Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Á MORGUN SEGI ÉG MIG ÚR ÞJÓÐKIRKJUNNI
Núna er ég svo bullandi reið að konan á myndinni hjá mér er háheilög madonna í samanburði við þá vonsku sem ólgar í mér. Ég segi mig úr þjóðkirkjunni á morgun og húsbandið sagði að það lægi við að hann skrifaði sig inn í þessa aumu stofnun bara til að geta gengið úr henni samstundis aftur.
Ég vonaði svo innilega að þessir sjálfskipuðu umboðsmenn Guðs á jörðinni myndu nú sýna alvöru kristilegt hugafar og ákveða að kirkjan myndi viðurkenna og framkvæma hjónavígslu á samkynhneigðum. Ó nei ekki. Eftir að hafa horft á Þingvallageir í Kastljósinu áðan þar sem hrokinn skvettist af honum og skinheilagleikinn líka þá ákvað ég að mig langaði ekki lengur til að tilheyra þessum vafasama félagsskap sem þjóðkirkjan greinilega er. ´
Það misbýður réttlætiskennd minni að allir menn skuli ekki vera jafnréttháir innan kirkjunnar. Ég hélt að við værum öll jöfn fyrir Guði. Ég stórefast um að það sé mikið af Guði í þessum félagsskap presta og preláta. Minn Guð er kærleikur og gerir sér ekki mannamun.
Arg..
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
OPINN Í BÁÐA?
Ég ætlaði nú ekki að vera með tvíræðni hérna í pistlinum en sá eftir að ég byrjaði að skrifa að fyrirsögnin gæti orkað tvímælis. Ég læt hana standa því þegar ég las meðfylgjandi frétt finnst mér eins og biskupinn okkar sé eins og Framsóknarflokkurinn, opinn í báða enda. Hann slær úr og í og ekki er nokkur leið að draga nokkra ályktun á skoðun hans varðandi hjónabönd samkynhneigðra eftir lestur fréttarinnar. Biskupinn viðurkennir vissulega að verklag kirkjunnar þyki varfærið og fálmkennt. Hvað er þá málið? Getur kirkjan verið þekkt fyrir "fálmkennd" vinnubrögð? Nú er prestastefna og lag að breyta. Af hverju er kirkjan að vafstra með þetta mál? Er það ekki þeirra að kippa réttindum samkynhneigðra til hjónabands í liðinn. Að fólk skuli ekki geta fengið kirkjulega vígslu ef það æskir þess er náttúrulega bara mannréttindabrot. Ég myndi taka ofan fyrir þessu prestabræðralagi ef þeir hoppuðu inn í nútímann. Arg.. hvað ég verð pirruð yfir þessari hugsanavillu sem sendir þau skilaboð til samkynhneigðra að þeir séu eitthvað verri manneskjur en annað fólk.
Amen.
![]() |
Biskup segir skiljanlegt að verklag kirkjunnar þyki varfærið og fálmkennt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
HIN KATÓLSKA KVENNAKÚGUN
Þeir toppa sig sífellt í Vatíkaninu á sjálfum heimavelli katólskunnar. Innan þeirrar kirkju hefur viðgengist aldagömul kvennakúgun og barnamisnotkun eins og nýleg dæmi frá Bandaríkjunum sanna. Konum hefur verið haldið niðri með ofbeldi, að fá ekki að skilja, mega ekki nota getnaðarvarnir né hafa umráðarétt yfir líkama sínum. Heimilisofbeldi á meðal katólskra á Írlandi er gífurlegt vandamál svo einhver dæmi séu tekin.
Næst æðsti embættismaður kenningakerfisins í Vatikaninu fór í dag hörðum orðum um hjónabönd samkynhneigðra og segir þau vera af hinu illa. Fóstureyðingar eru persónugert hryðjuverk segir þessi frómi kirkjunnar maður einnig.
Þessar kenningar og álit Vatíkansins eru slæm fyrir alla. Konur og karla. Það er erfitt að trúa því að þetta viðhorf sé ráðandi hjá svo valdamikilli stofnun sem Katólska kirkjan er árið 2007. Mér verður hálf illt við að lesa þetta.
![]() |
Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
FRÁ ÖÐRUM SJÓNARHÓL
Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera hefur sent út á ensku nú í hálft ár og náð miklu áhorfi í Evrópu, hluta Asíu, Ástralíu og jafnvel í Ísrael. Það er þó merkilegt að Bandaríkjamenn segja ekki markað fyrir sjónvarpsstöðina þar en forráðamenn stöðvarinnar segja að ástæðan sé af pólitískum orsökum. Það er gott að það bætist í fjölmiðlaflóruna. Það er ekki verra að geta séð hlutina frá fleiri en einum sjónarhól. Flott framtak hjá Al-Jazeera.
![]() |
Mikið áhorf á Al-Jazeera í Evrópu og Asíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 16. apríl 2007
ERUM VIÐ RASISTAR?
Ekki vinsælt orð rasismi geri ég mér grein fyrir. Í umræðu almennt er hann yfirleitt klæddur í feguri búning. Fólk hefur áhyggjur af velferð útlendinga í landinu og enn meiri áhyggjur af því hvort fólk af öðrum og oft framandi uppruna sé að taka vinnu frá innfæddum og síðast en ekki síst er fólk með áhyggjur af menningunni og móðurmáli viðkomandi lands.
Ég verð að segja að þessi skoðanakönnun á "hertum reglum" um landvist útlendinga slær mig verulega illa svo ekki sé nú meira sagt. Rúmlega helmingur þjóðarinnar eða 56,2% er hlynntur því að settar verði strangari reglur um heimildir útlendinga til að setjast að á Íslandi. Um 70% þeirra eru kjósendur Framsóknarflokksins. Í Framsóknarflokknum eru samkvæmt þessu margir, margir rasistar.
Ég spyr mig hvað fólk vill herða í sambandi við reglur um útlendinga? Halda íslendingar að svona stórum hluta að hér séu frjálslyndar reglur í sambandi við flutninga erlends fólks hingað til lands? Ef svo er þá eru við á villigötum. Við tökum ákaflega lítin þátt í að taka hér á móti flóttamönnum. Höfum alltaf látið nágranna okkar um þau mál. Hér má fólk koma til að vinna. Vill fólk hertari reglur gegn því? Hvað með verk eins og Kárahnjúka (svei), jarðgangnagerðir og fleiri atvinnugreinar sem tæpast hefðu getað skilað af sér væri ekki fyrir þetta "óæskilega" vinnuafl. Hvað með allar konurnar sem halda þjónustustofnunum okkar gangandi (spítölum, elliheimilum, skólum ofl.). Eigum við að herða reglur og hleypa bara hinum Norðurlandabúunum inn í landið og kannski "dashi" af Bretum? Hvernig væri að fólk færi nú að skilgreina upp á nýtt? Útlendingahatur (ótti) er oft skefjalaus hræðsla þeirra óupplýstu í hverju samfélagi. Rosalega finnst mér leiðinlegt að við skulum vera svona illa upplýst hér á Íslandi okkur sé fyrirmunað að sjá hið frjóa og skemmtilega við litríkt samfélag sem kippir sér ekki upp við að vera öðru vísi og er óhrætt við fjölbreytileikann.
Yfir helmingur þjóðarinn, takk fyrir, vill hertar reglur. Eruð þið ekki að djóka í mér?
"If it walkes like a duck, acts like a duck.... it´s probably a duck
![]() |
Meirihluti hlynntur hertum reglum um landvist útlendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 13. apríl 2007
HINIR EINU SÖNNU UMBOÐSMENN GUÐS?
Mikið rosalega finnst mér það skiljanlegt að prestarnir í Digraneskirkju vilji ekki ferma eitthvað untansafnaðarlið úr tam Fríkirkjunni. Ég meina, að hin eina sanna trú er í þjóðkirkjunni. Það vita allir. Aðrir söfnuðir eru að sjálfsögðu ekki Guði þóknanlegir. Hvernig veit ég það? Jú prestar þjóðkirkjunnar eru umboðsmenn Guðs á jörðinni. Þeir hafa marg oft sagt það þó ekki með þessum orðum kannski. Svo lítilþægir þjónar Guðs. Núna hafa þeir sent fermingarbarninu sem þeir neituðu að ferma, opibert afsökunarbréf. Svo stórmannlegt af þeim.
Án gríns. Afhverju er fólk í þessari ríkisreknu þjóðkirkju? Það fyrirbrigði er svo ósjarmerandi sem frekast getur verið. Þjóðkirkjan er svona álíka spennandi og annað opinbert batterí sem er Tollstjóraembættið. Enginn vill vera þar en þar eru allir skyldugir að vera með.
![]() |
Prestar Digraneskirkju útskýra afstöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 13. apríl 2007
FORLAGATRÚ - BÖLVAÐEKKISENSKJAFTÆÐI
Iss-piss hvað fólk getur verið forlagatrúar. Það trúir því í alvöru að neikvæðir hlutir geti gerst á föstudögum þann þrettánda. Ég kastaði þessu rugli fyrir mörgum árum og er búin að sefja sjálfa mig í að trúa að góðir hlutir gerist á þessum dögum eins og alla aðra daga. Útgangspunkturinn verður að vera jákvæður. Í dag er ég viss um að ég fæ happadrættisvinning (spila ekki í happadrætti en örlagadísirnar gera sér ekki grillur út af smámunum). Ég trúi því að ég muni bara eiga skemmtileg samskipti við fólk og að svartir kettir séu vísar nornir í dulargerfi sem ég er brjáluð í að hitta og eiga í þýðingarmiklu augnsambandi við. Hvað um það. Hefur einhver bloggara múr- og naglfasta reynslu af þessum degi varðandi óhöpp og sollis? Segið mér endilega frá því.
Lofjúgæs
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
AÐ KJÓSA RÉTT
Það hríslaðist um mig spennu- og ánægjutilfinning núna áðan þegar ég var á hinu hefðbundna vafri mínu um bloggheima. Margir eru að skrifa um kosningarnar. Það rann upp fyrir mér hversu stutt er í þær og hvað það er skemmtilegur tími sem er að ganga í garð. Ég er svo sjálfmiðuð, ef ég má kalla það svo, að finna til mín á fjögura ára fresti og finnast að með atkvæði mínu geti ég lagt mitt á vogarskálarnar.
Hm.. ég velkist ekki í vafa um hvað ég ætla að kjósa. Hef reyndar sjaldan staðið frammi fyrir því ástandi að vera óákveðin utan einu sinni þegar ég sveik lit. Fór úr rauðu yfir í gult í borgarstjórnarkosningum hér um árið. Man ekki lengur hvað hreyfingin hét en hún var ljósrauð og stóð engan veginn undir væntingum. Niðurstaða: Ég er óforbetranlegur vinstri maður og það er ekki vottur af sjálfstæðismanni né krataelementi í mér. Ég er komin af sannfærðum íhaldsmönnum og krötum í báðar og úr þeirri blöndu varð til þessi einlæga staðfesta mín til vinstri.
Ég er á móti persónudýrkun og þá einkum og sérílagi þegar hún myndbirtist í pólitík. Ég er ein af þeim sem legg áherslu á að flokkurinn sem ég kýs hafi einarða stefnu sem ég get mátað mig við. Það er toppurinn á tilverunni þegar forystumenn flokksins míns lifa eftir sannfæringu sinni og sýna það í orði sem á borði. Þar koma vinstri grænir sterkir inn.
Hvað um það, ég trúi því að þeir sem eru í pólitík (vel flestir amk.) vilji bæta samfélagið. Að það sé upprunalegt markmið allra. Leiðirnar að því marki eru bara ólíkar. Sumir gleyma sannfæringunni á leiðinni og setan við kjötkatla stjórnmálanna verður löng og sumir vilja alls ekki halda áfram á leið sinni og þeir gleyma því sem þeir lögðu upp með. Mitt fólk er með vegferðina á hreinu og margir hjóla meira segja að markinu meðan sumir geysast áfram á eðalvögnum. Ég er meira höll undir hjólin.
Ef ég væri óákveðin myndi ég gera eftirfarandi lista til glöggvunar fyrir sjálfa mig:
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn koma ekki til greina. Fyrirgreiðslupólitík, valdþreyta og atvinnupólitíkusar hugnast mér ekki. Skil ekki af hverju vinnandi fólk sem þarf að hafa fyrir lífinu, finnur sig í þessum flokkum. Þessir flokkar eru stofnanir, þeir rumska fyrir kosningar og sofa þess á milli værum Þyrnirósarsvefni þess sem heldur sig kominn til að vera.
Þar sem ég er ekki frjálslyndur krati (eins og það heitir víst núna, ) kæmi Samfylkining ekki til greina, þrátt fyrir staðfasta og áralanga aðdáun mína á Ingibjörgu Sólrúnu.
Frjálslyndir og Íslandhreyfing eru bara óánægðir hægri menn og nánast allir með tengingu inn í Sjálfstæðisflokk. Sama þar. Sé ekki hvers vegna vinnandi fólk ætti að kjósa yfir sig enn eina hægri stjórnina. Held að báðir þessir flokkar væru ekki lengi að hoppa upp í með íhaldinu.
Vinstri græn eru að mínu mati þau einu sem hafa eitthvað múr- og naglfast upp á að bjóða. Ég vil ekki stóriðjur og tel að það sé að æra óstöðugan að dúndra fleiri kvikindum í formi risavaxinna virkjana niður í landinu. VG er kvenfrelsisflokkur og hafa sýnt það í verki. Það passar við mig. Síðast enn ekki síst þá veit ég að það er eitt af forgangsmálum þeirra að auka lífsgæði venjulegs fólks. Það vegur þyngst. Ég arka ótrauð í kjörklefann og kýs þá.
Ég dreg ekki dul á að ég læt mig dreyma um stóran og afgerandi sigur vinstri flokkanna í vor, þe. VG og Samfylkingar. Ég vona bara að sú verði raunin. Það þarf að fella stjórnina sem er búin að sitja allt of lengi, mikið lengur en nokkrum er hollt. Skutlum inn nýjum vöndum, þeir sópa best.
Ajö og takk fyrir mig, bibbidíbabbedíbú.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 9. apríl 2007
VIÐ OG ÞAU..
Var að hlusta á umræðuna í sjónkanum þar sem foringjar stjórnmálaflokkanna spjölluðu. Ansi lítið nýtt kom í ljós og staða flokkanna varðandi innflytjendamál er nokkurn veginn á hreinu. Enginn flokkana, lítur á innflytjendur sem vandamál, utan frjálslyndir, og sjá það sem jákvæðan hlut að hér séu innflytjendur og allir virðast þeir leggja sama skilning í "vandamálaauglýsingu" Frjálslynda flokksins. Ég ætla ekki að fullyrða að frjálslyndir séu útlendingahatarar, langt frá því, en skilningur fólks á auglýsingunni títtnefndu hinni svokölluðu vandamálaviðvörun virðist vera sá hinn sami hjá þeim sem ég tala við þe. að þarna sé nálgunin á málefninu röng, ali á fordómum og ótta. Mér finnst þessi neikvæða aðferðarfræði þeirra höfða til fremur lágra hvata fólks. Ef ekki liggur neitt óeðlilegt að baki þessa málflutnings Frjálslynda flokksins er þeim í lófa lagið að breyta nálgun sinni á málefnið. Getur verið að þetta sé populismi? Léleg leið til að ná sér í atkvæði? Mér er spurn.
Mér finnast það forréttindi að búa í fjölþjóðasamfélagi. Það getur bara verið gott að fá hingað nýja strauma frá öðrum menningarsvæðum og það gerir þjóðfélagið mun litríkara og skemmtilegra. Við sem búum hér og störfum höfum getað breikkað sjóndeildarhringinn með því að fara til annara landa til náms og starfa. Því skyldum við ekki gjalda líku líkt?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 9. apríl 2007
OG AF ALLT OF STÓRUM HÖRMUM..
Þegar ég var að skrifa fyrra innleggið um þá undarlegu staðreynd að ég skyldi ekki spyrja um ákveðna hluti þegar ég var lítil, þrátt fyrir að vera yfirmáta forvitin, mundi ég eftir enn einu furðuverkinu úr útvarpinu. En það voru "dánarfregnir og jarðarfarir". Kannist þið við eftirfarandi:
Sonur okkar, bróðir, faðir og afi lést á heimili sínu.. osfrv.? Í nokkuð mörg ár hélt ég að út um víðan völl hríðféllu heilu fjölskyldurnar í einu í valinn. Auðvitað las ég um Móðuharðindin og Svarta dauða í skólanum þar sem fólk féll í umvörpum. Ég heimfærði þessi fjöldaandlát upp á svoleiðis óáran. Ég spurði aldrei, skildi þetta svona en fannst þetta ískyggilega algengt og sjálf þekkti ég sem betur fer ekki til neinnar fjöslkyldu sem hafði þessa stóru harma að bera. Bjóst við, held ég, að þetta væri að gerast úti á landi, en það var óskilgreindur staður í huga borgarbarnsins jafn lang í burtu og Kína sjálft.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987753
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr