Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Koma svo
Ok, þá er það á hreinu.
Frysting eigna er heimil samkvæmt lögum.
Þá er ekki eftir neinu að bíða.
(Steingrímur; ekkert bíðum samt aðeins).
Frysta!
Komasvo.
Frysting eigna heimil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Útrásarunglingarnir fljótir til svars
"Eðlileg fjárstýring" segir Bjarni Ármannsson um millifærslur sínar frá Glitni úr landi skömmu fyrir bankahrunið.
Fjárstýring? Hvað er nú það? Allar aðgerðir þessara útrásarunglinga heita svo huggulegum nöfnum eitthvað.
Er það ekki merkilegt að um leið og það koma fréttir af strákunum sem óneitanlega byggðu upp íslenska efnahagsundrið, að vísu með öðruvísi formerkjum en það sem við héldum að fælist í hugtakinu eins og komið hefur á daginn, þá eru þeir búnir að svara fyrir sig af hroka og einurð eiginlega á nóinu.
Björgólfur Thor ætlar í mál við fréttastofuna sem leyfði sér að flytja fréttir úr skýrslu sem enginn hefur séð ástæðu til að vefengja.
Og þeir hafa aldrei gert neitt sem vert er að athuga nánar eða setja spurningamerki við.
Þessir óskasynir Íslands.
Bankahrunið er staðreynd.
Við finnum fyrir því á hverjum degi. Afleiðingarnar eru skelfilegar. Því verður ekki á móti mælt.
En enginn þeirra tekur það til sín.
Fyrirgefið en menn eins og Bjarni, svo ég taki dæmi, sem prédikuðu hugmyndafræði sem gekk út á að græðgi væri góð og beinlínis nauðsynlegt element í viðskiptum eiga ekkert inni hjá mér.
Ég gæti verið mamma þessara Armaniklæddu og velklipptu smádrengja og ég á ekkert handa þeim annað en óskina um að þeir hundskammist sín og reyni að greiða til baka eitthvað af öllum þeim milljörðum sem íslenskur almenningur stendur frammi fyrir að þurfa að borga.
Þetta er velgjuvaldandi að lesa og þá er ég að spara lýsingarorðin.
Bjarni Ármannsson: Eðlileg fjárstýring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Hví?
Ha, farin í frí?
Nýbyrjuð í starfi?
Ha?
Hvers vegna?
Leið í vinnunni?
Léleg laun?
Vondur mórall?
Blóði drifnir gangar vegna uppsagna ræstitækna?
Innyflalykt á skrifstofunni?
Heimþrá til Noregs?
Saknar Gulla heilbrigðis?
Mötuneytinu á Lansanum að fara aftur? (Ómæ).
Hvað er?
Hulda í ársleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Ekki upp í nös á ketti
Álagning skatta er 221,3 milljarðar króna.
Ekki upp í nös á ketti.
Miðað við skuldir okkar vegna útrásaræfinga strákanna "okkar" offkors.
Ekki upp í nös á ketti.
En við borgum og brosum þessir kjánar sem við erum.
Álagning skatta 221,3 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Ástríðufullar kjötbollur - takk fyrir
Það er eitthvað óstjórnlega krúttlegt og í leiðinni heimóttarlegt við Ora.
Svo eru þeir með vægt mikilmennskubrjálæði upp á íslensku.
Slagorðið er "Ora - ástríða í matargerð".
Hvernig hægt er að taka upp niðursuðudósir af ástríðu með vatn í munninum af tilhlökkun er mér lokuð bók, en það er gott að hafa trú á sér og sinni framleiðslu.
Ég hef alist upp með grænum baunum og svoleiðis dósamat.
Það er svona kaupfélagslegur fílingur yfir niðursoðinni vöru. Svona fiftís eitthvað.
Man eftir saxbauta hérna í denn. Sem var tekinn með í ferðalög.
Svo sé ég að Ora er að innkalla kjötbollur í brúnni sósu.
Einhver framleiðslugalli.
Okei, það getur alltaf komið fyrir og ég er ekkert hissa á því.
Kjötbollurnar hafa eflaust verið eldaðar af ástríðufullum kokki á meðan hann fékk margar matarfullnægingar yfir pottinum.
Sé hann fyrir mér troða bollunum og sósunni ofan í blikkdósina með ofsafengnum tilburðum þess sem vill koma bestu kjötbollum í heimi ofan í kreppuþjáða Íslendinga.
Málið er að ég er svo hissa að fólk skuli enn vera að kaupa niðursoðna kjötvöru.
Þegar það er allt fullt af góðu hráefni.
En ég verð að trúa því að það sé ástríðuhitinn í innihaldi blikkdósanna sem er að ganga svona vel í fólk.
Kannski maður fái sér grænar í kvöld.
Ég finn hvernig ég hitna öll að innan.
Hér er auglýsingin.
Ekki missa af henni.
Ótrúlegt hvað hægt er að elska það sem maður trúir á.
Líka niðursoðinn mat.
Ora innkallar kjötbollur í brúnni sósu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Fer með milljón Maríubænir
Ji hvað ég get verið fljót á mér.
Veð áfram og þarf stundum ekki að lesa án þess að telja mig vita fyrirfram hvað stendur í textanum.
Eins og þegar ég sá þessa frétt með fyrirsögninni: "Dómari fékk hnefann í andlitið".
Ég var viss um að ákveðinn hæstaréttardómari hefði fengið á kjaftinn vegna undarlegra og síendurtekinna sérálita í ákveðnum brotaflokki.
Þrátt fyrir að vera algjörlega á móti ofbeldi og fordæmi það hvar sem það verður á vegi mínum.....
þá hlakkaði í mér.
Guð fyrirgefi mér.
Fer með milljón Maríubænir.
Maður má láta sig dreyma.
Dómari fékk hnefann í andlitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Afsakið á meðan ég garga mig hása
Það er kannski rétt að við getum lifað og komist af án Evrópu.
En getur Evrópa lifað án okkar?
Æi, mér gæti ekki verið meira sama.
En sáuð þið fréttirnar á RÚV í gærkvöldi?
Já, ég veit, fullt af fréttum um stórtækar úttektir innanhússmanna hjá Glitni og Landsbanka.
En það er ekki það sem vakti mesta athygli hjá mér sko.
Heldur konan sem kvartaði yfir of háum atvinnuleysisbótum miðað við lægstu laun.
Kvartaði yfir fríðindum fyrir atvinnulausa og svona í leiðinni.
Ég hef tekið eftir því undanfarið að það er verið að ráðast að atvinnulausu fólki og gera það að einhverskonar glæpamönnum.
Merkilegt miðað við að það er fullt af stórtækum glæpamönnum í þjóðfélaginu út um allt, en einhvern veginn eru atvinnulausir betra skotmark.
Sífellt verið að tala um svik þeirra og svarta vinnu en ég er viss um að það er lítill minnihluti sem stendur í bótasvikum.
Sem ég er svo sannarlega ekki að mæla bót.
Ég vil bara minna á að atvinnulausa fólkið eru fórnarlömb bankahrunsins, sjálftökunnar og sukksins.
Þeir eru engir sökudólgar.
Og að draga í viðtal konu sem er um það bil að fara af bótum og inn á vinnumarkaðinn til að óskapast yfir þessum bótum sem fólk rétt skrimtir á finnst mér fyrir neðan allar hellur.
Væri ekki gáfulegra að horfa á vandann frá öðru sjónarhorni og öllu réttlátara?
Eins og þeirri staðreynd að við eigum handónýt hagsmunasamtök launþega sem hafa staðið sig svo illa að meira að segja atvinnuleysisbætur eru jafn háar lágmarkslaunum?
Ég held að skömmin liggi þar, hjá peningamönnunum, stórþjófunum og siðleysingjunum.
Ekki hjá heiðarlegu fólki sem stendur uppi atvinnulaust.
Afsakið á meðan ég garga mig hása.
Getum lifað án Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 27. júlí 2009
Hvíslað um landráðamenn
Bjarni Ármannsson og Lárus Welding, millifærðu hundruð milljóna króna af reikningum sínum í bankanum skömmu fyrir hrunið.
Hvað heitir svona hegðun aftur?
Einhver?
Ég heyrði hvíslað eitthvað um landráðamenn einhvers staðar.
Það er voða stórt orð.
Quistlingur líka.
Siðblindingjar er líka voða ljótt orð.
Á maður nokkuð að vera að taka svo stórt upp í sig?
Einhver?
Millifærðu hundruð milljóna milli landa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Mánudagur, 27. júlí 2009
Svona ætla ég að verða
Vonandi eiga allir mínir frábæru brandarar eftir að finnast eftir hundrað ár og minningu minni þar með verða sýndur sá sómi sem hún á skilið.
Ef fólk kann ekki að meta mann í lifanda lífi ætla ég rétt að vona að það tilbiðji mann í dauðanum.
En það er þetta með heilsuna.
Ég var að hugsa um að drífa mig í ræktina.
Við reynum aftur...
Ég var alveg dedd á því að fara ekki í ræktina þangað til ég sá þessa mynd af Madonnu.
Hver vill ekki vera fimmtíuogeitthvað með þessa mössuðu útlimi (líta út eins og þreifarar reyndar).
Nú halda mér engin bönd.
Ég ætla að búa í ræktinni þar til takmarkinu er náð.
Madonna snædd þú innmat.
Eða eitthvað, þú lítur út fyrir að þurfa næringu vúman.
Brandari finnst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 27. júlí 2009
Ábyrgð sjáenda er mikil - úje
Við erum ótrúleg við Íslendingar.
Ég og fleiri hafa krullast upp yfir álfastimplinum sem við höfum fengið á okkur og ég varð fyrst vör við í útlendu pressunni eftir leiðtogafundinn forðum.
Síðan hefur því verið haldið fram bæði hátt og í hljóði að Íslendingar séu einhverskonar hálfvitar sem trúi á tröll og forynjur, álfa og sjáendur.
Hlaupi um fjöll og hraun í einhverskonar Bjarkardressi veifandi höndum í séríslenskri tjáningu við ósýnilega vætti.
Við þolum ekki þennan álfastimpil flest okkar en erum samt alveg að uppfylla goðsögnina.
Kommon.
Ég trúi einu og öðru og ekki öllu fallegu en fjárinn hafi það að ég trúi því að það sé hægt að sjá jarðskjálfta fyrirfram upp á dag.
Þið takið eftir að ég trúi því alveg að það sé hægt að sjá fyrir svona skjálfta sem gerir það auðvitað að verkum að ég smellpassa inn í mýtuna, en ég trúi því ekki að það sé hægt að sjá hann fyrir upp á punkt og prik.
Hehemm.
Skal éta uppáhaldsskóna mína óeldaða ef það kemur stór skjálfti í dag.
(Háu hælarnir eiga eftir að standa í mér, ég lofa ykkur því).
Sjáandinn verður í vondum málum ef sýnin gengur eftir.
Maður á eftir að verða bálillur út í hana og heimta að hún standi skil á bankahruninu.
Alveg: Varstu í fríi frá sjáendastörfum fyrri part árs 2008 eða hvað?
Bankahrunið verður samstundis henni að kenna.
Ábyrgð svona sjáenda er mikil.
Súmí.
Spurt um jarðskjálftaspádóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2987142
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr