Leita í fréttum mbl.is

Sjálfsmorð af barnsförum?

Mikið rosalega verð ég reið þegar ég les um tilvik eins og þetta, þar sem ung kona, aðeins 22 ára, velur að deyja af barnsförum, vegna fáránlegra trúarbragða, sem banna blóðgjafir.  Í hvers þágu getur það mögulega verið?

Líknardráp er bannað, að sama skapi ætti að vera jafn stranglega bannað að leyfa fólki að fara í dauðann vegna þess að það neitar meðferð.  Nú eru blásaklaus börnin móðurlaus, konan dáinn áður en líf hennar hefur almennilega hafist og enginn vinnur.

Þetta kallar á margar spurningar hjá mér.

Viðgengst svona hér á landi, það eru nokkuð margir vottar hér?

Hvað með börn þessa fólks, er neitun á lífsnauðsynlegum inngripum, þar sem blóð er gefið, líka í höndum foreldranna?

Þvílík sóun á mannslífi.

Það er sem ég segi, trúin getur kallað það versta fram í fólki og líka fullkomið ábyrgðarleysi gagnvart eigin persónu og þeirra sem maður á að gæta, sbr. nýfæddu börnin í þessu tilviki.

Það á auðvitað ekki að vera leyfilegt að heimila fólki að taka ákvörðun um að deyja, þó á óbeinan hátt sé, í nafni trúarinnar.  Þarna á að taka fram fyrir hendurnar á fólki.

Jösses hvað ég verð reið.


mbl.is Þáði ekki blóð og lést af barnsförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það hefur margoft orðið að dæma forræðið af slíkum foreldrum (í USA)þegar veik börn þeirra hafa þurft á blóðgjöf að halda. Svakalegasta dæmið sem ég hef heyrt um þetta var að foreldrarnir neituðu að taka við barninu aftur eftir meðferðina. Barnið var "óhreint".

Öll ofsatrú og allar öfgar eru skelfilegar, enginn millivegur til né neinar tilslakanir...bara hnefinn og harkan alla leið.

Ragnheiður , 5.11.2007 kl. 14:09

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú segir nokkuð Ragga, mér þætti fróðlegt að vita hvernig þetta gerist hér. 

Mér finnst ég farin að rekast á einhver ofsatrúardæmi á hverjum degi, nánast.  Í einhverri mynd.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 14:12

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vinkona mín á dóttur sem veiktist heiftarlega ung að árum. Læknir spurði hana út í hvort hún tilheyrði trúfélagi sem var ekki. Man að vinkonunni þótti þetta undarlegt. Löngu síðar var henni sagt að hún hefði verið svipt forræðinu yfir barninu ef hún hefði sagst vera vottur Jehóva og neitað blóðgjöf fyrir það! Mannslíf skiptir meira en trúarskoðun! Stelpudýrið er nú rúmlega tvítugt og hefði dáið fyrir 17 árum ef hún hefði ekki fengið blóð! Það fyndna er að vottarnir héldu til á tröppunum heima hjá vinkonu minni og reyndu ákaft að frelsa hana, töluðu m.a. mikið um skaðsemi blóðgjafa. Ekki hollt fyrir einstæða, ofsahrædda móður sem vissi ekki hvort barnið myndi lifa eða deyja.

Guðríður Haraldsdóttir, 5.11.2007 kl. 14:34

4 Smámynd: Dísa Dóra

Guðríður ég held ég hafi örugglega verið að lesa sögu þessarar vinkonu þinnar í vikunni- eða kannski var það annað blað.

Ég held að foreldrum sé ekki leifilegt að neita blóðgjöf fyrir börn yngri en 12 ára og eftir það eiga þau að ráða sjálf.  Ekki það að 12 ára barn er svo sannarlega enn allt of ungt til að taka slíka ákvörðun. 

Dísa Dóra, 5.11.2007 kl. 14:47

5 identicon

Ætli svona rugl skemmi ekki mest fyrir þeirra eign trúarbrögðum? Þess vegna er gott að halda svona málum á lofti þannig að færri ánetjist svona löguðu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 14:49

6 Smámynd: ViceRoy

Þetta er snilldarpunktur Jenný. Hafði aldrei hugsað þetta svona, ef þú (einhver) auðvitað veist að ef þú gerir eitthvað sem drepur þig fyrir víst, þá hlýtur það að vera sjálfsmorð þó maður taki kannski eigið líf með eigin hendi. Og ef það er hægt að horfa á þetta sem sjálfsmorð þá er það ein versta synd sem maður getur framið (eða hvernig sem maður orðar það), sem þýðir samkvæmt trúnni, beint til helvítis.  

Held að samkvæmt trúnni varðandi mannablóð, hljóti að vera meint að það megi ekki leggja sér það til munns, þannig að kannski túlka vottarnir þetta kolrangt. En hver veit, ekki ég :D  

ViceRoy, 5.11.2007 kl. 14:53

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, það passar, Dísa Dóra. Þetta var skelfilegur tími hjá vinkonu minni! Gott að allt fór vel.

Guðríður Haraldsdóttir, 5.11.2007 kl. 15:02

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einhver sagði mér einhvertímann, að það væri búið að finna upp "blóðlíki" e.k. gerviblóð, til að nota í tilvikum sem þessum. Ætli það sé þá bara bull ? Annars ætla ég ekki að hætta mér lengra út í umræðu um Vottana... ég er svo heit út í þessa.....

Jónína Dúadóttir, 5.11.2007 kl. 15:25

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hef líka heyrt þetta um blóðlíkið. Mér finnst þetta sérstakt fyrir margt, það gengur ekki einu sinni að gefa blóð frá foreldrum til barna eða öfugt t.d.! Eða systkini til systkina!

Vottar halda  ekki upp á jól og ekki upp á afmæli. Þá spurði ég einu sinni votta sem ég þekkti, gefið þá aldrei gjafir?

Jú jú svaraði vottinn en ekki til að halda upp  á eitthvað!

Edda Agnarsdóttir, 5.11.2007 kl. 15:37

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta er skelfilegt. En er ekki málið það að þetta fólk trúir því virkilega að það deyji ekki. Að Guð eða Jehóvi eða what ever það er nú sem fólk trúir á, bjargi þeim? Nei, ég veit ekki. Það þyrfti að kynna fyrir þessu fólki orðatiltækið: Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.11.2007 kl. 15:39

11 Smámynd: krossgata

Ég veit ekki hvernig farið er með svona mál hér á Íslandi.  Ég man ekki til að hafa heyrt af því að læknar geti svipt foreldri forræði af neinum orsökum, enda væri ferlið líklega það langt að barnið myndi deyja á meðan. 

Hins vegar hef ég heyrt sögu af foreldrum barns á Íslandi sem voru/eru Vottar Jehóva.  Barnið var veikt á sjúkrahúsi hér á landi og læknar vissu að þau væru Vottar Jehóva (ekki stórt bæjarfélag), en tóku á það ráð að spyrja ekki um trúfélag og gerðu það sem gera þurfti við barnið án þess að spyrja um nokkuð.  Það upplýstist auðvitað eftir á og urðu heilmikil læti af foreldranna hálfu.  Það var ekki aftur snúið.  Ég veit ekki til að foreldrarnir hafi afneitað barninu.  Hversu sönn þessi saga er veit ég ekki, en hún gekk fjöllunum hærra þar sem ég ólst upp og er þetta svo langt síðan að ég var bara rétt unglingur.

krossgata, 5.11.2007 kl. 15:40

12 identicon

Mér varð illt þegar ég las þessa frétt.  Mér finnst ég skilja betur hver hugsunin að baki hugtakinu "blind" trú er þegar ég les svona fréttir.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 16:40

13 identicon

Krossgata

Læknar geta svipt foreldrana tímabundið forræði ef það er spurning um líf og dauða og það gengur mjög fljótt fyrir sig.

Það hefur því miður gerst hérna á íslandi (semsagt að foreldrarnir geta ekki sjálfir séð hvað er barninu fyrir bestu og þurfa að vera sviptir).

Íris (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 16:45

14 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég held að vottarnir hafi margt á samviskunni vegna þessarar túlkunar sinnar á ritningunni sem að á ekki við nein rök að styðjast.

Þetta er bara svo mikil vitleysa að ég bara get stundum ekki á heilli mér tekið þegar svona mál koma upp. Þetta á ekkert skylt við trú og Guð, þetta er bara heimska og fólk lýður fyrir hana !

Sunna Dóra Möller, 5.11.2007 kl. 17:04

15 Smámynd: Birna M

ég verð reið þegar ég les þetta. ég er það sem kallaðer fralsuð og les biblíuna en ég hef ekkert séð sem bannar manni að bjarga lífi sínu og ég hef ekkert séð sem bannar manni að nýta þær lækninga aðferðir sem til eru og geta bjargað manni. ég verð líka reið vegna þess óorðs sem svona mál koma á allt trúað fólk.

Birna M, 5.11.2007 kl. 17:48

16 Smámynd: Fríða Eyland

Er ekki kominn tími á að fólk horfist í augu við ártalið 2007 og átti sig á að biblían er mannanna verk frá 2-5 öld eftir krist..Er eitthvað vit í samferðafólki sem gengur allaleið og krossfestir sig og aðra. Þriggja barna Pólsk móðir blind vegna trúarbragða og nú þetta..OMG...

Fríða Eyland, 5.11.2007 kl. 18:08

17 identicon

Hefur enginn pælt í hvað þetta er hrópandi þversögn í sjálfum sér... þar sem sjálfsmorð telst líka til synda, vá talandi um delemadauðans...

fuckme (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 18:51

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir frábær innlegg og málefnalegar umræður. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 18:54

19 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Auðvitað er ég sammála þér, Jenný, en finnst hættulegt þegar talað er um að ekki eigi að leyfa foreldrum að taka svona ákvarðanir. Foreldrar taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna. Það þarf samt að vera ferli fyrir hendi til að vernda börnin, þegar greinilegt er að ákvörðun foreldra stofnar í hættu heilsu barnanna. En þegar foreldri neitar meðferð fyrir sjálft sig? Við getum ekki gripið fram fyrir hendur foreldra þegar ákvörðun er um þeirra eigin heilsufar. Börnin fara á mis við mikið og þetta blóðmál votta er óskiljanlegt, en ef við grípum inn í þetta, hvar hættir það þá?

Ingi Geir Hreinsson, 5.11.2007 kl. 18:55

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingi Geir: Þá gildir væntanlega sama röksemd ef foreldri vill láta fremja á sér "líknardráp" er það ekki?

Kolbrún: Ég er á góðri leið með að verða trúleysingi, svei mér þá, út af þessu og þjóðkirkjunni ofl. ofl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 19:03

21 identicon

Í minni biblíu er ekki bannað að þiggja læknishjálp. Hrikalega sorgleg túlkun á trú. Góð fyrirsögn hjá þér. Vottar eru eini hópurinn sem ég á ekki erfitt með að skella dyrum á. Eini trúarhópurinn sem leggst á dyrnar hjá mér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 19:04

22 identicon

Hverjum er ekki drullu sama hvort einhver kerlingar beigla skuli beila svona út... fuck. .örugglega best fyrir krakkana ef eitthvað er með svona ruglað foreldri.

Annars er þetta mjög absúr frétt í sjálfum sér þar sem ekki eru fréttir að hverjum einasta fávita sem ákveður mjög meðvitað að beila frá þessu lífi  oft frá börnum og buru og oft á mun óhugnanlegri hátt en þetta... en samt nær þetta í fréttir á Kjaftakerlinga íslandi ..það hefur ekki verið stafur um þetta í fréttum hér í bretlandi.. Sýnir víðsýnina í féttamennsku á ísl þar sem allir frétta menn virðast vera með gúrkuna fasta í rassgatinu

Jónas (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 19:07

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ertu að læra kurteisi í Englandi Jónas minn?

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 19:09

24 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Jú Jenný, þá gildir sama röksemdafærsla ef foreldri vill líknardráp á sjálfu sér. Púff, erfiðar aðstæður.

Ingi Geir Hreinsson, 5.11.2007 kl. 19:11

25 Smámynd: Hugarfluga

Sá þetta og varð einmitt kjaftstopp. Hvaða ár er aftur? *hrollur*

Hugarfluga, 5.11.2007 kl. 19:27

26 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er nú einmitt það, enn einn gangin!

Vottarnir eru bókstafst´ruarmenn, þeir telja sig finna svar við öllu í biblíunni, trúa já virkilega að hún innihaldi orð og vilja hins almáttuga guðs!Nútímasaga þeirra nær yfir rúm hundrað ár held ég og gott ef hann hét ekki Roger eða Russel, leiðtogin þarna í upphafi.Einhverjar millur eða milljónatugir hafa gengist undir þessar trúarkenningar Vottanna o.s.frv.

Minni ykkur allar elskurnar á einsog ég hef gert he´r jhfyrr, það ríkir bæði trú- og athafnafrelsi og tjáningarfrelsi sömuleiðis í landinu. Eins og Ingi Geir nafni minn kemur in á er vilji foreldra þarna sterkur sem í öllu öðru og þessi sannleikur um Vottana á ekki að vekja upp svona æsingu, þessi túlkun og fleira hjá þeim öllum fullorðnum og sæmilega upplýstum Íslendingum ljós og heldur seint í rassin gripið Jenný að vera með þessar upphrópanir nú!

Eins og stundum áður um "Ekki frétt" að ræða, þetta örugglega gerst í ótaltilfellum án þess að mikið mál hafi verið gert úr því!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.11.2007 kl. 20:13

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Magnús Geir: Ég á mömmu og pabba á lífi.  Þau ólu mig upp vel og fallega.  Síðan hafa margir reynt að koma að uppeldi mínu, með misjöfnum árangri en þó oftast litlum.

Ég bendi á að allsstaðar vantar fólk til góðgerðarstarfa, alveg sérstaklega núna á þessum árstíma.  Ég bendi þér t.d. á Rauða Krossinn og ABC-samtökin þar sem alltaf er þörf fyrir fólk, sem vill láta gott af sér leiða.

Þar sem ég læt illa að stjórn þá mun ég halda áfram að blogga um það sem mér hugnast þegar mér þóknast.  Ef mér finnst það þess virði að blogga um manneskjulega harma, trúarwise og öðruwise þá geri ég það.

En ég tek síendurteknar tilraunir þínar, til uppeldis á mér, sem merki um að þú sért kærleiksríkur maður.

Ójá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 20:30

28 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

sko, skv. trúarkenningum Vottanna eru nú þegar komnir of margir í himnaríki (eða að minnsta kosti mjög nálægt því). Mjög fastsett tala sem kemst þar að.

Þannig að ég skil engan veginn áframhaldandi trúboð þeirra, já og ástæðu fyrir að neita blóði og fleiru, ungt fólk og börn á hvort sem er engan veginn eftir að komast fyrir í himnaríki.

Hef ég einhvern tímann nefnt hvað mér þykja trúarbrögð almennt fáránlegt fyrirbæri?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.11.2007 kl. 21:30

29 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óttaleg viðkvæmni er þetta!

Þú oftúlkar svo marrt sem ég segi við þig og tekur því allt of persónulega!

Þér frekar en öðrum "gömlum hundum" verður ekki kennt að sitja, en þú verður nú að þola það hörkubeibið, að einhverjir aðrir en í "jávinkvennablogghópnum" láti í ´sér heyra endrum og sinnum!

SVo var ég bara að reyna að benda þér á, að það hljómar ekki sérstaklega trúverðuglega, að hlaupa upp til handa og fóta núna með vandlætingartón og uppnefna ein trúarsamtök, bara vegna þess að Mogginn asnaðist til að birta þessa frásögn, af atburði sem sjálfsagt hefur átt sér stað óteljandi sinnum áður!

Við vitum ekki annað en að þessi stúlka hafi sja´lfviljug gengið þessum kenningum á hönd. Því hefur hún verið viðbúin að svona gæti gerst! Að því gefnu, sé ég ekki hvaða rétt ég, þú eða nokkur annar hafi á að formdæma viðkomandi, ekki frekar en kona sem myndi láta almennt á það reyna við barnsburð hvort hún lifði af eða ekki gegn vilja lækna eða ekki, nú eða vilja láta reyna á að fæða barn sem allar líkur væru á að fæddist andvana og gæti jafnvel dregið hana sjálfa til dauða í leiðinni!Svona siðferðisspurningar er endalust hægt að draga fram, alveg burséð frá hvort trú sé í spilinu.

Vertu nú svo væn, þótt ég sé nú pínu að stríða þér með að syngja ekki í "jákórnum" (geri það nú samt líka í einhverjum tilfellum) að fara svo sjálf að gera það sem þú varst að gera mér upp, að ´leggja mér lífsreglurnar, þú veist ekkert nema til dæmis en að ég stundi eða hafi tekið þátt í alls kyns sjálfboða- og hjálparstarfi,s em ég kannast einmitt aðeins við að hafa gert! Og þó ég hafi nú ekki gert betur við Rauða Krossinn nema að syrkja hann um einhverja þúsundkalla á ári eins og svo margur annar landinn, þá hef ég t.d. staði í alls kyns stússi fyrir íþróttastarfsemi, en það finnst þér kannski ekkert merkilegt!?

En jú, vel á minnst, gerðist svo djarfur reyndar að vera með "Uppeldisvaðal" á undan þessu,en það á ekki við drottningu á borð við þig, heldur kornunga og káta stjórnmálaflokkinn VG!

Forseta Skáksambandsins til formanns fyrr en seinna, það endurtek ég ódeigur!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.11.2007 kl. 21:41

30 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég þekki nú lítið til kenninga vottanna, en ég las einhvern tímann að það væru 144.000 sem að komast í himnaríki og það er uppselt þangað. Þannig að þeir bjuggu til einhverja svona semi vídd sem að restin kemst í. Prestar t.d. í íslensku þjóðkirkjunni fara til helvítis og munu leiða þá hjörð, ó já !

Það er hvergi í Biblíunni bann við blóðgjöf. Það er einvers staðar talað um blóð af fórnarkjöti í Gt og bann við neyslu þess, ef mig minnir ekki vitlaust og það er sá staður sem að vottar nota til sem stuðning við bann sitt við blóðgjöfum.

Fyrst þegar þessi hreyfing var að byrja var ekki bannað að taka við blóði ef að þess þurfti læknisfræðilega. En þá var bann við bólusetningum. Þegar trúboðið fór að víkka út og yfir landamæri eins og til Afríku, þurfti hreyfingin að taka þetta bann til baka en setti þá á bann vð blóðgjöfum út frá þessum textum í GT um blóð frá fórnarkjöti.

Þetta er svona það sem að mig minnir um þessi mál vottanna og vona að ég sé ekki að bulla neitt of mikið (flautandi karl).

En þetta á ekkert skylt við kærleika Guðs, Þessi kona hefði að sjálfsögðu átt að lifa fyrir börnin sín og sjálfa sig og þiggja alla hjálp til að það gæti orðið. Þessi hreyfing hefur ansi blóðugar hendur vegna kenninga sem að standast ekki þegar á reynir, alla vega ekki biblíulega séð!

Kær kveðja, Sunna!

Sunna Dóra Möller, 5.11.2007 kl. 21:54

31 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Get ekki svarað hverju og einu sökum tímaskorts en þetta eru virkilega skemmtilegar og frjóar umræður hérna.

Glatað að aðhyllast trúarbrögð þar sem bara er boðið upp á örfáa ósótta miða

Magnús Geir: Kóræfing hjá Jákórnum (lesist: þeim sem eru svo ósvífnir að vera sammála síðueiganda) n.k. fimmtudagskvöld í safnaðarheimilinu kl. 30 stundvíslega.  Nýjar raddir prófaðar.  Allir velkomnir.

3

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 22:59

32 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég tek undir með Sunnu Dóru, Vottarnir eru "cölt" sem hafa ekkert með Kristni að gera og hafa margt á samviskunni, þeir hafa margítrekað spáð heimsendi og um leið eyðilagt fjölda mannslífa, auk þess er þessi kenning þeirra hreinasti viðbjóður og hefur kostað mörg þúsund manns lífið. Það sem ég er að segja er að Vottar teljast ekki Kristnir, langt í frá. Vildi bara hreinsa það upp áður en illa fer. ;) Þú skilur hvað ég meina Jenný?  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.11.2007 kl. 23:25

33 identicon

Get verið sammála því að svona lagað er klikkun og ekkert annað en þetta er trúin og hún kallar eitt það versta fram í mannkyninu.Hef aldrei skilið afhverju fólk þarf endilega að trúa á eitthvað sem það hefur aldrei séð,hitt,talað við eða fengið sönnun fyrir að hafi nokkurn tímann verið til,allir vita t.d. að biblían var skrifuð af mörgum mönnum á löngum tíma og alltaf er verið að breyta henni og túlka í takt við tímann,sama er um önnur trúarbrögð.Trú er bara skoðun hvers og eins og allir hafa skoðanir og hvernig fólk lætur við hvort annað um allan heim vegna trúar er brjálæði og sýnir bara hvað við erum í raun heimsk að sumu leiti þó við köllum okkur hinn viti borna mann(ekki sýnir þetta það).Við drepum hvort annað vegna trúarskoðanna og kirkja hefur um aldir haft eigur af fólki með blekkingum og lýgi,skoðið bara Íslendingasöguna þegar fólk gat fengið aflausn synda sinna ef það ánafnaði kirkjunni allar eigur sína við dauðann.Afhverju heldur fólk að kirkjan,sértaklega sú kaþólska sé svona rík?Veit fólk t.d.almennt að kaþólska kirkjan ein borgar 40 milljarða....já 40 milljarða á ári í skaðabætur til fórnarlamba kynferðisofbeldis um allan heim sem framin eru af kaþólskum prestum á ungum börnum,mest ungum drengjum.Og flestar styrjaldir sögunnar hafa byrjað vegna trúar.........og nú eru ung börn móðurlaus vegna trúar!!!!Jú akkurat...við þessi "vitiborni" maður ættum þá að sýna það að við erum vitiborin en ekki heimsk og hætta þessu sífelda trúarrugli sem skemmir meira en það bætir.Áð vera Vottur Jehóva er ekkert verra en allt hitt...allt sama rangtúlkaða súpan og jafn vitlaust.

Júlíus Baldursson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 02:09

34 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sammála þér Jenný Anna

Engum sem er undir umsjón heilbrigðiskerfisins er leyft að taka eigið líf með virkri aðgerð eða aðgerðarleysi....,nema fyrir sakir trúarsannfæringar.  Þannig er hindurvitnum trúarbragða gert "hærra" undir höfði en öðrum rökvillum.  Líklega liggur að baki sú röksemd að trú sé tekin af yfirlögðu ráði og að fullorðin manneskja eigi rétt á því að fylgja trúarsannfæringu sinni og það beri að virða.  Þetta virðist rétt en útkoman er sú að þjóðfélagið er blint fyrir óheilbrigði trúarbragðanna og leyfir að misrétti, einangrun og sjálfsskaði sé framkvæmdur í nafni þeirra.  Ég bloggaði nánar um þetta á síðunni minni. 

Svanur Sigurbjörnsson, 6.11.2007 kl. 02:23

35 identicon

Þetta kemur fram á síðu Votta jehóva,

http://www.watchtower.org/ic/rq/article_12.htm

5. Blóð er líka heilagt í augum Guðs. Guð segir að sálin, eða lífið, sé í blóðinu. Þar af leiðandi er rangt að borða blóð. Það er líka rangt að éta kjöt af dýri sem hefur ekki verið blóðgað á réttan hátt. Ef dýr er kyrkt eða deyr í gildru ætti ekki að leggja sér það til munns. Ef því er banað með spjóti eða byssukúlu verður að blóðga það fljótt ef ætlunin er að borða það. — 1. Mósebók 9:3, 4; 3. Mósebók 17:13, 14; Postulasagan 15:28, 29.

6. Er rangt að þiggja blóðgjöf? Mundu að Jehóva krefst þess að við höldum okkur frá blóði. Það þýðir að við megum ekki á nokkurn hátt taka inn í líkamann blóð annarra manna eða jafnvel okkar eigið blóð sem hefur verið í geymslu. (Postulasagan 21:25) Sannkristnir menn þiggja því ekki blóðgjöf. Þeir þiggja annars konar læknismeðferð, eins og vökvagjöf sem ekki inniheldur blóðafurðir. Þeir vilja lifa en þeir munu ekki reyna að bjarga lífi sínu með því að brjóta lög Guðs. — Matteus 16:25.

 Lifið heil..

Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 13:30

36 identicon

Þetta er gott dæmi um hverskonar rugl er í gangi í trúflokkum í dag og reyndar í gegnum tíðina. Það er alltaf einhver sem telur sig skilja guð og leiðir hina í villu. Hvort sem það er skilningur Votta á biblíunni eða skilningur David Koresh á henni. Ofsatrú er vond að öllu leiti. Það eru fullt af góðum hlutum í votta kennslunni eins og það eru fullt af góðum hlutum í kennslum frá öðrum trúarflokkum en það afsakar ekki þröngsýni á öðrum hlutum. Það myndi engin sætta sig við þetta blóðgjafa bann ef það væri innleitt í dag. En vegna þess að það kom áður frá einhverri heimild sem enginn man eftir þá trúa allir að það komi frá guði? Er ekki kominn tími til að við föttum að það er ekki allt í biblíunni lög guðs eða óhagganlegt. Eða erum við kannski betur sett með því að loka augunum og vona að geðsjúklingarnir taki ekki yfir hælið?... Eins og virðist vera að gerast í BNA.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 14:50

37 identicon

Maður á eigið líf sjálfur. Aðrir eiga það ekki, enda er þrælahald bannað. Allir hafa vald til að taka eigið líf, enda er það þeirra.

Sú aðgerð að neyða manneskju til að lifa, sem ekki vill það, er að mínu mati óverjandi á sama hátt og það að þykjast eiga líf og limi annarra.

Úlfur (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 16:21

38 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Eru Vottar Jehóva eitthvað meira "költ" en aðrir kristnir söfnuðir? Er meira út í hött að neita blóðgjöf út af einhverju sem stendur í Biblíunni, heldur en að t.d. fordæma samkynhneigða út af einhverju sem stendur í sömu bók?

Ég legg þetta nokkurn veginn að jöfnu.

Svala Jónsdóttir, 6.11.2007 kl. 19:47

39 identicon

Í siðfræði læknisfræðinnar er talað um að ef að maður sviptir fólk ákvörðunarrétti sínum um viðlíka hluti og það að þiggja blóðgjöf,(sem að stríðir harkalega gegn þeirra lífsskoðunum) þá sé maður að stefna lífsgæðum fólks í hættu.

Það er að segja að ef að maður neyði til að mynda votta til þess að þiggja blóðgjöf þá geti viðkomandi evtv.ekki lifað með sjálfum sér á eftir, sé jafnvel úthýst úr því trúfélagi og þar með því netverki sem að viðkomandi tilheyri. Þetta eru ma röksemdirnar fyrir því að maður hafi ekki rétt á því sem læknir að svipta sjúkling sinn þessum rétti, þó svo að það kosti viðkomandi lífið og sé algerlega á móti öllu því sem að læknirinn vinnur fyrir og trúir á. Þetta er að mínu áliti ekki nógu sterk röksemdafærsla, sérstaklega ekki ef að um er að ræða börn og ungt fólk. Ég skil allavega lækna sem að ákveða að líta fram hjá þessum siðferðislegu og réttarfarslegu lögum og svo bara takast á við afleiðingarnar eftir á, það hefur margoft gerst og á örugglega eftir að gerast á meðan að þvíumlíkt viðgengst.

Þetta er að mínu áliti sorgleg afleiðing af heilaþvotti í cultum, trúarsöfnuðum, sem að á ekkert skilt við neina skynsemi eða lógík. Bara sorglegt, ömurlegt og ónauðsynlegt. Og fyrir utan það ekki á lækna leggjandi að horfa upp á !

Ingunn (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 22:37

40 identicon

Hey, þetta er hennar val, og hver ert þú að segja að þú sért betri en hún? Ég er ekki endilega að segja að ég sé sammála þér, eða þessari konu heldur, en þetta er það sem hún valdi. Hennar ákvörðun ætti þar af leiðandi að skipta sem mestu máli.

Árni (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2985743

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband