Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Mánudagur, 16. júlí 2007
LÉLEGUR HÚMOR
Mikið rosalega fannst mér hallærislegt að sjá í fréttatímasjónvarpsins, sviðsetningu á þrælauppboði í Alsír, í tilefni þess að 380 ár eru liðin frá Tyrkjaráninu ógurlega, í Vestmannaeyjum. Flott að minnast þessara tímamóta en aðgerðin gjörsamlega misheppnuð þar sem öllum fannst uppboðseftirlíkingin svo rosalega sniðug og skemmtileg.
Í fyrsta lagi hafa aldrei verið haldin þrælauppboð af Tyrkjum í Vestmannaeyjum. Í öðru lagi þá er mansal, uppboð á fólki og annar óþverraháttur, jafn grafalvarlegt mál í dag og það var dagana ógurlegu þegar Tyrkir fóru um Vestmannaeyjar rænandi og ruplandi.
Bendi á reisubók Guðríðar Símonardóttur eftir Steinunni Jóhannesdóttur, sem er vissulega skáldsaga en byggð á traustum heimildum.
Ég, í böðulsbúningnum með þrælapískuna.
![]() |
Tyrkjaránsins minnst í Vestmannaeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 16. júlí 2007
STUNDUM SKAMMAST ÉG MÍN FYRIR ÞJÓÐERNI MITT
Alþjóðlegar sumarbúðir standa nú yfir í Hjallaskóla í Kópavogi. Þar dvelja börn frá 12 mismunandi löndum, frá ólíkum menningarheimum og ólíkum aðstæðum. Í sumarbúðunum er unnið að því að auka víðsýni og umburðarlyndi krakkanna.
Flott framtak. Ég hef hins vegar engar áhyggjur af börnum þegar kemur að umburðarlyndi. Börn eru yfirleitt gædd þeim eiginleika í ríkum mæli. Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af fullorðnu fólki hvað þetta varðar og þá alveg sérstaklega skort á umburðarlyndi gagnvart fólki frá öðrum löndum, sem kemur hingað t.d. til að vinna og vekur oft vægast sagt neikvæðar kenndir í hinum eðalborna Íslending.
Í gærkvöldi var ég að vafra um netið og rakst á pistil hér á Moggabloggi sem gerði það að verkum að mér brá í brún. Þar er kona að tjá sig um útlendinga, hún er ekki útlendingahatari, vill hún meina, en vill að þeir lykti betur, séu ekki svona eða hinsegin og þá sé hún til í að leyfa þeim að vera (lesið sjálf (www.iwanna.blog.is) . Enn verri eru svo athugasemdirnar sem hún vær við færslunni. Þar sér maður að kynþáttahatur er ansi útbreitt fenomen á Íslandi. Ó við Íslendingar erum svo vel að okkur, svo menntuð, svo umburðarlynd, svo fordómalaus, ó já bara að við þurfum ekki að hafa fyrir því að praktisera allan þennan þroska í daglegu lífi okkar.
Ég sting upp á svona sumarbúðum fyrir fullorðna. Það væri flott að byrja á þeim sem eru að ala upp börn svo þeir skvetti ekki sjúklegum og mannfyrirlitlegum skoðunum sínum yfir á saklausa afkomendur sína.
Ég í fjósgallanum með skófluna tilbúin að byrja að moka.
![]() |
Víðsýni og umburðarlyndi aukið í sumarbúðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mánudagur, 16. júlí 2007
SMÁ KVÖLDBÆN
Góði, besti, elsku Guð á himnum. Villtu láta rigna hérna á Suðurlandi svo það kvikni ekki fleiri sinueldar. Grasið hjá nágranna mínum er orðið gult af þurrki og ég sjálf með stöðugan hausverk. Ef þú gætir látið rigna ærlega svona næturlangt þá myndi það vissulega hjálpa.
Með fyrirfram þökk,
Ég með regnhlíf í stígvélum.
![]() |
Halda eldinum í skefjum við Grundartanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 15. júlí 2007
ÞIÐ MEGIÐ FARA STRÁKAR..
..hvenær sem þið viljið segir forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki. Ég er sammála kalli, pakkið saman og drífið ykkur, það eru allir að bíða eftir að þið náið því að þið erum komnir langt fram yfir eðlilegan heimsóknartíma.
Annars voruð þið aldrei neitt sérstaklega velkomnir að ég held.
Drífa sig.
Komasho!
![]() |
Bandaríski herinn getur farið þegar hann vill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. júlí 2007
HULIN ANDLIT
Á Moggablogginu skrifar allskonar fólk, um hin ýmsu málefni og í flestum tilfellum hef ég gaman af að lesa, þrátt fyrir að allt falli ekki að mínum prívat og persónulega smekk. Með því að lesa sem flesta fær maður pínulitla innsýn í líf fólks og kringumstæður og stundum les maður eitthvað sem getur drepið mann úr leiðindum upp að því marki að það verður bara fróðlegt. Enda þokkalegt ef allir væru að skrifa það sama.
Sumir skrifa án myndar, án nafns og það er þeim að sjálfsögðu fullkomlega heimilt þótt mér finnist það nú frekar leim. Myndalaus blogg eru þó í lagi ef að nafn fylgir. Annars er ég bara nokkuð líbó í þessari deild. En það er eitt sem fer all verulega fyrir brjóstið á mér. Nokkrar konur sem blogga hér nota mynd af konum með burku, þe með hulið andlit og mér verður allaf jafn illa við. Ég efast ekki um að þetta er gert án mikillar hugsunar en fyrir mér er burka og hulið andlit ein sterkasta myndbirting þeirrar hroðalegu kvennakúgunar sem viðgengst í mörgum múslimaríkjum. Í ríkjum þar sem konan er óæðri vera, má ekki sjást, heyrast né vera til nema á forsendum karlsins.
Heimur múslimakvenna er íslenskum konum eflaust framandi. Ég ímynda mér að flestum vestrænum konum finnist óhugnanlegt að sjá kynsystur sínar sem enn lifa án allra venjulegra mannréttinda, eins og búfénað, enda varla hægt annað en bregðast við með óhugnaði.
Til viðkomandi bloggara:
Hristið upp í ykkur stelpur, þessar burkumyndir eru vægast sagt lélegur stíll.
Égmeinaða!
Mánudagur, 9. júlí 2007
ÁRANGURSMAT
Petraeus hershöfðingi, yfirmmaður bandaríska hersins í Írak segir að stríðið muni taka áratugi að leysast. Í viðtali við BBC segir hershöfðinginn að hann sæi árangur en að stríðið yrði erfiðara áður en það yrði léttara.
Ladídadída... þvílíkur þvættingur. Hvernig liti út í Írak ef maðurinn mæti að stríðið væri árangurslaust? Það væru hrein Ragnarök. Forvitnilegt væri að vita hvernig maður þessi rökstyður árangurinn sem hann telur að hafi náðst. Fólk er sífellt að týna lífinu þarna og engin lausn er í sjónmáli. Það þarf hins vegar að halda vopnaverksmiðjum USA frá verkefnaleysi og svo þurfa bandaríkjamenn auðvitað að fá enn stærri ítök í olíuparadísinni þarna niður frá.
Mér er óglatt. Meiri bölvaðir hræsnararnir.
![]() |
Íraksstríðið mun taka áratugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. júlí 2007
FÆRIBANDAVINNA..
..hjá böðlunum í Írak. Íraskur liðsmaður hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda hefur verið tekinn af lífi í Bagdad. Svo á að setja fleiri úr Hussein hópnum í gálgana. Þetta er bara eins og verksmiðja. Fólk drepið á götum úti algjörlega tilviljanakennt og stjórnvöld sjá svo um að láta sínar aftökur ganga fyrir sig í röð og reglu.
Meiri andskotans villimannshátturinn.
![]() |
Íraskur hryðjuverkamaður tekinn af lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. júlí 2007
GETUR ENGANVEGINN VITAÐ, BARA VONAÐ!
Faðir jórdanska læknisins sem handtekinn var á Englandi á laugardag í tengslum við rannsókn á því þegar sprengjur fundust í bílum í London og Glasgow, segir að sonur sinn hafi enginn tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Auðvitað væri það gott ef svo væri en hvernig í ósköpunum á maðurinn að geta fullyrt um það. Þessar sellur er svo lokaðar að það spyrst nánast ekkert út.
Furðulegt að fullyrða svona, frekar bíða og vona að sonurinn verði hreinsaður af grun.
![]() |
Segir son sinn engin tengsl hafa við hryðjuverkastarfsemi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. júlí 2007
HEILÖG DÍANA
Nú standa yfir minningartónleikar um Díönu prinsessu á Wembley. Það er búið að gera vængjaðan engil úr konunni fyrir löngu og ég skil ekki þessa þörf fólks til að hefja venjulegar manneskjur til guðdóms og dýrðar. Persónudýrkunin er algjör.
Ef við tökum Móður Theresu, sem helgaði líf sitt fátækum er það rétt sem haldið er fram að verk hennar hafi ekki vakið jafn mikla athygli og ef Díana snéri sér við. Auðvitað er það sorglegt þegar ungar manneskjur deyja af hroðalegum slysförum, en mér finnst eitthvað morbid við þessa tilbeiðslu.
Þorrí
![]() |
Elton John hóf minningartónleika um Díönu prinsessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. júlí 2007
STAUFFENBERG JR. ALDREI ÁNÆGÐUR
Ég get alveg haldið vatni yfir Tom Cruise, alveg ljómandi vel. Finnst þessi stubbur ekkert sérstaklega guðdómlegur en það eru kannski ekki margar konur sem deila þessari skoðun minni. Hvað um það, mér finnst samt alveg út úr kortinu að pilturinn fái ekki að gera mynd um tilræðið gegn Hitler. Þjóðverjar vilja það ekki og alveg sérstaklega vill Stauffenberg jr. það ekki.
Annars er þessi Stauffenberg júníór, greinilega ekki auðveldur maður. Þrjár myndir hafa verið gerðar um föðurhetjuna og engin þeirra er syninum að skapi. Þær eru annað hvort ekki nógu nákvæmar (gamli þjóðverjinn) eða bara afleitar.
Smá hugmynd til Cruise, komdu hingað karlinn og þú getur örgla fengið að leika Fjalla-Eyvind eða eitthvað.
Doktor E þessi fer undir trúarbrögð. Það hlýtur þú að skilja.
Síjú eftir kaffi og sígó
![]() |
Faðirinn, sonurinn og Tom Cruise |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987752
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr