Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Föstudagur, 7. desember 2007
Dóri skemmtir skrattanum..
..og spilar á Fenderinn sem hann hefur skírt Múhameð.
Æi asnalegt.
En sem betur fer þá er Dóri engin Jyllandsposten og ég efast um að fréttirnar af nafngiftinni nái höfuðstöðvum umboðsmanna Alla.
Ja ekki nema einhverjir Ayatollar séu lesendur Moggabloggs.
Ég efa það stórlega.
Og allt unnið fyrir gíg.
Sumir eru á stöðugu mótþróaskeiði.
Allahu Akbar
![]() |
Nefnir gítar Múhameð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Trúarblogg???
Ég er alltaf að uppgötva nýjar hliðar á sjálfri mér, ég er nefnilega svo margslunginn persónuleiki. DJÓK!!!
Hvað um það, ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið, hvernig ég gæti látið gott af mér leiða fyrir jólin, þannig að það skilaði sér. Það eru svo margir sem eiga um sárt að binda í þessu þjóðfélagi "allsnægta" og erfitt að koma sér niður á eitthvað eitt, þar sem ég hef takmarkaða fjármuni til verkefnisins, enda aldrei gefið mig út fyrir að vera af Baugsættinni. En margt smátt gerir eitt stórt.
Ég er komin að niðurstöðu. Ég ætla að styrkja Hjálpræðisherinn fyrir þessi jól. Já öðruvísi mér áður brá. Ég hef ekki beinlínis verið þekkt fyrir aðdáun mína á sértrúarsöfnuðum og sá stærsti, þjóðkirkjan, er sá sem er í neðstu sætum vinslædarlistans, ef hægt er að tala um lista í þessu sambandi, og þá vegna skorts á umburðarlyndi og mannkærleika, sem hefur glögglega komið í ljós á þessu ári sem senn er á enda.
Hjálpræðisherinn heldur því ekki fram að hann sé með persónulega vitneskju um smekk Guðs og sonar hans á hvernig fólk eigi og eigi ekki að vera. Hann boðar ekki helvítisvist fyrir þá sem eru fyrir utan normið og hann hrópar ekki á torgum um eigin mikilfengleika og óskorðaða umboðsmennsku sína fyrir Guð á jörðunni.
Hjálpræðisherinn lætur verkin tala. Þeir taka á móti okkar minnstu bræðrum á jólunum, gefa þeim að borða, sýna náungakærleika og gera það með gleði án þess að hreykja sér af því.
Þeir trana sér ekki fram og þeir setja engin skilyrði fyrir hjálpinni.
Þess vegna, læt ég eitthvað af mínum heimilispeningum renna þangað.
Og ég er viss um að þar verða þeir nýttir til góðra verka.
Ég hvet alla til að velja sér verkefni til að styrkja. Það er flott jólagjöf. Við verðum að hjálpast að eins og stelpurnar mínar segja.
Amen í boðinu
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 1. desember 2007
Hér sé Guð
Ég hef lítið fylgst með umræðu um kristinfræði í skólum, með og á móti en samt nóg til þess að mig langar að leggja orð í belg.
Ég verð seint talin Biblíutrúuð, en samt trúi ég einhverju. Ég er sökker fyrir Jesú, Maríu mömmu hans og Maríu Magðalenu. Mér finnst Jesú vera birtingarmynd kærleikans ásamt þeim konum sem fylgdu honum. Hvort ég trúi bókstaflega á hérvist Jesú, veit ég ekki, en ég trúi á það sem hann stendur fyrir, þ.e. kærleika og umburðarlyndi. Guð er svo framlenging á þessum kærleika og fyrir mér er hann bara óendanlegur kærleikur sem umber allt, þó það nú væri, því annars væri kærleikurinn skilyrtur og þá væri Guð ekki alveg að gera sig.
Mér er sama á hvað fólk trúir. Húsbandið er í Ásatrúarfélaginu, en ég held að það hafi verið til að gefa samfélaginu fokkmerki í denn. Maðurinn var svo uppreisnargjarn. Ég ímynda mér að hans hugmyndir um Guð séu svipaðar mínum, án þess að ég geti skilgreint nákvæmlega hvernig hann hugsar það.
Af stelpunum mínum þremur er ein gift og ein fermd. Ég lét ákvörðun um fermingu í hendur þeirra og þetta var útkoman. Allar eru þær kærleiksríkar og góðar manneskjur, það nægir mér.
Ég hef ekkert á móti kristinni siðfræði, hún má vera fyrir mér, svo fremi að börnunum sé kennt um fyrirgefninguna, umburðarlyndið, samkenndina og virðingu fyrir öllum lifandi verum. Það er nú allt og sumt.
Eiginlega er mér sama af hvaða meiði þessi fræðsla er sprottin, bara að hún sé í boði. Mér finnst líklegt að kristinfræði verði áfram kennd, við teljumst kristin þjóð.
Ég er sökker fyrir jólunum, þeim stóru og litlu, fíla að fara í kirkju ef ég er stemmd í það, ég er svona trúarlegur munaðarleysingi í kristnu samfélagi. Mér finnst líka allt í góðu að tileinka sér það besta úr öðrum trúarbrögðum. Hver vildi ekki komast í eins og eitt Nirvana af og til. Ég tæki því fagnandi.
Niðurstaða: Við hljótum að geta komið okkur saman um lausn á þessu máli. Trúaðir og trúlausir. Boðskapurinn skiptir máli, þessi fræðsla um mannvirðingu sem börnin okkar eiga að fá í skólunum. Hvernig er svo samningsatriði.
Takið þetta á umburðarlyndinu krakkar mínir og verið í botni með Drottni.
23 dagar til jóla.
Úje.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sunnudagur, 25. nóvember 2007
Kimminn og fleira
Kim Larsen klikkar ekki, ég veit það þó ég hafi ekki farið að sjá hann í gær. Ég nennti því ekki, var í öðru meira akút, þ.e. að setja upp jólagardínur.
Við eigum a.m.k. tvenn sameiginlegt við Kim Larsen, en við höfum bæði búið á Sofiegården á Christianshavn. Ójá. Hann, meðan það var hálfgert hreysi fyrir útigangsmenn og töffara, ég þegar það var orðinn flottur stúdentagarður fyrir nerði.
Við eigum líka Dalles Varehus, sameiginlegt, ég og Kimminn. Ég hef verslað þar margoft. Hann hefur sungið um það.
Ég var að lesa í fréttablaðinu, um könnun sem gerð var í Bretlandi, um hvaða látinn einstakling fólk vildi helst sjá snúa aftur og viti menn, Bretarnir settu Díönu í fyrsta sæti (frumlegir) en Jesú í sjötta. Ef ég fengi að óska mér, myndi ég setja Jesú í fyrsta og segja honum að fara og tala við Jón Val og útskýra fyrir honum inntak kristindómsins.
En ég myndi setja John Lennon til vara.
Ég er knock out.
Úje og farin að leggja mig.
![]() |
Kim Larsen hélt uppi fjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Ein hópnauðgun hvað?
Búski og félagir eru þeir mestu tvöfeldnispostular sem gengur að grafa upp á byggðu bóli. Hræsni þeirra er algjör og mannréttindi eru þeim nauðsynleg skiptimynt.
Stúlkunni sem var nauðgað af hópi karlmanna í Sádí og var dæmd til 200 svipuhögga og fangelsisvistar fyrir að hafa verið ein í námunda við sér óskylda karlmenn, verður fátt til varnar og ekki ætla boðberar friðar og réttlætis að fordæma þetta skelfilega mannréttindabrot á henni. Þessir hálfvitar lýsa bara hneyklsan sinni og fordæmingu þegar það hentar þeim í græðgislegri valdafíkn sinni.
" Ég verð að segja það að líti maður á glæpinn og þá refsingu sem fórnarlambið hefur verið dæmt til þá vekur það vissa furðu og undrun, sagði Sean McCormack . Spurður um það hvort Bandaríkjastjórn veigri sér við því að gagnrýna dóminn vegna mikilvægis sambands Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu í baráttunni gegn hryðjuverkum sagði hann svo ekki vera."
Þeir lýsa furðu og undrun. Afsakið á meðan ég kasta upp.
Stundum fer trú mín á mannfólkinu niður fyrir stofuhita.
![]() |
Bandaríkjastjórn gagnrýnir ekki refsingu fórnarlambs nauðgunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Er trúin gulls ígildi?
Ég hef ekki mikinn tolerans fyrir trúarofstækisfólki, það hefur margoft komið fram á mínu bloggi og á örugglega eftir að gera það aftur ef tilefni gefst til.
Ég var að þvælast á netinu áðan og rakst inn á síðuna hjá Agli Helga þar sem hann linkaði á þetta.
Ég vil ekki gera lítið úr trú fólks né langar mig að afneita öllu algjörlega, bara ef svo ólíklega vildi til að sumu slái inn. Tek fram að ég er ekki trúlaus, bara svolítið með minn einka praxis í trúarmálunum.
Ef það er staðreynd að það er farið að vaxa gull úr höndum fólks, beint frá Guði almáttugum, vil ég benda honum á að heimurinn sveltur, börn deyja í milljónatali og fátækt er aðal óvinur mannsins. Mér þætti sniðugt hjá almættinu að beina gullinu þangað sem þess er þörf, alveg sárlega þörf.
En fljótlega hlýtur þessi gullvöxtur í Vestmannaeyjum að komast í heimsfréttirnar. Fólk hefur nú lagt mis mikið á sig til að ná í gull og ekki allt jafn fallegt. Þarna er fundin afslöppuð leið til að ná sér í eðalmálminn.
Ég bíð spennt eftir framhaldinu og þangað til þá læt ég kraftaverkið njóta vafans.
Amen að eilífu.
Trúarnöttarinn.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mánudagur, 12. nóvember 2007
Hvernig hóruhús verður bænahús
Ég er alltaf að hallast meir og meir að svartsýni, hvað varðar manneskjuna og góðmennsku hennar, eða réttara sagt skorti á henni.
Þegar ég kom á bloggið í febrúarlok s.l. var ég nokkuð glöð með mína barnatrú og hafði verið svo lengi sem ég man. En trúin sú fór fyrir lítið. Ég er orðin bullandi efasemdarmanneskja eftir að hafa fengið of stóran skammt af bloggfærslum trúarnöttara sem básúna út mannfyrirlitningu og hatri á öllu því sem þeir TELJA að sé Guði ekki þóknanlegt.
Ég nenni ekki að taka þessa umræðu frá grunni, en ég verð að játa á mig algjöran sofandahátt, því ég hélt að "gangan gegn myrkrinu" núna um helgina væri ganga gegn þunglyndi, þangað til að ég fór að lesa önnur blogg.
Þá komst ég líka að því að forsvarsmaður göngunnar hafði kallað samkynhneigða sora og að hann rak til skamms tíma hóruhús þar sem nú er bænahús og misnotaði þar konur í neyð. Ég ætla ekki einu sinni að tjá mig um þetta frekar en bendi ykkur á að lesa hérna.
Auðvitað efast ég ekki um mannkærleika meirihluta þeirra sem gengu þessa "myrkragöngu" og ég trúi bara nokkuð sterkt á möguleika fólks til að taka sig á. En þarna finnst mér sinnaskiptin ekki trúverðug.
Það er einhver holhljómur í öllu þessu trúarofstæki sem birst hefur í bloggheimum, svo ég tali nú ekki um þjóðkirkjufyrirbærið sem gerir það að verkum að ég, eins og fleiri, er orðin algjörlega afhuga því sem heitir kristin trú í þeim skilningi sem hinir "rétttrúuðu" leggja í hugtakið.
Stendur ekki í vinnulýsingabókinni biblíu, að fólki skuli ekki dæma, svo það verði ekki dæmt?
Ég hélt það.
En ég hef aldrei tekið meirapróf í trúnni, hún býr innra með mér og ég tek aftur það sem ég sagði í upphafi. Ég held að flestar mannverur búi yfir endalausum kærleika, það fer bara svo asskoti mikið fyrir PR-mönnum Guðs á jörðinni, og hér í bloggheimum hafa þeir oft hátt.
Amen.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Ég verð ekki söm..
..eftir að hafa horft á leiknu heimildarmyndina á RUV í kvöld (The Road to Guantanamo), um bresku múslimina sem sátu alsaklausir í Guantanamofangelsinu á Kúbu.
Trú mín á mannkyninu féll niður fyrir frostmark.
Fangarnir voru með poka yfir höfðinu og límt fyrir.
Þeir voru númeraðir.
Þeir voru vaktir af svefni með stuttu millibili.
Lokaðir í gámum eða einangrunarklefum.
Hlekkjaðir.
Sveltir.
Pyntaðir.
Og enginn kom þeim til hjálpar.
Í dag munu 500 hundruð manns vera í þessum nútíma útrýmingarbúðum. 10 manns hafa verið ákærðir, enginn hefur hlotið dóm.
Þarna er sagan að endurtaka sig heldur betur.
Og heimurinn grjótheldur kjafti.
Ég held að ég verði aldrei söm.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mánudagur, 5. nóvember 2007
Sjálfsmorð af barnsförum?
Mikið rosalega verð ég reið þegar ég les um tilvik eins og þetta, þar sem ung kona, aðeins 22 ára, velur að deyja af barnsförum, vegna fáránlegra trúarbragða, sem banna blóðgjafir. Í hvers þágu getur það mögulega verið?
Líknardráp er bannað, að sama skapi ætti að vera jafn stranglega bannað að leyfa fólki að fara í dauðann vegna þess að það neitar meðferð. Nú eru blásaklaus börnin móðurlaus, konan dáinn áður en líf hennar hefur almennilega hafist og enginn vinnur.
Þetta kallar á margar spurningar hjá mér.
Viðgengst svona hér á landi, það eru nokkuð margir vottar hér?
Hvað með börn þessa fólks, er neitun á lífsnauðsynlegum inngripum, þar sem blóð er gefið, líka í höndum foreldranna?
Þvílík sóun á mannslífi.
Það er sem ég segi, trúin getur kallað það versta fram í fólki og líka fullkomið ábyrgðarleysi gagnvart eigin persónu og þeirra sem maður á að gæta, sbr. nýfæddu börnin í þessu tilviki.
Það á auðvitað ekki að vera leyfilegt að heimila fólki að taka ákvörðun um að deyja, þó á óbeinan hátt sé, í nafni trúarinnar. Þarna á að taka fram fyrir hendurnar á fólki.
Jösses hvað ég verð reið.
![]() |
Þáði ekki blóð og lést af barnsförum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Mánudagur, 5. nóvember 2007
Ráðherra á flippi
Ég veit ekki með ykkur, en mikið rosalega fannst mér Össur Skarphéðinsson vera lítið sannfærandi í Silfri Egils í gær.
Mér fannst eins hann eins og maður sem hefur látið plata sig til að kaupa tunglið og bíði bara eftir að fá það afhent á hverri stundu, heim að dyrum.
Ég myndi alveg kjósa að fólk í landstjórninni væri jarðbundið og ábyrgt í tali og ákvörðunum.
Mér finnst að það geti aðrir en Össur verið í að boða fagnaðarerindi.
Ég ætla ekki einu sinni að segja að þetta hafi litið út eins og manískt ástand hjá ráðherranum, ónei.
Ég er kurteis, svona oftast.
En kommon.
Ekki að gera sig, alls ekki að gera sig.
Ónei.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr