Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Ég hef verið svikin..

..um storm.  Það hvín ekki í neinu og varla bærist hár á höfði.  Grillið hefur ekki haggast á svölunum og ég bar garðhúsgögnin algjörlega að óþörfu niður í geymslu.  Auðvitað er gott að það reið ekki yfir eitthvað gjörningaveður sem engu eirði, en smá fok hefði verið gott svona fyrir laugardagsstemmarann.

..Jenny Una sofnaði rúmlega átta og var dauðþreytt eftir ævintýri dagsins.  Það er allt mjög mikið þessa dagana.  Mjög skemmtilegt, mjög óhollt, mjög hættulett og mjög mikið leiðilett.  Þegar ég bað hana að koma með mér af því hún ætti að fara í bað þá svaraði hún ákveðin; nei amma það er ekki í boði! Ég hélt ég myndi hníga niður af undrun.  Kommon hún er ekki orðin þriggja ára.  Mig grunar að mamma hennar svari henni svona ef Jenný er að biðja um nammi og önnur ullabjökk.

Eftir að hafa lesið Moggann (laugar- og sunnudags), Blaðið og Fréttablaðið og hlustað á fréttir á báðum stöðvum, veit ég upp á hár hvað margar E-töflur hefði verið hægt að búa til úr einhverju af duftinu sem smyglað var með spíttskútunni, hversu mörg kíló þegar búið hefði verið að blanda kókaínið, hversu margir skammtar og hversu margar sprautur svona nánast.  Ég veit líka hvað ársneyslan í Ósló er á ári, hvað hún er hér og í Timbúktú.  Bráðnauðsynleg vitneskja.

Ég bíð spennt eftir að Róbert Marshall biðji Einar Hermannsson, skipaverkfræðing, afsökunar og fylgi þar með í kjölfar yfirmannsins.  Alveg tilvalið að topparnir í samgönguráðuneytinu biðjist afsökunar á línuna meðan sá gállinn er á þeim.  Það er aldrei að vita hvenær hann brestur á næst með auðmýkt þarna í samskiptaráðuneytinu.

Annars allt gott bara.

Later!


Stormur!

Í tilefni hans hef ég bundið niður grillið á svölunum.

Farið með plasthúsgögnin af sömu svölum niður í kjallara.

Lokað nánast öllum gluggum.

Kveikt á kertum (ekki út af mögulegu rafmagnsleysi, ónei) til að hafa það huggó.

Kaupa upp matarlagerinn í Kringlunni (er að deyja úr neyslusýki).

Endurnýja sjúkrakassa heimilisins.

Og nú bíð ég spennt.

Hvað gerist?

Ha.. var einhver að segja að ég væri drami?

Ég hélt ekki.


mbl.is Stormviðvörun á sunnanverðu landinu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá er heppinn..

..að búa ekki í Þvagleggnum.

Að vera ölvaður á bíl, reyna að stinga lögguna af og vera svo með attitjúd og viðskotaillur, hefði kallað á læknisaðgerðir með lögregluvaldi, ekki svo langt frá bænum.

En mikinn rosa móral held ég að maðurinn sé með.

Vó hvað þetta hefði kallað á þvaglegg í Árborg.

Nananabúbú.

 


mbl.is Ölvaður og viðskotaillur ökumaður fluttur í járnum í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jenný á laugardegi.

31

Hún Jenný Una Eriksdóttir er á leiðinni til okkar, í þessum skrifuðu orðum.  Amman er komin með alvarlega krúttfráhvörf, en það er nokkrir dagar síðan prinsessan hefur sést og það er erfitt viðureignar fyrir viðkomandi fjölskyldu.  Nú ætlar hún að vera alveg til morguns, líta til með sínum "eigins" Bördí og vera skemmtileg eins og henni einni er lagið.

Ég talaði við hana í síma í gær.

Jenný: Amma ertu pírípú?

Amman: Ha????

Jenný: É ekki pírú (smá fótaskortur), ég fara sundið mín með pabbamín. Góða nótt. (WHAT?)

Jenný er hamingjusamlega ómeðvituð um að Sundhöll Reykjavíkur var ekki byggð fyrir hana eina, en hún stendur í þeirri bjargföstu trú að aðrir sundlaugargestir séu þar í hennar boði.  Hún er grand á því stelpan og vill alveg leyfa öðrum að njóta með sér fasteignarinnar við Barónsstíg.

En eins og hún segir; Jenný alltaf góð, alltaf glöð og alltaf að skiptast á.

Barnið er verðandi VG ég get svo svarið það.

Njótið dagsins og ekki vera pírípú, það eru bara 95 dagar til jóla.

Úje


Hvenær drepur maður mann?

Ég veit minna en ekki neitt um Grímseyjarferjumálið, nema það sem ég hef séð í fréttum og hef ekki kynnt mér það sérstaklega.  En mér brá illilega þegar samgönguráðherra nefndi Einar Hermannsson, sem ábyrgan og lýsti því reyndar yfir að klúðrið væri honum að kenna.  Ég er einstaklega viðkvæm fyrir því, þegar fólk er tekið af lífi í fjölmiðlum, og veit hvaða áhrif það getur haft.  Nú er ég að reyna að átta mig á atburðarásinni hérna og er að klippa út í pappa fyrir sjálfan mig hérna á blogginu mínu, til að reyna að skilja hvernig menn eins og Kristján L. Möller, samgönguráðherra láta sér detta í hug að gera svona lagað. 

1. Samgönguráðherra segir að Einari Hermannssyni sé um að kenna og hann beri ábyrgð á peningasukkinu í kringum Grímseyjarferjuruglið.

2. Eftir umræður um Einar, hingað og þangað í fjölmiðlum, þar sem vegið er að starfsheiðri mannsins aftur og aftur, mætir Róbert Marshall í Kastljós, ver gjörðir ráðaherra með kjafti og klóm og er ekki á því, aldeilis, að eitthvað hafi verið gert á hlut skipaverkfræðingsins, né að ráðherra hafi gert nokkuð rangt.

3. Nú biður samgönguráðherra Einar afsökunar á að hafa nefnt hann sérstaklega þegar spurt var um ábyrgð í ferjumálinu.

Einar Hermannsson (sem égveit nákvæmlega engin deili á) þarf nú að kljást við að sjálfur ráðherra samgöngumála hefur gefið skít í hann opinberlega og það á fólk eftir að muna.  Leiðréttingar í litlum klausum og afsökunarbeiðnir, sitja síður eftir í minni fólks.

Ég spyr:

HVENÆR DREPUR MAÐUR MANN OG HVENÆR DREPUR MAÐUR EKKI MANN?


mbl.is Kristján biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margra manna maki!

1

Þúsund rósir og fleiri, á hún Jóhanna Sigurðardóttir inni hjá mér, fyrir að vera sá stjórnmálamaður sem stendur við það sem hún lofar og gott betur.  Jóhanna er með slagkraft á við heilan her stjórnmálamanna og ég óska þess að það væru fleiri til eins og hún.

Kona eins og Jóhanna gefur mér trú að það sé hægt að breyta hlutunum til hins betra og hún er alvöru málsvari þeirra sem þurfa að heyrast og sjást en gera það sjaldnast.

 


mbl.is Boðar frekari stuðning við fjölskyldur langveikra barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallærishefð aflögð.

1

Skelfing yrði ég glöð ef við Íslendingar fetuðum í fótspor sænskra frænda okkar og dömpuðum þessari hallærislegu hefð að láta feður "gefa" dætur sínar í hjónabandið, eða til brúðgumans.  Eins og um bústofn eða fasteign sé að ræða.  Hefðir eru ágætar nema þegar þær standa í vegi fyrir breyttum hugsunarhætti sem auðvitað fela í sér nútímalegri siði.

Séra Hallin ætlar að verða einn af þeim fjölmörgu prestum sem neitar að leyfa þetta miðaldafyrirkomulag í sínum athöfum.

"Pör sem gifta sig eru jöfn þegar kemur að fjármálum, stjórnmálum og gildum, en þegar þau koma í kirkjuna er konan skyndilega eign mannsins”, segir Hallin og bendir á að það sé ekki sænskur siður að fylgja brúði að altarinu, heldur hafi Svíar tekið þetta upp úr breskum og bandarískum bíómyndum."

Höfum við ekki líka apað þetta upp frá amerískum bíómyndum, eins og slaufubílana, hrísgrjónaregnið og allt hitt krúsidúlluverkið?

Svíar eiga það til að vera ári flottir á því.

Ójá.


mbl.is Karlremba að feður fylgi dætrum að altarinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur með augum auglýsingabransans.

202104

Ætli auglýsingabransinn, almennt, viti að konur hafi heila?

205203

Pæling.


Íhaldið í ham!

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn gefur út yfirlýsingar um breytingar á leikskólastarfsemi, gæsluvallapólitík og annað í þeim málaflokki fer um mig skelfingarhrollur.

Þegar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir talar um "nýja kynslóð gæsluvalla" grunar mig að þarna sé niðurskurður á þjónustu í farvatninu.

Það má vera að mínir fordómar gagnvart uppeldisstefnu Sjálfstæðisflokksins, tilkomnum vegna tilhneigingu þeirra til að húrra uppeldinu aftur heim í eldhús, í gegnum árin,  séu að verki.

Ef eitthvað jávætt kemur út úr þessum breytingum, borða ég alla mína sjóvettlinga.

Ójá.


mbl.is Hlutverk gæsluleikvalla endurskoðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með töluverðri virðingu fyrir lögreglunni..

..en róið ykkur á dramatísku tilburðunum.

Þeir láta eins og það eigi að afhjúpa eitthvað stórkostlegt listaverk.

Dópið er hulið pappírsrenningi og var "afhjúpað" kl. 10.

Hvað kostaði inn?

Ef konur létu svona, hvað ætli það yrði kallað?

Móðursýki?  Fyrirtíðaspenna?  Tunglsýki?  Dramakast?

Kannski allt þetta og meira til.

Á að blóðmjólka þenna fíkniefnafund til síðasta dropa?

Give me a farging break here!


mbl.is Lögreglan sýnir fíkniefnin sem fundust í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2988477

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband