Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Tvímælalaust undarlegur

Hér er mikið fjör. 

Jenný Una hefur stikað hér um íbúðina með tusku og þurrkað af (er þetta genískt, ég trúi því ekki?).  Taktar mömmu hennar við húsverkin eru sjáanleg í barninu.

Á meðan spjallar hún og þessa dagana er hún stödd í þeim ævintýraheimi sem þriggja ára barn býr í.  Hér verða til heilu sagnabálkarnir sem hún réttir að ömmunni, og ekki allir jafn fallegir.

Það er mikið um týnda krakka sem hafa verið óþekk og undarleg og "hlaupt" burtu frá mömmu og pabba út í buskann. 

Og í "dýrahöllinni" sem er hérna á Íslandi á bak við skóginn, eru dýrin stundum að hræða fólk en þau eru undarleg en samt góðW00t.

Svo leitaði hún ákveðin að dúkkunum sínum sem hún þurfti aðððeins að baða, því þær voru óhreinar og mjög undarlegar.

Og ekki má gleyma kettinum Núll (skírður á staðnum um leið og höfundur skáldaði upp söguna) sem er alltaf svangur og mjög undarlegur.

Nú bíð ég eftir sögu um Ömmu Rúrí (skáldsagnapersóna barns) sem gengur um "í nóttinni" og er mjög undarleg. "Alleg satt amma".

Það er óhætt að fullyrða að orðið undarlegur er orð dagsins, vikunnar og mánaðarins.

Ja.. nema að barn komi með annað og nýtt orð.

Vondandi ekki draugalegur því mér er hætt að standa á sama. 

Allt svo annarlegt eitthvað.

Krúttk.... þið vitið hvað.

Það fer að bresta á með því.

 


Til hamingju stelpur...

7

Með alþjóðlegan baráttudag kvenna.  Þetta verður bleikur dagur, sjokkbleikur alveg.

Nú á að nýta kvenorkuna, eins og Ingibjörg Sólrún segir réttilega í viðhengdri frétt.

Brettum upp ermarnar stelpur.

Þetta kemur, hægt og bítandi, en örugglega.

Njótið dagsins.


mbl.is Kvenorkan virkjuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rebellar og skortur á frjórri hugsun

11

Hvað foreldrar geta beinlínis verið illa innrættir þegar kemur að nafngiftum á afkomendurna.  Sumir kannski, vita ekki betur, en að skíra/nefna börnin sín augljósum "stríðnisnöfnum", sjá hreinlega ekki fyrir sér að viðkomandi reifastrangi verði einhvertímann að gangandi manneskju með félagsþörf. og einstaklingsþarfir.

Auðvitað gerir fólk þetta ekki að gamni sínu.

Svo eru nöfnin í ættunum, verið að afbaka nöfn til að hægt sé að skíra í hausinn á hinum og þessum.

Svo eru það foreldrarnir sem koma með nöfn sem þykja skrýtin, en venjast svo fallega með tímanum.

Og ekki má gleyma foreldrunum sem ætla að láta barnið sitt verða einstakt meðal jafningja og fara illilega út fyrir væntanlegan þægindaramma barnsins, að því forspurðu.  Jesús minn.

Auðvitað væri best að leyfa börnunum sjálfum að velja á sig nafn, en það getur reynst erfitt þar sem viðkomandi korn hefur ekki áhuga út fyrir móðurbrjóstið.

Þegar ég var 10 ára eignaðist ég systur nr. 5.  Hún var skírð Hilma Ösp.  Þetta var á tíma Guðrúnar, Þorgerðar, Margrétar, Sigríðar og þeirra stelpnanna.  Ég hélt ég myndi deyja.  Einkum vegna Hilmunafnsins.  Mér fannst það svo skelfilegt.  Þetta var staðfest af móður vinkonu minnar, hennar Guðrúnar, sem sagði milli samanbitinna tanna; Hilma Ösp!! Ekki nema það þó!! Hvað er fólk að hugsa, sem treður svona ónöfnum á börnin sín?

Hilma Ösp er með fallegri nöfnum sem ég veit um, þó ég gæti ekki sagt það upphátt til að byrja með. 

 Annars voru foreldrar mínir rebellar í nafngiftum miðað við mikinn skort á frjórri hugsun, svona almennt, í nafngilftadeildinni hjá íbúum Reykjavíkurborgar þess tíma.

Fóru ekki alltaf troðnar slóðir þar.  En þau nöfn eru öll frábær og þá er ég ekki að grínast.

En að máli dagsins...

...að skíra barnið sitt Brooklyn vegna þess að það er nafn þess borgarhluta í New York, þar sem barnið var getið?

Halló!! Það er hægt að halda dagbók til að leggja getnaði á minnið, það þarf ekki að klína adressunni á saklaust barnið.

En hann breikaði í afmælinu sínu hann Brooklyn.

Voða gaman.

Jájá!

Á að ræða þetta eitthvað nánar?


mbl.is Brooklyn breikaði í eigin afmælisveislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

La´det svinge

Ég rankaði við mér áðan fyrir framan sjónkann og mér varð ljóst að þar hafði ég setið nánast hreyfingarlaus í rúman klukkutíma og horft á sænska ríkissjónvarpið.

Halló Jenný!!

Hvað ertu að gera þér??

Ekki nóg með að ég sæti í hroðalega öflugri nostalgíu, sem náði til Svíþjóðaráranna, ónei.

Ég var farin að hugsa stíft um Olof Palme og skelfileg örlög hans.

Þrátt fyrir að ekki væri minnst á Olaf né nokkuð annað sem gæti komið mér á fortíðarflipp út af löngu liðnum tíma.

Ekki var það sænskunnar vegna.  Hana tala ég reglulega.  Pabbi hennar Jennýjar er Svíi. Ég á eðalvinkonur sem eru sænskar og ég er í heitu sambandi við, þannig að tungumálið triggeraði ekki þessum heiftarlega afturkipp í heilanum á mér.

Ég hef þess vegna verið að hugsa... hm.. alveg af alefli..

...eru þetta fyrstu mörkin um elliglöp?

Að maður bara smellist aftur á bak í tíma og gleymi sér þegar minnst varir?

Ég fer ekki vestur í bæ á næstunni.

Ég gæti frosið við Hringbrautarróló.  Það má ekki gerast.

Nei, nei, nei, nei, nei,

La´det svinge!

Og Péess næturinnar kemur frá Jenný Unu Eriksdóttur sem í dag sagði við mömmu sína, þegar þær voru á leið heim:  Mamma hér hefur verið sóði, það er "blerblot" á götunni.

Krúttkast og góða nótt.

 


Hver er á klukkunni?

Æi, get ekki á mér setið þegar ég sé enn eina rannsóknina, sem meikar engan sens.

Bandarísk könnun sem byggð er á upplýsingum kynlífsfræðinga í Bandaríkjunum og Kanada hefur leitt í ljós að fólk nýtur kynmaka best þegar þau standa í sjö til þrettán mínútur.

Kynlífsfræðingarnir hljóta þá að hafa spurt skjólstæðinga sína þessarar spurningar.

Hm..  Hvernig fer þetta rannsóknardæmi fram?

Erfitt í framkvæmd?

Kannski eru allir orðnir svona "down to buisness about it"  ég er orðin svo gömul, fyrir utan að vera hippi og á mínum hippaárum þakkaði maður sínum sæla, ef maður náði andlitinu á elskhuganum áður en hann var hlaupinn.  RÓLEG!! Ég er að grínast og fylla upp í hippamýtuna fyrir ykkur þið ykkar sem eruð saurug í hugsun.

Í alvöru þá er fólk sem stendur í tímatöku á kynlífi sínu örugglega með skeiðklukku og niðurteljara.  Allan nútímapakkann.

Svo er stokkið í rúmið og komasho.

Ég sakna gamalla og góðra daga.

Cry me a river!

Úje

 


mbl.is Kynmök taki sjö til þrettán mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alkinn ég...

 ..vaknaði á mínútunni átta og skondraði augunum um mitt sérhannaða svefnherbergi, þar sem stækkaðar myndir af Mér prýða alla veggi.

Taka tvö..

..ég vaknaði kl. 08,00 eins og ég hef fyrir sið og fann að ég var í flottu formi.

Flottari en ég á skilið, miðað við aldur, reynslu og fyrri iðjur. 

Ég fékk mér te og sígó.

Las blöðin og var ánægð eins og geðgott ungabarn.  Agú!

Ég las..

..um ný-útnefndan kandídat Rebúplikana og Bush þegar þeir fóru í sleik fyrir utan norðurdyrnar (þær eiga að vera bigtæm important) í Hvíta húsinu.  Alltaf gaman að sjá liff í öldungunum.W00t

..að Gilzenegger ætli að koma út úr skápnum hjá Jóni Ársæli fljótlega.  Og ég brosti og hugsaði blíðlega (ok, ekki blíðlega, en skilningur tók sig upp); æi dúllan, þetta skýrir margt, ef réttt reynist.Devil

..um þetta leiðinlega fokk í Júróvisíjón, sem alla jafnan kemur út á mér pirrunum.  Ég reyndar las það ekki til enda, (þannig að þið verðir að klikka á fréttina ef þið hafið áhuga) og hugsaði:  Æi dúllurnar í Júró og nærri klappaði skjánum.

..það var þá sem það rann upp fyrir mér, að í dag, amk. væri ég í andlegu jafnvægi og ég ætla að halda því áfram þar til ég leggst á koddann minn í kvöld.

Annars er þetta einn dagur í einu, í jafnvæginu og edrúmennskunni.

Ekki að ég stefni að Nirvana hérna.  Ég verð aldrei svo þroskuð að ég hætti að verða reið og  misþyrma lyklaborðinu reglulega, en það er dásamlegt að geta lesið í gegnum búllsjittið án þess að verða svo pirraður að maður reyni að berja sig til blóðs með ullarpeysu, ef ekkert haldbærara barefli er innan seilingar.

Annars er mælikvarðinn á jafnvægi hjá mér þessa dagana, Bandið hans Bubba.  Nenni ekki að segja hversvegna núna en það verður spennandi að sjá hvort ég lifi það af, annað kvöld.

Er í önnum.

Bara góð.

Farin í göngudeildina, ljósin mín.

Bætmítúðebón.

Úje!

 

 


mbl.is Eurobandið fær uppreisn æru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver liggur á bæn og spilar einhver Bingó?

01 

Ég er í víðtæku rusli.

Ég má ekki spila Bingó 24/7 á ákveðnum tíma um páskana og væntanlega ekki leggja kapal heldur.

Ég efast meira segja um að það megi gera það í Dymbilvikunni.  Allt bannað.

Ég man eftir að hafa smyglað mér inn í Glaumbæ í páskavikunni í denn og þá voru stólarnir uppi á borðum og lokað kl. 23,30.  Það mátti ekki dansa.  Það mátti liggja á barnum en alls ekki dansa.  Það hefur örugglega verið bannað að spila Bingó en það var í lagi, það voru ekki Bingóspilandi ungmenni þá frekar en nú.

Spilar einhver Bingó núförtíden?

Ætli að það sé reiknað með því að meirihluti fólks liggi hýsterískur á bæn, heima hjá sér yfir páskana?

Úff hvað þetta er mikil tímaskekkju reglugerð.

Ólafur F getur sett þetta sem forgangsverkefni, að laga þessar hallærislegu reglur um opnunartíma skemmtistaða yfir "hátíðarnar".

Ekki það að ég sé á leið á djammið.

Ónei, verð heima að lesa.

Mér er bara uppsigað við svona skinheilagheit.

Afsakið á meðan ég garga.

Má ekki láta fólkið sem fær greidd laun fyrir að biðja, sjá alfarið um það og halda þjóðfélaginu í eðlilegum rythma á meðan þessi ósköp ganga yfir?

Annars góð,

Later

 


mbl.is Bingó bannað á ákveðnum tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggjalúserabandalagið með blönduðum kór

Ég trúi því varla að Ólafur F. sé raunverulegur í nútímanum.

Ekki skrýtið, þar sem mér finnst ekki raunverulegt þetta ástand í borgarmálum og samsuðan milli hans og Villa Vill.  Tveggjalúserabandalagið með blönduðum kór.  Jesús!!

Nú á að draga konurnar heim að eldhúsvaskinum og hlekkja þær þar niður með börnin í pilsfaldinum og til þess að fá þær heim er boðið upp á "heimgreiðslu" til foreldra meðan beðið er eftir leikskólaplássi.  Íhaldsmenn hafa alltaf verið hrifnir af þessari hugmynd.  Að láta kjéddlingarnar vera heima með börnin, einkum og sér í lagi, þegar samdráttur verður á vinnumarkaði.

Nú á sum sé að hoppa aftur til fortíðar og stinga dúsu upp í fólk, í staðinn fyrir að byggja með hraði þá leikskóla sem þarf. 

Hvað verður það næst?

Verður boðið upp á "heimgreiðslu" til foreldris þegar kennaraskorturinn fer að verða óviðráðanlegri?

Kva!

Vér foreldrar erum öll fæddir kennarar.

Á öllum grunnskólastigum, hvorki meira né minna.

Og þegiðu svo kérling og vaskaðu upp.

Arg.

 

 


mbl.is „Konurnar heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálf ljótan í heimsókn

Ég var að tala við konu áðan.  Skemmtilega konu.

Ég var að tuða yfir því við hana, að flensunni sem er að hrjá mig, fylgdi sjálf ljótan.

Ég hef aldrei verið jafn illa haldin af ljótunni eins og núna.

Ég er með sár á vörinni.

Hárið á mér er í allar áttir.

Augun glansa.

Hrukkurnar sem hafa einhverra hluta vegna komið sér fyrir í andlitinu á mér eru afskaplega vel merkjanlega þessa dagana.

Yfir þessu var ég sum sé að kvarta við þessa vinkonu mína.

Þetta með hrukkurnar náði henni alveg, enda hún komin yfir fimmtugt eins og sumirWhistling og tengdi beint við vandamálið.

Hún reyndi samt að draga úr hrukkuvandanum mikla, til að bæta líðan mína og sagði; "veistu það Jenný, að hrukkurnar sýna að við höfum lifað, þær dýpka karakterinn, lýsa upp andlitið.

Hér var ég orðin græn í framan og fór að smyrja mig með mínu rándýra hrukkukremi.

Þegar hún var farin út um dyrnar hvarflaði það að mér að hún gæti haft rétt fyrir sér en samt hallast ég heldur að því að það sé óréttlátt að andlitið á manni þurfi að vera einhver rosaleg sönnunarbyrði um að maður hafi lifað ógeðslega lengi.

Hvað finnst ykkur?

Eruð þið sammála þeirri ákvörðun minni, að það sé best að panta tíma hjá lýta?

Þarf að hugsa þetta.

Lít örgla mikið betur út á morgun.

Hóst!


Bland

Einhverjir hafa verið að hvetja mig til þess að fara að skrifa heitu bloggin um samfélagsmál, en það verður að segjast, að ég hef algjörlega látið það eiga sig undanfarið. (Sumir fá kikk út úr því að láta aðra þjástW00tvilja sjá mann engjast.)

Ástæða?

Jabb, ég þarf á orkunni minni að halda í sjálfa mig þessa dagana. Þess vegna sneiði ég hjá því sem gerir mig brjálaða úr reiði. 

Þar má nefna þetta t.d.

Ég verð nefnilega í alvörunni reið og langar að fremja eitthvað.

En hvað um það..

Það er líka hægt að verða alveg stjörnuvitlaus af vonsku yfir að 16 ára krakki skuli sitja í hegningarhúsinu.  En... ég tel upp að 10 og tek það seinna.

Að öðrum og skemmtilegri hlutum

Stóra barnabarnið mitt hann Jökull Bjarki (sem er í eðlilegri stærð sko, bara sá elsti af hópnum), er að fara að fermast á pálmasunnudag, í Dómkirkjunni.  Allir velkomnir (djók).  Vá hvað tíminn líður, barnið fæddist á byltingarári ömmu sinnar, einn af fáum ljósum punktum í tilverunni á því herrans ári 1994. Knús Jökli minn.

Hér eru myndir af ungviðinu mínu.

Jenný Una fær bara hrískökur í stað nammis.  Amman kippir því í liðinn fljótlega.Whistling

Hrafn Óli fær ekkert nammi en er alltaf svakalega glaður

Og hann Oliver bjó til þetta fína kort handa ömmu-Brynju þegar hún var í London í síðustu viku.

Hér með er krúttkast dagsins tekið.  Allir í næsta vegg! 

Ég er auðvitað bara góð.

Hóst, hóst og allt það..

..en samt góð.

Síjúgæs!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2987324

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband