðveikinni við tilhugsunina um að ég væri með risakönguló í þessari einu jurt sem tekist hefur að halda lífi í hérna við hirðina.  Ég var ein í húsinu, húsband við útréttingar út í bæ.  Það mátti heyra saumnál detta, fyrir utan suðið auðvitað.  Bördí var saklaus, því hann var sofandi upp á bókastafla.  Bzzzzzzzzzzzzzzzzzz, heyrðist og það magnaðist og efldist.

Fæturnir voru við það að gefa sig.  Átti ég eftir að deyja hér, fyrst kvenna í Norðurálfu sem finnst myrt á heimlii sínu og morðinginn viðbjóðsleg tarantúlla?

Ég gekk á hljóðið vopnuð glasi.  Bzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz, bzzzzzzzzzzzzzz, heyrðist nú greinilega.

Ég gekk fram á viðurstyggilega Humlu eða hunangsflugu sem eru svo sætar í bókum og þegar þær blogga (fluva, ég elska þig), en í návígi eru þær martröð skordýrahræddrar konur.  Flugan var 18 fermetrar á breidd og eitthvað svipað á lengd, og hún virtist ekki geta flogið.

Ég öskraði og hringdi í húsband og veinaði; komdu heim strax, það er Humla í stofunni.

Hann hélt nú ekki, var á bílaverkstæði að láta meta skemmdir á bíl sem komu á atvinnutækið um helgina.  "sjáðu um þetta sjálf kona, hvaða óhemjugangur er þetta?".

Ég er að skrifa þetta í lappanum inni í eldhúsi.  Ég er flúin þangað.  Símalaus og allslaus.  Mér segir svo hugur að ég hafi tapað fyrir skordýri.

Ég er gránduð á eigin heimili. 

Bzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz færist nær.

Ég þakka ykkur skemmtunina.  Lífi mínu er að ljúúúúúkkkkaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa.

Rest in pease.

 


Eins og mammasín

20080416215110_5 

Ég lærði að lesa 5 ára og hann Óli frændi kenndi mér.  Hann fjárfesti í stafrófskveri og við tókum staf á dag.  Þann dag sem ég gat kveðið að fyrsta orðinu TÁ, varð ég yfirmáta hamingjusöm, enda man ég atvikið ennþá.  Ég elska þetta gamla kver og verð öll mössímössí innan í mér þegar ég tek það fram og skoða.  Gamli maðurinn átti eftir að kenna frumburðinum mínum að lesa líka, á samskonar kver, en Helga mín var rétt 4 ára gömul þegar hún fór að kveða að. 

Við Jenný Una erum að læra að lesa.  Þ.e. hún er að læra að lesa, ég er í heví upprifjun.Whistling

Það eru breyttir tímar og ég er að nota Stjörnubækurnar svokölluðu við heimakennsluna, en þær eru bæði skemmtilegar og hvetjandi.  Stjörnur og verðlaunapeningar í formi límmiða, fylgja með bókunum.  Bækurnar eru ætlaðar 3-5 ára börnum.

Í kvöld vorum við að skoða stóra A og litla a.  Jenný þekkir a, því það stendur fyrir amma.  Við ræddum heimspekilega saman um stóran og lítinn staf. 

Jenný: Akkurru er litla a ekki eins og mammasín?

Amman: Það er svolítið eins og mamman, en samt aðeins öðruvísi, eins og þú sem ert lík mömmu en samt aðeins öðruvísi.

Jenný: Aha, en litla a má ekki hlaupa burt frá mömmu sín og týnast, neei, það má alls ekki.

Amman: Alveg rétt Jenný mín.

Jenný: Því þá þarf löggan að koma og leita að litla a-inu.

Amman steinþagði og hugsaði með sér að löggan væri smá bissí í öðrum verkefnum þessa dagana.

Nú sefur nemandinn í litla rúminu sínu og á morgun förum með hana í íþróttaskólann í KR-heimilinu og þá á að veita verðlaun fyrir dugnað barnanna á íþróttabrautinni í vetur.

Farin í kollhnís.


Hamslausar sumarkveðjur

 laughingsunGleðilegt sumar ALLIR.  Enginn er undanþeginn einlægri ósk minni um gleðilegt hlýtt og fallegt sumar ykkur til handa.  Megi ævintýrin og hamingjan ofsækja ykkur fram á haust.

Ég er að pæla í trú.  Ég er að pæla í Guði.  Ég á mér nefnilega minn prívat guð og hann er ekki viðkvæmur fyrir dyntum mínum og óþolinmæði.  Hann sér ekkert athugavert við ótta minn á trúarnötteríi og öðrum ofstæki.  Sé guð sáttur þá er það í lagi, "take a chill pill good people".

Ég var að lesa fram á rauða nótt.  Bók Ingibjargar Haraldsdóttur, "Veruleiki draumanna".  Ég varð fúl þegar bókinn lauk, vildi lesa meira um þennan frábæra kventöffara sem fór í kvikmyndanám til Moskvu á sjötta áratugnum og bjó síðan á Kúbu.  Konan er snillingur, hún er rithöfundur af guðs náð og hélt mér fanginni frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu.  Nú þarf ég að negla mig yfir ljóðin hennar.  Ráðlegg ykkur að lesa þessa bók.  Lesa, lesa, lesa.

En aftur að trúarpælingum.  Ég er í áreynslulausu sambandi við gussa.  Þegar ég leggst til svefn er ég oftast alveg dauðþreytt, en af því ég var alin upp við að fara með bænaromsu, þá finnst mér að ég þurfi að gera það alltaf.  Þetta er eins og að vera með brunatryggingu, maður borgar iðgjaldið, ef ske kynni.  Varnaglarnir skiljið þið.

En svo díla ég við minn æðri mátt.  Ég segi við hann þegar ég legst á koddann:

Guð, ég ætla að díla við þig.  Ég sleppi "vertu guð faðir", "faðirvorinu" "vertu yfir" og ég tek æðruleysisbænina.  Ég tek romsuna seinna.  Erum við sátt með það?  Ennþá hefur ekki komið mótmælamúkk að ofan.

Guð gefi mér æðruleysi

til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,

kjark til að breyta því sem ég get breytt

og vit til að greina þar á milli.

Í votta viðurvist hef ég lokið bænum dagsins.  Í kvöld er mér frjálst að sofna bænalaus og með saurugar hugsanir í höfðinu.

Later!

Eintóm hamingja ykkur til handa.

Újeeeeeeeeeeee


Dóttir mín - er dóttir mín

20080416214712_11 

Nú þarf ég ekki að velkjast í vafa lengur.  Sara Hrund Einarsdóttir, yngsta stelpan mín, er mín.  Ekki að mig hafi ekki grunað það, var viðstödd þegar hún kom í heiminn og svona, en það er alltaf gott að fá staðfestingu á að maður eigi börnin sín, að svo miklu leiti sem maður getur talið sig eiga einhvern. 

Í gærkvöldi hringdi hún í mig kjökrandi.  Og henni var mikið niðri fyrir.

Mamma, ég get ekki búið hérna.! (Sara og Erik eiga íbúð á Leifsgötunni).

Ég: Ha, hvað kom fyrir??W00t

Ég fann risa stóra þúsundfætlu á gólfinu og hún er viðbjóðsleg og ég veit að ættingjar hennar hljóta að vera hérna einhversstaðar.  Og Erik vill ekki flytja.  Búhú.

Ég: (sá fyrir mér þúsundfætlu á stærð við rottu) Þú ferð ekki að flytja Sara mín, út af einu skordýri.  Drapstu hana?

Sara: Nei en ég setti bolla yfir hana.  Hvað á ég að gera?  Mig klæjar allri.

Láttu Erik drepa kvikindið (ég er algjörlega samviskulaus þegar svona pöddur eiga í hlut).

Sara: (Enn kjökrandi).  Já en ég vorkenni henni svo.

I rest my case.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.