Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Svari hver fyrir sig
Mikil viðskipti hafa verið hjá vændiskonum í Kaupmannahöfn í Danmörku undanfarna daga en þar hefur staðið yfir alþjóðleg ráðstefna um loftslagsmál.
Þarna koma saman embættis- og stjórnmálamenn væntanlega allir á launum frá ríkinu heima hjá sér.
Mér sýnist að allar þær þjóðir sem vilja kallast siðmenntaðar verði að banna kaup opinberra starfsmanna sinn á vændi.
Fylgjendum vændis er tíðrætt um frelsið. Frelsið til að kaupa fólk og frelsi til að selja sig.
Flott ef þetta væri spurning um þjónustu þar sem varan er ekki fólk af holdi og blóði.
Hvar setjum við mörkin?
Þið megið versla ykkur konur og menn drengir mínir þegar við þjóðin borgum undir rassgatið á ykkur á ráðstefnur víða um heim.
En ekki kaupa konur yngri en sextán.
Nú eða fjórtán.
En í nafni frelsisin kemur auðvitað vel til greina að gefa þetta frjálst.
Þá geta þjónar fólksins keypt sér allt frá börnum og upp úr, allt eftir smekk hvers og eins.
En þetta má auðvitað ekki segja.
Er konan að halda því fram að stjórnmálamenn og embættismenn séu barnaperrar?
Svari hver sem vill og í leiðinni má svara þeirri spurningu hvar kaup á kynlífi hættir að vera barnaníð og stökkbreytist í "eðlileg" viðskipti.
Tólf ára, fjórtán, sextán, tuttugu?
Svari hver fyrir sig.
Eftirspurn eftir vændi í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 26. maí 2009
Píkuþema í næstu viku?
Er tittlingsþema hjá Mogganum þessa vikuna?
Svona penis season.
Alveg; tökum allt sem hefur með typpi að gera og gerum því ítarleg skil?
Fyrst var frétt um mann sem skaut sjálfan sig í stellið. Áts.
Núna um mann sem skar undan elskhuga eiginkonunnar í Frakklandi. Ennþá meira áts.
Það er auðvitað fréttnæmt þegar verið er að misþyrma barnasmiðnum, lostapinnanum, unaðsstjakanum, lilleven (hehemm).
Úff, má ekki heyra eða sjá orðið "lilleven" öðruvísi en að mig langi til að grípa til kviðristukittsins.
Ég hef alltaf haldið að ef það er skorið undan mönnum þá sé allt búið.
Nema auðvitað á skurðarborði.
Hvað er ég að blogga um þetta?
Jú, ég var að pæla í hvort Mogginn verður með píkuþema í næstu viku.
Bíð spennt.
Aflimaði elskhuga eiginkonunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 21. maí 2009
Vafasamt og siðlaust alla leið
Stundum er haft á orði að Sjálfstæðismenn séu öðrum fremur leiðitamir, húsbóndahollir og að þeir tali sem einn maður.
Þannig var það að minnsta kosti á meðan Davíð var formaður og alveg fram að síðustu kosningum með einstaka upphlaupi óþekktaranganna í flokknum.
Sorglegt þegar flokksmenn liggja á sannfæringu sinni og samræma skoðanir sínar að skipunum að ofan.
Enn sorglegra er að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi lýsir yfir víðtækum stuðningi við Gunnar Birgisson, áður en niðurstaða rannsóknar er fyrirliggjandi.
Ganga þeir með dulda þrá til að tortíma sér eða er sú þörf algjörlega meðvituð og utanáliggjandi?
Það er þá ekki í fyrsta sinn sem þeir falla á sverð.
Ég held að það hefði verið gáfulegra og vænlegra til árangurs að bíða skýrslu frá endurskoðanda áður en traustsyfirlýsing er gefin út.
Kannski er pólitíkin hjá meirihlutanum í Kópavogi eins drullupottur.
Ommm - omm - omm.
Hvernig er hægt að treysta svona flokk?
Ég segi að það sé spilling eða siðleysi að dóttir bæjarstjórans hafi fengið 500 þúsund krónur á mánuði að meðaltali s.l. 9 ár.
Ég segi að það sé spilling að borga fólki háar upphæðir fyrir verk og ganga ekki einu sinni eftir að þau séu fullunnin.
Þessi plastmappa sem sýndi var í fréttunum og er eins og skólaverkefni smábarna getur ekki kostað háar fjárhæðir. Halló.
Ég tel að það sé í hæsta máta vafasamt að leita ekki tilboða og ráða venslamenn til starfa.
Siðleysi alla leið sýnist mér að minnsta kosti.
Er allur flokkurinn á því að þetta sé viðunnandi verklag?
Það hlýtur að vera, hann lýsir yfir víðtækum stuðningi við formanninn.
Og hann þarf ekki einu sinni að bíða eftir niðurstöðu rannsóknar.
Já hver andskotinn.
En nú stendur það upp á Framsókn að slíta samstarfinu.
Annars kemst ekki hnífurinn á milli þeirra og íhaldsins.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 27. apríl 2009
Eftir "áreiðanlegum" heimildum
Sem eigandi bloggsíðu sem er ágætlega mikið lesin, fæ ég haug af skeytum og eitthvað af símtölum.
Meiri hluti þess sem fólk hefur að segja mér ratar aldrei hér inn.
Enda ekki nein ástæða til, þetta er mín síða og ég er ritstjórnin og margt af því sem mér berst í formi nafnlausra tryllingsfrétta, ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.
Núna hef ég hins vegar, eftir þokkalega áreiðanlegum heimildum, að Samfylkingin sé í ötulum stjórnarmyndunarviðræðum við aðra flokka á bak við tjöldin.
Ég ætla að láta þau njóta vafans því ég trúi því að Jóhanna Sigurðardóttir sé heiðarlegur stjórnmálamaður og hún hafi ekki verið að gabba okkur kjósendur vinstri flokkana þegar hún hélt því fram að stefnt yrði áfram að vinstri stjórn eftir kosningar.
Það var varla búið að dusta innan úr kjörkössunum þegar hún spennti augun í VG og málaði þau út í horn.
Ég hallast að því að bæði hún og Steingrímur hafi verið orðin örþreytt og ætla að skrifa þessa nýtilorðnu spennu á milli þeirra á þann reikning.
Ef þetta hins vegar er rétt og satt sem fullyrt hefur verið við mig frá fleiri en einum hringiðumanni, þá segi ég bara, Atli Gíslason, þú hefur rétt fyrir þér, höldum okkar VG-striki og verum heiðarleg, með allt uppi á borðinu.
Hinir geta þá séð um svikin.
Annars er það nú svo að áreiðanlegar heimildir eru ekki alltaf svo áreiðanlegar, ekki frekar en almenn skynsemi er sérstaklega almenn, þannig að ég ætla að sitja með krosslagða fingur og vona að heimildarmenn mínir séu óáreiðanlegir í hæsta máta.
Fundar með forseta síðdegis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Hver eyðilagði hvað?
Eyðilagði Davíð landsfundinn?
Kannski, en ef eitthvað á þessum fundi skaðaði þennan flokk þá voru það áheyrendur að ræðu Davíðs, þessir sem klöppuðu, stöppuðu og hlógu eins og fífl undir rætninni og heiftinni.
Það er alveg skiljanlegt svo sem, að fólk sem tapar í pólitískum kosningum fari í að útskýra tapið eftir á.
Það var út af Davíð, út af styrkjum, út af Evrópumálum, út af Gulla, út af Spilluga og áfram og áfram.
(Sjálfstæðisflokkur hefur haft tilheneigingu til að þakka Davíð allt nú eða kenna honum um allt).
Þetta er ekkert flókið.
Þetta var út af öllu þessu ásamt helling af öðru stöffi.
Nú vona ég að íhaldið fari út í að taka til heima hjá sér.
Ryðja styrkjum og spillingu endanlega upp á borðið og fægja svo vængina hjá þeim sem eftir eru.
Auðvitað er erfitt að missa völd.
En það er nauðsynlegt og ætti að henda alla flokka reglulega.
Sautján ára valdatími er engum til góðs.
En krúttlegast mómentið í Silfrinu í dag var þegar Össur greip í hönd Ögmundar og þrýsti hana.
Djöfuls krúttvöndlar geta menn verið.
Davíð eyðilagði landsfundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 17. apríl 2009
Aldrei fyrirgefið
Jæja, nú er það lýðum ljóst.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur með ofbeldi komið í veg fyrir að stjórnarskrárbreytingar nái fram að ganga.
Því verður aldrei gleymt, það verður aldrei fyrirgefið.
Þeir hafa hamrað á því þingmenn Sjálfstæðisflokksins að stjórnarskrármálið geti beðið, það séu málefni fyrirtækja og heimilanna í landinu sem skipti máli núna.
Ég skal segja ykkur eitt.
Íslensk þjóð varð ekki eingöngu fyrir bankahruni, sem þið létuð yfir okkur ganga sem afrakstur auðmannadekurs og peningadýrkunar á valdatíma ykkar í sautján löööng ár.
Við urðum líka fyrir andlegu hruni. Sjálfsmynd okkar sem þjóðar hefur beðið hnekki. Við erum hætt að treysta.
Stjórnarskrármálið er okkur jafn mikilvægt og aðgerðir í þágu heimila og fyrirtækja.
Við ætlum aldrei aftur að treysta misvitrum stjórnmálamönnum fyrir stærstu málunum sem þarf að taka ákvörðun um.
"Við" erum fólk í öllum flokkum. Fólk sem vill hafa áhrif á það þjóðfélag sem við byggjum. Fyrst og síðast viljum við geta komið í veg fyrir landráðagjörðir sem geta sett heila þjóð bæði andlega og fjárhagslega á höfuðið.
Þið hafið brugðist trausti og það má ekki gerast að þið höndlið með auðlindirnar, stjórnarskrána eða nokkuð annað sem hefur með grundvallargildi þjóðarinnar að gera.
Stjórnlagaþing verður haldið.
Auðlindaákvæðið fer inn.
Sama gildir um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Þið komið ekki í veg fyrir það í lengd og bráð, þó ykkur hafi tekist að saurga lýðræðið að þessu sinni.
Nú hrynja föstu fjaðrirnar af Sjálfstæðisflokknum sem aldrei fyrr.
Meira að segja minn góði vinur sjálft "Miðbæjaríhaldið" hefur fengið nóg.
Látum hann eiga síðasta orðið að sinni.
Stjórnarskrá ekki breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Í boði Súkkulaðiguðsins
Ég sagði mig úr kirkjunni fyrir tveimur árum.
Ástæðan var einföld. Ég hef ekkert þar að gera.
Hvatinn var samt afstaða kirkjunnar til samkynhneigðra sem er álíka úldin og gömul borðtuska sem gerjast hefur í sólskini.
Ég vill aðskilnað ríkis og kirkju.
Íslenska þjóðkirkjan er svona andlegur gagnagrunnur.
Sko, gagnagrunnur Íslenskrar Erfðagreiningar var með þeim hætti að þú þurftir að hafa frumkvæði að því að segja þig úr honum, hvað ég reyndar gerði.
Auðvitað á þetta að vera omvent. Ef þú vilt í kirkjulegan eða erfðafræðilegan gagnagrunn þá átt þú að hafa fyrir því að ganga í viðkomandi.
Þessi úrsögn mín var hárrétt, ég fæ það stöðugt staðfest.
Gunnar Björnsson var sýknaður í Hæstarétti.
Ég veit hvað ég myndi gera ætti ég barn í kirkjustarfi á Selfossi.
Það færi einfaldlega ekki fet, málið er einfalt.
Það væri bless, bless, Selfosskirkja og prestur þar innifalinn.
Börn eru of dýrmæt til þess að láta þau ekki njóta vafans.
Þeir sem vinna með börnum eiga að vera hafnir yfir allan vafa. Þar er einfaldlega of mikið í húfi.
Svo getið þið ésúsað ykkur í bak og fyrir þið sem haldið að guð sé í kirkjum.
Halló, ef svo væri með þetta attitjúd sem kirkjur heimsins hafa gagnvart fólki og líferni, þá væri guð ekki til að flagga með. Guð múslíma og katólikka er þó sýnu verstir, sbr. kvenfyrirlitningu þeirra fyrrnefndur og nýjasta stöntið með smokkafordæminguna í Afríku hjá þeim síðarnefndu.
Hann væri samansúrraður afturhaldsseggur, stokkfullur af kvenfyrirlitningu, fullur heiftar og hefndargleði, refsiglaður með afbrigðum og alveg ferlega kinkí í hugsun neð vægast sagt vafasamar hugmyndir um sanngirni og réttlæti.
Í þjóðkirkjunni fer bibbufrasinn; "leyfið börnunum að koma til mín", að orka heldur betur tvímælis svo ekki sé nú meira sagt.
Minn guð er hins vegar góður.
Þetta var mánudagshugvekja í boði Súkkulaðiguðsins.
Sr. Gunnar tekur við störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 10. apríl 2009
Límsetuþráhyggja
Peði fórnað.
Bakari hengdur fyrir smið.
Bakaríinu skellt í lás, bakari hengdur.
Smiður glottir út í annað, bullandi sekur.
Heldur þessi flokkur að fólk sé hálfvitar?
Þeir hefðu allt eins getað hring í Jóa á hjólinu bara og beðið hann um að taka ábyrgðina á málinu.
Ég held að Sjálfstæðisflokknum sé ekki við bjargandi.
Þvílík límsetuþráhyggja.
Andri hættir störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Húrra!
Trú mín á mannkynið (lesist fólkið í Kraganum) hefur aukist til mikilla muna.
Húrra!
VG tvöfaldar fylgið í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Hús moskunnar
Nú er tími til að tala nú eða blogga um betri hliðar tilverunnar.
Eins og bækur.
Bækurnar sem eru mín kreppulyf (ásamt öllu fókinu og börnunum sem tengjast mér á hina ýmsu vegu).
Ég er ofsalega heilluð af bókum þar sem umfjöllunarefnið er framandi lönd.
Undanfarin ár hefur komið dálítið út af bókum sem fjalla um lífið í arabaheiminum.
Ég er algjörlega á kafi í hverri einustu sem á fjörur mínar rekur.
Ég var að klára að lesa nýja kilju sem heitir "Hús moskunnar" eftir Kaled Abdolah.´
Sagan gerist í Íran eftir aldalanga stöðnun. Undir kyrrlátu yfirborðinu, á bak við blæjurnar og innan moskunnar, leynast draumar og vonir, ástríður og ólgandi tilfinningar.
Bókin fjallar um það ástand sem skapast þegar heittrúarbylgjan skellur á landinu.
Fólkið í húsi moskunnar bregst við á mismunandi vegu.
Mér finnst svo heillandi að lesa um venjulegt fólk í öðrum löndum. Löndum sem eru svo ólík því sem ég á að venjast.
Samt erum við öll svo svipuð þegar leiktjöldin eru rifin í burtu.
Við erum bara manneskjur að reyna að gera okkar besta í þeim aðstæðum sem skapast.
Mér finnst svo nauðsynlegt á þessum tímum fordóma, haturs, trúarbragðastríða og ótta, að við reynum að skilja það sem er okkur framandi. Þekkingarskortur er undirrót ótta og haturs.
Þessi bók hjálpaði mér til þess.
Svo er hún listilega vel skrifuð.
Ég mæli með þessari frá fyrstu til síðustu blaðsíðu.
Stærsti gallinn á þessari bók er einfaldlega sá að hún tekur enda. Því er nú miður. Mig dauðlangaði til að halda áfram að fylgjast með örlögum fólksins í húsi moskunnar.
Það held ég nú.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr