Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Svona er það í Kópavogi

Í Kópavogi gilda aðrar reglur en annars staðar. 

Eða ekki.

Kannski er það virðingarleysi víkinga fyrir lögum og reglum, bæði inn- og útrásar, sem hafa komið okkur á kaldan klaka.

Gunnar í Kópavogi segir að gagnrýni á viðskipti bæjarins við dóttur hans sé skítapólitík.

Hann segir að virt endurskoðunarfyrirtæki vaði í villu þegar það gagnrýnir dótturfélagsfyrirkomulagið.

Gunnari finnst FME eiga að vasast í mikilvægari málum í stað þess að fetta fingur út í þá staðreynd að stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs, með Gunnar í fararbroddi,  tóku upplýsta ákvörðun um að fara á svig við lög.

Jabb, svona er það í Kópavogi.

Og Flosi, hættu að væla, þú varst með í geiminu.

Frekar ósannfærandi þessar eftiráútskýringar þínar.

Urrrrrrrrrrrrrr


mbl.is Sakar Gunnar um blekkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andhetjan ég með vottorð í leikfimi

Ég mætti ekki til að mótmæla á Austurvelli og er ekki á leiðinni til þess að svo komnu máli.

Af hverju blogga ég um það?

Jú, af því að mér er illa við að láta skamma mig eins og krakka.

Annars mér kærar vinkonur og baráttukonur fara mikinn um massann sem ekki mætir til að mótmæla á Austurvelli.

Munur en fólkið í Íran!  Róleg á samanburðinum.

Kannski kemur fólk ekki vegna þess að það er, líkt og ég, ekki búið að gera upp hug sinn gagnvart Icesave málinu.

Engum er ljúft að borga skuldir stórþjófa og glæpamanna.

Enginn vill vera í þessum sporum sem við stöndum nú í við Íslendingar en raunveruleikinn er samt svona.

Ég bíð eftir að fá alvöru valmöguleika við Icesave samkomulagið.

Aðra en að senda fokkmerkið út í heim og segja að við borgum ekki.

Er dómstólaleiðin fær?

Það eru svo skiptar skoðanir um það að ég veit ekki hvað er rétt og hvað ekki í öllum þeim fræðilegu álitum sem sérfræðingar gefa hægri-vinstri.

Allt þetta er ég að bræða með mér og á meðan sé ég enga ástæðu til að storma niður á Austurvöll og mótmæla.

Það hefur oft staðið mér fyrir þrifum að láta illa að stjórn.

En ég trúi því staðfastlega að maður verði að standa með skoðunum sínum.

Ég vil að fólk viti hvar það hefur mig - alltaf. 

Einkum þeir sem skipta mig máli.

En þetta eru sum sé mínar ástæður fyrir að vera ekki á Austurvelli.

Skrifað af margítrekað gefnu tilefni.

Þetta er mitt vottorð í leikfimi.

Andhetjan.

 


FME: No comment

 WomanThinking

Smá laugardagspæling hérna handa ykkur börnin mín södd og sæl.

Þann dag sem Fjármálaeftirlitið aktjúallí tjáir sig um eitthvað þá vil ég sjá um það frétt.

Það teljast varla fréttir að þeir neiti að tjá sig þessir innvígða leyniklíka.

En..

Ég er á feisbúkk.  Ætlaði aldrei þangað en gerði það samt.

Ég er nefnilega svo ferlega lítið samkvæm sjálfri mér.

Quizzin á feisbúkk voru líka á mínum "aldrei að koma nálægt lista" en samt quizza ég eins og enginn sé morgundagurinn.

Þessar "skoðanakannanir" á feisinu hafa aukið sjálfsþekkingu mína til mikilla muna.

Ég veit núna svo margt um sjálfa mig sem ég vissi ekki áður.

Ég var stríðsmaður í fyrra lífi, ég á að vera rauðhærð, augu mín eru blá þó þau séu brún, ég er afburðagreind samkvæmt einu svona prófi, ekki litblind, mun eignast tvö börn (á þrjú), mun gifta mig aftur eftir 16 ár, er í eðlilegri þyngd, er 67% tæfa, svo kaldhæðin að það á að loka mig inni og ég á að gerast listmálari, þá væntanlega eftir að það er búið að loka mig inni.

Ég er þó með prinsipp á feisinu.  Prinsipp sem verður ekki brotið.

Það er ekki til umræðu einu sinni.

Ég sendi fólki ekki rafrænt konfekt eða bangsa. 

Sendi ekki rafræn blóm og ég safna ekki hjörtum.

Ef sá dagur rennur upp að ég missi mig í rafrænar sendingar til fólks - þá ætla ég að biðja ykkur kæru vinir að keyra mig í vatteraðan klefa og loka mig inni og henda lyklinum.

Og hvað er maður að svara heimskulegum spurningum í "status" um hvað maður sé að hugsa?

Hjarðeðlið allsráðandi og maður svarar samviskusamlega svo allir geta lesið;

Jenný Anna Baldursdóttir er að hugsa um að fremja morð á höfundum feisbúkk.

Omæómæ.

Eins gott að þeir hjá FME eru ekki á feisinu.

Þeir myndu auðvitað setja í status:

FME: No comment.


mbl.is Tjáir sig ekki um vinnubrögð annarra sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á sjittlista guðs

 p

Ef guð er til, sem ég veit ekkert um, þá hlýtur hann að hafa vaknað illa s.l. haust og sett okkur á sinn persónulega sjittlista.

Alveg: Þessir forstokkuðu hrokagikkir, Íslendingar,  þurfa að læra lexíu hérna og það þó fyrr hefði verið.

Maðurinn (veran) hefur séð að við vorum um það bil að rústa hagkerfum heimsins.  Við gerum allt svo vel, svo alla leið eitthvað.

Svo hefur hann hent sér undan sænginni, beint í bleyjugaskirtilin og hafist handa við að gera fagurt mannlíf við Bankafossa að hreinu helvíti á jörð.

Eins og bankahrunið sé ekki nóg þá eru náttúruöflinn með guði í liði.

Hlutir koma af himni ofan.

Jörð skelfur og ætlar að halda því áfram sýnist manni. 

Alveg þessi kall: Ekki slaka á, verið á nálum fíflin ykkar.

Það er bókstaflega ekkert eins og það á að vera.

Álverð lækkar, sumarið er kalt, krónan í tjóni, Gulli Snoð með áhyggjur af velferðarkerfinu, hús eru eyðilögð í vafasömum tilgangi, öryrkjar og gamalt fólk fá fokkmerki frá ríkisstjórninni, Lennon er dáinn, hællinn laus undan skónum mínum, ég braut nögl, það er sprunga í eldhúsglugganum mínum, kirsuber kosta hvítuna úr augum okkar, ég finn ekki plokkarann, Kópavogur sökkar, mig vantar kjól,  það er verið að myrða hvali og ég er með hausverk.

Hvernig haldið þið að maður geti búið við þetta?

Kreppa hvað?

Gleði, gleði, gleði.

 


mbl.is Reykjanes skelfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Grænlands...

..aðra leiðina.

Dorrit má þó koma aftur.


mbl.is Ólafur Ragnar heimsækir Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

..og hjónin komu standandi niður - nema hvað!

Það rignir hlutum frá himni í dag.

Eins og flestir vita þá dúndraðist rakettufyrirbæri á jörðina í Sandgerði.

Svo hrundu þessi ágætu hjón af himni ofan og lentu farsællega á Álftanesi.

rock your world

Svo er að minnsta kosti sagt.

Ljósmyndari einhvers fámiðils var að störfum við húsarústir á Álftanesi og náði mynd af þessum velklæddu heiðurshjónum sem eins og ávallt og ævinlega komu standandi niður.

Nema hvað?


mbl.is Furðuhlutur féll af himni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

19. júní

Til hamingju stelpur á öllum aldri með 19. júní.

Þann 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt og árið 1922 náði fyrsta konan kjöri inn á þing.

Það er því ekki svo langt síðan að konur fengu þann sjálfsagða rétt að kjósa og gott að hafa í huga að þau réttindi eins og svo mörg önnur hafa aldrei verið færð okkur á silfurfati heldur áunnist vegna þess að sterkar konur hafa barist fyrir þeim oft með blóði svita og tárum.

Eitt besta veganesti út í lífið sem ég hef haft dætrum mínum til handa kristallast í ljóði Jóhannesar frá Kötlum:

Dómar Heimsins, dóttir góð
munu reynast margvíslegir
Glímdu sjálf við sannleikann
hvað sem hver segir.

Gakktu einatt eigin slóð
hálir eru hversmannsvegir
Skeyttu ekki um boð né bann
hvað sem hver segir.

Inn í brjóst þitt ein og hljóð
rýndu fast ef röddin þegir.
Treystu á þinn inni mann
hvað sem hver segir.

Í dag er mikilvægara en nokkru sinni að við skerpum á kvennabaráttunni stelpur.

Kreppa í hvaða formi sem er hefur tilhneigingu til að bitna verst á konum og börnum.

Höfum það í huga í dag.

Baráttukveðjur!


Aftur Þór Saari

Þór Saari bara í aðalhlutverki hér á mínu bloggi í dag.

Hann er svo áberandi maðurinn.

Ef hann er ekki í timburvinnu fyrir ríkisstjórnina úti á Álftanesi þá skammar hann sömu ríkisstjórn af miklum móð úr ræðustól þingsins.

Ég er svo þreytt á búllsjitti að ég ákvað í dag að ég muni ekki þola nema eitt slíkt á dag fram að 19. september.

Þór er búinn með skammtinn sinn hjá mér í bili.

Djöfuls háheilagheit eru þetta.

Og já, ég hélt ekki heldur að ég ætti eftir að skrifa pirringsfærslu um einn af þingmönnum borgarahreyfingarinnar, enda aðdáandi þeirra án atkvæðisréttar.

Amk. ekki svona fljótlega eftir kosningar.

En svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Og til að vera nú fullkomlega heiðarleg þá skreið ég undir sófa, amk. í huganum þegar hann hrópaði að stjórninni að þau væru "gungur" og "druslur" af því mér fannst það svo leikrænt eitthvað.

(Já ég veit að Steingrímur J. hefur viðhaft þessi orð einhvern tímann og þau eru ekki smekklegri fyrir það).

Svo tilgerðarlegt eins og svalarræða Mussolínis æfð fyrir framan spegil.

Er ekki hægt að fara fram á einhvers konar málefnalegar umræður á þessum alvarlegu tímum?

Við þurfum á því að halda.

Þessi móðursýkisköst stjórnarandstöðu í ræðustól Alþingis gera nákvæmlega ekkert til að bæta stöðuna.


mbl.is „Skammist þið ykkar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi, Þór Saari

thor-saari-alftanesi

Æi, Þór Saari.

Rólegur á leikrænu tilburðunum.

Trékubburinn sem þú náðir úr rifna Hólmatúnshúsinu og þú ætlar í algleymi dramans að færa Jóhönnu Sigurðardóttir á frekar heima hjá félögum þínum í stjórnarandstöðunni, eins og t.d. í Sjálfstæðisflokki.

Það er fjandinn hafi það ekki Jóhönnu Sigurðardóttur að kenna hvernig komið er fyrir íslenskri þjóð.


Háttvirtir og hæstvirtir

Ég eins og vel flestir, að ég hygg, finnst ekkert annað koma til greina en að alþingismenn og þjóðin öll fái að sjá Icesave samninginn.

Nú þegar búið er að koma því á hreint að svo verði mætti ætla að órólega deildin á þingi (lesist Framsóknarflokkur að mestu) væri sátt.

Nei, ekki.

Þeir halda áfram að spyrja og tuða og þráspyrja aftur eins og þeir hafi ekki náð því að í dag fá þeir samninginn til yfirlestrar.

Ég er svo þreytt á þessari sýndarmennsku, þessu lýðskrumi og hávaða sem hefur ekkert með stjórnarandstöðu að gera.  Ekkert með málefnalegar umræður að gera heldur.

Væri ekki lag að lesa samninginn yfir og koma svo í pontu og taka umræðu um efnisinnihaldið?

Það mætti ætla það.

Svo er það ekki skrýtið að þjóðin hafi misst alla virðingu fyrir Alþingi, fíflagangurinn er ótrúlegur.

Svo er spurning um hvenær Borgarahreyfingin rennur inn í Framsókn eða öfugt.

Rétt áðan kvartaði Höskuldur Þórhallsson yfir því að forseti þingsins hafi verið að áminna Birgittu Jónsdóttur, þá frábæru konu, yfir að ávarpa ekki ráðherra á réttan hátt.

Sko, þingsköp eru nauðsynleg held ég, þó mín vegna mætti alveg droppa háttvirtur og hæstvirtur.

En það þarf þá að taka ákvörðun um það.

Þangað til verða háttvirtir þingmenn að leggja það á sig að læra þingsköp.

Það er ekkert flóknara en það.

Og að lokum...

Ég ætla að treysta ríkisstjórninni þangað til annað kemur í ljós.

Bara svo það sé á hreinu.


mbl.is Ekki ljóst hvort Icesave-umræða verður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2985882

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband