Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Tölvur og tækni

ÞAÐ ÆTLAR AÐ TAKA TÍMANN SINN

Nú hefur forsætisráðherra skipað nefnd til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn.

Fyrsta verk nefndarinnar verður að kanna starfsemina á Breiðavík og er ekkert nema gott eitt um það að segja.  Það sem mér finnst hins vegar vont mál er að nefndin á að skila könnun sinni um Breiðavíkurbörnin í síðasta lagi þ. 1. janúar 2008.  Það getur varla tekið allan þennan tíma, þrátt fyrir að ég viti að á bak við svona vinnu er mikil yfirlega.  Mér finnst að úrlausn í máli þessara manna sem dvöldu á Breiðavík sem börn verði að hafa forgang fram yfir flest annað.  Það er nóg búið að dynja á þessum mönnum og mér finnst að stjórnvöld eigi að bæta þeim það upp. 

það er merkilegt eftir að málið komst í hámæli hversu margir vissu eitthvað en báru sig aldrei saman.  Ekki í fyrsta skipti sem þagað var yfir vondum hlutum á kostnað valdalausra barna.


mbl.is Nefnd til að kanna starfsemi meðferðarheimila skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LISTIN AÐ TAPA MEÐ REISN

02 

Samtökin Hagur Hafnarfjarðar segjast hafa rökstuddan grun um að 700 manns hafi flutt lögheimili sitt til Hafnafjarðar til að geta kosið um deiliskipullagið.  Auðvitað var mjótt á mununum í þessum kosningum en það ber að virða niðurstöðuna.  Á þriðjudaginn n.k. eru samtökin með fund þar sem ákveðið verður hvort þeir ætli að kæra meint kosningasvik.  Rosalega finnst mér leiðinlegt þegar fólk getur ekki tekið lýðræðislegri niðurstöðu kosninga.  Ég ætla rétt að vona að ef úrslitinn hefðu verið á hinn veginn hefði Sól í Straumi ekki farið að grenja og vælt um kosningasvik.  Alla vega hefði mér fundist virðingarvert ef Hagur Hafnarfjarðar hefði látið eiga sig að tjá sig um þetta mál þar til að þeir væru búnir að ákveða að kæra.  Lyktar af einhverjum undirróðri sem mér fellur illa.


mbl.is Hagur Hafnarfjarðar segir brögð í tafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FIMM DAGA FRÍ, HM

28

Það er að bresta á með páskum.  Þrátt fyrir að ég hlakki oftast til þá get ég ekki neitað því að þeir eru lengi að líða.  Það situr enn í mér þessi yfirþyrmandi helgislepja sem einkenndi hátíðina þegar ég var barn.  Allt var lokað frá skírdegi og fram á þriðjudag eftir páska.  Bókstaflega allt.  Föstudagurinn langi var svo langur og það var ekkert við að vera.  Krakkarnir voru ekki einu sinni á róluvellinum.  Í útvarpinu voru sálmar og sorgarljóð og háheilagar hugvekjur allan daginn.  Ég ætlaði einu sinni að bursta mottur fyrir ömmu mína og ég hélt að hún myndi detta niður dauð þegar motturnar blöktu á snúrunni og ég mundaði bankarann.  Bannað sagði hún, á Föstudaginn langa syrgjum við og gerum bara það allra nauðsynlegasta.

Þetta hefur skánað en jafnaldrar mínir hafa lýst þessari tilfinningu fyrir mér, að þetta hafi enn áhrif á þá.  Hvað getur kona gert?  Í þetta sinn ætla ég að byrgja mig upp af bókum, fá stelpurnar mínar í mat, leigja mér góðar myndir, fara í göngutúr (ef það snjóar ekki) og passa mig á að líta ekki á klukkuna.

Gleðilega páskaWizard

30


TIL HAMINGJU HAFNARFJÖRÐUR!

50

Til hamingju Hafnarfjörður og við öll hin.  Mikið rosalega var þetta spennandi kosning. Þarna sáum við skólabókardæmi um virkt íbúalýðræði.  Það hefði þó verið betra ef munurinn hefði verið meiri. En Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álvers.  Ég er viss um að álverið fer hvergi þrátt fyrir hótanir þar um þegar kosningabaráttan reis sem hæst.

Enn og aftur til hamingju öll.  Þetta er gleðilegur dagur.


MEÐ ÁLIÐ Á BÁLIÐ

898

Úps ég tárast yfir þessari fögru loftmynd af Álverinu í Straumsvík eða þannig.  Rosalega er þetta forljótt, bévítans fyrirkomulag.  En kosningar Hafnfirðinga í dag eru ekki fegurðarsamkeppni í náttúruslysum heldur beinhörð kosning um framtíð okkar allra.  Ég er ein af þeim sem finnst að allir landsmenn ættu að fá að kjósa um hvort þetta skrímsli fái að vaxa eður ei, umhverfismál eru ekki einkamál eins byggðarfélags eða lands ef út í það er farið.  Andrúmsloftir er okkar allra.

Nú er bara að vona að Hafnfirðingjar kjósi á móti stækkun.  Mér var sagt að bærinn væri beinlínis logandi vegna kosninganna.  Það er þó til marks um virkt íbúalýðræði sem er gott mál.  Sagt hefur verið að fylkingarnar séu hnífjafnar.  Þá er bara að bíða úrslita.  Þetta er BARA spennandi.


mbl.is Úrslit í Hafnarfirði gætu legið fyrir kl. 21 til 22
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1.8OO KLÁMHUNDAR...

... á dag, að jafnaði skoða dag hvern gróft barnaklám  í Danmörku.  Nú vilja ráðamenn stemma stigu við því.  Kva.. netlögga??

Er ekki óhuganlegt til þess að vita að það skuli vera "venjulegt" fólk sem stundar þessa ógeðisiðju á hverjum degi.  Átjánhundruð pedófílar á dag!!

Þeir eru alla vega að hugsa um einhverskonar netlöggu í Danmörku!! Getur fólk ekki verið sammála um að þegar svona tölur blasa við að þá verði að grípa til aðgerða? 

Barnaklámsiðnaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr.  Það er auðvitað staðreynd sem ekki er hægt að horfa framhjá.

 

 


mbl.is Barnaklám af Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞUMALFINGURSREGLAN

kSkelli hérna inn gamalli færslu um þumalfingursregluna fólki til fróðleiks.

Þumalfingursreglan "the rule of thumb"

Þar sem ég skrifaði um kynlægt ofbeldi í dag finnst mér tilvalið að láta þennan fróðsleikmola fylgja með.

Þumalfingursreglan svokallaða er talin eiga uppruna sinn á Englandi en þar finnst hún fyrst skjalfest árið 1692. Þumalfingursbreidd kaðals eða annars bareflis var talin leyfileg stærð fyrir eiginmenn sem vildu refsa konum sínum með barsmíðum.

Það mun hafa verið Sir Francis Buller sem fyrstur mun hafa kveðið á um þetta.  Hann var því fyrir vikið kallaður Þumall dómari að því er sagnir herma. 

Maður gekk um í mörg ár og talaði um þumalfingursregluna hingað og þangað án þess að hafa grænan grun um að þar lægu að baki kvenlegir harmar.


« Fyrri síða

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband