Mánudagur, 4. maí 2009
Kastljósið og heimilin
Ég var að horfa á Kastljósið.
Ég skil ekki hann Gylfa, mér finnst hann algjörlega heillum horfinn eftir að hann varð ráðherra, og mér fannst þetta sérstaklega áberandi núna.
Það breytir ekki því að hann sem ráðherra fer auðvitað ekki að taka undir með fólki að það hætti að standa við skuldbindingar sínar.
En hann er orðinn eitthvað svo mikill.. ja, ráðherra ala íhaldsmódelið.
Mér finnst líka ábyrgðarhluti að hvetja fólk til að greiða ekki af lánunum sínum, hver sem það gerir, en það endar auðvitað með ósköpum fyrir alla, bæði menn og þjóð.
Fyrir utan, að það er skelfilega erfitt andlega að standa í slíku, hvað sem hver segir eða því trúi ég að minnsta kosti.
Ég er svolítið höll undir lögfræðinginn og manninn frá Hagsmunasamtökum heimilana sem komu í Kastljósið, báðir skýrir og frómir menn sem töluðu þannig að það skildist.
En halló, þetta viðtal við mann sem er hættur að borga var kannski ekki hið týpíska neyðardæmi, þó ég sé ekki að gera lítið úr slæmri stöðu mannsins, en hann varð atvinnulaus núna um mánaðarmótin.
Hann hætti að borga í september, hann er enn með tvo bíla.
Ég ætla að leyfa mér að benda á að það er fólk sem er bíllaust, atvinnulaust síðan í hruni og hefur þurft að lifa af lágum atvinnuleysisbótum frá því í haust.
Ég vil heyra frá því fólki.
Enn og aftur tek ég fram að ég er ekki að gera lítið úr neinum, það eru bara enn verri dæmi sem kannski myndu frekar opna augu þeirra sem með fjármál ríkisins fara.
Það er nefnilega svo skelfilegt ástand víða um landið, það má m.a. sjá á auknum tilkynningum til barnaverndarnefnda.
Á hvaða leið erum við eiginlega?
![]() |
Furða sig á ummælum ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Mánudagur, 4. maí 2009
Mannréttindabrot?
Reykingar eru viðkvæmt mál hjá mér.
Af því ég er ekki enn hætt sko.
Málið er að það þrengir að mér meir og meir með hverjum deginum sem líður.
Hóst.
Ég hef farið mikinn um reykingafasisma hér á minni síðu, það mannréttindabrot að við sem reykjum megum ekki kveikja í á opinberum stöðum, eða á kaffihúsum og á djamminu, guð hjálpi mér, en ég er ekki á leiðinni þangað.
Þetta er auðvitað brot á réttindum og algjör tvöfeldni í þokkabót vegna þess að ríkið selur stöffið og vill svo ekki kannast við neytendurna.
Dílarinn gefur auðvitað skít í viðskiptavininn, gömul saga og ný.
En ég er sem sagt í vandræðum.
Það eru allir, nema auðvitað hinn kærleiksaðilinn sem eru hættir að reykja.
Stelpurnar mínar eru hættar.
Flest allar mínar vinkonur líka.
Og allt þetta fólk spennir í mig augun, mismikið samt, hefur áhyggjur af því að ég gangi frá mér.
Svo er það dálítið "trailortrassað" að reykja.
Og ég er sjálf farin að skammast mín fyrir að halda þessu áfram.
Alltaf að undirbúa hættingu.
En einhvern tímann hefði mér fundist þetta ógeðslega krúttlegt frétt.
Reykið eða yður mun refsað verða!
Tilbreyting í því.
Er það ekki fokkings mannréttindabrot líka?
Hm..
Farin í smók.
![]() |
Skipað að auka reykingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 4. maí 2009
Koma svo
Ég er eitilharður stuðningsmaður vonandi verðandi ríkisstjórnar.
En það eru forréttindi að fá að hafa fast land undir fótum, kæra Jóhanna.
Allir eru að bíða og bíða.
Reyndar telst þetta ekki langur tími í stjórnarmyndunarviðræðum en ástandið er ekki alveg hefðbundið heldur.
Væruð þið ekki til að rumpa þessu af bara?
Svo biðinni ljúki og það sem ekki síst er um vert;
að bitru Framsóknarmennirnir hætti að tuða, á öllum bloggum og bara alls staðar.
Arg.
Koma svo.
![]() |
„Viljum hafa fast land undir fótum“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 3. maí 2009
Muniði?
Ég man aldrei eftir að það væri talað um kynlífsfíkla þegar ég var barn, unglingur, ung kona og alveg þangað til núna nýlega, svei mér þá.
Það var heldur aldrei talað um átfíkla, spennufíkla eða fólk með lesti og bresti, sem um sjúkdómsástand væri að ræða.
Lengi vel var heldur ekki talað um fíkla varðandi ofnotkun (misnotkun) á vímuefnum.
Það voru einfaldlega til skilgreiningar eins og rónar, dónar, fitubollur og önnur hlýleg lýsingarorð á borð við slík, sem bar vitni opnum huga og miklu fordómleysi samfélagsins.
Hm...
Ég man reyndar bara eftir Leibba dóna, ef við tökum kynlífselementið sem dæmi, sem var svo alls enginn dóni þegar á reyndi heldur áhugamaður um armbandsúr og örlítið nærsýnn með því greyjið.
Svona var lífið einfalt.
(Sem það var auðvitað ekki, allt í felum á bak við byrgða glugga auðvitað).
En ég hékk í volæði mínu inni á ljósmyndasafnsvefnum í dag og rakst þar á nokkrar myndir af fólki frá sólbekkjabrjálæðistímabilinu.
Áttatíuogeitthvað.
Munið þið hversu viðurstyggilega brúnir allir voru þá?
Með sítt að aftan?
Og herðapúða dauðans?
Ég var nefnilega brúnkufíkill. Vissi það auðvitað ekki þá, það er bara núna sem það er að renna upp fyrir mér.
Ég hefði sennilega hent matarpeningunum í ljósabekkinn hefði ég þurft að velja (jabb).
Komst ég ekki í mína nánast daglegu ljósatíma leið mér eins og vélritunarblaði í óopnuðum pakkanum.
Eða eins og Snæfinni Snjókall nýkomnum úr yfirhalningu.
Þá sjaldan sem ég komst ekki í ljósin gat ég ekki beðið með að komast í tíma daginn eftir og þá tvo.
Svo hlustaði ég aldrei á músík á meðan ég lá í bekknum.
Mér fannst einhvern veginn að athyglin á brúnkuvinnunni yrði að vera hundraðprósent, ekkert mátti leiða hugann frá verkefninu.
Svona jafn gáfulegt og að taka sér frí úr vinnunni til að safna hári.
Er þetta ekki bilun?
Minnir mig á þessa elsku hér.
Sjitt, svona læt ég þegar ég hef lofað sjálfri mér að blogga bara fíflafærslur.
Mun leita mér hjálpar hið bráðast.
Jeræt.
![]() |
Kynlífsfíklum fjölgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 3. maí 2009
Ég er glötuð!
Þetta vorið hef ég hagað mér algjörlega út úr korti með margt.
Vígin falla hvert af öðru, prinsippunum mínum hent á gólfið og þar hef ég hoppað á þeim og sparkað þeim út í horn, eins og um úldnar borðtuskur væri að ræða.
Þetta er skelfilegt!
Það prinsipp sem minnst er heilagast, þetta með að hata Júróvisjón í verki og horfa ekki á neitt sem tengist því er kolfallið. Algjörlega farið í vaskinn!
Ég gæti tekið "stjórnmálamanninn" á þetta og hent ábyrgðinni á þrálát veikindi sem hafa verið að hrjá mig undanfarið og því haldið mér meira og minna innilokaðri á menningarheimili mínu hér í hjarta borgarinnar, en ég ætla ekki að gera það.
Þetta varðaði bara svona.
En mikill rosalegur urmull af glataðri músík er í þessari keppni.
Algjör ráðstefna fyrir hæfileikalausa lagasmiði.
En það eru undantekningar.
Plebbinn ég féll fyrir Noregi.
Og Jóhönnu Guðrúnu.
Svo horfði ég á sænska panelinn (í þættinum þar sem Eiríkur Hauks sat til skamms tíma og gaf álit sitt), og þar voru menn yfir sig hrifnir af okkar framlagi með Jóhönnu Guðrúnu.
Nema ein kerling, en hún var mjög óaðlaðandi manneskja () hinir fimm féllu í stafi.
Ætli við vinnum?
Nei, en það mun Noregur gera, ekki spurning.
Úff, bara að mér fari að batna, þetta er að eyðileggja töffaraímynd mína algjörlega.
Later og góðan daginn.
![]() |
Íslandi spáð góðu gengi í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 2. maí 2009
Fyrirgefðu Gylfi!
Ég verð eiginlega að biðja Gylfa hjá A.S.Í. afsökunar á framhleypni minni.
Mér varð nefnilega á að skrifa varnarfærslu fyrir hinn búandi skríl á Austurvellinum í gær.
Þetta er sem sagt allt byggt á misskilningi.
Gylfi hefur útskýrt að laun hans sem eru milljón á mánuði séu ekki óeðlilega há.
Þar fyrir utan þá er sú staðreynd að hann er í Samfylkingunni og harður fylgismaður inngöngu í Evrópusambandið fullkomlega eðlileg hjá verkalýðsforkólfi alls almennings úr öllum flokkum, með allar skoðanir á öllum fjandanum.
Fyrirgefðu Gylfi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Laugardagur, 2. maí 2009
Fyrir svo löngu
Þessi frétt kom mér á dúndrandi fortíðarfyllerí.
Breyttur útivistartími barna. Þetta er bara krúttlegt og hefur verið við líði svo lengi sem ég man eftir.
Reyndar minnist ég þess samt ekki að við höfum verið látin fara eftir honum í Vesturbænum í denn.
Í minningunni voru sumarkvöldin óendanlega löng og brennó, kýló, fallin spýta, Hollíhú, parís, teygjó, snúsnú og sipp í gangi langt fram eftir kvöldi. Í portinu á Verkó sko.
Lyktin situr eftir í minninu líka, svona fersk vor- og sumarlykt.
Það var aldrei kalt.
Alltaf sól.
Ég man að minnsta kosti ekki eftir annarri tegund af veðri.
Svo kölluðu konurnar út um gluggana eins og það stæði í samningi sem þær hefðu gert við ósýnilegan vinnuveitenda, svona fjórum sinnum á dag, ávallt hvor ofan í aðra.
Jenný; Matur/kaffi (drekkutími hét það á öðrum heimilum en amma mín hefði aldrei tekið sér það orð í munn) og svo var auðvitað gargað: Gættu þín/komdu/ekki óhreinka þig og svo fengu strákarnir sem stundum voguðu sér of nálægt sinn skammt líka: Sigurður; þú skalt eiga mig á fæti ef þú meiðir hana Jennýju, snáfaðu burt skömmin þín/ómyndin þín/pörupiltur/drengandskoti og önnur kærleiksorð voru látin falla gagnvart hinu gagnstæða kyni af mæðrum í gluggunum.
Ljúfir dagar.
Stundum hljóp á snærið og það var steðjað í sjoppuna, Reynisbúð, Kron, til Jafets og keypt nammi.
Haltukjaftibrjóstsykur, kúlutyggjó, fánakúlur, Krummalakkrísborða, gospillur og fleira dásamlegt.
Nú eða ég stillti mér fyrir utan mjólkurbúðina og beið eftir að vínarbrauðin kæmu í hús og fékk enda.
Og ekki má gleyma ferðunum í Frímerkjahúsið að kaupa servéttur og leikaramyndir.
Halló, hvert fór tíminn?
Mig langar að verða tíu ára aftur, sko fram á haust.
Mér finnst það lágmarks krafa eftir allt sem á mig hefur verið lagt.
Dæs, dæs, dæs.
Hvers á maður að gjalda.
Ég setti þarna inn myndir þegar verið var að malbika Hringbrautina mína og svo af róló við Vesturvallagötu.
Annars bendi ég áhugasömum á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur, þar er nostalgíumeðal fyrir alla þjóðina, ég segi ekki meira.
![]() |
Útivistartíma barna breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 1. maí 2009
Ímynduð björgunarþörf og æsandi raunveruleiki á bók
Vitið þið að það mætti bjarga börnunum mínum óteljandi oft úr ímyndaðri hættu vegna misskilnings í staðinn fyrir þann skelfilega möguleika að enginn kæmi þegar á þyrfti að halda og þau í hættu stödd.
En það er bara ég.
Annars er ég að lesa nýjasta bókarkreisið um hrunið; "Sofandi að feigðarósi", eftir Ólaf Arnarson, sem selst núna í bílförmum.
Í bókinni er gerð grein fyrir atburðarásinni sem leiddi til þess að bankakerfið á Íslandi varð gjaldþrota í október síðastliðnum og sagan rakin fram á vor.
Ég hélt að raunveruleikinn gæti seint slegið skáldsagnaheiminum við í lygilegri atburðarrás.
Þar fór ég villur vegar.
Það sem gerðist á þessu landi í haust (og er jafnvel enn að gerast á bak við tjöldin) er mergjaðra en nokkurt ævintýri.
Ég mæli með því að þið lesið þessa bók.
Fræðandi og spennandi, því miður kannski, en svona er lífið.
![]() |
Óþörf björgunaraðgerð í Gróttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 1. maí 2009
Fólkð búar - það skil ég
Ég hef aldrei unnið líkamlega erfiðisvinnu, ef frá eru taldar þessar vikur sem ég vann í frystihúsi, um það leiti sem Bobby Kennedy var skotinn en ég var rekinn þann dag vegna þess að ég sprautaði að gamni mínu úr þrýstislöngu framan í verkstjórann.
Honum var sem sagt ekki skemmt. Það kom til vegna gusanna sem lentu aðallega í andlitinu á honum, um áhrif dauða Bobbís á verkstjórann veit ég ekkert um. Hann minntist ekki á það einu orði.
Hann sagði reyndar ekkert, var eins og herptur handavinnupoki í andlitinu og benti mér út.
Föðurafi minn, Guðmundur Ingvarsson, sem útvegaði krakkakvikindinu vinnuna var miður sín, enda mátti hann ekki vamm sitt vita.
Jú, svo vann ég í einhverja mánuði sem gangastúlka á Landakoti þegar ég gekk með frumburðinn minn.
Þar held ég að mínum ævintýrum í líkamlegri vinnu sé lokið.
Ég hef reyndar alltaf verið í skemmtilegum störfum, nánast ótrúlega heppin með það.
En ég tilheyri auðvitað verkalýðnum, launþegum, en ekki hvað.
Ég kem af venjulegu alþýðufólki, ósérhlífnu og hörkuduglegu, langafi minn, t.d. mætti á niður á bryggju í úrvalið, þegar daglaunavinnan var og hét.
Stundum var hann sendur heim, eins og fleiri, enda margir kallaðir en fáir útvaldir.
Mér var sagt að það hafi verið ákaflega þungt í Jóni Jónssyni frá Vogum á þeim tíma.
Það sem ég er að reyna að koma að hérna er einfaldlega sú staðreynd að nútíma verkalýðsforkólfar snerta ekki streng hjá venjulegu vinnandi fólki.
(Að undanskildum einum eða tveimur, annar þeir heitir nafni sem byrjar á Guðmundur, hinn Aðalsteinn).
Enda eiga þeir ekkert sameiginlegt með umbjóðendum sínum, virðist vera himinn og haf þar á milli.
Þetta eru jakkaföt, framkvæmdastjórar og ekkert að því svo sem, ef þeir væru ekki að fara fyrir röngum hópi manna sem þeir þekkja vart.
Ég skil vel að fólk skuli búa á þá.
Svo sendi ég almennum launþegum þessa lands baráttukveðjur á þessum 1. maí í kreppunni.
Annars er það efni í aðra færslu, ævintýri mín á vinnumarkaði, þegar ég vann á Landakoti og var ólétt, ógift og var falin í eldhúsinu. Skömmin var nunnunum óbærileg.
Það kemur seinna.
Annars er ég alveg hipp og kúl í verkamannsins kofa hérna.
Því lýg ég ekki.
![]() |
Nýjan sáttmála um stöðugleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 1. maí 2009
Mensan og tærnar
Ég vaknaði ekki hress í morgun á þessum hátíðisdegi.
Eftir langan tíma af raddleysi, inntöku myglulyfja og alls kyns árásaróðum flensugerlum, er ég nánast búin að missa húmorinn.
Ég hef til að mynda engan húmor fyrir því að tveggja ára barni skulið troðið inn í gáfumannafélagið Mensu.
Mensa er eins og allir vita gáfumannafélag sem er til í vel flestum löndum. Inngönguskilyrði eru þau að þú komir vel út á gáfnaprófunum sem þeir hafa þróað.
Fyrir mér er þetta skortur á góðri sjálfsmynd, mikilmennskubrjálæði og gífurleg þörf fyrir að geta blakað félagaskírteini upp á að þú sért æðislegur, ofboðslega gáfaður, algjört séní og mikið klárari en vel flestir, sem veldur því að svona selskapur verður til.
Svo á að troða barni inn í félagsskapinn. Tveggja ára smábarni.
Halló!
En svo furðulegt sem það nú er þá er ekki eins og þú þjálfir þig upp í að vera klár í kollinum. Auðvitað geturðu lært og þjálfað heilann endalaust, en ef úthlutunin er ekki beysin í upphafi þá tekur heilinn ekki sönsum.
Það er svona jafn "gáfulegt" og að stofna félag fólks með fallegar tær.
Og þó ekki, það eru til lýtalæknar, má redda ljótustu tám, sem er fínt og hér er ég komin með hugmynd mér til handa. Er með forljótar tásur eftir áralangar misþyrmingar á þeim í alls kyns háhæluðum skóm.
Það er ekki hægt að drífa sig með heilabúið til lýtalæknis, nú eða skipta um og bæta við líffærið.
Við notum það varla, vitum mest lítið um innihald viðkomandi líffæris og verðum að gera það besta úr úthlutuninni sem við fengum.
Þrátt fyrir að hafa tæpast unnið til þess sjálfur að fá heila vel yfir meðallagi í fúnksjón þá á fólk í "gáfumannadeildinni" til að ganga um með attitjúd og láta eins og það standi á verðlaunapalli eftir harðan kappleik og hafi unnið sig upp frá núlli.
Halló.
En kannski er húmorinn á leiðinni.
Þetta er eiginlega of "gáfulegt" til að hlæja ekki að því.
Mensa here I come!
(Ókei, ég veit að Mensufólkið hittist og reynir að bjarga heiminum, blablabla og vonandi getur sú litla lagt sín lóð þar á vogarskálar).
![]() |
2 ára stúlka í gáfumannasamtök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr