Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
Óttaáróðursmeistarar af guðs náð
Birgitta Jónsdóttir talar um að í áliti meirihluta utanríkismálanefndar í Icesave málinu sé óttaáróður þess efnis að ef ekki verði gengist við Icesave-samningnum hafi íslenskt efnahagslíf verra af.
Ég held að það sé ekki óttaáróður. Ég held að það sé raunsætt mat. Við verðum ekki látin komast upp með að neita ábyrgð á uppáskrift íslenskra stjórnvalda á hegðun Landsbankaglæpamannanna.
Þar fyrir utan þá brosi ég með sjálfri mér (full umburðarlyndis, jájá) þegar þingkonan talar um óttaáróður.
Þar hittir skrattinn ömmu sína.
Heilagri þrenningu Borgarahreyfingarinnar tókst nærri því að hræða úr mér líftóruna með stöðugum óttaáróðri sínum um eitruð leyndarmál þessa samnings.
Eins og samningurinn sé ekki alveg nógu skeflilegur í sjálfu sér.
En nú er þess víst stutt að bíða þar til þau gera grein fyrir leyndóinu. Vika sagði einhver í fjölmiðlum.
Það er heldur ekki langt síðan að Þór Saari stóð í ræðustól Alþingis og talaði um að fólk myndi deyja, svelta og guð má vita hvaða hörmungum hann lofaði í umræðum um kreppuna og það var þá sem ég kveikti á að þarna var kominn óttaáróðursmeistari Alþingis númeró únó.
Hvað um það ég bíð eftir umræðum um Icesave í þinginu á morgun, með öndina í hálsinum offkors og það ekki af tilhlökkun.
Gott er það ekki. Það er óhætt að segja.
Hvað sem manni annars finnst um hvaða leiðir eigi að fara.
![]() |
Óttaslegin utanríkismálanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
Bullandi pólitískt Icesave
Það lyktaði allt af brenndu gúmmíi þegar ég vaknaði í morgun.
Mér datt helst í hug að einhver væri að brenna dekk í nágrenninu eða alveg þangað til að það rann upp fyrir mér að heilinn á mér væri að gefa sig vegna þráhyggjuhugsana minna um Icesave.
Auðvitað eigum við ekkert að láta kúga okkur...
En..
Ég reyni að einfalda hlutina fyrir mér þegar ég þarf að komast til botns í einhverju máli.
Sko, þegar fólk skrifar upp á lán fyrir aðra og þarf að borga þá fylgir því rosalega mikil reiði og frústrasjón.
Við vitum að við ábyrgðumst greiðslu en reiknuðum hins vegar aldrei með því að þurfa að borga krónu.
Sama með Icesave.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn skrifuðu upp á fyrir útrásarvíkingana í umboði þjóðarinnar en þeim láðist auðvitað að spyrja okkur hvort við værum game. (Reyndar fóru þeir líka í stríð fyrir okkar hönd og létu hjá líðast að bera það undir okkur enda almenningur aldrei verið neitt nema atkvæði í þeirra augum).
Nú hafa útrásarvíkingarnir stungið af frá skuldinni og eftir sitja ábyrgðarmennirnir með sárt ennið.
Við þurfum að borga.
Svo eru lögfræðingarnir saga út af fyrir sig.
Það má sennilega skilgreina Icesave eingöngu út frá lögfræðilegu sjónarmiði og leiða líkum að því að við gætum sloppið við að borga.
En það eitt og sér segir ekki alla söguna.
Málið er nefnilega bullandi pólitískt.
Það væri frábært að geta með lögfræðilegum rökum komist hjá því að borga krónu og senda almenningi í þessum löndum fingurinn.
En þá erum við að gera það sama og útrásarræningjarnir sem skrifa eignir sínar á vini og vandamenn og senda OKKUR íslenskum almenningi fokkmerkið.
Ég vil að við skrifum undir Icesave með fyrirvara.
Við látum það koma skýrt í ljós að þetta sé nauðungarsamningur sem við höfum verið neydd til að skrifa undir.
Svo tökum við málið upp aftur.
Þegar helvítis stjórnvöld í þessum löndum hafa jafnað sig á móðursýkiskastinu.
Eða?
Svei mér þá ef ég veit það.
P.s. Svo eitt að lokum. Þessar upphrópanir um að Steingrímu J. sé að undirgangast þessa samninga til að halda völdum eru svo ósanngjarnar sem frekast má vera.
Það er ekki vænlegt til pólitísks langlífis að taka að sér fjármálaráðuneyti á þessum skelfilegasta tíma í íslenskri efnahagssögu.
Hugsa!
![]() |
Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
..eins og að afneita börnunum sínum
Hugsið ykkur, Obama leyfði sér að klæðast gallabuxum opinberlega og ekki nóg með það, púkalegum gallabuxum í þokkabót.
Eins og hvert barn veit þá byrjaði Búskur forseti á því þegar hann varð forseti að banna starfsmönnum Hvíta hússins að vera í gallabuxum í vinnunni. Það er svo óamerískt.
Meiri tvískinnungurinn.
Það er ekkert bandarískra en einmitt gallabuxur.
Nema ef vera skyldi offita, burstaklipping og morð á fólki í fjarlægum löndum í nafni lýðræðis.
Þetta er eins og að afneita börnunum sínum.
Og heimurinn slefar af undrun.
Cry me a river.
![]() |
Obama ver buxurnar sínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Ímyndaðar og raunverulegar hótanir
Ég verð að játa að ég er orðin leið á hótunum.
Bæði þessum í hausnum á fólki, sko ímynduðum hótunum.
Og svo svona alvöru.
Ég finn svo sannarlega til með hverri einni og einustu manneskju sem hefur tapað peningunum sínum á þessum Landsbankaglæpamönnum og það án tillits til þjóðernis.
Almenningur í Hollandi, Englandi og annarsstaðar, stendur mér jafn nærri hjarta og íslenskur pöpull, hverjum ég tilheyri.
En ég næ ekki upp í nefið á mér yfir þessum hótunum sem Össur hefur fengið símleiðis frá Verhagen lufsunni.
Snæði hann innyfli og lúti í gras.
Nei, ekki mjög málefnalegt en mikið ofboðslega er ég þreytt á yfirgangi.
Ergo: Venjulega fólkið, almenningur á að standa saman.
Svo mikið veit ég.
Og fari Brown, Darling, Verhagen og Páll páfi þess vegna, í fúlan pytt.
Súmí.
![]() |
Þrýst á Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Úff
Ég var að blogga um það í gær að ég treysti engum á Alþingi Íslendinga.
Það gengur eiginlega ekki upp að treysta engum. Það er ávísun á læknisheimsóknir.
Bæði til meltingarlækna og andlegra hreingerningarmanna.
Ég hef því tekið ákvörðun.
Ég ætla að treysta Steingrími J. þar til annað kemur í ljós.
Reyna að minnsta kosti.
Nú ætla ég að fylgjast með þinginu og umfjölluninni um Icesave eins og líf mitt sé undir.
Lesa allt sem ég kemst yfir um málið.
Og mynda mér skoðun út frá því.
Mér líður strax betur eftir að hafa tekið þessa ákvörðun.
Það er auðvitað haugalygi en ég ætla að láta Steingrím J. njóta vafans.
Engir í stjórnarandstöðunni hafa komið með sannfærandi rök.
Borgarahreyfingin er eins og kallinn á kassanum í Hyde Park. Þ.e. spáir heimsenda með því að vísa í leyndarmál.
Fyrirgefið Sjálfstæðismenn og Framsókn eru með skoðanir eftir því hvar í þingsal Alþingis þeir sitja.
Treysti þeim ekki út í sjoppu með þúsundkall hvað þá að ég treysti þeim fyrir framtíð minni og annarra.
Úff.
![]() |
Erfitt en verður að leysast" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 20. júlí 2009
Leitað langt yfir skammt
Það er verið að leita ljósum logum af einhverjum krakkakjána sem stal bíl í Árnessýslu.
Engu til sparað að finna þrjótinn.
Ég bendi auðmjúklegast á að það eru stórþjófar á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem á ekki að vera erfitt að finna.
Ekki leita langt yfir skammt.
Stundum veit ég ekki hvort ég á að hlæja eða garga mig hása vegna forgangsröðunarinnar í réttarkerfinu.
Rændu heila þjóð og enginn snertir við þér.
Rændu bíl og það verður allt brjálað.
Ekki að ég sé að mæla bílaþjófnaði bót en kommon.
![]() |
Þjófa leitað í Árnessýslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. júlí 2009
Sjittlistinn óendanlega langur gott fólk
Hluti af mér skilur þessa málningaráráttu hjá fólki.
En stærri hluti af mér fordæmir þessa hegðun.
Ég sé ekki alveg markmiðið með svona gjörningum.
Davíð Oddsson er hættur og honum ekki einum um að kenna.
Reyndar held ég að það séu svo margir þættir í valdabatteríinu sem komu okkur á kaldan klaka.
Eins og valdagrægði, sjúklegt ofmat á eigin getu, þjóðernishroki (við erum best, frábærust, við finnum upp hjólið í fjármálalífi heimsins), siðblinda og fleiri miður geðslegir eiginleikar.
Mér finnst eiginlega hálf aulalegt að ráðast á hús.
Eins og ég segi þá skil ég að fólk missi sig í málningunni á hús útrásarglæpamannanna.
En á þá líka að fara að sletta hjá ISG, Geir Haarde, Halldóri Ásgríms, Valgerði Sverris og áfram talið?
Hvar endar það þá?
Það eru svo fjandi margir ábyrgir.
Sjittlistinn er óendanlegur.
En það sem ég er komin með upp í kok af eru aðgerðir í skjóli nætur.
Bæði í stjórnmálum og lífinu offkors.
Ég skal taka ofan fyrir húsamálurunum ef þeir mæta til vinnu í björtu.
Leyndarmál og felugjörningar eru orðnir gjörsamlega óþolandi.
Súmítúðefokkingbón.
![]() |
Egg og níð á hús Davíðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. júlí 2009
Skamm!
Samkomulag hefur náðst um að Glitnir eignist Íslandsbanka.
Nú, hvernig á venjulegt fólk að skilja þetta?
Ég hélt að ríkið hefði eignast Glitni óviljugur og hafi síðan breytt nafninu í Íslandsbanka.
Hann er sem sagt að eignast sjálfan sig.
Skiptir ekki máli, ég ætla ekki að láta eins og ég skilji þetta.
Þegar ég sé og heyri orðið Icesave þá fer hjartað að slá á ógnarhraða og ég fæ öll einkenni yfirvofandi taugaáfalls.
Ég veit ekki með ykkur en Icesave hefur grafið um sig í maganum á mér og er orðið að risastórum hnút sem truflar mig alla daga, hverja stund, hverja sekúndu.
Réttlætiskennd minni er misboðið og það ekki í fyrsta skipti frá því í haust.
Hvernig getur þjóð borið ábyrgð á einkabanka?
Jú, ég veit, glæpamennirnir létu sér ekki muna um að halda áfram að hlaða inn peningum á Icesave þrátt fyrir að vita hvert stefndi.
Landráð hvað?
Ég vil ekki borga. Enginn vill það.
Ég vil fá að vita hvað það er sem er mögulega skelfilegra en það sem við þegar vitum.
Af hverju á ég blásaklaus (aldrei þessu vant) að borga eitthvað sem ég stofnaði ekki til?
Bara af því ég er af sama þjóðerni og einhverjir græðgifurstar sem nú hafa komið öllu sínu undan og lifa lífinu eins og lítið eða ekkert hafi í skorist?
Nebb, kaupi það ekki.
Nei, stjórnvöld verða að leggja spilin á borðið.
Og svona af gefnu tilefni þá ætla ég að koma því á framfæri að á milli stjórnmálamanna hvar í flokki sem þeir standa kemst vart hnífurinn á milli þegar kemur að klækjum og feluleikjum, hrossakaupum og sjálfumgleði.
Ég er eiginlega komin á þá skoðun að enginn, já enginn, sé að gæta minna hagsmuna á Alþingi Íslendinga í þessu máli.
Bara svo það sé á hreinu.
Ég er einfaldlega í einkastríði í bullandi kreppuástandi og vinnuheitið er "Fuck you all".
Skamm.
![]() |
Glitnir eignast Íslandsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. júlí 2009
Hvar get ég pissað hérna?
Munið þið hvar þið voruð þegar Armstrong steig á tunglið, að því vitað er til, manna fyrstur?
Ég man það.
Var í sumardvöl hjá lögreglustjóranum í Köben í Valby og þar var kvikmyndavél látin ganga alla nóttina á sjónvarpið.
Ég man líka hvar ég var þegar Kennedy dó. Ég var heima hjá mér offkors enda ellefu ára. Og nei ég fór ekki að grenja. Þekkti ekki manninn.
Einhver var að fabúlera um hin frægu orð Armstrongs um daginn.
"One small step for man, one giant leap for mankind".
Auðvitað hefur enginn maður svona orð á hraðbergi bara, þarf enginn að segja mér það.
Yfir þessu hefur hann legið mánuðum saman. Alveg: Ég verð að segja eitthvað sem fer vel í sögubókum framtíðarinnar.
Hvað myndi ég t.d. segja alveg svona spontant ef ég stæði á tunglinu. Jú ég myndi segja eitthvað á þessa leið:
Vá, skrýtið að svífa í lausu lofti.
Eða: Hvar get ég pissað hérna?
Auðvitað segir fólk ekkert beint frá hjartanu þegar allur heimurinn hlustar og bíður eftir því með öndina í hálsinum að maður kveiki á talfærunum.
Annars er ég bara í asnalegum mánudagsfíling hérna.
Kvíði komandi dögum.
Það er nefnilega fokkings Icesave framundan.
![]() |
Risastórt skref fyrir mannkynið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 19. júlí 2009
Bjarni Ben í afleysingum, bankar og heyrúllur að eilfíu amen
Þjóð sem hefur húmor fyrir heyrúllum getur ekki annað en komið standandi niður úr öllum sínum hörmungum.Ég fékk veinandi krúttkast yfir fegurðarsamkeppni heyrúllna sem sagt er frá í viðtengdri frétt.
Svo íslenskt og dúllulegt.
I friggings love it.
Annars er ég komin með hálfgert ógeð á fréttum, hvort sem þær koma í formi sjónvarps- eða blaða.
Nú eru það bankarnir.
Búið að semja við kröfueigenda.
Nýr Íslandsbanki að verða til innan skammt.
Fyrirgefið hvað þýðir allt þetta tal um bankana?
Á ég að gleðjast yfir þessu?
Verður líf okkar borgaranna í þessu landi marktækt betra út af þessum breytingum eða erum við enn sem fyrr bara leikmunir sem engu skipta?
Eru þessir nýju bankar trygging fyrir því að innistæðueigendur verði ekki rændir einn ganginn enn eins og gerðist s.l. haust?
Og af hverju eru stjórnendur græðgisbankanna í skilanefndum hinna nýju?
Af hverju er þessi Birna í Íslandsbanka/Glitni enn bankastjóri?
Af hverju, af hverju, af hverju?
Og af því ég er byrjuð að spyrja:
Hvenær verður nýr formaður kosinn í Sjálfstæðisflokknum?
Bjarni Ben er bara afleysingarformaður, það sér hver maður.
Eða hvað?
Bjarni Ben er örugglega ágætis maður en er ekki best að þeir sem stjórna flokknum séu bara formenn flokksins?
Eins og þessi þarna Kjartan sem skammast út í Þorgerði Katrínu og tekur hana á teppið?
Æi ég er hætt að spyrja.
En ég fer ekki ofan að því að Bjarni Ben sé formaður í afleysingum.
![]() |
Vinningsrúllan valin í Kjós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr