Færsluflokkur: Hneyksli
Laugardagur, 14. júlí 2007
ÞAÐ MÆTTI BORGA MÉR STÓRFÉ...
..og það dygði varla til, til að ég færi og hlustaði á Árna Johnsen. Ekki misskilja mig, það er ekki vegna pólitískrar fortíðar hans (sem ég hef alveg skoðun á), ekki sú staðreynd að hann er Sjálfstæðismaður, því þeir eru margir ágætis menn, heldur eingöngu af því að maðurinn er vita laglaus, með leiðinlegan músíksmekk en lætur eins og hann sé arftaki Jusse Björling, eða eitthvað. Ég fæ alltaf kjánahroll.
En því verður ekki á móti mælt að Árni Johnsen er íslenskt fenomen og elskaður af mörgum.
Bara ekki af mér.
Súmí.
![]() |
Fjölskylduhátíð á Stokkseyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 14. júlí 2007
NAUMHYGGJAN Í BLÓMA
Einu sinni hélt Ibba Sig. vinkona mín því fram að hámark naumhyggjunnar, sem nú tröllríður innréttingatískunni á Íslandi, væri komin út í öfgar þegar það vantaði ausu og það þyrfti að ná í hana niður í geymslu. Hehe ég hló að þessu eins og brjáluð kona, fannst það lýsa svo vel þessari tískugeggjun í einu og öllu.
Í kvöld vantaði mig ausu............... og ég þurfti að sækja hana í geymsluna.
Ég er í vondum málum svona innréttingawise og öðruwise!
ARG
Föstudagur, 13. júlí 2007
HÁMARK ÓSVÍFNINNAR
Þessi er nú með þeim ósvífnari sem ég hef séð lengi. Karlmaður var handtekinn á svæðisstöð lögreglunnar á Dalvegi í Kópavogi. Um erindi hans þangað er ekki vitað, en hann notaði allavega tækifærið til að stinga á sig nokkrum hlutum og var handtekinn á staðnum.
Hæg heimatökin fyrir lögguna.
Kannski hefur maðurinn einfaldlega talið að það væri einfalt mál að stela undir nefinu á löggunni. Það er dásamlega ósvífið.
Fólk tryllist í góða veðrinu.
![]() |
Staðinn að þjófnaði á lögreglustöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hneyksli | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. júlí 2007
VANDRÆÐAUNGLINGUR Á ÞRÍTUGSALDRI
Mikið rosalega hljóta aðstandendur svona manns sem er tekin fullur fyrst og svo fyrir óspektir og ofbeldi á sama degi, að eiga bágt. Einn ofvirkur með einbeittan brotavilja á djamminu. Öllum til ama og leiðinda auðvitað nema kannski sjálfum sér.
Kannski á maður ekki að vera að tjá sig svona um einhverja persónu en jú ég held bara. Ekki lét hann sér segjast í fyrra skiptið og kannski tekur löggan hann upp á morgun líka.
Eitthvað pælt í að hætta í víninu karlinn?
Hm....
![]() |
Handtekinn tvívegis sama daginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hneyksli | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
MARGIR AÐ SPRINGA ÚR SUMARGLEÐI...
..virðist vera ef marka má þessa frétt. Væntingarnar hjá sumum eru svo geggjaðar að þeir reisa sér hurðarrás um öxl, hamast við að grilla og detta í það til að tífalda sumarfílinguna og svo endar það sumstaðar með að löggan er send á svæðið til að stilla til friðar. Það virðist sem áfengislöngun margra eflist um allan helming ef sólin skín.
Ég þarf allavega ekki að hafa áhyggjur af því, búin að skila lyklinum að þeirri deild.
Megi sólin skína á ykkur öll þar sem þið hendist um í gleðilátum "high" á eigin safa.
Úje
![]() |
Talsverður erill hjá lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hneyksli | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
ÞEIR, ÞEIR, HVERJIR ERU ÞEIR?

Hneyksli | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
MIG LANGAR AÐ TALA VIÐ..
..Fidel Castró og spyrja hann af hverju hann hafi beðið með það í heilt ár að lýsa því yfir að byltingin á Kúbu væri sósíalísk bylting. Í leiðinni myndi ég spyrja hann um af hverju hann héldi svona langar ræður og af hverju hann væri hættur að reykja.
..við Nelson Mandela og biðja hann um að segja mér nákvæmlega frá fangelsisvistinni á Robin Island.
..við Gholdu Meir en ég nenni ekki á miðilsfund.
..við Súfragetturnar í Ameríku sem því miður allar eru farnar til mæðra sinna. Tala við þær seinna.
..við John F. Kennedy og spyrja hann í einlægni af hverju hann kom svona illa fram við konur.
..við Janis Joplin, Jim Morrisson, Jimi Hedrix, John Lennon og George Harrison og spyrja þá hvort þeir séu hamingjusamari hinum megin.
..við Hillary Clinton um íslenska kvennapólitík (og fræða hana smá því það er gott vegarnesti í forsetaembættið) og hjónabandið með ístöðulausa vinglinum sem ég held þó að sé ágætis grey.
..við Amy Whinehouse og spyrja hana að því af hverju hún drífi sig ekki í meðferð áður en allt hrynur í kringum hana.
..við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur til að láta hana lýsa fyrir mér raunveruleika íslenskra kvenna sem höfðu ekki kosningarétt og bara kynnast henni náið af því hún var flottust.
..við Olof Palme af því að mig langar til að segja honum hvað ég dáðist að honum og biðja hann að hjálpa mér að komast með tærnar þar sem hann hafði hælana.
Það eru dálítið margir dánir á listanum og þetta er bara það fyrsta sem brennur á mér. Ég á erindi við mjög marga í viðbót.
Hneyksli | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
HVER LÆTUR SÉR KOMA Í HUG..
..að stela gestabók af litlu landsbyggðarhóteli á Íslandi (já Hótel Búðir er venjulegt landsbyggðarhótel, þrátt fyrir að það sé inn að fara þangað)? Svona bók getur ekki haft mikið fjárhagslegt gildi fyrir nokkurn þjóf en hefur eflaust tilfinningalegt gildi fyrir eigendur hótelsins. Svei mér þá er ekki hægt að láta nokkurn skapaðan hlut orðið í friði?
Hei, gestir og gangandi; skrifið endilega í gestabókina mína. Henni er ekki hægt að stela. Lofa.
Lalala er í góðu skapi enda skín sólin.
![]() |
Dýrmæt gestabók horfin af Hótel Búðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hneyksli | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
HEY LITLA MÍN
Þessi maður getur sagt "hey litla mín", komist upp með það og meinað það.
Hann heppinn.
![]() |
Hæsti maður heims giftir sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hneyksli | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
BLOGGVINATILTEKT EI MEIR
Eins og bloggvinir mínir vita þá hef ég hent reglulega út bloggvinum og það síðan gert það að verkum að þeir sem eftir standa kunna enn betur að meta mig og skrifa um mig lofræður í kommnetakerfið. Hehe (er að grínast, súmí). Annað hvort er ég orðin svona meyr eða þá að gæðastuðullinn á bloggvinunum er orðinn blússandi hár. Ég held að seinni skýringin sé sú rétta, því ég hef fjárann ekkert mýkst, að ég held. Nú er svo komið að ég tími ekki einum einasta. Hver vinurinn öðrum skemmtilegri.
Ég settist við áðan og ætlaði að grisja svo ég væri ekki með stöðugan kvíðahnút í maganum að komast ekki allan hringinn en það var ekki eitt kvikindi á listanum sem höfðaði til hreinsunaráráttu minnar og því hef ég gefist upp. Ég er hætt að henda út fólki.
Ég henti henni Kolgrímu út um daginn af því ég hélt að hún væri hætt að blogga og Klöru litlu líka, um leið og ég henti þeim út komu þær til baka og ég laut höfði í skömm.
Já krakkar mínir, mér er heiður að vináttunni og hætti hér með að láta eins og fífl, í bloggvinadeildinni sko, áskil mér rétt til hálfvitaháttar á öðrum sviðum.
Súmí.
Hneyksli | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr