Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

MÉR LÉTTIR STÓRLEGA..

1

...yfir að Henry skuli vera frískur.  Úff, helgin var hálf ónýt fyrir mér vegna óvissunnar.  Ég sat með Baldursbrár úti í haga og sleit af eina og eina.. frískur - ekki frískur -frískur-ekki frískur.  Þetta klikkaði alltaf hjá mér því ég ruglaðist í hvert skipti.  Fleirihundruð Baldursbrár fóru í vaskinn.  Nú get ég farið að njóta sumarsins.

Læfisbjútífúll!


mbl.is Henry stóðst læknisskoðun hjá Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG ÞOLI EKKI PÖDDUR..

1

..hvorki þessar venjulegu né þær í mannslíki.  Þeir sem heimsækja pöddu vikunnar á blogginu eru eins og áhorfendur hjá Jerry Springer, þeir koma til að velta sér upp úr ósómanum, fá kjánahroll og fnussa svo af hneykslan með sjálfum sér.

Var bara að velta fyrir mér ýmsu úr dýraríkinu.


ÉG BIÐLAÐI TIL HENNAR ZOU

..og bað hana um að vera bloggvinkona mín og hún samþykkti þessi elska.  Þetta gerði ég af tveimur ástæðum.

Í fyrsta lagi af því að hún er helvíti skemmtilegur bloggari eins og allir þeir sem ég hef beðið um bloggvináttu fram að þessu.

Í öðru lagi náði konan illilega athygli minni þegar ég byrjaði að lesa bloggið hennar.  Hún var með 15 cm stóra könguló á bak við ísskápinn sinn (stærri en tarantúllur og allt) og hún tókst á við kvikindið, hafði hana undir og mér sýnist hún halda geðheilsunni (sko zoa ekki köngulóin, hún er dauð).  Þetta gerir hana heilaga í mínum bókum.  Djö hvað hún er hugrökk og djö hvað ég ætla ekki að heimsækja hana til Grikklands þar sem ég held að hún sé.

Flokka þetta undir "vefurinn" út af köngulónni sko!

www.zoa.blog.is


VARÐANDI SALATBARINN..

 

..sjáið færsluna hér fyrir neðan, þá fékk ég krúttlegt ímeil frá Ingvari manninum á Salatbarnum í Skútuvogi, þar sem hann býður mig velkomna á viðkomandi stað.  Ingvar, halló!  Er búið að úða á þínum bar?  Allir gerlar dauðir?  Ok,ok,ok ég tek húsbandið með mér fljótlega.

Segið að bloggið manns sé ekki lesið af hinum ýmsu mönnum.

Smjúts Ingvaro!


FRÉTTIR ÁRSINS

 

Frétt árisins eða því sem næst, hlýtur að vera þessi sem hér er fyrir neðan og birtist í Mogganum í dag.  Fimm villur á Flórída boðnar fyrir lágt verð.

Alveg var ég "clueless" yfir að heilar fimm villur í þessu "smáríki" sem Florída er skuli vera þar til sölu.  Ég ríf upp kortið og kaupi eina.  Hvar fæ ég upplýsingar?  Ó tilviljun, íslensk fasteignasala, Garðatorg heitir hún.  Sniðugt.

Segið svo að það sé gúrka!


mbl.is Fimm villur á Flórída boðnar fyrir lágt verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GERLABARIR

1

Ég elska grænmeti.  Ferskt grænmeti og ég hef stóran hluta hverrar máltíðar með það að innihaldi.  Fyrst eftir að salatbarirnir komu í stórmarkaðina var ég í himnaríki.  Þar gat ég keypt mér sneiddan rauðlauk, sveppi, tómata og rifið kál og gulrætur og ég veit ekki hvað.  Enn fæ ég vatn í munninn við tilhugsunina um gott salat með allskonar árstíðargrænmeti og bölvaðir gerlabarirnir eru þeir einu barir sem enn trekkja hvað mig varðar.  Þegar ég er að því komin að taka þann beina breiða að grænmetinu, þe að þurfa ekki að sneiða, rífa, tæta og saxa sjálf, man ég eftir öllum sem með mis hreinar lúkur hafa látið vaða (hafiði ekki séð liðið sem nælir sér í smá, á þessum börum, snæðir í boði hússins eða þannig?) ofan í grænmetið og ég hörfa, alla leiðina aftur inn í grænmetisdeildina og læt mig dreyma um grænmetismann. Óje.. þetta datt mér nú svona í hug í þessari gúrkutíð.


AÐ LÆRA AÐ SITJA Á FÖTUNNI

1

Ég lærði mest og best að sitja á fötunni í Vinnuskólanum eða unglingavinnunni hér margt fyrir löngu.  Við fótum með rútu upp í Heiðmörk með nesti og unnum við að bera skarna á plöntur.  Réttara sagt áttum við stelpurnar að vinna við það en staðreynd málsins var sú að við fylltum fyrstu fötu morgunsins af skarna, bárum hana yfir næsta hól, í hvarf frá verkstjóra, settumst og reyktum, kjöftuðum og fífluðumst góða stund, náðum í aðra, hurfum á ný og svona gekk þetta hálft sumarið.  Hinn helminginn þóttumst við vera að snyrta Laugardalinn en hurfum þar líka reglulega yfir daginn.  Við vorum hysknir stafsmenn Reykjavíkurborgar, á skítalaunum og fengum vitnisburð í stíl við vinnuframlag.  En mikið rosalega var gaman.


mbl.is Arfaplokk og fræðsla í Vinnuskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GELGJUSKEIÐ HIÐ SÍÐARI

1

Þessa dagana er ég á "þungu" gelgjuskeiði númer tvö í lífi mínu.  Ég hef ullað og grett mig framan í húsbandið, systur mínar, nágrannana og börnin mín, ef ekki hefur verið gengið samstundis að vilja mínum.  Ég hef tuggið Pan-tyggjó (12 plötur í einu) blásið kúlur, málað neglurnar á mér svartar, grátið yfir bíómyndum Tarentinos (vegna angurværðar þeirra), skellt símanum á fólk oftar en ég kæri mig um að muna og borðað hamborgara í öll mál og þrátt fyrir það verið í stanslausri megrun (er að segja að ég sé feit).

Ok,ok,ok.. róleg ég er að ýkja en ég er á einhverskonar gelgju þessa dagana og það kemur fram í furðulegum svefnvenjum.  Vakna eins og stálsleginn berklasjúklingur á morgnana, reyki, drekk sódavatn, hangi á blogginu og er heilbrigð með afbrigðum.  Svo skellur á einhver þreyta, ég fer aftur í bólið og sef eins og saklaust barn fram yfir hádegi og missi af helling í heiminum á meðan og má hafa mig alla við að láta eins og ég hafi verið að allan morguninn.  Sko við heimilisstörf krakkar mínir, lífið gengur ekki bara út á bloggheima (*ræskj*) ég á mér LÍF þessa dagana utan þeirra (jeræt).

Kannski er um að kenna þeirri leiðu staðreynd að ég er með hita, beinverki og arfamikinn hósta.  Æi það er ekki eins dramatiskt og alls ekki efni í færslu. 

Þetta verður flokkað undir "satt og logið".

Er sem sagt vöknuð, komin á vaktina og til í allskonar óknytti, enda unglingur á ferð.

Lofjúgæs!


ORÐ

1

Ég elska orð.  Sem er auðvitað borðliggjandi enda væri ég einskis nýt án þeirra, eins og flestir.  Ég tala mikið og blogga mikið.  Ég held samt að með árunum tali ég ívið minna en áður og hlusti pínulítið betur,  ætla rétt að vona það.

Öll orð eiga rétt á sér því þau færa í búning einhverja reynslu, lýsingu á tilfinningu eða geðslagi, þess sem þau talar.  Sum orð eru þannig í laginu samt,  að mér finnst þau smá vond.  Það verkjar pínu undan þeim, þau geta verið særandi eða misboðið manni á einhvern hátt.

Smá dæmi um orð og hugtök sem meiða mig,  ýmist af tilfinninga- eða fagurfræðilegum ástæðum:

aumingi (vó hvað það er vont að vera kallaður aumingi)

mella og gleðikona (veit ekki hvort er verra)

vinan (gerir mig morðóða þegar "ungir" menn á óræðum aldri, sem ég þekki ekki, kalla mig því)

Gitmo (gælunafn á pyntingarbúðum Bandaríkjamanna á Kúbu.  Talað um þennan viðbjóð eins og gamlan vin)

litli maðurinn, (litlir í samanburði við hvern? Stórmennin sem víkja huganum einstaka sinnum að hinum almenna manni, sjálfum sér til upphefðar?)

 þeir sem minna mega sín (hef örugglega notað þennan sjálf, lýsing á hinum breiða massa sem er ekki á vildarlista bankanna og er stöðugt verið að taka í afturendann af stjórnvöldum)

íslenska útrásin (forðið ykkur, hver sem betur getur, með peningana úr landi og hæfileikana líka, að því gefnu að þeir séu fyrir hendi, að sjálfsögðu).

rétt handan við hornið (ofnotaðasti frasi í fjölmiðlum, fyrr og síðar. Sigmundur Ernir byrjaði á þessu í bríari og frasanum uxu vængir)

lágvöruverslun (halló, við erum á Íslandi þar sem matarinnkaup kosta hvítuna úr augunum á okkur.  Köllum það ögnskáraverðsverslanir)

lúser (útlent og vont, notað til að niðurlægja fólk og stimpla það sem vonlaust)

kvóti (nauðsynlegt orð en er að eilífuamen komið með þýðinguna "óréttlæti dauðans" í mínum huga og það þrátt fyrir að ég hafi aldrei veitt svo mikið sem eitt kvikindi úr sjó eða vatni)

Læt þetta duga í bili.  Ég er svo andlaus enda ferð í þvottahúsið framundan og algjör óvissa ríkjandi með status á dýralífi í neðra.

Síjúgæs!

 

 

 


FYRIRBÆRIÐ FARIÐ ÚT

1

Trú mín á mannkyninu hefur eflst þúsundfalt.  Fyrirbærið sem trónað hefur í þriðja sæti vinsældarlista Moggans er horfið með öllu.  Ég hef ekki minnst á þetta mál einu orði, finnst það svo ógeðfellt, en nú hefur ritstjórn Moggans tekið á málinu og það held ég að sé það eina rétta, eins og málum er komið.

Mér léttir stórlega.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband