Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Sunnudagur, 8. apríl 2007
HUGLEIÐING Á SUNNUDAGSMORGNI
Í morgun hefur mér ekki liðið vel og ekki í gær reyndar heldur. Það þýðir ekki að ég sé á barmi sálarlegs gjaldþrots en ég verð að gæta mín ansi vel mtt til að halda balans og hugarró. Það má ekki mikið út af bera hjá óvirkum alka ef hann gleymir að sinna sálartetrinu. Litlir hlutir og stórir koma manni úr jafnvægi, ekki síður þeir góðu. Fyrr en varir getur kona fundið sig í vanlíðan og óbalans sem er eitur fyrir alka. Sykursýkin er líka að láta kveða að sér, þetta helst allt í hendur. Ég fór í sykurlost í morgun og hné (skáldlegt?) niður á eldhúsgólfinu. Húsbandið varð fyrir árás í vinnunni í fyrradag. Brjálaður dópisti réðst aftan að honum og... til að gera langa sögu stutta þá slapp hann svona nokkurn veginn með skrekkinn. En nú er ég komin til baka og í banastuði eða þannig.
Ég byrja á þessari sem allir geta notað, hreint sálarbætandi orðasalat.
Guð gefi mér æðruleysi.
Til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Merkilegt hvað orð geta verið öflug, bæði til góðs og ills. Ég ætla að vera í jafnvægi, láta ekki fólk særa tilfinningar mínar (ÉG ER SVO MIKIL H-E-T-J-A) og muna að mín vellíðan kemur frá sjálfri mér en ekki umhverfinu.
Þetta datt mér nú svona í hug á degi súkkulaðsins.
Trúmál og siðferði | Breytt 18.4.2007 kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Laugardagur, 7. apríl 2007
AÐ VERA FÓRNARLAMB OG MÆÐAST Í MÖRGU I
Ég hef verið að lesa að nýju Alkemistann eftir Paul Cotelho, sem mér finnst vera ágætis bók. Ég las hana fyrir nokkrum árum og í dag tók ég mér hana aftur í hönd. Á fyrstu síðunni er að finna tilvitnun úr Biblíunni sem er eitt af mínum uppáhalds gullkornum í þeirri merkilegu bók. Það hljóðar svona:
"Er þeir voru á ferð, kom hann inn í þorp nokkurt. En kona ein að nafni Marta tók á móti honum í hús sitt. Og hún átti systur, er hét María, hún settist við fætur Drottins og hlýddi á orð hans. En Marta var önnum kafin við mikla þjónustu. Og hún gekk til hans og mælti: -Herra, hirðir þú ekki um það, að systir mín lætur mig eina ganga um beina? Seg þú henni að hjálpa mér. En Drottinn svaraði og sagði við hana:
-Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu en eitt er nauðsynlegt.
María hefur valið góða hlutann, hann skal ekki verða tekinn frá henni."
Þarna útspilar sig ein af frumútgáfunum fórnarlambsheilkennisins í bókmenntasögunni sem ég man eftir. Marta, Marta, sem mæðist í mörgu. Fórnarlambshlutverkið er eitur í mínum beinum og ég hef séð það myndbirtast í sjálfri mér, í fjölskyldunni og vinkonum í gegnum árin. Mér hefur fundist við konur oft snöggar að detta í þetta hlutverk. Kannski af því við vorum svo lengi valdalausar. Að vera fórnarlamb er ákveðin stjórnun. Ég var ómeðvituð um að ég væri sérfræðingur í fórnarlambsgeiranum langt fram eftir aldri. Maður var að gera og græja meðan fórnarlambsblóðbunan stóð aftanúr manni.
Að vera fórnarlamb er hræðilegt hlutverk. Fórnarlambið er algjörlega varnarlaust. Það hefur ekkert að segja um eigið líf og á endanum gleymir maður því að það er til val. Val til að geta haft áhrif á aðstæður sínar en vera ekki eins og sektarlambið sem leitt er hljóðlaust til slátrunar. Orðið hetja er mikið notað í dag. Það er notað um fólk sem ratar í ýmiskonar raunir og lifir þær af. Mér finnst fórnarlambsbragur á þessu orði. Við lendum í aðstæðum og við lifum þær af og ef okkur tekst að ná tilfinningalegri fjarlægð á aðstæðurnar og jafnvel að hjálpa öðrum í sömu sporum, þá erum við að gera okkur sjálfum gott og öðrum í leiðinni. Það er að lifa af með reisn. Hetjur eru samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs: Kappi, hraustmenni, afreksmaður.
Meira seinna. Takk fyrir mig.
Föstudagur, 6. apríl 2007
ATTBÚ RÉTT STRAX OG FJÖRIÐ BYRJAR KL. 24,00
Nú tryllist allt á miðnætti. Eða þannig því þá er þessum langa degi lokið og við getum orðið syndum spillt á ný. Þrátt fyrir öflugar yfirlýsingar um að ég láti ekki langa viðhengið á föstudeginum hafa áhrif á mig þá er þessi dagur búinn að vera alveg afskaplega langur. En eftir kortér er hann að baki.
Þá er bara að hoppa í dressið og hendast út á lífið allavega í andlegum skilningi. Drekka kaffi fram á morgun, hanga í tölvu, lesa eins og eina bók og sofa til hádegis á laugardaginn fyrir páska.
Takk bloggvinir mínir sem hafið verið að blogga í dag. Það stytti mér verulega stundirnar.
Adjö och tack så jättemycket
Föstudagur, 6. apríl 2007
AF GAMNI OG ALVÖRU
Sniðuglega til fundið hjá þeim í félaginu Vantrú sem stóðu fyrir bingói í dag á Austurvelli til að mótmæla því að brotið sé á athafnafrelsi með helgidagalöggjöf Þjóðkirkjunnar. Það var heldur ekki leiðinlegt að fylgjast með þeim félögum í sama félagi í fréttunum í kvöld þar sem þeir undu glaðir við sitt bingóspil og hafa jafnvel beðið eftir lögreglunni til að handsama sig en þeir munu hafa lýst með fjarveru sinni. Löggan þekkir greinilega sinn vitjunartíma og heldur sig frá saklausum skemmtunum sem engan meiða.
Það var þó sorglegra að sjá í sama fréttatíma í kvöld, ungu mennina á Filppseyjum sem láta krossfesta sig með margra tommu nöglum til að minnast Jesú Krists. Þar gat líka að sjá hóp af mönnum sem rifu bak sitt með svipum og á sumum þeirra sást inni í kjöt. Algjör viðbjóður. Af hvaða meiði skyldi hún sprottin þessi sjálfspíningarhvöt? Það er erfitt að fá glóru í svona gjörninga.
Hvort myndi fólk nú velja? Bingóspil eða krossfestingu? Ætli þeim feðgum á himnum sé ekki slétt saman um vanþroska leiki okkar mannana? Ég er þó nánast viss um að þeim hugnast ekki helgislepja og barlómur.
Svo er þessi helgidagalöggjöf löngu úr sér gengin og algjör tímaskekkja. Hvað ætli Þjóðkirkjan haldi lengi áfram að stjórna lífi fólk með úr sér gengnum löggjöfum og reglum sem eiga alls ekki heima í nútíma samfélagi og hafa kannski aldrei átt?
![]() |
Vantrú heldur bingó á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 18.4.2007 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 6. apríl 2007
FÖSTUDAGARNIR LÖNGU ORÐNIR 55 TALSINS
Svona gamalli líður mér þegar ég rifja upp Föstudagana löngu sem ég hef lifað. Ekki ætla ég samt að missa mig í meiri bláma en dagurinn býður upp á en ég fór að velta fyrir mér þessu furðulega fyrirbæri sem Föstudagurinn langi er. Ég man eftir hreint ótrúlegu "ekki gera neitt" andrúmslofti, þar sem enginn krakki var úti að leika, ekki mátti þrífa, spila, dansa og alls ekki hlægja. Svona gömul er ég orðin. Biðin eftir páskaeggjunum var óendanlega löng og erfið fyrir smástelpu. Útvarpið sá svo um að koma manni á sálarlega heljarþröm með óendalegum "hátíðaerindum" og músík í stíl.
Einhvern veginn hefur það haldist í hendur hjá mér að leiðast á hátíðum þar sem búðir eru lokaðar. Skömm að segja frá því hversu neyslutengdur maður er í lifnaðarháttum en ég er bara svona þegar ég veit að búðirnar eru lokaðar og ég GET ekki farið og verslað. Ekki að mig vanti neitt. Er nokkuð forsjál í þeim efnum. Eina undantekningin frá þessu er aðfangadagskvöld sem er svo skemmtilegt að það líður sem örskotsstund.
Ég man eftir vini sem datt í það á þessum degi fyrir ansi mörgum árum og hringdi í mig á hálftíma fresti eða svo til að velta sér upp úr því hvað mamma hans sáluga hefði GERT hefði hún verið á lífi og hann á fylleríi á þessum degi!!!! Skítt með alla hina dagana sem hann var fullur. Hann kom mér eins langt niður og kostur var með símtölunum en ég frétti síðar að hann hafi verið hrókur alls fagnaðar í partíinu og hringdi í mig til að fá aflausn tvisvar á klukkutíma. Þann dag var ég trúarleg sorptunna.
Eftir því sem ég eltist fór ég sjálf að ákveða sinnislagið sem ríkti í mér á þessum degi. Ég komst að því að Jesú væri örgla engin þægð í að ég velti mér upp úr eymd og volæði. Nú er Föstudagurinn langi bara frídagur, gaman að blogga í rólegheitunum, fara í göngutúr og horfa á vídeó að eigin vali. Ég sendi hér með öllum húmorlausum eymdaraðdáendum fokkmerkið (sorrý) héðan sem ég sit á þessum fallega degi með Guð og Jesú í mínu liði, þe gleðiliðinu.
Trúmál og siðferði | Breytt 18.4.2007 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Í DAG....
Í dag fór ég í göngutúr og það var svo mikið rok að augnabrúnirnar ásamt veiðihárunum (sko lesist: augnhárunum) sem eru stolt mitt og gleði fuku af og nú er ég nakin í framan. Ég las einhversstaðar að andlitshárin losnuðu með aldrinum og allt yfir meðal andblæ væri hættulegt konum á mínum aldri. Ég hlusta aldrei og þess vegna sit ég hér ljótari en erfðasyndin. Ég fékk símtal frá Tokyo í dag frá Irahisa Nobu útgefanda. Hann vill gefa bókina mína út á Japönsku. Ég hef ekki viljað gefa hana út hérna heima af persónulegum ástæðum en útgáfa í Japan kemur vel til greina. Nobu-san bauð mér ríflega fyrirframgreiðslu og ég er að hugsa um að slá til. Verð að láta tattúera á mig augabrúnir og kaupa mér gerviaugnahár áður en ég geri eitthvað í málinu. Ég fór svo í kirkju eins og vanalega á sunnudögum og þar hitti ég konu sem ég er með í saumaklúbb (sorry hér svelgdist mér á af einhverjum orsökum). Hún bað mig að baka fyrir sig 16 Hnallþórur fyrir einhverjar fermingarveislur og ég gladdist mjög yfir vinsældum mínum í kökuheiminum. Sagði að sjáfsögðu já takk og kom við í Bónus á leiðinni heim og keypti hráefni.
Hvísl, hvísl: Nanananana 1.apríl.
Það er erfitt að ljúga á sannfærandi hátt. Er samt "pró" að sumu leyti. Hef ekki verið látin hlaupa í dag þannig að ég skrifaði þetta fyrir sjálfa mig, þar sem mér var farið að líða eins og ég væri einskis virði og er strax farið að líða betur.
Sunnudagur, 1. apríl 2007
FIMM DAGA FRÍ, HM
Það er að bresta á með páskum. Þrátt fyrir að ég hlakki oftast til þá get ég ekki neitað því að þeir eru lengi að líða. Það situr enn í mér þessi yfirþyrmandi helgislepja sem einkenndi hátíðina þegar ég var barn. Allt var lokað frá skírdegi og fram á þriðjudag eftir páska. Bókstaflega allt. Föstudagurinn langi var svo langur og það var ekkert við að vera. Krakkarnir voru ekki einu sinni á róluvellinum. Í útvarpinu voru sálmar og sorgarljóð og háheilagar hugvekjur allan daginn. Ég ætlaði einu sinni að bursta mottur fyrir ömmu mína og ég hélt að hún myndi detta niður dauð þegar motturnar blöktu á snúrunni og ég mundaði bankarann. Bannað sagði hún, á Föstudaginn langa syrgjum við og gerum bara það allra nauðsynlegasta.
Þetta hefur skánað en jafnaldrar mínir hafa lýst þessari tilfinningu fyrir mér, að þetta hafi enn áhrif á þá. Hvað getur kona gert? Í þetta sinn ætla ég að byrgja mig upp af bókum, fá stelpurnar mínar í mat, leigja mér góðar myndir, fara í göngutúr (ef það snjóar ekki) og passa mig á að líta ekki á klukkuna.
Gleðilega páska
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 14. mars 2007
HEIMILISOFBELDI OG MORÐ
Enn eitt ofbeldismorðið og nú á Englandi. Maðurinn barði konu og þrjú ung börn sín til dauða. Hann iðrast ekki að hafa myrt konu sína, hafði komist að því að hún hélt fram hjá. Réttlætingar..réttlætingar. Því fyrr sem hulunni er svipt af kynbundnu ofbeldi því betra. Allar konur sem búa við andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi eiga að geta leitað sér aðstoðar án þess að þurfa að mæta fordómum frá samfélaginu.
Ég veit að viðhorfið í þjóðfélaginu hefur lagst töluvert á undanförnum árum en enn vantar mikið upp á. Leyndin, skömmin og óttinn ræður enn ríkjum og þolendur ofbeldisins reyna að fela ummerkin. Ég hef séð barn á fjórða ári reyna að fela marblettina sína.
Vildi bara benda á þessa frétt til að minna okkur á.
![]() |
Dæmdur í ferfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða konu sína og börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr