Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 24. september 2007
Iransforseti er vitlausari en honum er hollt..
og minnir mig á talsmann Saddams Husseins, í innrás Bandaríkjanna í Írak. Þessi sem sagði að allt væri undir kontroll, þegar allt hrundi á bak við hann í mynd. Sorglega fyndið mitt í allri eymdinni og hörmungunum.
Ahmadinejad hélt því blákalt fram að samkynhneigðir séu ekki til í Íran. Ef ég tryði því að hann væri í afneitun, þá væri þetta í lagi, en gaurinn er svo vanur að komast upp með að segja allskonar vitleysu í fjölmiðlunum sem hann ræður yfir, að hann heldur örugglega að hinn vestræni heimur kaupi lygina úr honum.
Fyrir utan að afneita helförinni, ásamt ofannefndu, hvaða dellu ætli hann komi með næst?
Mér kæmi ekki á óvart ef hann héldi því fram að það væri fullt jafnrétti í landinu.
Later!
![]() |
Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.9.2007 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 24. september 2007
Páfi dó og só????
Lina Pavanelli, læknir, hefur sakað Páfagarð um að brjóta gegn grundvallarstefnu sinni með því að leita ekki allra leiða til að lengja líf Jóhannesar Páls páfa, þegar hann lá banaleguna.
Páfagarður heldur því hins vegar fram að það hafi verið gert, þ.e. að halda páfa lifandi eins og hægt var.
Guð talaði og tók til sín páfann á hans efsta degi.
Kaþólikkar reisa ágreining við allan fjandann.
Páfinn dó og só???
Hann var hundraðogeitthvaðnæstumþvíára maðurinn. "In gods name people, give it a rest"
Ég meinaða!
Amen.
![]() |
Páfagarður sakaður um tvískinnungshátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 24. september 2007
Er Iceland Express lággjaldaflugfélag?
Ég er svo hissa. Mér hefur fundist þeir vera með svipað verð og "flugfélagið okkar allra (hvort sem okkur líkar betur eða verr)", ögn lægra stundum, en í staðinn eru þeir með dýrustu samlokudruslur í heimi.
Hvað um það, ég er úti að fljúga greinilega.
En eins og einhver brekkan sagði; þá er vel borgandi fyrir það að vera Íslendingur.
Hm.. afsakið meðan ég tryllist úr hlátri.
Farin á flug.
![]() |
Vefur Iceland Express verðlaunaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Mánudagur, 24. september 2007
Spilling!
Her er sama sem spilling, af einhverju tagi. Hvernig eiga löglegir manndráparar að þrífast í öðru en spilltu umhverfi af hvaða tagi sem spillingin er? Bara að fara fram gegn fólki, vopnaður og með leyfi að drepa er birtingarmynd spillingar.
Þess vegna er ég ekki hissa á þessu hneykslismáli innan bandaríska hersins.
Hvenær ætla menn að átta sig á að hernaður skapar einungis fleiri vandamál, manna á meðal?
Mér líður eins og ég sé 100 ára þegar ég les svona.
![]() |
Hneykslismál skekur Bandaríkjaher |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 24. september 2007
Útlitsþankahríð.
Þegar ég var 13 ára, fannst mér ég hreint út sagt, ég vera ömurleg í útliti. Mig dreymdi um að gera eftirfarandi breytingar:
1. Fá stórt arnarnef (mitt eigið svo lítið að það sást varla)
2. Vera ljóshærð með tægjuhár niður á bak (var svarthærð með hár niður á axlir).
3. Vera löng og hjólbeinótt (var dvergur þá og er enn, og var ekki viðstödd þegar Drottinn úthlutaði "hjólbeinum").
4. Að vera öðruvísi en ég var, svo einfalt var það.
Ég lét vinkonu mína, drátthaga mjög, teikna ofannefnda lýsingu á blað. Ég á teikninguna ennþá. Mikið skelfing er ég hrædd um að ef lýtalækningar hefðu verið í boði þarna á bítlaárunum væri ég öðruvísi en ég er í dag. Ég hefði sleppt djúsglösunum á Hressó (11 kr.) í heilt ár og lagt inn á bók, til að komast í róttækt "makeover".
Svo hefur mér förlast með árunum að ég er fullkomlega sátt við sköpunarverkið. En það er aldrei að vita, hvort maður skellir sér í augnumgerðisstrekkingu, ef edrúmennskan ásamt tilvonandi reykleysi, máir ekki út ólifnaðinn af fésinu á mér - fyrir jól.
Ég er nefnilega ekki ein af þeim sem "elska" hverja hrukku takmarkalaust. Mér nægir að vera hokin af reynslu, að innanverðu.
Ójá.
![]() |
Jennifer Lopez útilokar ekki lýtaaðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Mánudagur, 24. september 2007
Leikhúsferð innblásin af Baltasar
Þegar ég var stelpa var farið með mig á flest allar leiksýningar sem í boði voru og auðvitað elska ég leikhús.
Ég tók sömu aðferð á dætur mínar með ágætis árangri, þ.e. þær elska leikhúsið.
Þegar Maysa mín var 13 ára sýndi hún samt óvenju mikinn áhuga á að komast í Þjóðleikhúsið til að sjá leikritið um rússnesku kennslukonuna hana Jelenu. Við drifum okkur mæðgurnar, ekki mátti neita barni um leikhúsupplifunina sem myndi auðvitað stækka vitundarsvið hennar, bæta við tilfinningaflóruna og hvetja hana til enn frekari lesturs bókmennta (omg foreldrar).
Í miðri sýningu varð mér litið á krakkann og þá sá ég að hún var með augun spennt á einn leikara á sviðinu - Baltasar. Ég fór að fylgjast með enn betur og í hvert skipti sem Baltasar hreyfði sig, þá hreyfðist höfuð á ungling. Í hléinu fór ég að spyrja út í verkið og María Greta Einarsdóttir leit á mig og sagði: Mamma ég er að horfa á Baltasar, ég tók ekkert eftir því hvað hinir voru að gera.
Trú mín á mannkyninu beið þarna mikinn hnekki.
Þetta kom upp í huga mér, þegar ég las um að Baltasar væri með eftirsóttari leikstjórum.
Maðurinn er afburða leikari og afburða leikstjóri.
Verst að hann skuli ekki vera í hvorutveggja.
Og María Greta; skammastuðín, að hafa haft móður þína að ginningarfífli.
Úje!
![]() |
Baltasar eftirsóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 23. september 2007
Það er sitt hvað glæpur og glæpur!
Það er sitt hvað grunur um ölvun og grunur um nauðgun.
Þvagleggslöggan telur ekki ástæðu til að setja grunaðan nauðgara í gæsluvarðhald.
Þeim skorti ekki áræðið þegar þeir neyddu þvaglegginn upp í konuna á dögunum.
Vonandi verður hann ekki horfinn í sumarfrí til útlanda þegar kemur að því að standa fyrir máli sínu.
Ójá.
P.s. Enga þvagleggsbrandara takk fyrir. Þetta er ekki svoleiðis færsla.
![]() |
Ekki krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem var handtekinn vegna nauðgunarkæru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 23. september 2007
ISG í stjórnaranstöðu?
Mér finnst eins og það sé smá stjórnarandstöðubragur á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þessa dagana.
Ef eitthvað er þá eykur það virðingu mína fyrir henni.
Ekki að ég sé hrifin af stjórnarsamstarfinu - ónei.
En það er alltaf gott að finna að fólk tapar ekki skoðunum sínum fyrir valdið.
Slæmt líka þegar tveir flokkar í stjórnarsamstarfi renna saman í einn vöndul.
Flott kona Solla.
Framsókn, snæðið hjarta.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 23. september 2007
Sér enginn neitt athugavert..
..við þessar stöðugu myndbirtingar af fíkniefnasmyglurunum, þar sem þeir eru með hulið andlit, með lögreglu hver til sinnar hliðar, eða þá að þeir reyna af veikum mætti að fela andlit sitt með öðrum hætti? Þetta minnir á myndir af mönnum á leið til aftöku og mér finnst ómanneskjulegt að taka myndir af fólki við þessar aðstæður. Hverju erum við nær? Við getum auðvitað velt okkur upp úr örlögum þessara manna, en hefur einhver áhuga á því?
Spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Einn þeirra sem handtekinn var erlendis úrskurðaður í gæsluvarðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Sunnudagur, 23. september 2007
Nafnlaus aumingi!
Eitt af nýju bloggunum hér á Mogganum heitir "hvítur heimur". Það er ógeðslegt rasistablogg. Ég ætla rétt að vona að áður en dagur er liðinn, verð Mogginn búinn að loka á óþverrann. Ég birti hérna færslu af blogginu og hvet vini mína sem hingað koma, að heimsækja ekki síðuna. Ég vil ógjarnan kitla teljara þessarar mannleysu sem skreytir sig með hakakrossi, en mér finnst ég heldur ekki að ég geti látið þetta ónefnt.
Að svona fólk skuli vera til. Ganga, anda, borða og sofa.
Dæmi:
"Hitler var einn mesti foringi inní 21.öldina sem til var hann var snillingur í öllu sem hann gerði hann gerði okkur öll frjáls allt sem hann vildi var það að við Hvíta fólkið mundum lifa samhvæmt því að við værum efst í fæðukeðjunni því það er það sem Guð skapaði okkur til að vera.
Þeir sem eru tilbúnir til að berjast fyrir því að landið okkar verði ekki yfir tekið af útlendingum standið upp núna hættið að tala bara um það látið í ykkur heyra því rödd okkar þýðir meira en rödd manna sem opnuðu landið okkar í gróðaskyni."
Þetta er með því penna úr þessum þveimur færslun sem nafnlausi heigullinn hefur sett inn á síðuna.
Merkilegt að fólk með svona sterka trú á eigin yfirburðum, fólk sem telur sig eiga erindi, skuli fela sig bakvið nafnleynd, hakakrossa og annað glingur.
Út með helvítið og það strax í dag.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 2988477
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr