Föstudagur, 8. maí 2009
Undrun Guðríðar
Guðríði Arnardóttur kemur verulega á óvart uppphæðirnar sem Kópavogsbær (lesist Gunnar Birgisson) hefur greitt til fyrirtækis dóttur Gunnars fyrir hin og þessi viðvik.
Ég las um þetta mál í kringum páska í DV en í kosningalátunum virðist fréttin hafa farið meira og minna fram hjá fólki.
Þar komu fram ýmis viðvik fyrirtækis dótturinnar fyrir pabba sinn ég meina Kópavog og eitthvað af þeim verkum voru greidd en höfðu ekki verið unnin.
Ég skil því ekki alveg undrun Guðríðar varðandi þetta mál.
Þar fyrir utan hélt ég að það væri fylgst með gerðum samningum og skilum á þeim af þeim sem stýra bænum.
Gunnar var létt móðgaður og stórlega misboðið þegar DV fjallaði um málið og spurði brostinni röddu (úps óheppilegt orðaval en ég læt það standa): Á að refsa fyrirtækinu af því dóttir mín á það?
En þetta téða fyrirtæki dóttur og tengdasonar virðist vera alveg svakalega hagstætt í verði og viðskiptum.
Annars er ég ekkert að gagnrýna hana Guðríði neitt voðalega en halló, er ekki kominn tími til að henda út spillingu, kunningjareddingum og einvaldsköllum og taka í staðinn upp gagnsæ vinnubrögð?
Svo næ ég ekki upp í nefið á mér yfir þessum kóngi í Kópavogi og vinum hans sem gera það að verkum að fyrir suma er gott að búa í Kópavogi.
Frekar ólekkerar týpur.
Kom verulega á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 7. maí 2009
Aumingja Eiður
Ég sem hélt að við Íslendingar værum í vondum málum með kreppuna, fjárhagsvanda heimilanna, yfirvofandi gjaldþrot þjóðarinnar, Icesave og atvinnuleysi og er þá fátt eitt upp talið af hörmungum vorum.
Stundum er nefnilega gott að horfast í augu við sjálfa sig, draga andann djúpt og átta sig á að maður er bara í þokkalegum málum miðað við það sem á suma er lagt.
Aumingja Eiður, ömurlegt að lenda í þessu.
Eiður Smári: Vildi ekki fagna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 7. maí 2009
Inn og út (um gluggann)
Hústökufólkið er alveg inn og út á Vatnsstígnum.
Gott hjá þeim, ég vil frekar að einhver búi í þessu húsi en að láta það standa þarna og grotna niður í eina allsherjar slysagildru.
En ég var að pæla í einu, það er ekkert hlaupið að því að fá lögregluna í snatt fyrir sig, þó manni finnst stundum ærin ástæða til, en nó gó, löggan er bissí og ég er í sjálfu sér með djúpan skilning á því.
En af hverju geta eigendur þessa húskofa á Vatnsstígnum fengið lögregluna til að ganga fram af slíkri hörku sem hún gerði í fyrsta skiptið, æi þið munið þegar lögreglan notaði líka tækifærið og reif nánast húsið fyrir eigandann, tók út heilu gluggakarmana og svona?
Hvað er svona merkilegt við að fólk setjist að í hálfónýtu húsi?
Er það merkilegra en heimilisofbeldi t.d.?
Er hægt að fá sérsveitina pantaða ef manni finnst gengið á eignaréttinn?
Ég botna ekkert í þessu, svei mér þá.
Segjast hafa tekið yfir húsið á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Gerum eitthvað!
Margir ungir krakkar í neyslu lenda í að verða burðardýr til að greiða upp skuldir sínar.
Þau hafa val um það eða alvarlegar líkamsmeiðingar á eigin kroppi eða það sem verra er, sínum nánustu, eins og ég þekki dæmi um.
Þetta unga fólk er sent til fjarlægra landa, eða Evrópu, skiptir ekki öllu nema þegar þau nást, og eftir situr spikfeitur eiturlyfjabaróninn ósnertanlegur með öllu en líf ungrar manneskju er eyðilagt fyrir lífstíð.
Við teljum okkur vera góðar manneskjur Íslendingar og ég held að við séum það svona meira og minna.
Við getum ekki vitað af þessum manni þarna, þrátt fyrir að hann sé sekur um alvarlegan hlut og látið hann rotna þarna í ógeðsfangelsinu í Brasilíu ef nokkur möguleiki er á að grípa inn í.
Það meiðir mig inn í hjarta að lesa blogg fólks sem hlakkar yfir örlögum þessa unga manns.
Hversu ljótt og siðlaust er það?
Þetta gerir fólk sem er réttu megin við siðferðisstrikið og á að heita með eðlilega dómgreind.
Ég skil þetta ekki, hvaðan kemur þessi óþverraháttur?
En hvað um það.
Íslensk stjórnvöld verða að grípa inn í, reyna að koma Ragnari E. Hermannssyni til hjálpar.
Svo má setja allt á fullt við að finna bölvaðan glæpahundinn sem selur og flytur inn dóp og notar ánetjaða fíkla í skuld til að leggja líf sitt undir meðan hann gengur um í samfélagi manna óáreittur.
Gerum eitthvað!
Ég á eftir að deyja hérna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (89)
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Nauðgun - alvarlegur glæpur
Nauðgunum þar sem árásarmenn eru fleiri en einn virðist vera að fjölga.
Þessi skelfilegi glæpur verður æ hryllilegri, grófari og ofbeldisfyllri.
Refsingarnar eru sjaldnast í samræmi við alvarleika brotsins.
Refsiramminn fyrir nauðgun er sá sami og í morðmálum.
Er einhver von til að dómskerfið fari að senda skýr skilaboð til ofbeldismannanna og nota betur það svigrúm sem þeim er gefið innan lagana?
Mikið skelfing ætla ég að vona það.
Lögreglan rannsakar nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Frankestein dýraríkis, epplingar og lyklar á Kletthálsi
Fréttir eru ekki alltaf fréttir í sjálfu sér heldur meira svona lýsing á stemmingu, jafnvel prívat skoðunum þess sem heldur á pennanum.
Á Ísafirði varð útlendur ökumaður fyrir því að loka bíllyklana inni í bíl þar sem hann var staddur á Kletthálsi.
Svona klúður hendir ekki Íslendinga. Aldrei nokkurn tímann. Við læsum ekki bíllykla inn í bílum og þá aldrei á Kletthálsum heimsins.
En ég fór á frábæran fyrirlestur hjá næringarþerapista í gær.
Varð margs vísari.
Veit til dæmis að spelt er ein af þeim mjöltegundum sem verður að vera lífræn til að það skili sér í gróða fyrir kroppinn.
Komst líka að því að venjulegt smjör (ekki mýkt) er hollara og betra en léttoglaggottið og systkini þess í hillunum í búðinni.
Við vindum okkur nú yfir í lífrænt ræktaða ávexti.
Ég keypti einu sinni lífrænt grjót, æi ég meina döðlur en þær eru auðvitað minni og harðari en risastóru spíttræktuðu döðlurnar. Fékk að vita að ég hefði átt að leggja þær í bleyti.
Þetta vissi ég ekki og notaði því þær lífrænt ræktuðu í mitt vikulega grjótkast við nágrannana.
Svo að eplunum.
Lífrænt ræktað epli, til dæmis, er lítið og aumingjalegt og það er vegna þess að epli eru ekki hlussustór og glansandi frá náttúrunnar hendi. Þau eru búin til á rannsóknarstofum og eru Frankensteinar ávaxtaríkissins.
Mér létti, þessi horrorepli sem ég hef verið að kaupa í stórmörkuðum og hræddu úr mér líftóruna með stærð sinni og glansi eru þess vegna ekki epli, í sannri merkingu orðsins, þau eru stökkbreytingar, meira svona epplingar.
Héðan í frá mun ég reyna að kaupa lífrænt ræktað þar sem því verður við komið.
Hver vill verða fyrir árás ógeðisepla sem gætu jafnvel farið að tala til manns frá ávaxtaskálinni.
Þessi epli sem ég kaupi fyrir jólin og má spegla sig í eru bónuð.
Ég meina það, kommon, maður ber ekki gólfefni á mat.
Nú verð ég leidd fyrir aftökusveit vegna þessara pælinga minna.
Það kemur einhver eplaheildsali og lemur mig í hausinn með kílói eða svo.
Gott að eplamálin í lífi mínu eru að komast á hreint. Einu vandamálinu minna að díla við.
Farin að skoða í grænmetisskúffuna.
Hver skyldi vera Swartzenegger grænmetissins?
Í alvöru, vitum við hvað við erum að leggja okkur til munns?
Ha?
Læsti bíllykla inni upp á Kletthálsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Hver hefur sinn djöful....
Ítalir eru með Berlusconi.
Við drögnumst með Davíð Oddsson.
Djöfuls leiðindi.
Berlusconi snupraður í fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 5. maí 2009
Fáfíklar, þrífíklar og fjölþjófar
Það er hægt samkvæmt einhverjum geðlækni (?) að vera fjölfíkill og skorta vilja eða kjark til að taka á sínum málum!
Vá, hafa einhver undur og stórmerki komið fram í læknavísindunum sem rennir undir það stoðum að það sé eingöngu vilji og kjarkur sem til þarf?
Er búið að afsanna að fíkn sé sjúkdómur? Auðvitað er sjúkdómshugtakið umdeilanlegt en alkóhólismi (sama hvort rýkur, rúllar eða rennur) var skilgreindur sem slíkur innan læknisfræðinnar síðast þegar ég vissi.
Við þurfum að fá öppdeit frá þessum geðlækni hérna.
En að glæpamanninum.
Í fréttinni er hann greindur sem fjölfíkill.
Hm...
Ég var í róandi og áfengi, er ég þá fáfíkill?
Eða tvífíkill?
Ég heiti Jenný og ég er tvífíkill.
Aðrir þrífíklar, fjórfíklar og þegar efnin eru orðin fleiri þá fjölfíklar?
Ef maður reykir og étur eins og enginn sé morgundagurinn þá bætast væntanlega tvær fíknir við í nafnbótina. Úje!
Svo eru það endurkomumennirnir sem þurfa að fara aftur og aftur í meðferð áður en þeir ná að stilla sér upp sólarmegin á lífsgötunni.
Þeir eru pjúra þráfíklar.
"Maðurinn var fundinn sekur um ítrekuð umferðarlaga- og fíkniefnabrot. Þá var hann sakfelldur fyrir að stela kókflösku, neskaffi og mjólk úr verslun."
Halló, fjölþjófurinn þinn. Skammastín" Kók, kaffi OG mjólk!
Rólegur á græðginni.
Nei þá er betra að koma heilli þjóð á rassgatið og fá orðu á Bessastöðum í leiðinni.
Flytja svo lögheimilið sitt til útlanda og verða aldrei sóttur til saka.
Bilað ástand?
Nei, nei, allt í góðu og svona bara.
Rugl.
Fjölfíkill í skilorðsbundið fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 5. maí 2009
Hver hélt framhjá mér?
Ég elska heimskulegar kannanir.
Þær hafa oft og iðulega bjargað hjá mér heilu dögunum.
Eins og þessi; krakkarnir (lesist ökumenn af báðum kynjum, jájá) á lúxusbílunum eru líklegri til að halda framhjá en þeir á venjulegu rennireiðunum.
Fletti, fletti, flett í heilabúi. Nebb, ég slepp með mína kærasta og fjölmörgu eiginmenn. Allt lúserer í bílalegum skilningi.
Öðlingar í öðrum skilningi.
Sjúkkkkkitt.
Ekki að það skipti máli svona eftir á. Það sem er búið er búið og þeir mættu hafa átt tugi kvenna í takinu mín vegna meðan ég var hamingjusamlega ómeðvituð um það.
Svona eftirá sko, ekki á meðan ég var með þeim, þá hefðu höfuð einfaldlega fokið.
En nú vantar nýja rannsókn á strætófólkið.
Er fólk sem ferðast með strætó líklegra til að halda framhjá en reiðhjólafólkið?
Eru reiðhjólmenn alltaf skimandi upp í strætógluggana í leit að að hankí pankí bölvaðir?
Þetta er spurning sem heimurinn stendur frammi fyrir núna og bara verður að fá svar við.
Svo er það fólk eins og ég, sem þorir ekki að keyra bifreiðar og er því yfirleitt með einhvern sem gerir það fyrir mig í fylgdarliði sínu.
Er fólk í minni stöðu líklegra til framhjáhalds?
Úff, ég gæti sagt ykkur sögur.
En ég ætla ekki að gera það.
Þið getið lesið um það í endurminningum mínum sem koma í bókabúðir innan tíðar.
Jeræt, það sem þið eruð forvitin börnin mín á galeiðunni.
Súmí.
Líklegastir til þess að halda framhjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 5. maí 2009
Fitjastefnan og Útlendingalögreglan
Ég er komin með upp í kok af kerfiskörlum sem virðast hafa lög og reglur í hjartastað og beita þeim óspart fyrir sig þegar reynt er að benda þeim á að þeir eru að fjalla um líf og örlög fólks.
Útlendingastofnun er held ég sú ómanneskjulegasta stofnun sem hér hefur verið búin til og að því er virðist til þess eins að koma fólki úr landi sé þess nokkur kostur.
Ég vil ekki hafa þetta svona, og ég er svo sannarlega ekki ein um það.
Haukur Guðmundsson, forstjóri Útlendingastofnunar er jafn mannlegur og grjótmulningsvél (að vanda) þegar Morgunblaðið spyr hann um hvort undirskriftalistar íbúa Seyðisfjarðar til stuðnings Japsý Jacob, sem þar býr og starfar en á nú að henda úr landi, hafi áhrif á mál hennar og svarar með eftirfarandi hætti:
"Það er engin heimild í lögum til þess að gefa út dvalarleyfi á grundvelli undirskriftalista, það er bara svo einfalt."
Það vantar bara að hann bæti við: Nananabúbú, aularnir ykkar.
Hafið þið heyrt það fallegra: "Bara svo einfalt"?
Útlendingastofnun sem reyndi að flikka upp á ímynd sína með því að hætta að heita "Útlendingaeftirlit" hefur ekkert breyst.
Svörin frá Hauki Guðmundssyni eru nákvæmlega í takt við þau svör sem við fengum eftir að hann flutti Paul Ramses úr landi í skjóli nætur í fyrra.
En þar beittu borgararnir þrýstingi.
Það er Útlendingastofnun sem á heiðurinn að hönnun og hugmyndafræði Fitjastefnunnar þar sem hælisleitandi fólk er haft í félagslegri einangrun mánuðum, jafnvel árum saman, á meðan þeir tjilla lesandi lög og reglugerðir á stofnunni.
Þetta er okkur ekki sæmandi gott fólk.
Ég vænti þess að nýr dómsmálaráðherra, hver sem hann verður, fari í að lofta út úr þessari mannfjandsamlegu stofnun þar sem Haukur Guðmundsson og hans líkar ráða ríkjum.
Útlendingastofnun á að heita Útlendingalögreglan til að standa undir nafni.
Köllum bara skóflu, skóflu.
Svei mér þá.
Engin lög um dvalarleyfi á grundvelli undirskrifta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr