Leita í fréttum mbl.is

Í DAG....

824

Í dag fór ég í göngutúr og það var svo mikið rok að augnabrúnirnar ásamt veiðihárunum (sko lesist: augnhárunum) sem eru stolt mitt og gleði fuku af og nú er ég nakin í framan.  Ég las einhversstaðar að andlitshárin losnuðu með aldrinum og allt yfir meðal andblæ væri hættulegt konum á mínum aldri.  Ég hlusta aldrei og þess vegna sit ég hér ljótari en erfðasyndin.  Ég fékk símtal frá Tokyo í dag frá Irahisa Nobu útgefanda.  Hann vill gefa bókina mína út á Japönsku.  Ég hef ekki viljað gefa hana út hérna heima af persónulegum ástæðum en útgáfa í Japan kemur vel til greina. Nobu-san bauð mér ríflega fyrirframgreiðslu og ég er að hugsa um að slá til.  Verð að láta tattúera á mig augabrúnir og kaupa mér gerviaugnahár áður en ég geri eitthvað í málinu.  Ég fór svo í kirkju eins og vanalega á sunnudögum og þar hitti ég konu sem ég er með í saumaklúbb (sorry hér svelgdist mér á af einhverjum orsökum). Hún bað mig að baka fyrir sig 16 Hnallþórur fyrir einhverjar fermingarveislur og ég gladdist mjög yfir vinsældum mínum í kökuheiminum.  Sagði að sjáfsögðu já takk og kom við í Bónus á leiðinni heim og keypti hráefni.

Hvísl, hvísl: Nanananana 1.apríl.

Það er erfitt að ljúga á sannfærandi hátt.  Er samt "pró" að sumu leyti.  Hef ekki verið látin hlaupa í dag þannig að ég skrifaði þetta fyrir sjálfa mig, þar sem mér var farið að líða eins og ég væri einskis virði og er strax farið að líða betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahahahhahaha, ég trúði þessu öllu saman!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 21:51

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

I wish

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2007 kl. 21:53

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

...og ég líka!

Heiða Þórðar, 1.4.2007 kl. 23:33

4 Smámynd: Ólafur fannberg

læt þig hlaupa einn daginn múhaaaaa

Ólafur fannberg, 1.4.2007 kl. 23:38

5 Smámynd: Jens Guð

  það er alrangt að andlitshár fari með aldrinum.  Ég veit reyndar ekki með konur en ég er kominn á sextugsaldur og hárvöxtur á höfðinu hefur aukist heldur betur.  Þau spretta út um bæði eyrun út um allt.  Ég þarf að raka eyrun reglulega.  Augabrýrnar hafa sömuleiðis tekið vaxtarkipp.  Vaxa í allar áttir.  Það er sveipur á annarri augabrúnni sem gerir þennan hárvöxt kjánalegan.  Hár innan í nefinu eru farin að vaxa út úr því.  Ég er með yfirvararskegg þannig að það kemur ekki að sök.  Greiði þau bara öll saman í gott yfirvararskegg.  Verra er að hár eru farin að vaxa á sjálfu nefinu.  Þó að ég slíti þau af með rót þá vaxa ný.

Jens Guð, 2.4.2007 kl. 00:29

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe Jens, öll sagan meira og minna tilbúningur frá upphafi til enda í tilefni dagsins.  Allavega get ég fullyrt að þetta með augabrúnirnar og augnhárin er helber uppspuni minn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 00:57

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ó mæ dog!!!! Ég trúði þér!!!!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2007 kl. 08:22

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe krakkar gaman aðessu!  Hrönnsla mín þetta er að sjálfsögðu ekki satt eins og fram hefur komið en það eru sannleikskorn hér og þar.  Hver þau eru skal ósagt látið að sinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 09:56

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð  Allt fram yfir andblæ hættulegt konum hehehee.,.... Og nú er nefnilega spáð að sterkir  vindar og rok verði tíðari og ofsafengnari.  Endalok konunnar í sinni upprunalegu mynd  þá eða ....  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2007 kl. 10:05

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Áthildur ég er dulítið stolt af þessu með hárlosunarhugmyndina.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 10:12

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Áthildur???? Ertu að segja að hún sé feit???!!!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2007 kl. 11:37

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sjitt þetta var fraudian slip of the tounge (finger).  Sorry Ásthildur mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2986817

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.