Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Laugardagur, 21. mars 2009
Þokuheilkenni strákanna
Í eftirleik bankahrunsins þegar Geir var "maðurinn" löfðu fjölmiðlamenn á honum og þjóðin við sjónvarpið og allir biðu eftir að hann segði eitthvað.
Einhvern sannleika sem myndi ljúka upp fyrir manni staðreyndunum um ástandið, hversu illa við værum stödd, hver væri ábyrgur (kannski hann smá) og svo endalaust framvegis.
En Geir sagði aldrei neitt sem leiddi mann í sannleika en hann sagði samt helling.
Bjarni Ben er svona líka, talar og talar og maður skilur ekki rassgat hvert hann er að fara.
Ég og ein góð vinkona mín höllumst að því að þetta sé nokkurs konar þokuheilkenni.
Sko, um leið og þeir segja eitthvað þá fyllist hausinn á manni af þoku, nú eða bómull, allt eftir því hversu lengi þeir mala.
Þennan "hæfileika" virðast þeir stjórnmálamenn í Sjálfstæðisflokknum öðlast þegar þjálfun í Valhöll er að baki og þeir samkvæmt flokkslögum, fullnuma.
Íhaldið vill ekki gera sig skiljanlegt við fólk, ef einhver skyldi halda það, þeir vilja halda okkur í þokunni og mistrinu, hamingjusamlega aftengdum frá raunveruleikanum.
Svo hófst biðin eftir að "maðurinn" segði orðin.
Þau eru "fyrirgefið mér fyrir að hafa ekki staðið mig betur" eða eitthvað á þá leið.
Það var enginn að ætlast til að hann húðstrýkti sjálfan sig eða að hann ynni sér stórkostlegt mein í refsingarskyni.
Bara þetta einfalda orð "fyrirgefið" og stór hluti fólks (ekki ég þó ég hefði virt það við hann) hefði gefið íhaldinu séns.
En ég er skelfilega þakklátt fyrir að fór sem fór, búin að bíða svo lengi eftir að koma kerfisflokknum frá völdum. Sjálftökuliðinu, kunningjareddingargæjunum, jakkafatakörlunum sem klóra hver öðrum á bakinu svo ég taki þessar lýsingar ekki lengra að sinni.
Og enn þrjóskast "maðurinn" við.
Með besta vilja er hægt að túlka orð hans í gær sem afsökunarbeiðni, sko ef maður er ekki sofnaður yfir upptalningunni hjá honum um það sem var EKKI honum að kenna.
Svo er bankaleyndin gengin út í öfgar segir Geir!
Vá, "tell me something I don´t know"!
Og Geir; má treysta því að þú meinir að það sé langt í að samstarf við Samfó verði reynt aftur?
En Framsókn?
Gætir þú gefið upp hverjir eru eðalflokknum þóknanlegir?
Ekki að það skipti neinu, Sjálfstæðisflokkurinn mun nánast þurrkast út í kosningunum í vor, það er að segja ef fátvitaheilkenni þjóðarinnar tekur sig ekki upp aftur af fullum krafti.
En segðu okkur samt, bara svona til gamans.
Jeræt.
![]() |
Bankaleyndin gengið út í öfgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Hinir harmarnir
Það má vera að það sem ég ætla að blogga um geti talist ósmekklegt.
Það verður þá að hafa það.
En ef eitthvað er ósmekklegt varðandi dauða þessarar vesalings konu, Natöshu Richardson, þá er það tilfinningaklámið bæði í fjölmiðlum og á blogginu, uppúrveltingurinn snýr við í manni maganum.
Það er fjallað um dauða þessarar konu eins og ekkert geti mögulega verið merkilegra í heiminum.
Kynhneigðarsaga fjölskyldu hennar er tíunduð. Afinn var bíari, pabbi hennar líka.
Só?
Ég get endalaust pirrað mig á vægi mannslífa í heiminum.
Tugir þúsunda barna látast úr sjúkdómum í Afríku á hverjum degi.
Annar eins fjöldi deyr úr hungri.
Tugþúsund litlar sálir sem ekkert hafa til saka unnið og það fer fram hjá flestum.
Það er að minnsta kosti ekki forsíðufregn neins staðar.
En deyji einhver sem telst til merkilegri persóna þá er eins og fólk gráti sig í svefn.
Ég tek fram að mér finnst verulega sorglegt þegar fólk deyr ótímabærum dauða.
En börn sem líða skort, þjást af sjúkdómum, eru notuð sem þrælar, seld eins og búfénaður, standa mér nærri hjarta og koma í veg fyrir að ég geti fallið í sorgarsjokk yfir svona fréttum.
En auðvitað er þetta harmafregn.
Það eru hins vegar allir harmarnir sem við heyrum ekki um sem ég hef áhyggjur af.
![]() |
Natasha Richardson látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Rólegir
Halló, stýrivextir lækkaðir úr 18% í 17%
Ekki missa ykkur í hækkunarbransanum þið í Seðló.
Alveg óþarfi að fara offari og lækka eins og enginn sé morgundagurinn.
Ég á ekki krónu.
![]() |
Stýrivextir lækkaðir í 17% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Bara ein Jóhanna
Ég er alltaf að bíða eftir einhverju.
Núna t.d. bíð ég eftir vorinu.
Nú eða páskunum, ég er að bíða eftir páskunum, vegna þess að þegar þeir eru liðnir er stutt í Sumardaginn fyrsta, sem hefur reyndar ekkert með sumarbyrjun að gera en er rauður dagur á almanaki sem er alltaf jákvætt.
Samfylkingin bíður eftir Jóhönnu og stór hluti þjóðarinnar líka.
Ég er meira að segja að bíða eftir Jóhönnu vegna þess að ég held að fáir ef nokkrir séu betur til þess fallnir að vera í fremstu víglínu.
Það er góð æðruleysisæfing að bíða.
En hvað sem Jóhanna nú kýs að gera þá sættist ég á það.
Það er ekki hægt að djöflast á manneskjunni svona undir drep.
Það er bara ein Jóhanna.
Og hananú.
![]() |
Biðin eftir Jóhönnu á enda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Láttu höfuð fjúka Eva Joly
Ég skil ekki þessa tölu hérna sem ég var að lesa í Mogganum í dag.
15.885 milljarða skuldir.
Næ engan veginn utan um þetta en ég skil að þetta er glórulaus upphæð.
Ég tel mig líka skilja að reikningurinn muni falla á almenning.
Við vorum að ræða þetta áðan ég og húsband.
Ég blótaði hressilega en dró svo í land og sagði að maður yrði að reyna að vera jákvæður.
Hann: Rétt, jákvæður en raunsær (bílinn var að bila og fór á verkstæði í dag, jákvæðnin því í sögulegu lágmarki).
Ég: Nei annars, það er út í hött að vera jákvæður eins og staðan er í dag. Það er meira að segja sjúkt að vera hjalandi eins og ánægt ungabarn við þessar aðstæður.
Hann: En rannsóknir sýna að neikvæðni gerir mann veikan.
Ég: Mér er sama um allar heimsins rannsóknir það hefur ekki verið rannsakað hvernig þjóðarrán leggst í fólk.
Hann (gefst ekki upp svo glatt): Jú en ég hef lesið að neikvæðni og innibyrgð reiði geti valdið alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameini jafnvel.
Ég: Jahá. Það má vera en hvað ætli að kosti mann heilsufarslega að brosa á meðan maður er tekinn í rassgatið? Þar fyrir utan er mín reiði opin frjálsleg og algjörlega utanáliggjandi, så det så!
Hann: Þegar þú setur það upp svona já, þá er kannski bara heilbrigt að vera fjúkandi reiður. En Jenný, gerðu það ekki blogga um þetta.
Og ég segi það sama og venjulega; Auðvitað ekki, heldurðu að ég ætli að láta fólk vita hvað við erum gáfuleg í samræðum?
Svoleiðis var nú það.
Nú eiga hausar að fjúka Eva Jolie.
![]() |
Eva Joly hreinsar út á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Frænka hennar Gretu systur
Logos hefur ekki unnið fyrir Baug svona beinlínis.
Þetta kom fram í Kastjósi kvöldsins.
En þeir hafa unnið fyrir FL-group sem tengist Baugi svona rétt aðeins eða hvað?
Svo unnu þeir fyrir Kaupþing sem voru með verkefni fyrir Jón Ásgeir, en ó, það var ekki Baugur sko.
Jenný Anna Baldursdóttir ertu dóttir Önnu Bjargar Jónsdóttur frá Hafnarnesi?
Nei, en hún mamma alsystra minna.
En ertu mamma Helgu Bjarkar Laxdal?
Nei,nei, alls ekki, ég er sko amma sonar Helgu hans Jökuls.
og Dóra gamla á nesinu er ekki frænka mín hún er frænka hennar Gretu systur.
Ókei, nú skil ég, það er eftir þessu kerfi sem Logos flokkar hæfi og vanhæfi.
Djísús hvað ég er treg.
Þið hljótið að skilja þetta líka, er það eggi bara?
Logos hefur ekkert með Baug að gera og því fullkomlega eðlilegt að þeir séu með skiptastjóra stærsta þrotabús íslandssögunnar á sínum snærum.
Ekki málið.
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Já - steinþegiðu!
Þriðjudagur, 17. mars 2009
..og stelpurnar til vara
Nýja Ísland hefur ekki náð inn í nýja Seðlabankann.
Það er ljóst.
Og áfram hanga stelpurnar á varamannabekknum.
Bankaráð Seðlabankans skipa:
- Lára V. Júlíusdóttir (A)
- Ágúst Einarsson (A)
- Ragnar Arnalds (A)
- Jónas Hallgrímsson (A)
- Ragnar Árnason (B)
- Katrín Olga Jóhannesdóttir (B)
- Friðrik Már Baldursson (B)
Varamenn:
- Margrét Kristmannsdóttir (A)
- Guðmundur Jónsson (A)
- Hildur Traustadóttir (A)
- Ingibjörg Ingvadóttir (A)
- Birgir Þór Runólfsson (B)
- Fjóla Björg Jónsdóttir (B)
- Sigríður Finsen (B)
Hvar er viljinn til að fylgja jafnréttislögum.
![]() |
Nýtt bankaráð Seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 16. mars 2009
Spilling út í gegn?
"Orðið á götunni" er með þessa frétt.
Sem er auðvitað bara orðið á götunni en mér sýnist þetta nokkuð augljóst.
Hverjir hafa valið þessa þessa tilteknu lögfræðistofu í stærsta gjaldþrotamáli Íslandssögunnar?
Lögfræðistofu sem sem áhöld eru um að geti gætt hlutleysis?
Endilega fræðið mig?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 16. mars 2009
Stjórnlagaþing - já takk
Stjórnlagaþing getur kostað á bilinu 1.700 til 2.100 milljónir króna.
Haldið þið að það sé?
Látið ekki svona, lýðræðislegar umbætur, já lýðræðið, kostar peninga.
Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki upp í nefið á sér yfir ábyrgðarleysi stjórnvalda að ætla að eyða peningum í þennan óþarfa.
"Hér er auðvitað um gríðarlegan kostnað að ræða og full ástæða til að krefja forráðamenn ríkisstjórnarinnar svara um það hvort þeim sé í raun og veru alvara með að leggja út í útgjöld af þessu tagi á sama tíma og niðurskurðar er þörf á öllum sviðum ríkisrekstrarins, þ.á.m. í velferðar-, heilbrigðis- og menntamálum, segir Birgir Ármannsson."
Það má benda Birgi og félögum á að þetta er krafa almennings eftir að flokkurinn hans svaf á vaktinni með skelfilegum afleiðingum fyrir mann og mús.
Ég veit að þeim þykir það ekki stórt mál hjá Sjálfstæðisflokknum að almenningur sé að heimta eitt eða annað, enda hefur hinn andlitslausi massi sem hefur barið búsáhöld í gríð og erg, verðir kallaður skríll og á hann sigað óeirðalögreglu.
En við viljum stjórnlagaþing þó það kosti dýra peninga.
Þó ekki væri nema til þess að setja undir lekann sem orsakaði að menn gátu farið með þjóðina á höfuðið án þess að nokkur fengi rönd við reist.
Annars nokkuð góð bara.
![]() |
Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr