Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Föstudagur, 13. apríl 2007
FORLAGATRÚ - BÖLVAÐEKKISENSKJAFTÆÐI
Iss-piss hvað fólk getur verið forlagatrúar. Það trúir því í alvöru að neikvæðir hlutir geti gerst á föstudögum þann þrettánda. Ég kastaði þessu rugli fyrir mörgum árum og er búin að sefja sjálfa mig í að trúa að góðir hlutir gerist á þessum dögum eins og alla aðra daga. Útgangspunkturinn verður að vera jákvæður. Í dag er ég viss um að ég fæ happadrættisvinning (spila ekki í happadrætti en örlagadísirnar gera sér ekki grillur út af smámunum). Ég trúi því að ég muni bara eiga skemmtileg samskipti við fólk og að svartir kettir séu vísar nornir í dulargerfi sem ég er brjáluð í að hitta og eiga í þýðingarmiklu augnsambandi við. Hvað um það. Hefur einhver bloggara múr- og naglfasta reynslu af þessum degi varðandi óhöpp og sollis? Segið mér endilega frá því.
Lofjúgæs
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
HINN VAFASAMA GULLMOLA DAGSINS HLÝTUR..
..Magnús Þór Hafsteinsson í Frjálslyndaflokknum fyrir að tala fyrir vægast sagt skelfilegri pólitík í málefnum innflytjenda í Kastljósinu í kvöld. Ég held að það séu öfgaelement þarna á ferð í flokknum og ég efast stórlega um að meðlimir Frjálslynda flokksins séu allir með það á hreinu hvar varaformaðurinn og hans nótar standa í þessum málum. Hvort þessi stefna er af hreinni og klárri umhyggjusemi við útlendinga eða til að vernda okkur gegn fjöldainnrás tugþúsunda manna og kvenna. Málflutningurinn er enda loðinn og Magnús Þór slær úr og í. Innflytjendamál verður að ræða að sjálfsögðu en ekki á þessum forsendum eins og ég hef margskrifað um hér á blogginu mínu. Þjóðernisflokkar hafa verið hafnir til vegs og virðingar tam í Danmörku og Austurríki og það fer um mig hrollur við tilhugsunina um að svona málflutningur nái flugi hér. Ég held samt að Íslendingar, flest allir amk., hafi óbeit á kynþáttamisrétti.
Magnús Þór þarna ertu málsvari hættulegrar mannvonskustefnu. Sem ég held að mistúlkist meira að segja í þínum eigin flokki. Þú mátt klæða það í hvaða búning sem er. Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því að hingað þyrpist fólk í tugþúsunda tali. "Getóverjorself". Get ekki ímyndað mér að við séum svona eftirsóknarverð. Við tökum ekki einu sinni við flóttamönnum eins og löndin í kringum okkur. Fólk má hins vegar koma hingað meðan við getum notað það í þennsluástandinu og það fólk fer beinustu leið heim aftur að verkefnum loknum. Íslenskt þjóðfélag hefur bara orðið ríkara og skemmtilegra vegna þeirra útlendinga sem hér hafa sest að. Ef gera á bragarbót á undirboðum og þrælahaldi á fólki þá skulum við snúa okkur að því að hreinsa upp hjá glæpafyrirtækjunum sem hafa flutt inn verkamenn til landsins, hýrudregið þá og farið með þá eins og hunda og gjörbrotið á þessu fólki mannréttindi. Þar er raunverulegt vandamál á ferðinni.
Mánudagur, 9. apríl 2007
VIÐ OG ÞAU..
Var að hlusta á umræðuna í sjónkanum þar sem foringjar stjórnmálaflokkanna spjölluðu. Ansi lítið nýtt kom í ljós og staða flokkanna varðandi innflytjendamál er nokkurn veginn á hreinu. Enginn flokkana, lítur á innflytjendur sem vandamál, utan frjálslyndir, og sjá það sem jákvæðan hlut að hér séu innflytjendur og allir virðast þeir leggja sama skilning í "vandamálaauglýsingu" Frjálslynda flokksins. Ég ætla ekki að fullyrða að frjálslyndir séu útlendingahatarar, langt frá því, en skilningur fólks á auglýsingunni títtnefndu hinni svokölluðu vandamálaviðvörun virðist vera sá hinn sami hjá þeim sem ég tala við þe. að þarna sé nálgunin á málefninu röng, ali á fordómum og ótta. Mér finnst þessi neikvæða aðferðarfræði þeirra höfða til fremur lágra hvata fólks. Ef ekki liggur neitt óeðlilegt að baki þessa málflutnings Frjálslynda flokksins er þeim í lófa lagið að breyta nálgun sinni á málefnið. Getur verið að þetta sé populismi? Léleg leið til að ná sér í atkvæði? Mér er spurn.
Mér finnast það forréttindi að búa í fjölþjóðasamfélagi. Það getur bara verið gott að fá hingað nýja strauma frá öðrum menningarsvæðum og það gerir þjóðfélagið mun litríkara og skemmtilegra. Við sem búum hér og störfum höfum getað breikkað sjóndeildarhringinn með því að fara til annara landa til náms og starfa. Því skyldum við ekki gjalda líku líkt?
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 9. apríl 2007
OG AF ALLT OF STÓRUM HÖRMUM..
Þegar ég var að skrifa fyrra innleggið um þá undarlegu staðreynd að ég skyldi ekki spyrja um ákveðna hluti þegar ég var lítil, þrátt fyrir að vera yfirmáta forvitin, mundi ég eftir enn einu furðuverkinu úr útvarpinu. En það voru "dánarfregnir og jarðarfarir". Kannist þið við eftirfarandi:
Sonur okkar, bróðir, faðir og afi lést á heimili sínu.. osfrv.? Í nokkuð mörg ár hélt ég að út um víðan völl hríðféllu heilu fjölskyldurnar í einu í valinn. Auðvitað las ég um Móðuharðindin og Svarta dauða í skólanum þar sem fólk féll í umvörpum. Ég heimfærði þessi fjöldaandlát upp á svoleiðis óáran. Ég spurði aldrei, skildi þetta svona en fannst þetta ískyggilega algengt og sjálf þekkti ég sem betur fer ekki til neinnar fjöslkyldu sem hafði þessa stóru harma að bera. Bjóst við, held ég, að þetta væri að gerast úti á landi, en það var óskilgreindur staður í huga borgarbarnsins jafn lang í burtu og Kína sjálft.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 9. apríl 2007
AUSTURLAND AÐ GLETTINGI
Hvar er Glettingur? Hann er fyrir austan. Ég veit ekki meir. Landafræðikunnátta mín er lítil og ekki til að flagga á mannamótum. Frá unga aldri hlustaði ég á veðurfregnir yfir kvöldmatnum og "Austurland að Glettingi" var eitt af því sem mér fannst hljóma svo undarlega, framandi og forvitnilega. Merkilegt þó að ég skyldi aldrei spyrja. Fyrir einhverjum árum síðan barst þetta í tal milli vinkvenna og við vorum allar jafn blánkar yfir "Austurlandi að Glettingi" nema ein að austan sem vissi að Glettingur var fjall þaðan sem hún kom. Ég sá strax fyrir mér að þetta hlyti að vera merkilegt fjall þar sem þarna var veðurmæling (hm). Viss um að við Gletting er ekki nokkur kjaftur, brimið skellur þarna á fjallinu og þegar dimmir á vetrum er umhverfið verulega draugalegt. Muhahahaha. Kann einhver nánari deili á þessari títtnefndu mælingastöð?
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 9. apríl 2007
SVONA RÉTT FYRIR SVEFN
Úff hvað kona er orðin húrrandi þreytt. Svona er þetta á hátíðum, það er hangið fram eftir öllu. Þetta hefur verið um margt góður dagur. Byrjaði ekki beinlínis á hamingjusveiflu en ég skrifaði um það hvernig mér leið og ég fór strax að hressast. Ég þakka öllum sem sendu mér hvatningu og falleg orð. Það hafði hreint ótrúleg áhrif. Allir dagar geta ekki verið dúndur góðir dagar. Lífið er alltaf aðeins upp og niður. Þegar ég hugsa til daganna meðan ég ráfaði um sem fárveikur alki, hversu svart lífið var og allt virtist vonlaust og svo þessir smá afturkippir sem ég er að fá af og til í dag, þá eru þeir hjóm eitt í samanburði. Lífið er æði og hver dagur er nýtt ævintýri.
Ég fer sátt að sofa í kvöld. Vorið er að koma þó óneitanlega hafi ég orðið smá langleit þegar ég talaði við dóttur mína í London í kvöld. Hjá þeim var sól og 22. stiga hiti í dag og þau eyddu deginum úti að grilla og tjilla. Skelli hér inn mynd af Oliver sem var á stuttermabol eins og um hásumar væri. En er ég hissa á að við skulum ekki vera komin með sumarveður? Nebb þá væri ég nefnilega ekki í lagi því við búum á Íslandi. En það er í lagi að láta sig dreyma.
Góða nótt
Tölvur og tækni | Breytt 18.4.2007 kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 8. apríl 2007
HUGLEIÐING Á SUNNUDAGSMORGNI
Í morgun hefur mér ekki liðið vel og ekki í gær reyndar heldur. Það þýðir ekki að ég sé á barmi sálarlegs gjaldþrots en ég verð að gæta mín ansi vel mtt til að halda balans og hugarró. Það má ekki mikið út af bera hjá óvirkum alka ef hann gleymir að sinna sálartetrinu. Litlir hlutir og stórir koma manni úr jafnvægi, ekki síður þeir góðu. Fyrr en varir getur kona fundið sig í vanlíðan og óbalans sem er eitur fyrir alka. Sykursýkin er líka að láta kveða að sér, þetta helst allt í hendur. Ég fór í sykurlost í morgun og hné (skáldlegt?) niður á eldhúsgólfinu. Húsbandið varð fyrir árás í vinnunni í fyrradag. Brjálaður dópisti réðst aftan að honum og... til að gera langa sögu stutta þá slapp hann svona nokkurn veginn með skrekkinn. En nú er ég komin til baka og í banastuði eða þannig.
Ég byrja á þessari sem allir geta notað, hreint sálarbætandi orðasalat.
Guð gefi mér æðruleysi.
Til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Merkilegt hvað orð geta verið öflug, bæði til góðs og ills. Ég ætla að vera í jafnvægi, láta ekki fólk særa tilfinningar mínar (ÉG ER SVO MIKIL H-E-T-J-A) og muna að mín vellíðan kemur frá sjálfri mér en ekki umhverfinu.
Þetta datt mér nú svona í hug á degi súkkulaðsins.
Tölvur og tækni | Breytt 18.4.2007 kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Laugardagur, 7. apríl 2007
MANSALSHRINGUR UPPRÆTTUR!
Lögregla á Spáni hefur upprætt mansalshring á Costa Brava ströndinni á austurhluta Spánar. Það var Albani sem stýrði hringnum en um 40 konum var haldið í kynlífsþrælkun. Flestar kvennanna komu frá Rússlandi og voru neyddar til að vinna í hóruhúsum og við götuvændi.
Mér verður alltaf jafn illa við þegar maður les fréttir af þessum óhugnaði sem mansal er. Það blómstar í heiminum í dag. Það er gleðiefni þegar tekst að uppræta þó ekki sé nema einn mansalshring en mér fallast hendur þegar ég hugsa um þær miljónir kvenna og barna sem búa við þennan hroðalega raunveruleika í heiminum í dag.
Mansalshringur upprættur á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. apríl 2007
ATTBÚ RÉTT STRAX OG FJÖRIÐ BYRJAR KL. 24,00
Nú tryllist allt á miðnætti. Eða þannig því þá er þessum langa degi lokið og við getum orðið syndum spillt á ný. Þrátt fyrir öflugar yfirlýsingar um að ég láti ekki langa viðhengið á föstudeginum hafa áhrif á mig þá er þessi dagur búinn að vera alveg afskaplega langur. En eftir kortér er hann að baki.
Þá er bara að hoppa í dressið og hendast út á lífið allavega í andlegum skilningi. Drekka kaffi fram á morgun, hanga í tölvu, lesa eins og eina bók og sofa til hádegis á laugardaginn fyrir páska.
Takk bloggvinir mínir sem hafið verið að blogga í dag. Það stytti mér verulega stundirnar.
Adjö och tack så jättemycket
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
DAGURINN Í GÆR...
..var dagur aðgerða, innan heimilis sem utan. Sara yngsta dóttir mín og mamma hennar Jenny er eins og stormsveipur í öllu sem hún gerir. Hún tók þá ákvörðun í gærmorgunn að nota þennan fyrsta dag í páskafríi til að koma og þrífa heimili móður sinnar fyrir páskana. Hún mætti vopnuð allskyns græjum sem ég kann engin deili á. Bara til að fyrirbyggja miskilning þá er best að segja frá því hér að heimili mitt er bara svona meðalheimili og ég hef aldrei verið kærð fyrir heibrigðisnefndar. Nú hér mætti sum sé Sara og hóf að þrífa. Kona hreifst með og hentist í þvottahús og þvoði ca. 20 vélar (eða þannig). Hvað um það síðan var verlsað í matinn, reikningar borgaðir, tekið til á lóðinni, keypt eitt stykki Kúbuferð og fleira skemmtilegt. Oliver barnabarnið í London og pabbi hans voru boðnir í mat og steik var sett í ofnin þar sem ég stóð á öðrum fæti á nýbónuðu gólfinu og passaði að ekki færi arða niður. Um kl. 17,00 var kona orðin þreytt (svo gömul) og farin að riða á fótunum. Svo ég rjúki nú úr einu í annað, hef ég sagt ykkur gott fólk að ég er hroðalega ýkin? Bara lesa með sollis gleraugum. Nú svo komu Oliver og Robbi, Sara sem ekki var búin að ljúka þessari stóru framkvæmd á heimili móður sinnar, náði í Jenny. Við borðuðum og síðan var haldið áfram með þrif þar til dagur var að kvöldi kominn.
Oliver flaug á vit mömmu sinnar í morgun ásamt pabba sínum og ömmu-Brynju sem ætlar að vera hjá þeim í nokkra daga. Amman er með kökkinn í hálsinum vegna barnabarnsins sem býr langt í burtu.
Heimili mitt er núna dæmigert Ajax-heimili og ég læðist um og nota bara einn bolla og ekkert annað. Er að hugsa um að fara á hótel fram að páskum, til að setja ekki mark mitt á fínheitin.
Hm..er að verða að hinum fullkomna smáborgara og er á leiðinni í IKEA að kaupa gardínustöng og ofnföst mót. Eftir því sem mér er sagt um stærð viðkomandi verslunar, er maður þar eins og krækiber í helvíti.
Tölvur og tækni | Breytt 18.4.2007 kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2987153
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr