Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Hver sagði það fyrst?

Fólk er deyjandi í stórum stíl út um allan heim.  Jeff Healey, þessi frábæri tónlistarmaður var að deyja og fullt að öðru fólki sem ég þekki ekki neitt, en maður verður smá sorgmæddur, ef maður fer að pæla í að fólk er alltaf að gefa upp öndina út um allar trissur.

Hm....

En að öðru...

Stundum heyrir maður einhver "gullkorn" sem eiga að láta renna upp fyrir manni ljós og jafnvel opna manni nýjan skilning á lífinu.  Klisjurnar eru klisjur (eða vængjuð orð, ég veit það ekki), vegna mikillar notkunar.

Var að pæla í línunni um að harmar fólks styrki það, breyti sýn þess á lífið og geri það að meiri og betri manneskjum.

Það eru nú nokkrir "harmar" í mínu lífi, sem ég hefði gjarnan vilja vera laus við og ég hef ekki merkt neinn sérstakan þroska á sjálfri mér í kjölfar þeirra, en það er nú annað mál.

En..

Hver sagði þetta fyrstur? Þetta með að fólk vaxi af áföllum?

Ekki einhver steinaldarmanneskja, því þær höfðu sennilega ekki heilagetu til að hugsa það upp, sko að harmar væru bömmer.

Sennilega hefur þetta verið Kani.  Einhver af fyrri aldar sjálfshjálparfrömuðum sem sá dollara í gullkornum.

Æi það skiptir ekki máli.  Þetta er bara pæling fyrir svefninn.

Vex maður við hverja raun??

Ég get svarað fyrir mig.  Maður lifir af harmana og heldur áfram, af því það er ekki annað í boði.

Það kallast tjónajöfnun og er stundað af mannkyninu.

En ég er samt þakklát fyrir flesta mína harma.  Ekki misskilja mig.

En alls ekki allla og hana nú.

Ójá, ég gleymdi.  Einhver klámkóngur í London var líka að deyja.  Ég persónulega hef ekki áhuga á að lesa  um það, en þeir sem vilja, klikkið endilega á viðtengda frétt, í boði mínu.

Segið svo að ég sé ekki að koma til?

Hitinn fer hríðlækkandi.

Ogjá.


mbl.is „Konungur Soho" látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁÁ- Árangursríkur áróður?

 

Í gegnum árin hef ég fengið að heyra það úr ýmsum áttum, oft án þess að hafa kært mig um það, að morgunmaturinn sé svo rosalega hollur.  Svo nauðsynlegur fyrir líkamlega- og andlega heilsu og til að halda heilabúinu á vaktinni allan daginn.

Ég hef gert mitt besta til að líta fram hjá þessum eilífa morgunmatsáróðri.

Það verður erfiðara og erfiðara.

Þegar ég greindist með sykursýkina, fékk ég enn einn "morgunverðurerlífsnauðsynlegbyrjunádeginum" fyrirlestur frá einbeittum næringarfræðingi, einum sem tekur vinnuna alvarlega og af köllun,  og í það skiptið varð ég að hlusta.  Heilsan i húfi "and all that jazz".

Svo ég tileinkaði mér nýja og betri siði (W00t) en mikið skelfing tekur þetta á.  Það er eitthvað sem stendur í mér hérna.

Ég veit ekki með ykkur, en matur er það síðasta sem mér fellur í hug nývaknaðri á morgnanna.

Kaffi, ofarlega en allavega innan eðlilegra marka, en sígó, sígó og sígó eru ofarlega  á listanum.

Frrrrrrrruuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuss!!!

Þetta er engin hemja, mér er ekki viðbjargandi.

Ég elska kvöldmatinn minn og þá ekki kl. 17,00 eins og næringarráðgjafinn segir, helst kl. 19,00.

En ég er löngu hætt að berjast við ofurefli..

..og Weetabixið rennur ljúflega niður og það sama gerir "kvöldverðurinn" sem nú er borðaður um hábjartan dag.

Ég hef gefist upp.

Æmaviktimofflæf!

Úje

 


mbl.is Morgunmaturinn mikilvægur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er ráð....

..nema í tíma sé tekið og allur sá ballett, börnin góð.  Bubbi veit a.m.k. hvað hann verður að gera þ. 18. október n.k., þ.e. að svo miklu leyti sem maður ræður sínum næturstað.

Ég hef, hins vegar, ekki græna hugmynd um hvað ég verð að gera þennan dag og mér finnst það fúlt.

Annars er ég enn í flensubarningi og það er hálf slökkt á mér.

Samt er ég algjör snjóruðningabíll.

Bensínlaus snjóruðningabíll.

Bensó næsta.

Ég get ekki einu sinni verið með attitjúd út í Bubba, þessa dagana, úr mér allur vindur. 

Bubbi er líka dúllurass, þannig að ég óska honum til hamingju með þ. 18.10.08.

Lofjúgæs.

 ..í framhjáhlaupi og nokkurs konar péessi.

Hvað á það að þýða að fara svona með ungar manneskjur eins og gert er í "Bandinu hans Bubba" sem ég því miður, horfði á s.l. föstudagskvöld, í eymd minni og veikindum.  Fólkið syngur og fær svo niðurrífandi gagnrýni sem þarf ansi sterk bein til að þola.

Ég fékk alveg sting í hjartað vegna þessarra krakka sem voru tekin fyrir þarna. 

Hefur enginn heyrt talað um uppbyggjandi gagnrýni?

Og hvern andskotann meinar maðurinn með "grafhýsi frægðarinnar"?

Ég kem af fjöllum!

Gat verið, gat ekki haldið aftur af mér.

Mér er greinilega að batna.

Sjúkkit og úje. 


mbl.is Bubbi með tónleika í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klár í bátana!

 

61 Stundum getur maður þakkað almættinu fyrir flensur og aðra óáran.  Ég hef nefnilega verið "gránduð" heima alla helgina með hita og ekki getað hamast um allt eins og ég hafði ætlað mér.  Þess vegna hef ég getað lent og áttað mig. 

Á 500 km. hraða hafa hlutirnir gerst á nýju ári og að vandlega athuguðu máli hafa þeir allir verið til góðs.

Læknirinn minn á Vogi sagði mér að ég væri töffari sem væri sjálfri mér harður húsbóndi og vissulega er það rétt eins og allt annað, sem þeir sem vita í alvörunni betur, hafa gaukað að mér í gegnum tíðina.  Mér hefði verið vísast að hlusta betur, en það er aldrei of seint að byrja.

Nú hef ég verkefni að vinna.  Það fyrsta er að þvo þvott og dúlla í kringum mig.

Svo tekur við skemmtilega erfið vika í göngudeildarmeðferðinni minni.  Þar sem ég þarf að nýta alla mína orku.

Þess vegna þakka ég mínum sæla fyrir kyrrsetninguna.

Ég er enn með hita og hósta.  Kva!  Íslensk kona, tek það með vinstri.

Nú er ég nefnilega klár í bátana.

Ójá og njótið sunnudagsins elskurnar mínar.

Það ætla ég að gera.


Pirrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

 28

Rosalega sem ég er pirruð og full sjálfsvorkunnar.  Ég er með flensu (hita, beinverki, höfuðverk og lélegan balans í skapi), ég hósta og hósta og það suðar fyrir eyrunum á mér.

Í allan dag hef ég leyft sjálfri mér að gervonskast út í smáatriði.

Mig langar að þvo eldhúsgólfið.  Hvern LANGAR að þvo gólf?  Mig, af því ég get það ekki og auðvitað þeim fjölmörgu sem skúra gólffleti fyrir feit laun.Devil

Mið langar að henda mér í vegg út af PR-leikritinu með prinslufsuna í Bretlandi.  Líklegt að hann hefði einhvertímann verið settur í hættu! Jeræt.  Trúir einhver þessari fáránlegu uppfærslu? 

Nei, ég ætla ekki að búa til lista, ég á ekki vitund bágt, smá flensa rýkur úr manni fyrr en varir.

En mig langar samt að ulla feitt á breska kóngaliðið. 

Búin að því.

Unaðsleg líðan.

Æloflæf.

Later

Úje 

 


100% sammála

Ég og Gaukur Úlfarson, eigum ýmislegt sameiginlegt.

Eins og skoðunina á því að hafa fundist Ómar R. Valdimarsson hafa lagt Paul Nikolov (VG) í einelti á bloggsíðu sinni s.l. vor, svo dæmi sé tekið.

Við eigum það líka sameiginlegt að hafa verið útilokuð úr kommentakerfi Ómars og athugasemdum okkar eytt.

Nú eigum við það sameiginlegt að vera 100% sammála.

Þessu komst ég að þegar ég las viðtengda frétt.

Mér finnst Gaukur flottur.

Súmí.


mbl.is Leyfði honum að bragða eigin meðal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband