Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Föstudagur, 31. júlí 2009
Litli Landsímamaðurinn hvað?
Það er talað við konu í Mogganum í dag sem lenti í því að klóakið stíflaðist í sumarbúðstaðnum sem hún dvaldi í og svo ætlaði hún á tónleika með Helga Björns í Valhöll en við vitum hvernig það fór.
Tónleikarnir hurfu í reyk.
Það sem ég skil hins vegar ekki af hverju fjölmiðlar hafa ekki hangið á mínum húni.
Ég var beisíklí síðast kaffigesturinn á þessu sögufræga hóteli eins og frægt er orðið.
En þar sem húsbandið gleymdi að taka með sér sígó og það var bara sitthvor í pakkanum þá stöldruðum við ekki lengur við en sem nemur svona korteri.
En þarna sátum við í sólinni með Norsurum og Svíum á þessu föstudagseftirmiðdegi sem verður skráður í sögubækur, og þá hefur sennilega verið farið að rjúka.
Vonandi var það ekki sígóstubburinn logandi sem ég henti inn um opinn glugga á hótelinu sem magnaði eldinn.
Nei, nei, en ég upplifi mig ógeðslega merkilega vegna nærveru minnar við þennan atburð sem er auðvitað hörmulegur og ekkert öðruvísi.
Skrýtið samt að ekki einn fjölmiðlungur hafi viljað taka við mig exklúsív opnuviðtal með mig reykjandi á forsíðu vegna nálægðar minnar við söguna.
Ég sem er litla Valahallarkonan með insæd informeisjón.
Litli Landsímamaðurinn hvað?
Skömm aðessu.
Klóakið stíflaðist og hótelið brann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 31. júlí 2009
Í nafni Óðins og Þórs
Ég fór einu sinni á útihátíð.
Þar sem ég átti foreldra og aðra aðstandendur sem létu ekki hópþrýsting hræra við sér varð ég að bíða þar til ég varð 16.
Ég man eftir þessu hæpi í kringum verslunarmannahelgi og að ég gekk í gegnum þvílíka sorg yfir að fá ekki að slást í hópinn á meðan ég var ekki komin á samningsstigið við foreldrana.
Allir vissu þá og vita enn að verslunarmannahelgin er fyrir flesta unglinga sem fá að fara á eigin vegum út í sveit, aðgöngumiði að flippuðu djammi.
Með afleiðingum því miður eins og dæmin sanna.
Ég fór sem sé í Mörkina þegar ég var 16 og heldur betur búin að missa af hormónalestinni því ég fór heim daginn eftir með vegaeftirlitsmanni.
Það var nákvæmlega ekkert sjarmerandi við fjöldafylleríið, ekki einu sinni fyrir mig sem kallaði nú ekki allt ömmu mína.
En hvað um það.
Verslunarmannahelgin er opinbert leyfi á fjöldafyllerí.
Svo getur fólk móðgast ef það vill og haldið því fram að það sé vondur minnihluti sem hagi sér eins og bilaðir valtarar á stjórnlausri leið niður brekku en það er ekki þannig, það er nefnilega meirihlutinn sem fer á húrrandi fyllerí.
Svo eru tjaldbrennurnar þar sem öllu lauslegu er hent á eld í versta falli en skilið eftir út um allt í besta.
Ég hef hins vegar aldrei verið í Vestmannaeyjum um þessa helgi og veit ekkert hvernig sú skemmtun artar sig nema af því sem ég les í blöðum.
Í nafni Óðins og Þórs hagið ykkur.
Það er nefnilega líf eftir þessa helgi.
Margir á ferli í Eyjum í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Að vera hálfviti í félagsskap snillinga
Þarf ekki að setja þetta AGS-lið á samskiptanámskeið?
Vaða í fjölmiðla áður en þeir tilkynna Íslenskum yfirvöld um frestun á afgreiðslu lánsins?
Og enn bíðum við.
Smekklegt. Þetta lið reynir ekki einu sinni að þykjast bera lágmarksvirðingu fyrir Íslandi.
Annars skil ég ekki hvernig við gátum lent í bankahruni og öllum þessum hörmungum við Íslendingar.
Sko miðað við alla sérfræðingana hér á blogginu, í fjölmiðlum og annars staðar, þá erum þeir með öll svörin og kunna þetta upp á sína tíu fingur.
Ekki kjaftur setur spurningamerki við eigin skoðanir.
Þær eru í öllum tilfellum það eina rétta, viskan drýpur af þeim.
Nema ég offkors og aðrir tvístígandi hálfvitar sem sveiflast í skoðunum eftir því sem upplýsingar berast.
En ég segi það satt, með alla þessa sérfræðinga ættum við að vera í góðum málum.
Svo sagði Bjarni Ben í kvöldfréttunum að þetta væri nú ekki mikið mál þó AGS frestaðist.
Hann er líka einn sérfræðingurinn til sem þarf svo enga ábyrgð að taka.
Rosalega vildi ég vera svona örugg með mig.
Formleg niðurstaða um frestun endurskoðunar AGS ekki komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Hver þarf eiginlega peninga?
Þar höfum við það.
Þá geta þeir slappað af sem mest hafa djöflast.
Nú bíð ég eftir að Bjarni Ken og Sigmundur Davíð ásamt fleirum mætum stjórnarandstæðingum fari að tala um að það sé ekki tenging á milli Icesave og AGS-lánsins.
Og hver þarf peninga eiginlega?
Ekki við sýnist mér
Bömmer.
En það er svo annað mál að við hefðum betur látið AGS eiga sig í upphafi.
Enda þeir algjörlega misheppnuð stofnun með eintóma bömmera á cívíinu.
Núna liggja nefnilega öll bjargráð í gegnum þá.
Landstjórnin á Íslandi er AGS.
Og gott fólk - við erum hér með í djúpum skít.
Afgreiðslu AGS frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Fleygði manni í gólf og kom fram vilja mínum við hann
Kannski eiga fréttir um hver greiðir mest í Reykjavík og út um hin ýmsu skattaumdæmi á landinu, erindi við fólk.
En mér leiðast þessi rapport alveg óskaplega.
Mér þætti nær að það yrðu skrifaðar fréttir um liðið sem á peninga í tonnum en greiðir lítinn sem engan skatt.
Ég er kannski ósanngjörn þegar ég segi og skrifa að útrásargelgjurnar komast ekki í námunda við að gjalda fyrir mistökin og græðgina með þessum milljónum sem þeir borga til samneyslunnar.
En í morgun vorum við hér á kærleiks að ræða það yfir fyrsta kaffibolla dagsins (sem við í kreppunni drekkum sameiginlega með röri bara svo það sé á hreinu að við þjáumst hérna), að það væri skelfilegur skortur á jákvæðum fréttum þessa dagana.
Ég: Já en það er ekki hægt að flytja jákvæðar fréttir af þeim manngerðu hamförum sem nú ganga yfir þjóðina. Hvaða jákvæðu fréttir myndu hugnast þér?
Hann: T.d. að það væri búið að frysta eignir útrásarunglinganna og svo væri ekki leiðinlegt að umheimurinn kæmi skemmtilega á óvart með að styðja okkur í baráttunni við risana um Icesave.
Ég: Halló, ertu á sveppum? Heldurðu að það verði?
Hann: Kannski. Manstu eftir einhverju jákvæðu. Ég hreinlega verð að fá að heyra eitthvað fallegt.
Ég: Já, ríkið fær ógeðslega mikla peninga í gegnum Tryggingastofnun þegar fjármagnstekjurnar verða dregnar af elli- og örorkulífeyrisþegunum um mánaðarmótin.
Hann: Sumt breytist aldrei. Ég get að minnsta kosti treyst á að þú ert alltaf jafn kvikindisleg.
Ég: Pling og Bingó. Svo ertu nýrakaður og droppdeddgjorgíus svona í morgunsárið.
(Svo hoppaði ég á manninn sem angaði af rakspíra og fleygði honum á gólfið og kom fram vilja mínum við hann).
(Lesist: ég náði af honum veskinu meðan hann var að jafna sig eftir fallið).
Svona erum við krúttleg á kærleiks. Heilög hamingja allan sólarhringinn, allan ársins hring.
Samræður eru einnig eftir því djúpar.
Javohl.
Hreiðar Már greiðir mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Ég heyri í hurðum skellast
Ég vissi það!
Eða hélt mig vita.
Að meirihluti landsmanna (59%) styðji aðildarviðræður við ESB.
Ég styð þær líka heilshugar án þess að ég hafi hugmynd um hvort okkur sé betur borgið innan ESB eður ei.
Aðeins þannig komumst við að því og getum jafnvel tekið um það upplýsta ákvörðun þegar þar að kemur.
Annars held ég að ég og þessi 59% séum um það bil að verða fyrir vonbrigðum.
Ef það er rétt að ASG frestar fyrirtökunni einu sinni enn (þá vegna Icesave) þá fer allt lás allsstaðar.
Ég heyri í hurðum skellast.
Púmm heyrist í Norðurlandaútidyrunum.
Púmm, púmm, heyrist í stóru útidyrunum í Brussel.
Púmm, púmm, pang, heyrist í dyrunum þar sem lánsfjármagnið á heima víðast hvar.
Ég segi það enn og ég segi það aftur.
Við erum um það bil að verða óvinsælli en Castró er í Ameríku.
Frussssssss
Eins gott að það er hægt að borða íslenskar kótelettur í öll mál.
Hmprfm
Meirihluti styður viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Af itjótum og kraftaverkafólkinu í stjórnarandstöðunni
Þegar við horfðum á fréttina um 43 milljarða króna lánið sem Landsbankaútibúið í London lánaði Björgúlfi Thor, þar sem fram kemur að fyrrverandi stjórnendur segjast ekki hafa litið á hann sem tengdan aðila, þá hlógum við hátt á kærleiks.
Hvað annað getur maður gert?
Maðurinn á stóran hlut í bankanum, ásamt pabba sínum en þeir eru auðvitað ekki tengdir heldur.
Þetta helvítis kjaftæði er svo borið á borð fyrir mann af þessu hjólhýsahyski (fyrirgefið þið hjólhýsahyski að ég skuli gera ykkur skömm til) sem rændi og ruplaði Ísland og nærliggjandi lönd.
Hvernig væri að hætta að spyrja þetta fólk?
Stefnum þeim fyrir allan peninginn.
Svo er Björgólfur Thor með hótanir.
Og hinn nördinn þarna Wernerson á leiðinni í mál.
Það er bókstaflega verið að fokka upp orðsporinu þeirra í fjölmiðlum á Íslandi.
Orðsporinu sko. Hafið þið heyrt hann betri?
Og að öðru en samt ekki.
Nú er útlit fyrir að öll sund séu að lokast með lán frá Norðurlöndum og AGS.
Vegna Icesave.
Hvað sem fólki finnst um Icesave þá erum við í vondum málum ef við fáum ekki þetta fé inn í landið.
Og nú bíð ég spennt.
Ég bíð eftir að Rip, Rap og Rup í Borgarahreyfingunni ásamt bestu vinunum í Sjálfstæðis og Framsókn sem vilja ekki Icesave leggi lausnina á málinu á borðið fyrir þjóðina.
Vilji þeir vinsamlegast hrista hana fram úr erminni strax, þetta mál er að verða algjört svartnætti og eitthvað verður að gera.
Standið nú við stóru orðin.
"Put your money where your mouth is"
Við erum um það bil að verða algjörlega fucked.
Litu ekki á Björgólf Thor sem tengdan aðila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Væri búin að lemja mann og annan væri ég á hugbreytandi efnum í kreppunni - ég segi það satt!
Ég veit ekki með ykkur en þessa dagana líður mér eins og ég hafi verið skrifuð inn sem stofustúlka í lélega sápuóperu þar sem handritshöfundarnir skrifa eins og enginn sé morgundagurinn og keppast við að láta sér detta í hug söguþráð sem hefur engin tengsl við raunveruleikann.
Þessir handritshöfundar eru dauðadrukknir held ég og gott ef ekki á sterum líka.
En ástandið er ekki í þykjustunni heldur er þetta blákaldur raunveruleikinn sem er svona geggjaður.
Ég botna t.d. ekkert í þessu skíðaskálamáli þar sem ásakanir ganga á víxl á milli ritstjóra Mogga og Jóns Ásgeirs.
Jón Ásgeir segir að fullur blaða(maður) á Mogga hafi hringt í sig (oftar en einu sinni) en það mun ekki vera höfundur umræddrar fréttar sem gerði það (hvorugur, þeir eru tveir) heldur einhver annar blaðamaður sem Jón Ásgeir segir að hafi hringt í sig áður á fylleríi.
Svo var reynt að kúga út úr honum fé af lögfræðingi (segist eiga það á bandi).
Mogginn segir nei, nei, nei.
Þar eru nefnilega allir edrú.
Getur verið að þetta sé pínulítið satt hjá báðum?
Kannski veit Moggamaðurinn ekkert hvað blaðamennirnir gera eftir vinnu.
Og kannski hringdi einhver fullur blaðamaður í Jón Ásgeir en af öðrum fjölmiðli.
Vitið þið að það er ekki hægt að halda neinum sans í þessum málum - bankahrunsmálum.
Er það nema von að ég, í krafti embættis míns, hafi kallað Kastljós og Silfur úr fríi (þeir hafa reyndar ekki svarað mér strákarnir en þeir hljóta að hlýða mér enda segir í auglýsingu frá RÚV að ég sé löggiltur eigandi fjölmiðilsins).
Ég er jafn rugluð eftir að lesa fréttir dagsins og ég var þegar ég var full og óviðkunnanleg hérna áður en af mér rann og ég frelsaðist af Þórarni Tyrfingssyni haustið 2006.
Sjúkkit eins gott.
Ég væri búin að lemja mann og annan væri ég á hugbreytandi efnum í kreppunni.
Þrátt fyrir andúð mína á ofbeldi offkors.
Sölu á skíðaskála rift? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Kompás inn og hina úr sumarfríi
Merkilegur fjári að þær sjónvarpsstöðvar sem til eru skuli ekki hanga á húninum hjá Kompásmönnum.
Hafi einhvern tímann verið þörf fyrir þátt eins og Kompás þá er það núna.
Fólki þyrstir eftir upplýsingum, fréttaskýringum þar sem farið er í saumana á öllum þeim fjölda mála sem upp eru að koma eftir bankahrun.
Spillingunni, tengslunum, reddingunum og áfram og áfram.
Og svo vantar Silfrið og Kastljós sem aldrei fyrr.
(Bendi RÚV hér með á að henda út þáttum eins og þessum glataða um bresku konungsfjölskylduna sem kostar örugglega hvítuna úr augum vorum, ef það vantar pening).
Strákar maður fer ekki í sumarfrí á miðri vertíð.
Þetta var ég búin að segja ykkur og hnykki á því hér með.
(Jeræt ég er svo áhrifamikil að þeir stökkva í vinnuna um leið og þeir fá veður af þessari skoðun minni).
Jabb.
Kompás inn og hina úr sumarfríi.
Pronto!
Dagar Kompáss taldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Minnisdapur skilanefndarformaður saddur og sæll
Gæti maður beðið um eins og einn dag án frétta af sukki og svínaríi?
Nei, því miður, ekki hægt eftir að Pandóruboxið var opnað s.l. haust.
Þá er að sættast við það.
Ég var að lesa DV og viti menn blóðþrýstingurinn fór upp úr öllu valdi.
Látum vera að maður þurfi að vera í andaslitrunum vegna gróðærissukksins en að fá eina svona sögu beint í æð, úr kreppunni, þ.e. af sukkveislu skilanefndar getur hreinlega gert mig óða.
Í apríl s.l. var starfsdagur hjá skilanefnd Glitnis. Þeir buðu 45 starfsmönnum í mat á veitingastaðinn Panorama um kvöldið.
Reikningurinn var upp á 720 þúsund krónur, jájá.
Vín fyrir 380 þúsund, afgangurinn var sennilega borðaður með hnífi og gaffli.
Svo er talað við Árna Tómasson, formann skilanefndarinnar sem réttlætir þessa eyðslu á kostnað skattborgarana með öllum ráðum.
Hann vill reyndar meina að erlendir kröfuhafar greiði fyrir þetta, það breytir auðvitað málinu. Allt í lagi að sukka á kostnað erlendra kröfuhafa.
Árni Tómasson HELDUR að þetta sé það eina sem hafi verið gert fyrir starfsmennina sem margir hverjir eru með þetta 15-25 þúsund krónur á tímann vesalings mennirnir.
Mér finnst reyndar áhyggjuefni hversu minnisdapur Árni Tómasson er, sem HELDUR að þetta sé það eina sem hafi verið gert fyrir starfsmenn skilanefndanna. (Ásamt mökum offkors).
Held að það sé dálítið issjú að vera með minnið á hreinu í svona skilanefndardjobbi.
Já og svo er líka talað við Steinunni Guðbjartsdóttur sem situr í slitastjórn Glitnis.
Hún réttlætir gjörninginn af miklum eldmóði líka.
Hvort sem það eru erlendir kröfuhafar eða íslenskir skattborgarar sem hirða nótuna þá langar mig að minna á það litla smáatriði sem er að Glitnir er friggings gjaldþrota.
Er kannski eftirsóknarvert að vera gjaldþrota fyrirtæki á Íslandi í dag?
Svei mér þá ef skilanefndirnar eru ekki hinir nýju útrásarvíkingar, fyrirgefið innrásarvíkingar.
Og megi maturinn og brennivínið standa í þeim og...
Nei, nei.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr