Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

DRAUMUR UM STJÓRN OG MEÐFERÐIR

100

Mig dreymir undarlega þessa dagana.  Róleg krakkar mínir ég veit fátt leiðinlegra en frásagnir af löngum og ítarlegum lýsingum fólks á draumum, enda eru draumar fyrst og fremst tilfinning sem erfitt er að koma til skila.  Samt sem áður þá get ég ekki annað en brosað af draumavitleysunni.  Ég hef verið að blogga um stjórnarmyndunarviðræður og í fyrradag var ég að blogga um edrúafmælið mitt og sextugs afmælið hans Þórarins Tyrfingssonar.  Hehe þetta bloggsalat tók sig til og hertók mig í nótt með vægast sagt súrrealískum hætti.

Ég var í meðferð (OMG fallin í draumnum sko).  Vogur var í Ráðherrabústaðnum og yfirlæknirinn var Geir Hilmar Haarde (þetta var martraðarkennt).  Þórarinn sást hvergi.  Sennilega að halda upp á afmælið sitt og mér fannst nokkurn veginn eðlilegt að Geir hefði skipt um starfsvettvang en draumurinn gekk út á að fá viðtal við manninn.  (Þarna hef ég haft svo mikla samkennd með blaðamönnum en eins og allir vita þá fá þeir engin svör þrátt fyrir að hanga á húninum hjá Geir og ISG.)  Nú draumurinn flosnaði upp undir morgun.  Ég hafði ekki fengið viðtal við Geir en mig minnir að hann hafi gefið mér smellikoss á kinn og súkkulaðibita.

Án gamans þá er ekki til sá óvirki alki sem ég hef talað við sem ekki dreymir reglulega að hann detti í það.  Þeir draumar eru skelfilegir get ég sagt ykkur.  Líðanin er amk. jafn sterk og ég get ímyndað mér líðanina ef ég félli í raunveruleikanum.  Aldrei er ég eins fegin að vakna og eftir þær martraðir.  Mér er sagt að þetta sé óttinn við fall og afturhvarf til þess skelfilega raunveruleika sem ég í þessu tilfelli, hrærðist í áður en ég komst á snúruna.

Þrátt fyrir snjóskaflana fyrir utan gluggann (hehe) þá hljómar fuglasöngur hér um allt.  Ég á von á gestum um helgina frá útlöndum, Þórarinn Tyrfingsson er ennþá yfirlæknir SÁÁ, undirrituð er edrú sem aldrei fyrr og ég er næsta viss um að Geir Hilmar Haarde er ekki með læknispróf upp á vasann. 

Hver maður á sínum stað.  Allt er í himna lagi.


STÍFT FLUG

Ekki er öll vitleysan eins.  Nú er talið að skammtur af Viagra kunni er fram líða stundir að auðvelda "mönnum" að jafna sig eftir flugferðir yfir mörg tímabelti.  Þarna verð ég eitt spurningamerki verandi kona og við helmingur mannkyns.  Er orðið "menn" notað hér í hinni almennu merkingu eða á þetta við um karlmenn en ekki konur?  Eigum við að halda áfram að þjást af flugþreytu?  Geta þessar "stífu" ferðir á milli tímabelta orðið órólegar?  Það kemur væntanlega í ljós með tíð og tíma.

Hafið þið tekið eftir nýja sumarstarfsmanninum á Mogganum?  Hann/hún sér nefnilega um stjörnuspána sem greinilega er þýdd beint úr ensku.  Þessum starfsmanni gengur illa með ypsílonið líka og svo má sjá spor þessa starfmanns með blaðamannsköllunina víða á Mbl.  Nenni ekki að leita uppi dæmi er orðin syfjuð,  en hvert barn á að geta tekið eftir þeim þegar þær verða á veginum.  Allt er skrifað í ritgerðarstíl þar sem staðreyndir eru þuldar upp.  Ólíkt Mogganum þetta. 

GúddnætmæbeibísKissing


mbl.is Viagra kann að nýtast gegn þotuþreytu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞESSI FJÖLSKYLDA..

..Frá London kemur á föstudaginn nk.  Maysan, Oliver og Robbi koma nú öll saman heim en dóttir mín stendur stutt við eins og venjulega vegna þess að fólkið sem hún vinnur hjá er að gleypa hana með húð og hári (eða þannig sko).  Ég hlakka mikið til og Oliver verður lengur með pabba sínum og amman ætlar að knúsa hann í tætlur.  Knús, kyss, og krúttkast frá ömmunniHeartHeart

Amma-Brynja er örgla í víðtækri tilhlökkun eins og ég.  Takk fyrir myndirnar A-B. Þúsund kossar, þú bjargar lífi mínu kona með myndunum sem þú ert svo dugleg að setja inn.Heart


MAGGA PÁLA "FOR PRESIDENT"

111

Eða eitthvað stórkostlegt.  Ég var að horfa fyrst núna á Kastljóssþáttinn með kerlu og þar sá ég að MP hefur eflst ef eitthvað er, hún er svo frjó í hugsun þessi kona, með svo magnaða útgeislun að það er með ólíkindum.

Ég man þegar hún var að fara af stað með Hjallastefnuna.  Hún mætti hreint ótrúlegu skítkasti.  Hún var sökuð um karlahatur, það var gefið í skyn að ekki væri óhætt að láta hana vera með börn.  Rósa Ingólfsdóttir skrifaði grein um Margréti Pálu sem bar fyrirsögnina "Ó þú hýri Hafnarfjörður" sem Magga Pála reyndar hló sig máttlausa að.  Þeir sem þekkja til þessarar flottu konu vita að henni ERU allir vegir færir.  Hún hefur flutt fjöll í menntamálum.

Magga Pála telur það nauðsynlegt að hafa val.  Það kom fram í Kastljóssþættinum.  Börn eiga líka að hafa val.  Ein besta saga sem ég hef heyrt var frá foreldri lítillar telpu sem var á Hjalla.  Þannig var að hægt var að velja um ákveðin svæði á morgnanna.  Svæðaheitin eru mér gleymd nema eitt en það var útivistarsvæði.  Þessi litla telpa kom á leikskólann seint einn morguninn og krakkarnir voru öll búin að velja sér svæði.  Margrét Pála, ávallt trú sínum skoðunum, vildi láta barnið fá að velja svo hún sagði við þá stuttu: "Hvort villtu nú útivistarsvæði eða útivistarsvæði?"  sú litla hugsaði sig lengi um, dálítið þungbúin á svip því við vitum öll hversu erfitt það getur verið að velja en svaraði svo ákveðin: "É vil útivistarþvæði". OMG ég engist einn ganginn enní krúttkasti.

Magga Pála þú ert flottustWizard


MIG SKORTIR ORÐ

Mig setur hljóða.  Ég varð svo sorgmædd þegar ég las þessa frétt.  Að faðir skuli tvívegis dæmdur fyrir að hafa samræði við þroskahefta dóttur sína.  Engir dómar hversu stuttir eða langir þeir annars eru, geta tekið til baka þetta skelfilega brot sem stúlkan hefur orðið fyrir.  Það verður aldrei hægt að þurrka út þessa misnotkun sem er óheyrilega grimmileg.  Þrjú ár eru ekki langur tími.  Í þessu tilfelli mætti loka manninn inni á stofnun og kerfið mætti reyna að lyfta annars máttlausum litlafingri í þá átt að verja stúlkuna frekari árásum af hendi föður síns.  Mér er sama hvernig þeir fara að því. 

 "Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 3 ára fangelsi fyrir að hafa tvívegis haft samræði við þroskahefta dóttur sína í janúar á þessu ári. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða dóttur sinni 800 þúsund krónur í bætur. Maðurinn játaði sök. Hann var árið 1991 dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir brot gegn sömu stúlkunni fyrir að hafa margsinnis haft við hana samræði."


mbl.is Dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ ER Í GANGI ÞAÐ ER HLÉ????

Nú fer fréttafíkillinn ég á taugum alla leiðina.  Fundi forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er lokið í Ráðherrabústaðnum.  Geir og ISG sögðu að hlé verði á viðræðum milli flokkanna og vildu þau ekki segja hvenær reiknað væri með að fundir hæfust á ný.  Ekki segja þau hléið koma til af ágreiningsmálum heldur vegna þess að þeim hentaði að hafa þetta svona.

Úff hvað ég er spennt og forvitin.  Þau eru að stríða okkur þessi tvö, halda okkur við efnið og það hefur þeim svo sannarlega tekist.

Nú er það húnn hjá mér.  Ég hreyfi mig ekki af netinu. 


mbl.is Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KOSSASTJÓRNMÁL

111

Það er búið að vera mikið um kossa í stjórnmálunum undanfarið.  Bæði fyrir kosningar og núna eftir að stjórnarmyndunarviðræðurnar fóru af stað. 

Í kosningabaráttunni tók ég eftir miklum kærleikum milli stjórnarflokkanna.  Einkum og sérílagi myndbirtist þessi eldheita ást og gagnkvæm aðdáun í Kastjóssþáttunum þegar fulltrúar stjórnarflokkanna sátu saman með stjórnarandstöðuna gegnt sér.  Þá voru tímar hins andlega sleiks, alvöru opnur, það slitnaði ekki slefan á milli manna.

Núna eru tímar annars konar kossa.  Ég hef séð ISG og Þorgerði Katrínu kyssast, sem er ekki í frásögur færandi því ég þekki hana Sollu og hún er hlý og gefandi manneskja og ekki hittir maður hana öðruvísi en að fá knús.  Það sem hins vegar gerði mig kjaftstopp af undrun (eða því sem næst því mér verður sjaldnast orða vant) var þegar ég sá þau kyssast, þe ISG og Geir Hilmar Haarde!  Þetta er ekki eitthvað sem maður sér á hverjum degi.  Það eru KÆRLEIKAR með flokkunum.  Það er fínt.

Þessi stjórn mun ávallt heita KOSSASTJÓRNIN í mínum huga.

Smjúts á ykkur börnin góð.


SKELFINGARDAGUR!!

22

Ég vaknaði í morgun fyrir allar aldir vegna þess að ég þurfti að útrétta ýmislegt.  Hringja nokkur símtöl, prenta áríðandi pappír af ímeilinu, fara á nokkra staði og... "rowderinn" bilaður, síminn úti, netið úti.  Ég greip til þess eina ráðs sem ég þekki til að gera við, hamaðist í snúrum, og endaði með að henda rowderfjáranum í vegginn og ekkert gerðist.  Náðum í nýjan fimm árum síðar (þannig leið mér) og það sem truflaði mig mest ef ég á að vera alveg ærleg, var að komast ekki í bloggheima, til að blogga, lesa hjá vinum mínum og öðrum, skanna fréttavefina og allan þann ballett.  Mér er búið að líða ÓGEÐISILLA.  Nú er nýtt aparat komið í stað þess laskaða og ég komin á fullan blúss.  Ég mun blogga 30 færslur á jafn mörgum mínútum.

Eins gott að stjórnin leit ekki dagsins ljós í þennan óralanga tíma sem ég var án nettenginar.


ANDA-STJÓRNIN AÐ FÆÐAST

22

Andastjórnin er í burðarliðnum.  Miðað við að hún sé búin að vera í vinnslu frá því fyrir kosningar ætti þetta að fara að ganga.  Samfylkingarmenn hafa talað um það allan tímann eftir að formlegar viðræður hófust eins og stjórnin væri handsöluð, múr- og naglföst, þannig að þetta ætti að skotganga.

Þetta andatal í mér kemur til að því að nánast í hverri einustu frétt þar sem talað er við Ingibjörgu Sólrúnu og Geir varðandi gang stjórnarmyndunar tala þau um að góður andi sé í viðræðunum.  Aftur og aftur.  Er stjórnin ekki af þessum heimi?  Verður þetta heilög stjórn blessuð af Guði?  Það væri ekki verra.  Annars verður spennandi að sjá málefnasamning hinnar nýju ríkisstjórnar.  Ég gef mér að Ísland verði tekið af lista hinna staðföstu þjóða, tafarlaust. Biðlistarnir minnkaðir eða þeim eytt.  Eitthvað hljóta kjör hinna lægstlaunuðu og lífeyrisþega að batna. Launamunur kynjanna verður auðvitað tekinn sterkum tökum.  Spennandi að sjá.  Stærsti plúsinn við þessa stjórn verður Jóhanna Sigurðardóttir, ISG og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að öllum öðrum konum ólöstuðum.  Þarna er föngulegur hópur fólks úr báðum flokkum.

Síðast þegar ég vissi þá var Össur enn "hugfanginn" af verkefninu og ég vona svo innilega að hann sé ekki kalinn á hjarta. 

Gúddnætgæs!

 


mbl.is Fundur stendur enn yfir á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SNÚRAN

Ég og fleiri vinir á snúrunni!

Snúruafmælið mitt (sjö mánuðir) var skemmtilegt og gefandi.  Átti langt samtal við Ingu-Lill sem er að koma næsta sunnudag og setti henni fyrir langan innkaupalista því mig vantar eitt og annað frá hinum Norrænu löndum.  T.d. surströmming, blodpudding, palt og annað smátt og gott.  Nebb er að ljúga.  Sem er bannað fyrir alka eins og mig. 

Ég gaf mér loksins tíma frá hátíðarhöldunum og fór bloggrúntinn.  Það er einhver húmor á flugi hér í bloggheimum því ég er búin að hlægja mig máttlausa fyrir tilstilli skemmtilegs fólks.  Þar sem síða þessi er ekki bönnum börnum fer ég ekki nánar út í þá sálma.

Það var önnur snúra sem hélt upp á afmælið sitt í dag.  Sko afmæli í árum, ekki edrúdögum.  Þórarinn Tyrfingsson, megababe varð sextugur í dag.  Ég elska hann Þórarinn.  Sko á hreinan og tæran máta.  Hann bjargaði lífi mínu ásamt fleirum í hans ranni.  Svo er hann svo sexý.  Stelpurnar segja að hann sé eins og óumbúið rúm.  Ef ég væri ekki svona asskoti glöð með húsbandið þá væri ég kannski dómbær á það. (Ellý plís ekki blogga um menn sem eru eins og óumbúin rúm, það er patent á því meðal alsgáðra kvenna, ekki að þú sért það ekki.  Hm að tala sig í flækju OMGW00t ég er sko að flýta mér að blogga, Boston Legal handan við auglýsingar).

SíjúgæsWhistling


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 162
  • Frá upphafi: 2988314

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 160
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.