Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Bormaðurinn "is back"

Bormaðurinn sem ég bloggaði um í fyrra og er giftur konunni sem er á móti því að fólk sé að "kogga" er kominn aftur.

Eða þá bróðir hans.  Eða mágur, eða andlegur tvíburi.  Mér er sama.

Þar með er framleiðsla á fakírbrettum hafin aftur hér við hliðina á mér.

Hversu mikið er hægt að bora í einni íbúð?

Ég sit og skoða særingabækur.

Ég hef keypt mér vúddúdúkku.

Ég hef safnað mjaðarjurt, hrafnakló og rottuhala og nú bullar og sýður í eldhúsinu.

Ég held að það verði ekki borað lengi enn.Devil

Næsta færsla verður skrifuð frá golfvellinum að Kvíabryggju.

Þíjú.


Prestastefnan stefnir heilsu minni í voða

Prestastefnan einu sinn enn.  Rosalega líður tíminn.

Prestastefnan hjá þjóðkirkjunni er stórhættuleg heilsu minni, nærri því jafn hættuleg og brennivín og pillur.  Svei mér þá.

Ég er búin að skrifa æðruleysisbænina inn í lófann á mér til að grípa til þegar þeir fara að messa yfir landsmönnum.

Svo segir biskup að eitt erfiðasta deilumál kirkju og samfélags undanfarinna ára hefi verið til lykta leitt á Alþingi nú í vor með samþykkt breytinga á lögum um staðfesta samvist.

Rólegur biskupinn yfir Íslandi.  Til lykta leitt?  Síðast þegar ég vissi þá sáuð þið ykkur ekki fært að gifta samkynhneigð pör í ykkar heilögu alltumvefjandi og kærleiksríku kirkju.  Aumt er það.

Sáttin sem biskup er að rappa um hlýtur þá að finnast í prestahópnum.  Ekki á meðal almennings.

En það er ekki nýtt að þjóðkirkjan endurspegli ekki vilja almennings í þessu landi.

Og fjandinn sjálfur að þessu sinni get ég ekki sagt mig úr þjóðkirkjunni ef mér misbýður ruglið, ég gerði það í fyrra.

En ég gæti skrifað mig inn aftur til að geta gengið úr henni með stæl.

Ég er farin að biðja kvöldbænirnar, enda eins gott, kona er með nærri 30 stiga hita.

Það er af því að trúarhitinn hefur náð á mér tangarhaldi.

Amen í boðinu.


mbl.is Eitt erfiðasta deilumál kirkju og samfélags til lykta leitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm þúsund kvikindi

Á maður að hlægja eða gráta?

Jón Gnarr er ekki par hress með húmorslausu kaþólikkana sem ætla að segja upp áskriftinni að Símanum, vegna margendurtekinna guðlasta hans.

Úpps.  Ekki djóka með Jesú, ekki pabba hans, fósturpabba (eða má fokka í Jósep?), mömmu hans eða öðrum ættingjum og vinum.

Ég er að mörgu leyti sammála Jóni um að kaþólsku leikmennirnir viti ekkert hvað trúaðir geri. Almennt gengur fólk um með sína barnatrú í hjartanu og ég held að smá grín um guðdóminn kryddi tilveruna og sé í raun bráðnauðsynlegt.

Ég er smá trúuð (uss), ekki fer þetta fyrir brjóstið á mér, en það er kannski ekki að marka, ér er forstokkuð í mínum einkatrúarbrögðum.

Hins vegar þá er það auðvitað mál ef fimm þúsund kvikindi segja upp áskrift af Símanum og þá er ég að tala um krónur og aura gott fólk.  Ekki biblískar afleiðingar.

Ef rétt reynist þá er ég hrædd um að Síminn endurtaki ekki leikinn með Jóni Gnarr.

Ergó: Vont fyrir Jón Gnarr og fyrir Símann sem missir stöðugt viðskiptavinina yfir til annarra fyrirtækja.

En miðað við verðskrá Símans og flótta okkar almennings frá fyrirtækinu, þá er eiginlega spurning hvort einhver verður eftir þegar fimm þúsund fara.

Ómægodd! Gaman að sjá hvort einhver hefur húmor fyrir því.

Lalalalala, góðan daginn, ég er í stuði. 

Farin að biðja morgunbænir. 


mbl.is Lengi tekist á við húmorsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttfrétt ársins - só far

Þessi frétt er sú krúttlegasta sem af er árinu og fær því Dúlluverðlaun þessa einkafjölmiðils.

Dúllurassgötin í Félagi kaþólskra eru búnir að segja upp viðskiptum sínum við Símann.  Ég gerði það líka en það lágu viðskiptalegar forsendur til grundvallar minni ákvörðun.

En ástæðan fyrir því að Félag kaþólskra leikmenn dissa Símann eru auglýsingarnar með Jóni Gnarr.

Ég sé þetta fólk fyrir mér í geðveiku pirringskasti síðan í vetur, þegar Júdasarauglýsingin var sýnd, alveg urlað í fleiri mánuði og svo flippaði liðið út þegar Galileó auglýsingin birtist núna á dögunum.

Síminn er að hækka afnotagjöldin núna, þegar önnur símafyrirtæki keppast við að lækka.  Síminn hefur aldrei þekkt sinn vitjunartíma. 

Ég verð að játa að auglýsingarnar með Jóni Gnarr, þar sem ekkert er til sparað hljóta að kosta bæði handlegg og fót, pirra mig illa.  Það er greinilega ekki verið að iðka mikla ráðdeild í auglýsingaframleiðslu hjá þessu fyrirtæki. 

Ég persónulega hefði yfirgefið Símann  þegar ógeðisauglýsingin með Merzedes Club var í hverju auglýsingahléi á sjónvarpstöðvunum.  En þá hefði ég gert það vegna hallærislegs músíksmekks fyrirtækisins, en ég var sem betur fer löngu farin yfir til Hive (sorrí Tal).

En þessi fýla kaþólikkana undirstrikar þá trú mína og vissu að það vanti algjörlega húmorinn í vel flest trúarsamtök.  Mússarnir sprengja upp sendiráð af því þeim líkar ekki teiknimyndaserían af Múhamed.  Kaþólikkarnir eru ekki villimenn en þarna liggur sama húmorsleysið til grundvallar fýlunni.

Meiri andskotans vitleysan.

Farið í guðs friði.  AMEN 

 


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinlegasta lagið?

Ég er að mörgu leyti fegin að vera ekki að drukkna í peningum.  Hugsið ykkur allan tímann sem fer í að gæta hagsmunanna.

Yoko dúllan, er með fólk í fullu starfi við að fylgjast með að heimsbyggðin sé ekki að stela tón frá Lenna en ég er viss um að honum er slétt sama þar sem hann svífur í óendanleika alheimsins og er örugglega orðinn að rafmagni.

Einhver notaði Imagne í bíómynd án leyfis og kerlan fór í mál.

Ég skil ekki hvernig hún nennir þessu. 

Stendur ekki í ljóðinu: "Imagne there is no possesion it´s easy if you try"?

Það er greinilega ekki svo auðvelt að slaka á yfir öllum milljónunum.

En burtséð frá því, þá er ég búin að vera á fullu í allan dag.

Versla, og versla og svo versla og svo horfði ég á tvær bíómyndir í einni strikklotu.  Já ég veit það, skömm aðessu.

En þið eruð ekkert minna en frábær.

Og því spyr ég (af því nú er ég komin á skrið, hvaða lag er leiðinlegasta lag sem þið hafið heyrt.

(Bannað að nefna "Þú villt ganga þinn veg" og "Nína og Geiri".

Komasho.


mbl.is Yoko Ono tapar máli gegn kvikmyndaframleiðendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppvakningar

Ég veit fátt sorglegra en uppvakningar á gömlum hljómsveitum.  Nánast alltaf er um að ræða bönd sem slógu í gegn vegna þess að músíkin átti erindi í tímanum og snerti streng í fólki og tiflinningin situr þar enn.  Í raun þarf ekki að hressa hana við.  

Svo lögðu böndin upp laupana.

Og viti menn milljón árum seinna koma sömu böndin mínus einn eða fleiri úr hinni upprunalegu og þá fæ ég oft þá tilfinningu að þeir séu að spila við eigin jarðarför. Eða það sem verra er að þeir hafi stigið upp frá dauðum.

Að sjálfsögðu er þetta ekki algilt en ansi of eru þetta misheppnaðar endurkomur.

Hvernig væri Stones án Jaggers og Richard?  Ég færi ekki að sjá þá þótt ég væri styrkt sérstaklega til verkefnisins.

Eða Queen án Mercury?  Ekki fyrir mig.

Beatles án Lennon og Harrison, halló er útsala í gangi?

Gun´s and Roses án Slash?  Ekki að ræða það.

Af og til sér maður svo auglýsingar um böndin sóandsó verði með tónleika.  Maður kippist við og les nánar, bara til að komast að því að einhver einn nonni er úr upprunalega bandinu, hinir allir nýir.  Ég ætti ekki annað eftir.

En þetta er bara mín undarlega upplifun.

Ég sá Zeppilin í Laugardalshöllinni 1970.  Það var upplifun sem nægir mér fyrir lífið.  Hún var stórkostleg get ég sagt ykkur.

Ég þarf ekki að endurnýja hana frekar en aðrar flottar upplifanir í lífinu.

Og fyrir alla Magnúsa Þóra hérna úti, The immigrant song.Whistling

 


mbl.is Endurfundir í tísku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómegðin á Akranesi

Magnús Þór Hafsteinsson þarf ekki að hafa áhyggjur af villta vinstrinu mér, eins og hann orðar það svo skemmtilega í kommentakerfinu hjá Gurrí, (sem fór af stað með beitta færslu varðandi flóttamennina frá Palestínu, þó mér sýnist hún þó eitthvað vera að draga í land), sem Akranesbær sér sér ekki fært að bjóða velkomna vegna eigin ómeðgar.  Ég á nefnilega ekki heima á Akranesi og get því hvort sem er ekki strækað á hann í kosningum. 

Magnús Þór telur að Akranes eigi fullt í fangi með að sinna sínu eigin fólki.  Það er greinilega allt vaðandi í vandamálum á Skaganum.  Palestínuvandinn er ekki á það bætandi.

Hvað er í gangi í höfðinu á fólki sem hefur ekki dug, mannúð og samkennd með konunum og börnunum frá Palestínu, sem hafa gengið í gegnum skelfilega hluti?  Hvernig er hægt að segja nei takk við beiðni um að bjóða þetta fólk velkomið?

Ég skil þetta ekki.  Mun aldrei skilja og ég held að samkennd með fólki og löngun til að standa í lappirnar og rétta hjálparhönd, sé illa séð hjá mörgum "ættjarðarvinunum".  Að það sé einhverskonar vinstri villa að vilja leggja lóð á vogarskálarnar og taka ábyrgð á bræðrum okkar og systrum.

Ég er ekki oft hrifin af Össuri þessa dagana, og lái mér það hver sem vill, en karlinn sá hefur hjartað á réttum stað og ég tek ofan fyrir honum fyrir þessa færslu sem ég bið ykkur um að lesa.  Þar get ég tekið undir hvert orð.

Ég skammast mín fyrir þjóðerni mitt á svona dögum.

Palestína, gott fólk, er nú um stundir helvíti á jörð.  Þar er ekki staður fyrir konur og börn. 

Fjandinn sjálfur.


mbl.is Flóttafólk verði boðið velkomið til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boð í partý

 hurray

Stundum pæli ég í dauðanum.  Alveg þangað til það brakar í höfðinu á mér.  Ef eitthvað er vonlaust um árangur og niðurstöðu þá er það uppúrveltingur um hvernig sé að deyja, hvað verði um mann og þess háttar.

Það er nefnilega enginn til frásagnar um dauðann.  Það fer í raun óheyrilega í taugarnar á mér.

Og nú er Siðmennt farin að bjóða upp á jarðarfarir.  Það eru komnir valmöguleikar í útfararbransanum.  En trúið mér, það er ekki að gera neitt fyrir mig.  Ég myndi vilja hafa val um að lifa eða deyja, "so to speak".

Þegar ég sá þetta hugsaði ég alveg; noh, ætti ég að láta þá sjá um að heygja mig?  Ég komst að niðurstöðu, ég er ekki alveg nógu heiðin til þess.  Ef ég ætlaði hins vegar að láta ferma mig þá færi ég þangað, það er á hreinu. 

En það situr eftir í hjartanu og sálinni á mér barnatrúin sem amma mín innrætti mér þegar ég var ögn.  Jesús er svo fallegt og kærleiksríkt tákn og mér þykir vænt um hann.  Réttara sagt það sem hann stendur fyrir.

Ég legg ekki að líku trú og trúarsöfnuði en ég er ákveðin í að láta Fríkirkjuna um leifarnar af mér.  Ég vil ráða músíkinni, það á helst að dansa í eftirpartíinu og enginn má gráta, nema af gleði.  Ég vil ekki að fólk fari í rusl yfir því óhjákvæmilega.  Við deyjum öll, amk. þangað til annað kemur í ljós.

Þetta er sem sagt formlegt boð í partý, dagsetningu vantar af skiljanlegum ástæðumDevil.

Þannig að þið sem viljið dansa með mér síðasta dansinn fylgist með á blogginu mínu.

Úje.

Péss.  Væri það ekki kaldhæðnislegt ef ég myndi geispa í kvöld eða á morgun?  Þá myndu vísar konur segja:  Jenný var feig, hún fann það á sér, hún vissi að hún var að fara, hún var svo næm þessi kona, þessi hetja, þessi unaður!

Og svo hvarf hún upp í reyk.

Síjú.


mbl.is Fyrsta útförin á vegum Siðmenntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá blogga ég um það

Ég er komin heim úr skírnaveislunni og búin að vera í löppunum, eftir að hafa vaðið um allt á mínum nýju háhælaskóm með fyrirkomulagi. 

En það var rosalega gaman, fullt af fólki og mikið af tertum og öðru ullabjakki.

Systur mínar fríkuðu út yfir nýju skónum sem munu birtast á mynd hér fljótlega á blogginu.

Hrafn Óli hló og hjalaði á meðan presturinn jós vatni yfir höfuðið á honum.  Ég held að hann kunni vel við sig í Fríkirkjusöfnuðinum.  Jájá.

Ég er komin niður á lausn til að fá mínu framgengt undir öllum kringumstæðum - alltaf.

Ég hóta fólki að ég muni blogga um það verði það ekki til friðs.

Þarf t.d. að drífa mig í bankann á þriðjudaginn og fara fram á þjónustu.  Hm...Whistling

Tvær systra minna komu of seint í kirkjuna, sem er auðvitað alveg ömurlega leim og ég sagði ........ og ........ að ég myndi blogga um það samstundis þegar ég kæmi heim ef þær borguðu mér ekki fúlgur fjár.  Það er skemmst frá því að segja að þær greiddu mér möglunarlaust.Halo

En í veislunni voru allir glaðir, mikið fjör og mikið gaman.  Enginn drakk sig fullan til að komast á séns, eða réttara sagt þá drakk enginn neitt annað en óáfenga drykki og allt fór siðsamlega fram.

Þetta get ég vottað.

Amen og agú.

Újeeeeeeeeeeeeeeeeeee


mbl.is Drekka til að komast á séns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá mafíósó

Ég er ekki þjóðkirkjuaðdáandi. Er ekki einu sinni meðlimur í batteríinu og þakka mínum sæla fyrir það. 

Stundum verða vinnubrögðin í kirkju "allra" landsmanna svolítið mafíósó.  Við leysum þetta innan fjölskyldunnar, erum ekkert að flagga okkar óhreina taui þar sem allir sjá það.

Ég held að þetta sé lenska í mörgum trúarsöfnuðum.  Við leysum málin og þá helst bak við luktar dyr, án þess að ég sé nokkuð að ásaka þetta fólk um að hafa ætlað að leyna máli prestsins á Selfossi eitthvað sérstaklega.

En hvernig dettur þeim í hug að vera með fagráð um meðferð kynferðisbrota og vísa þangað málum eins og kynferðislegu ofbeldi?  Svo ég tali nú ekki um þegar þolendur eru undir lögaldri.

Hvað þætti fólki ef leikskólar t.d. væru með svona sérráð og létu vera að fara að lögum og tilkynna grun um misnotkun á börnum hina réttu boðleið?  Þ.e. til barnaverndarnefnda.

Reyndar hefur mál stúlknanna í Selfossmálinu farið rétta boðleið, að mér skilst þegar hér er komið sögu.

En það er eins og kirkjan hafi tilhneigingu til að setja sínar eigin reglur, sín eigin lög.

Treysti ég þeim?

Nei, ég treysti þeim ekki afturenda.


mbl.is Fagráð ræddi ekki við meintan þolanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband