Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Fimmtudagur, 28. júní 2007
ÚR TAKTI VIÐ TÍMANN
Það er ótrúlegt að enn í dag skuli Bandaríkjamenn að vera að lífláta fólk. Mér finnst það svo úr takti við allt sem almenn siðfræði boðar okkur. Við eigum ekki að taka líf hvors annars og það er svo skelfilega óhugnanlegt að það skuli gert af ríkinu sem liður í refsingarbatteríi nánast heillar þjóðar.
Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði í dag aftöku morðingja, sem talinn er alvarlega vanheill á geði. Maðurinn skaut tengdaforeldra sína til bana fyrir 15 árum.
Það toppar einhvernvegin ósómann að geðveikt fólk og þroskaheft skuli vera líflátið í þokkabót.
Þeim vantar "dash" af mannúð þarna í bandaríska réttarkerfinu til að fullkomna uppskriftina að flottustu þjóð heimsins.
Hæstiréttur landsins er þó á réttri leið.
![]() |
Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar aftöku geðsjúks manns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 27. júní 2007
MINN MAÐUR HM VS. ÞJÓÐKIRKJAN
Flott mál að Hjörtur Magni teljist ekki hafa brotið siðareglur presta með ummælum sínum í sjónvarpsþættinum Kompási og víðar.
"Prestarnir sem kærðu töldu m.a. að Hjörtur Magni hefði brotið siðareglur, sem varða skyldur við starfssystkin og vandvirkni í störfum. Meðal þess, sem prestarnir vísuðu til í kæru sinni, voru ummæli Hjartar Magna í Kompási, en þar sagði hann, að hver sú trúarstofnun, sem teldi sig hafa höndlað sannleikann yrði um leið stórhættuleg ef ekki bara djöfulleg. Ennfremur sagði hann að ef trúarstofnunin breyttist ekki, heldur færi að láta fólk dýrka sig í stað Guðs, þá væri hún jafnframt að brjóta fyrsta boðorðið sem segir: þú skalt ekki aðra Guði hafa".
Ég sem sagði mig úr þjóðkirkjunni eftir að Prestastefna neitaði að taka samkynhneigða meðlimi sína góða og gilda til giftinga eins og annað fólk, gleðst yfir því að þessi tímaskekkja sem þjóðkirkjan er, skuli ekki geta sent fólk í skammarkrókinn sem leyfir sér að gagnrýna hana.
Ég er annars ekki kirkjumanneskja og mín trú er meira fyrir víðáttur en kumbalda og ég stend föst á því að það sé ekki til ein leið, einn sannleikur og einn vegur, þrátt fyrir að sumir telji sig með pappíra frá almættinu upp á staðlaða aðferðarfræði um ferðina að hliðum himnaríkis. Ég held að Guð sé ekki að fíla skort á umburðarlyndi margra þjóðkirkjunnar þjóna.
sveiattann.
![]() |
Hjörtur Magni telst ekki hafa brotið siðareglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 26. júní 2007
070707
Giftingavertíðin mun ná sögulegu hámarki 7. júlí nk. en allt er brjálað að gera í bransanum fyrir bragðið. Páll Óskar og Monika eru svo upptekin þennan dag að Fréttablaðinu finnst þau "fáránlega" vinsæl. Hvað ætli sé sungið í brúðkaupunum í ár? Ég fór fyrir mörgum árum í brúðkaup í Keflavík þar sem söngvari nokkur söng "You never walk alone" á íslensku og ég er ekki enn búin að jafna mig. Væmnistuðullinn er svo svakalega lágur hjá mér.
Svo getur maður rétt ímyndað sér fjörið hjá blómabúðunum, brúðkjólaleigunum, og öllum hinum búðunum sem stuðla að hinni ævilöngu hamingju brúðhjónanna og það allt upp á amerísku. Ég hef ekkert á móti brúðkaupum, finnst þessi hefðbundnu amerísku dálítið plebbaleg reyndar og ég kurlast í tætlur þegar ég sé hárborða á drossíum. Það er eitthvað svo.. hugmyndasnautt. En látum það nú vera.
Ég las um daginn að helmingur hjónabanda endaði með skilnaði. Rosalega varð ég sjokkeruð. Öll þessi aðkeypta hamingja sem merkt er í almanakið a.m.k. ári fyrir viðburð og svo fer allt í vaskinn. Nú er ég alvön því að gifta mig, hef gert það reglulega í gegnum lífið og oftar en ekki endað í skilnaðarfötunni, þurft að klifra upp úr henni og fara að leita að nýju fórnarlambi. En það má segja mér til hróss að ég hef ekki lagt í mikinn kostnað við þessar athafnir. Ég er voða fegin því. En hvernig ætli standi á þessu? Ég meina öllum þessum skilnuðum? Svar einhver.
Þetta er um margt merkileg dagsetning. Sniðug til að fæða börn á. Smart kennitala og svo veit ég um einn götunnar mann sem ég átti spjall við í fyrra og hann tjáði mér að hann ætlaði ekki að hætta vinfengi við Bakkus fyrr en að ofannefndur dagur rynni upp. 070707 væri þrefaldur heilagleiki samkvæmt hans talnaspeki. Garanterað að edrúmennskan myndi komin til að vera. Hann ætlaði því að leggja á sig drykkju fram að þessum degi. Ég vinka vini mínum héðan og ég vona í leiðinni að hjónabönd þessa dags verði eldheit og farsæl til eilífðarnóns og í þeim ríki heilög hamingjan.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 04:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 22. júní 2007
ÞÓTT FYRR HEFÐI VERIÐ?
Nú vill ríkisstjórn Bandaríkjanna loka pyntingarbúðunum í Guantánamo Flóa. Þeir vilja fangana í fangelsi í sínum eigin löndum og vilja tam. hjálpa til við að byggja fangelsi í Afganistan. Ég spyr eins og asni? Hví fangelsi? Hafa þessir menn verið dæmdir fyrir eitthvað? Það hefur amk. farið fram hjá mér.
Því fyrr sem þessum skelfilegu búðum verður lokað, því betra og ég held að Bandaríkjamenn ættu að láta heimalönd þessara manna um afdrif þeirra. Þetta er orðið gott hjá þeim.
![]() |
Guantánamo fangar fari til síns heima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 21. júní 2007
ERFITT AÐ SKILJA..
..að kona, dönsk að uppruna skuli sjálfviljug byrja að hylja andlit sitt með búrku, eftir að hún tók múslimatrú. Ég skil að hún hafi verið rekin af barnaheimilinu þar sem hún starfaði því ég myndi ekki kæra mig um að manneskja með hulið andlit væri að ala upp börn mín eða barnabörn. Ég er svo hissa yfir því hversu sumir, svo auðveldlega, fórna mannréttindum sínum í skjóli trúar sem er það að auki svo kredduföst og kvenfjandsamleg.
Ég ætti auðveldara með að skilja þetta ef konan væri alin upp meðal múslima og þetta því hluti að hennar sjálfsmynd, þótt það sé hryllingur að einhver þurfi að bera kinnroða fyrir því að láta sjást í andlit sér.
![]() |
Má reka konur í búrkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 16. júní 2007
AÐ ÞURFA AÐ VELJA EÐA HAFNA
Var að lesa um það í Fréttablaðinu að nær öllum fóstrum með Down´s syndrome væri eytt. Læknir á kvennadeildinni segir foreldra hafa sjálfdæmi í málinu. Eftir skimun á 11-13 viku kemur í ljós hvort alvarleg fötlun á fóstri er til staðar. Mikið rosalega hlýtur þetta að vera erfitt fyrir foreldra. Ekki að ég hafi neina lausn á málinu, þetta er bara svo sorglegt. Ég skil vel að fólk hiki við að fæða svo fatlað barn sem börn með Down´s syndrome eru en samt er það jafnframt svolítið óhuggulegt að vita til þess að þetta sé gert með skipulögðum hætti. Ég veit ekki hvar ég stend, en þetta kemur illa við mig. Það liggur við að ég sakni þeirra daga þar sem ekki var nokkur kostur að sjá fyrir svona hluti en auðvitað meina ég það ekki. Vísindunum hefur farið svo mikið fram og því ber bara að fagna. En af hverju er ég samt með kökkinn í hálsinum?
Úff hvað lífið getur verið erfitt.
Fimmtudagur, 14. júní 2007
OG HVAÐ Á BARNIÐ AÐ HEITA???
..mynduð þið vilja heita einhverju eftirfarandi nafna (en ég tek fram að öll þessi nöfn hafa verið notuð á Íslandi)??
Almannagjáa.. Sautjándajúnía.. Giljá... Lofthæna... Marsibil.. Kapítóla.. Magnhildur ... Ljóselfa.. Ljótunn.. Ljót (ofbeldi á barni)
Eða þessum..
Jósefína.. Jenssína .. Guðmundína.. Sigurðína.. Fjóla.. Rósamunda .. Lúpína (okokok gæti verið)
Allt stelpunöfn, hef ekki asnaleg karlanöfn á hraðbergi nema ef vera skyldi Skæringur sem ég gæti aldrei talað við öðruvísi en að hlægja eins og fífl og Meyvant sem mér finnst nú ekkert annað en vond álög foreldra með lélegan húmor, sem dæma barnið til einlífis. Þið mættuð endilega stinga að mér "skemmtilegum" nöfnum krakkar í athugasemdakerfið en þar sem von er á barnabarni þá væri gott að fá hugmyndir. Hm...
Síjúgæs
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 12. júní 2007
LÖNGU TÍMABÆRT
Falun Gong hreyfingin hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að bæta fyrir framkomu sína við þá árið 2002. ´
"Ítilkynningunni segir að skráð séu rúmlega 66.000 tilfelli um heilaþvott, slæma meðferð og pyntingar á Falun Gong liðum í Kína og segir ennfremur að komið hafi í ljós að stjórnvöld hafi tekið líffæri úr meðlimum Falun Gong, en talsverður markaður er fyrir líffæri í Kína.
Þá segir að iðkendur Falun Gong hafi notað tíma sinn og fé til að ferðast hingað til að iðka hljóðlát mótmæli, en íslensk stjórnvöld hafi beygt sig undir vilja erlends einræðisríkis gegn vilja íslensku þjóðarinnar."
Mikið rosalega er ég sammála þessu. Það væri auðvitað löngu tímabært að biðjast afsökunar á skammarlegri og mannfyrirlitlegri framkomu íslenskra yfirvalda gagnvart Falun Gong. Ekki er það minna skammarlegt að ganga erinda kínverskra ráðamanna sem réttilega hafa gróflega brotið mannréttindi á þessum hópi fólks.
Skamm bara.
![]() |
Falun Gong hvetur stjórnvöld til að greiða bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. júní 2007
SÝNUM VANDLÆTINGU Á BORÐI...
..en ekki bara í orði að þessu sinni. Kínversk börn eru látin vinna við að framleiða söluvarning fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Kína á næsta ári. Þetta kemur fram í rannsókn á aðstæðum verkafólks í fjórum kínverskum verksmiðum sem framleiða löglega minjagripi tengda leikunum. Börn og unglingar vinna allt að 15 tíma á dag við afar lélegar aðstæður.
"Þessar staðreyndir koma fram í skýrslu sem lögð var fyrir meðlimi Alþjóða Ólympíunefndarinnar þegar þeir komu saman í London í dag. Í skýrslunni kemur fram að eftirlitsmenn hafi fundið um 20 börn allt niður í 12 ára gömul í verksmiðjunni Le Kit Stationery, í Guangdong. Þau unnu sömu vinnu og fullorðið fólk á lúsarlaunum. Einnig hafi um 3.000 verkamenn hjá verksmiðju í Shenzen fengið um 45% af lágmarkslaunum."
Væri ekki lagi að "dissa" Ólímpíuleikana? Íþróttir og markmið þeirra eru algjörlega á skjön við þennan nöturlega raunveruleika. Mér finnst að þjóðum með sómatilfinningu hljóti að finnast þetta ósamræmanlegt hinum sanna íþróttaanda, og barnaþrælkun er eitthvað sem enginn getur sætt sig við. Ég bíð spennt eftir viðbrögðum Íslenskra íþróttafrömuða. Eitthvað hljóta þeir a.m.k. að taka til bragðs.
![]() |
Börn í þrældómi búa til vörur fyrir Ólympíuleikana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 10. júní 2007
HÁLFGERÐ SNÚRA
Eins og ég hef áður bloggað um þá grípur mig stundum einhver bölvuð játningaþörf sem erfitt er að láta eins og sé ekki til. Suma daga nota ég til að skoða brestina mína (þeir eru örfáir og ég snögg að því náttúrulega), sem er ekki auðvelt verk en bráðnauðsynlegt til viðhaldi góðs edrúlífs og almennrar geðheilsu. Í dag fór ég, að gefnu tilefni sem ekki verður látið uppi hér, að velta fyrir mér einum af mínum örfáu löstum (). Ég hef næstum allt mitt líf gert mér mannamun. Ekki lengur, að ég tel, a.m.k. ekki á hinum hæpnu forsendum sem ég gaf mér áður fyrr þegar ég mat hverjir væru þess virði að þekkja og hverjir ekki. Ég veit að það hljómar ekki fallega að maður meti fólk á þennan hátt en það gera allir, meira eða minna, þó það nú væri. Ég er ekki svo andlega þroskuð að ég þori að gefa það upp á mínum persónulega bloggmiðli hvað ég notaði sem mælistiku á fólk, svo hryllilega yfirborðskennt var það og enn má ég gæta mín stórlega. "Old habits are hard to break".
Hvað um það ég er að reyna að verða skömminni skárri manneskja en ég löngum var. En vó hvað ég hef fengið að gjalda (réttilega) fyrir mína afspyrnu hallærislegu fordóma gagnvart fólki. Það er svo mátulegt á mig en svo asskoti blóðugt að hafa misst af kynnum við fólk sem hefði verið vert að þekkja betur, og hafa á stundum setið uppi með fólk sem ég átti ekkert erindi við. Það getur verið fjári dýr skammtímalausn í mannlegum samskiptum að láta fordómana ráða. Ég hef verið svo heppin að hafa slumpast á einhverskonar pólitíska rétthugsun í lífinu og það hefur skilað mér eitthvað áfram. Innsæið sem ég hef svo oft hreykt mér af hefur hins vegar sjaldnast fengið að heyrast. Hefði svo verið væri ég ekki að baxa við þennan "krúttlega" brest orðin háöldruð (!) kona.
Nóg um það. Ég pjóna ekki (fannst það svo anti-femmó eitthvað), baka ekki (lýg því, er farin að baka), horfi ekki á hryllingsmyndir, er á móti fánalögunum, streðast við að skrifa Guð með stórum staf, setja tvö stafabil á eftir punkt (1.2.3. boðorð læknaritarans), sendi helst ekki gsm því ég þoli ekki skeytamál og kýs alltaf til vinstri vegna þess að hægri menn eru verri menn (íronía plís) Þetta eru mínir minnstu fordómar. Mínir verstu þola ekki dagsljósið.
Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt...
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr