Leita í fréttum mbl.is

Úldið Ísland?

bundinn

Þegar trukkabílstjórarnir mótmæltu í vor fannst mér það flott hjá þeim. 

Ekki að því að hjartað í mér slægi neitt sérstaklega með málstaðnum, er enginn bensíngleypir sjálf, en ég fann til samkenndar með þeim og mér fannst svo dásamleg tilbreyting að sjá fólk rísa upp á afturlappirnar og gera eitthvað í stað þess að tuða yfir kaffibollanum nú eða bjórnum, sama hvort.

Nú mótmæla þeir aftur strákarnir og mér sýnist full ástæða til þess.

En hvað um það, ég ætla að vona að héðan í frá þá standi fólk í lappirnar og hafi hátt þegar á því er brotið.

Nóg eru tækifærin á þessari eyju sem er svona í þann mund að gera Sikiley að lufsulegri fjölskylduparadís þar sem ekkert misjafn fer fram svona miðað við Ísland eftir bankahrun.

Ég ætla á Borgarafundinn í kvöld og þann næsta og þann næsta.

Við getum verið í jólaskapi, bakað og skreytt OG gefið okkur tíma til að skreppa út í Háskólabíó og taka þátt í að sýna að okkur sé nóg boðið.  Að við séum ekki búin að gefast upp.

Ekki sofna í miðri byltingu krakkar, ekki láta haarderinguna virka á úthaldið.

Við erum rétt að byrja.

Enn er ekkert fararsnið á stjórnvöldum, þau hafa reyrt stjórntaumana utan um sig, bundið á þá rembihnúta og ætla ekki að sleppa.

(Stórhættulegt að vefja sig í stjórnartauma - gæti haft slys í för með sér).

Spurningin er, hver hefur meiri langlundargeð og þrjósku til að bera, við eða ríkisstjórnin?

Ég veðja á okkur.

Ef við stöndum ekki upp fyrir sjálfum okkur þá gerir það ekki nokkur annar.

Hið gamla Ísland er úldið og það á hvergi heima nema í tunnunni.

Eða hvað?

 


mbl.is Mótmæla innheimtuaðferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 16:16

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú færð mitt atkvæði í kvöld sem fulltrúi þjóðarinnar

Hrönn Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvað skelfir Ásdísi svona?? Jennsla mín..sjáumst í Háskólabíói í kvöld. Var að renna yfir bloggið..það bara renna upp spillingarfréttirnar og meira og meira af hinu góða eða þannig. Og sumir íslendingar henykslast á að það séu til æislendingar sem þora að láta í ljós skoðun sína á hörmungunum. Ég tek ofan fyrir unga fólkinu sem kvaddi sér hljóðs á alþingi í dag. Það eru aðgerðir að fara í gang um allt...sem betur fer. Magnað að enn skuli finnast fólk sem ber í bætifláka fyrir misgjörðirnar, vadlníðsluna, ráðaleysi, spillingu, einkavinavæðingu, krosstengslin, hrokann, lygarnar, upplýsingaleysið...æ ég nenni ekki að skrifa allt hitt. Þið vitið hvað það er.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.12.2008 kl. 18:00

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég sendi baráttustrauma á borgarafundinn í kvöld.

Svo mættu fleiri fara að dæmi unga fólksins og þramma upp á þingpalla og stappa þar og úa og púa - löggan verður ekki atvinnulaus á meðan.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2985743

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.