Leita í fréttum mbl.is

Af itjótum og kraftaverkafólkinu í stjórnarandstöðunni

Þegar við horfðum á fréttina um 43 milljarða króna lánið sem Landsbankaútibúið í London lánaði Björgúlfi Thor, þar sem fram kemur að fyrrverandi stjórnendur segjast ekki hafa litið á hann sem tengdan aðila, þá hlógum við hátt á kærleiks.

Hvað annað getur maður gert?

Maðurinn á stóran hlut í bankanum, ásamt pabba sínum en þeir eru auðvitað ekki tengdir heldur.

Þetta helvítis kjaftæði er svo borið á borð fyrir mann af þessu hjólhýsahyski (fyrirgefið þið hjólhýsahyski að ég skuli gera ykkur skömm til) sem rændi og ruplaði Ísland og nærliggjandi lönd.

Hvernig væri að hætta að spyrja þetta fólk?

Stefnum þeim fyrir allan peninginn.

Svo er Björgólfur Thor með hótanir.

Og hinn nördinn þarna Wernerson á leiðinni í mál.

Það er bókstaflega verið að fokka upp orðsporinu þeirra í fjölmiðlum á Íslandi.

Orðsporinu sko.  Hafið þið heyrt hann betri?

Og að öðru en samt ekki.

Nú er útlit fyrir að öll sund séu að lokast með lán frá Norðurlöndum og AGS.

Vegna Icesave.

Hvað sem fólki finnst um Icesave þá erum við í vondum málum ef við fáum ekki þetta fé inn í landið.

Og nú bíð ég spennt.

Ég bíð eftir að Rip, Rap og Rup í Borgarahreyfingunni ásamt bestu vinunum í Sjálfstæðis og Framsókn sem vilja ekki Icesave leggi lausnina á málinu á borðið fyrir þjóðina.

Vilji þeir vinsamlegast hrista hana fram úr erminni strax, þetta mál er að verða algjört svartnætti og eitthvað verður að gera.

Standið nú við stóru orðin.

"Put your money where your mouth is"

Við erum um það bil að verða algjörlega fucked.


mbl.is Litu ekki á Björgólf Thor sem tengdan aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Berglind Steins tæklar tengslin skemmtilega hér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.7.2009 kl. 23:18

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir hvert orð.

Sigrún Jónsdóttir, 29.7.2009 kl. 23:19

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.7.2009 kl. 23:21

4 Smámynd: Billi bilaði

Gott hjá þér að koma með smá smjörklípu í lokin á þingmenn Borgarahreyfingarinnar, enda vitum við öll að þau bera persónulega ábyrgð á lánveitingum til Björgólfanna.

Billi bilaði, 29.7.2009 kl. 23:22

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þau bera enga ábyrgð frekar en ég og þú á lánveitingum til Björgúlfana. Hvaða viðkvæmni er þetta Billi Bilaði.

En þau bera ábyrgð sem Alþingismenn og þar sem þau hafa hafnað því samkomulagi sem fyrir liggur (og kannski hafa þau ástæðu til) þá hljóta þau og aðrir sammála þeim að vera með lausn í málinu.

Get a grip.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2009 kl. 23:28

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Amen þó ég sé hætt að skilja eins og kerlingin sagði:  Nú er ég alveg heimaskítsmát maddama góð. 

Fyrirgefðu hvað ég kem sjaldan inn á athugasemdirnar það er svo brjálað að gera núna í djamminu.

Ía Jóhannsdóttir, 29.7.2009 kl. 23:30

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

og nú kemur einn vandinn enn. Þrátt fyrir að stjórnarþingmennirnir séu reglulega kallaðir inn í bláa herbergið til Jóhönnu og þar snúið rækilega upp á höndina á þeim, ætla þeir margir að neita að skrifa upp á Icesave samninginn. Síðast heyrðist í einum á milli öskranna, að hann ætlaði ekki að skrifa upp á þetta, Svavar hefði bara verið fullur. Það er ekki nóg með að helmingurinn af stjórnarliðinu sé á harða hlaupum frá samningum, heldur taka einhver hjón úr Fjarðabyggð Helga Jónsdóttir og Helgi V. Jónsson og hvetja stjórnvöld til þess að fara yfir málið á málefnalegan hátt. sumar.

Er það von nema að þú sért að verða algjörlega fucked.

Sigurður Þorsteinsson, 29.7.2009 kl. 23:33

8 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þingmennirnir og hjónin úr Fjarðabyggð hljóta þá að vera með einhverja lausn í staðinn, fyrst að þau vilja hafna þeim samningi sem fyrir liggur.

Það dugir ekkert að segja bara nei og koma ekki með neinar lausnir í staðinn!

Svala Jónsdóttir, 29.7.2009 kl. 23:45

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður: Hvernig væri að stoppa aðeins og anda áður en þú geysist áfram?

Ég er ekkert hrifnari af þessu Icesave máli en þú.

En ég hafna því að fólk standi á garginu en komi ekki með lausnir.

Og staðreyndin er sú að umheimurinn telur okkur verða að borga.

Engin frekjuköst og afneitun losar okkur frá þeim vanda.

Þess vegna vil ég sjá lausnir frá þeim sem mest hafa haft sig í frammi.

Svo finnst mér verulega ósmekklegt að tala um að samninganefnarmenn hafi verið drukknir.

Ætli það væri hátt á þér risið stæðir þú frammi fyrir því að eiga að semja um þetta mál?

Reyndar fæ ég aldrei skilið hvers vegna ekki var leitað til færustu samningalöfræðinga sem völ er á (úti í heimi) til að semja við Breta og Hollendinga.

Sá peningur hefði skilað sér og vel það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2009 kl. 23:46

10 identicon

Bara smá vegna innlits ágætu Svölu: Ég sé ekki betur en fjarðahjónin hvetja til þess að málefnaástæður Hall séu rækilega skoðaðar. Annað ekki. Þau hjónin eru ansi kjarnyrt. Sigurður: Herbergið er rautt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 23:54

11 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Lets keep it simple stupid,

Alþingi á að hafna þessum samningi óbreyttum.

Til skoðunar að samþykkja með eftirfarandi fyrirvörum.

Allar bjartsýnisforsendur, 75% náist upp í,  úr eignum Landsbankans auk hagkvaxtaspár etc.

Samning og forsendur hans, bakgrunnur,lagahlið, andlegt ástand nauðasamningamanna verði lagt fyrir alþjóðlegan dómstól, mannréttindadómstól þess vegna, til að fá úrskurð um sanngirni samningsins.

Íslensk stjórnvöld sýni andúð á glaepagenginu í verki og hefji handtökur á morgun.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.7.2009 kl. 01:36

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Steingrími sagðo að honum hafi verið falið það verkefni að  velja samningamenn til þess að semja um Icesave. Honum tókst það afar illa úr hendi. Hall valdi Svavar og einhverja kerfismenn með honum og niðurstaðan er þannig að enginn vill vita af henni. Hvert klúðrið úr eftir öðru. Það er ekki furða að þeir sem vilja verja vinnubrögðin, vilji halda því fram að strákarnir hafi verið fullir.

Síðustu fréttir, óstaðfestar, eru að þegar þingmenn VG voru leiddir fyrir Jóhönnu hafi hún misst út úr sér. Ef við samþykkjum ekki þennan Icesave, komumst við ekki í ESB. Þá upphófst víst mikill fagnaðarlæti hjá VG liðum. Þeir fóru í hringdans eins og sést í íþróttum eftir sigur, og það var ekki fyrr en eftir langan tíma sem Jóhanna náði Steingrími út úr fagnaðarlátunum.

,,Þú átt ekki að dansa, Steingrímur" heyrðist í Jóhönnu. Síðast þegar fréttist af Jóhönnu var hún komin í frí, en lét Steingrím einan eftir á vaktinni..... í refsingarskyni.

Sigurður Þorsteinsson, 30.7.2009 kl. 07:45

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þegar staðið er frammi fyrir vanda af þessari stærðargráðu er engin góð lausn til. En sú sem er orðinn vænlegust, að mínu mati, er þessi:

Íslendingar samþykki ekki Icesave samninginn og ríkisiábyrgðina og lýsi því yfir að hér hafi átt sér stað þjóðargjaldþrot í svipuðum anda og gerðist hjá Argentínumönnum og Perumönnum. Bretum og hollendingum verði fái að tæma það sem er í tryggingasjóði innistæðueigenda til að borga út þann hluta af Icesave sem skv. lögum ber að borga. Hitt verða þeir að sækja fyrir íslenskum dómstól.

Ef AGS, ESB, norðurlöndin, Rússland og fleiri vilja ekki lána meiri peninga til landsins þá tökum við því og hefjum sjálfsþurftarbúskap. Það þýðir að sjálfsögðu vissa neyð og kallar á að ríkið hætti öllum dekur og dellumálum sem rekin hafa verið. Við vitum hvort eð er innst inni að nýtt lánasukk er ekki lausnin á efnahagsvandanum okkar í kjölfar hrunsins, við þurfum nefnilega að borga lán sem við tókum ekki auk þeirra sem við ætlum að taka. Það er bara bull að halda að það sé hægt.

Tekjur af útflutningi verði notaðar í allra nauðsynlegustu þætti til að halda uppi samgöngum og heilsumálum. Þ.e. að borga bensín, olíur og lyf. Matarframleiðsla verði efld og við sættum okkur við að verða þess vegna "Kúba norðursins". Það er nóg til af lúxusbúnaði í landinu til næstu ára. Endurnýjunarþörfin var hvort eð er komin út í tóma dellu.

Með þessu er hægt að færa niður skuldir einstaklinga og fyrirtækja og hefja jafnaðarstefnu til vegs á ný þar sem það verði bannað með lögum að menn séu á 10, 20 og hundrað földum launum. Slíkir græðgispésar mega bara fara. Þjóðfélagið beri ekki svona vitleysu og gerði það aldrei í raun eftir á að hyggja.

Ég get haldið áfram til kvölds, Jenný, þetta er lausn þótt hún hljómi ekki vel, en kostirnir eru ekki góðir og það sem stjórnvöld ganga með í maganum núna er að fresta öllu næstu 7 árin og vonast til að vandinn hverfi. Hann mun ekki gera það og þess vegna þarf að stinga á kýlinu svo um munar og með ákveðnum fórnum næstu 4-5 árin frekar en að gulltryggja 20-30 ára fátækt sem er u.þ.b. það sem ég á eftri ólifað, fái ég meðaltalstilveru til loka.

Svona yrði þetta ef ég fengi að ráða. Skyldi það vera líklegt?

Haukur Nikulásson, 30.7.2009 kl. 07:46

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Síðustu fréttir, óstaðfestar, eru að þegar þingmenn VG voru leiddir fyrir Jóhönnu hafi hún misst út úr sér. Ef við samþykkjum ekki þennan Icesave, komumst við ekki í ESB. Þá upphófst víst mikill fagnaðarlæti hjá VG liðum. Þeir fóru í hringdans eins og sést í íþróttum eftir sigur, og það var ekki fyrr en eftir langan tíma sem Jóhanna náði Steingrími út úr fagnaðarlátunum.

,,Þú átt ekki að dansa, Steingrímur" heyrðist í Jóhönnu. Síðast þegar fréttist af Jóhönnu var hún komin í frí, en lét Steingrím einan eftir á vaktinni..... í refsingarskyni Þetta er það besta sem ég hef heyrt lengi.

Tek annars undir allt sem Haukur Nikulásson segir.  Það er rétta leiðin. Hvorn veginn sem það fer. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2009 kl. 08:18

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þjóðin á ekki að sætta sig við að ríkistryggja Icesave skuld Landsbankans, því regluverk ESB gerði aldrei ráð fyrir ríkisábyrgðum á Tryggingasjóðum innistæðueigenda.  Það voru mikil mistök, að yfirleitt viðurkenna greiðsluskyldu ríkisins á þessu bankaævintýri.  Ef allt bankakerfið hefði hrunið í Bretlandi, halda menn þá, að Bretar hefðu tekið á sinn ríkissjóð, að greiða öllum sem innistæður hefðu átt í þeirra bönkum.

Eftir að ríkið samþykkti að borga, er þetta spurning um "réttan" og sanngjarnan samning og um það snýst öll vinnan á Alþingi þessa dagana.  Nú er verið að skoða öll lög og skilmála, sem þessi samningur hefur verið hengdur á og ekki síður hvort ríkissjóður (Íslenskir skattgreiðendur) geti yfirhöfuð nokkurn tíma greitt þetta.

Ef ekki á að samþykkja ríkisábyrgðina, hvað vilja menn þá í staðinn, spyrð þú.  Svarið fyrir mína parta er, að á það skuli reyna, hvort Bretar, Hollendingar, Norðurlöndin, ESB og AGS muni setja viðskiptabann á þjóðina.  Geri þeir það, þá verður tekið á því með því að herða sultarólina, þangað til þessir aðilar sjái að sér og fari að haga sér aftur á siðlegan hátt.

Þrátt fyrir samþykkt ríkisábyrgðarinnar, skal enginn halda að hér fyllist allt af erlendu lánsfé.  Hvorki ríkissjóður né fyrirtæki munu eiga greiðan aðgang að erlendu lánsfé næstu árin, á hvorn veginn sem fer um þessa ríkisábyrgð.

Axel Jóhann Axelsson, 30.7.2009 kl. 08:58

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Öll getum við gasprað endalaust um hvað megi betur gera og hreinlega verið með lausnir á hraðbergi.

Málið er að við berum ekki ábyrgð og þurfum ekki að standa skil á skoðunum okkar.

Það eru aðrir í því gott fólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2009 kl. 10:06

17 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hvað ertu að biðja um lausnir Jenný en afgreiðir það svo bara með svona ódýrum útúrsnúning?

Ég er alveg tilbúinn að taka ábyrgð á þessu svo þú hafir það á hreinu... og væntanlega fleiri. Það er ekki vænlegt til vitlegrar umræðu að tala niður til okkar með þessum hætti. Fyrirgefðu mér að ég vilji ekki taka undir með þér að VG sé með lausn á vandamálum okkar.

Haukur Nikulásson, 30.7.2009 kl. 10:40

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Haukur: Ég var ekki að tala niður til þín heldur var ég að benda á að við sem höfum skoðanir erum í raun stikkfrí á meðan það fólk sem til þess er kosið verður að finna út úr málinu.

Svo hef ég enga ástríðu innra með mér sem gengur út á að allir skuli sammála VG um lausn deilunnar.

Enda veit ég ekkert hvort þeirra lausn er best (skárst).

En við stöndum frammi fyrir skelfilegum vanda.

Sama hvernig á það er litið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2009 kl. 12:44

19 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég skal fyrirgefa þér að kalla mig gasprara og lausnara hraðbergsins!

Mér finnst alltof algengt að fólk afgreiði sjálft sig í minnimáttarkennd þegar leitað er lausna. Þjóðfélagið okkar má heimfæra niður á heimili til að gera sér grein fyrir stærð vandans. Það er engin sérstök vísindi að færa niður stærðir til að leita lausna. Ef Ísland er smækkað niður í stærð heimilis með þennan hlutfallslega vanda þættust örugglega fleiri sjá það hvernig leysa eigin málin og þá yrði heldur betur tekið til og þessu t.d. fleygt: Útgjöldum til: Kirkjumála, landbúnaðarmála, menningarmála fullorðinna, varnmála, sendiráða, fjólþjóðlega klúbbastarfsemi eins og NATO og ótal fleiri mál sem þú veist sjálf að þú myndir aldrei leggja krónu í ef þú ættir að greiða úr eigin buddu.

Í stuttu máli: Það á að fleygja út bulli úr rekstri samfélagsins og meta hlutina að nýju og sinna því sem er nauðsynlegt fyrir velferð hins almenna borgara og láta dekur- og dellumál hverfa, enda löngu tímabært.

Síðan á að færa skuldir heimila og fyrirtækja niður til samræmis við raunveruleikann og reyna að leiðrétta þær dellur sem gerðar voru í sambandi við neyðarlögin og yfirtöku (kenntöluþjófnaðinn) á bankakerfinu.

Það er alveg ljóst að 60-70% þjóðarinnar sættir sig ekki við að verða settur á hausinn vegna þeirra efnahagsfölsunar sem átt hefur sér stað hin síðustu ár.

Haukur Nikulásson, 30.7.2009 kl. 13:06

20 identicon

Útrásarvíkingar geta nú skráð sig sem yfirnáttúrulega spámenn og spákonur... og þá mátt þú ekki segja sannleikann um þá lengur Jenný mín.... þá verður þú bönnuð eins og ég...  :)
Don't mess with the mediums... er mottó mbl :)

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 15:45

21 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Við vitum hvort eð er innst inni að nýtt lánasukk er ekki lausnin á efnahagsvandanum okkar í kjölfar hrunsins".

Nákvæmlega Haukur.

Þó að heróínfíklinum líði betur við að fá nýjan skammt er það ekki góð leið til að sigrast á vandanum að fá lánað fyrir nýjum skammti, síðan þarf annan og annann og annann...

Georg P Sveinbjörnsson, 30.7.2009 kl. 15:57

22 identicon

Tek undir hvert og eitt einasta orð sem Haukur Nikulásson skrifar, svona á að gera þetta.

(IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 16:41

23 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Eg er hjartanlega sammála Hauki hann lýsir nákvæmlega því sem að ég tel lausnina á málinu.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.7.2009 kl. 21:45

24 identicon

Er ekki skref eitt að gera ráðamönnum grein fyrir því að við erum ekki fífl sem látum traðka okkur í svaðið endalaust.... við erum og höfum verið að punga út fyrir fíflagang og fuck up elítu sem lengi sem menn muna...
Það er alveg ljóst að ef internetið væri ekki til þá værum við öll í myrkrinu á kaffistofunni... með gat á skónum étandi hundsúrur.
Internetið er mikilvægasta mannréttindatól sem til er, að setja höft á það er að setja höft á okkur öll.

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2985692

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband