Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Algjör lúser
Í dag tókst mér að læsa mig úti.
Ég var ein heima, húsband hjá lækni og ég var að henda rusli. Ég bograðist með ruslið fram á gang og skellti kyrfilega í lás á eftir mér. Fannst einhvernvegin að ég væri að fara eitthvað.
Klæðnaðurinn var geggjaður. Hippakjóll, sandalar og hárið í hnút og allar áttir. Ómáluð, nýkomin úr baði. Jess.
Ég hringdi hjá nágrönnunum, hvergi svar, fyrr en á síðustu hurð. Fékk að hringja og húsband inni hjá lækni lofaði að koma eins fljótt og hann gæti.
Nú kom í bakið á mér þessi regla, að mingla ekki við nágranna mína, en í denn var ég í heví sambandi við þá og ég er enn með köfnunartilfinningu. En nú eru breyttir tímar og fólk löngu hætt að hanga inni hjá hvort öðru. Ég gat engan veginn sest upp hjá ókunnugu fólki, brosti því blíðlega og reyndi að láta sem ég sæi ekki undrunarsvipinn á andliti mannsins sem leyfði mér að hringja, vegna útgangsins á mér.
Mér leið eins og hálfvita.
Ég fór niður í neðstu kjallaratröppu og sat þar í ca. 45 mínútur og mig langaði ógeðslega í sígarettu. Það er varla hægt að vera meiri lúser. Jú annars, ef ég hefði verið í baðsloppnum, sem ég oftar en ekki hendi mér í eftir bað.
Svo kom minn heittelskandi og hann var glottandi. Ég sá það og veit það en hann neitaði að staðfesta viðkomandi munngeiflu. Ég hellti mér yfir hann þegar við komum inn. Hann lagaði kaffi og glotti. Ég beið eftir hinni fleygu setningu sem kemur alltaf þegar ég læsi mig úti eða týni lyklum (gerist nokkrum sinnum á ári) og hún kom fyrr en varði:
"Jenný mín, hefurðu eitthvað pælt í að hengja útidyralyklana um hálsinn á þér?".
Arg og ég hendi mér í vegg.
Súmítúðebón
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Konur til sölu
Trúir einhver því að vændiskonur séu í djobbinu fyrir ánægjuna?
Ég trúi því ekki.
Merkilegt, að á sama tíma sem danskir karlmenn taka sig saman gegn vændi þá sá sjónvarpið ástæðu til að taka viðtal við skyggða konu, fyrrverandi hjúkrunarfræðing, sem skipti yfir í vændi og líður svona svakalega vel í djobbinu.
Ég leyfi mér að fullyrða, að alltaf þegar umræður snúast um baráttu gegn vændi þá kemur einhver úr stéttinni og segir ævintýralegar sögur af því hvað vinnan sé skemmtileg, vel borguð og að eigin vali. Konurnar sem talað er við eru alltaf með stórgóða menntun, man eftir lögfræðingi, lækni, félagsráðgjafa og núna var það hjúkka.
Maður þarf að vera illa blindaður af löngun til að normalisera sjúkt ástand, til að trúa þessu.
Allir rannsóknir sem gerðar hafa verið, benda til að stór hluti vændiskvenna séu með laskaða fortíð, þær hafa verið beittar ofbeldi oft kynferðislegu og félagslegt umhverfi þeirra hefur verið slæmt, með afbrigðum.
Ég var ákaflega hissa á þessum vinkli sem Kastljós tók á þetta mál á mánudagskvöldið en þó bættu þeir úr í gærkvöldi. Sjá hér.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, frjálshyggjufrömuður, er hins vegar ekki sammála því að vændi skuli gert refsivert. Hún heldur því fram að þessi "atvinnugrein" snúist um frjálst val einstaklingsins til að fá sér vinnu að eigin vali.
Ég spyr bara; er það réttlætismál að karlar geti keypt sér líkama kvenna (og barna) eins og þeir fjárfesta í sunnudagssteikinni fyrir helgar?
Vill samfélagið að þessi þjónusta sé á boðstólnum?
Spyr sá sem ekki veit.
Jájá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Gangandi rekstrareining
Ég stefni að hugarjafnvægi. Það hefur í för með sér að utanaðkomandi áreiti truflar mig lítið. Sko það er ætlunin en ég er svo sannarlega ekki búin að ná þessu jafnvægi svo vel sé, enda þarf ég stöðugt að æfa mig.
Bubbi þarf athygli og núna er ég t.d. að gefa honum hana. Hann vill auðvitað meira áhorf á þáttinn sinn Rokkstar Bubbanóva. Ein lélegast eftirlíking á útlendum þætti sem ég hef séð. Þetta er auðvitað ekkert annað en karókíkeppni og mér sýnist á öllu að þetta sé sérhannað utan um kónginn og að hans hátign beinist sviðsljósið. Allir aðrir eru propps og aukaleikarar.
Og mér væri slétt sama..
..ef ég væri ekki stöðugt að heyra utanað mér einhverja palladóma um menn sem Bubba er uppsigað við.
Dæmi:
Siggi Lauf var látinn fara með skömm úr þættinum og sendur í grafhýsi frægðarinnar. Ég er viss um að Siggi, sem svaraði kóngi fullum hálsi í þættinum, hlaut í beinu framhaldi ekki náð fyrir augum hans hátignar. Og þá gerðist Bubbi andstyggilegur. Nokkrum dögum síðar má lesa á bloggsíðu Bubba að Siggi Lauf hafi verið látinn fara út þættinum vegna þess að hann er "hræddur við lífið". Ég hélt að viðkomandi þáttur gengi út á sönghæfileika ekki hugrekki í lífsslagnum.
Hvað þýðir annars að vera hræddur við lífið?
Nú er Bubbi kominn í rifrildi við Bigga í Maus. Biggi er laglaus. Hm... Ætlar Biggi að fara að syngja einhversstaðar? Ég held ekki en hann skrifaði grein um þátt kóngsins í Íslenskri tónlistarsögu og hlaut ókeypis gagnrýni að launum frá kóngi.
Ég nenni ekki að velta mér upp úr þessu til allra hliða en þessi fyrirferðarmikli maður sem Bubbi er, (ekki hægt að opna blað án þess að fá ítarlegar fréttir af degi Bubba), mætti nú aðeins fara að taka til í eigin garði. Hann er ekki hafinn yfir gagnrýni og ætti að sýna smá aðgát í nærveru sálar.
Svo gef ég 0,0 fyrir "listamennina" sem láta sig hafa það, viku eftir viku, að sitja með Bubba og "gagnrýna" þátttakendur í Bubbanóva. Hversu desperat getur fólk verið sem fær sig til þess að taka þátt í þessum ljóta leik, þar sem ungar manneskjur eru notaðar sem rammi í kringum kónginn og þær oft teknar og gagnrýndar á miskunnarlausan hátt.
Nú segi ég...
Afsakið meðan ég æli lifur og lungum.
Og hér er umfjöllunin í Kastljósi gærkvöldsins
Guð gefi mér æðruleysi
Farin í meðferðina mína.
Úje
P.s. Eins gott að það komi fram að mér hefur alltaf fundist Bubbi flottur tónlistarmaður. Ok, ekki svo mikið´eftir að hann varð gangandi rekstrareining, en fyrir þann tíma, algjör B-O-B-A/BOMBA
og ég meina það
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Elvis Karlson og fleiri hetjur
Nú er hér frétt um hversu margar mæður í nýjum sænskum barnabókum eru alkar, veikar á geði, uppteknar af sjálfum sér eða dauðar.
Pabbarnir eru að hverfa.
Halló, mina svenska vänner, þetta heitir að sofna á verðinum og vakna seint og illa upp af martröðinni.
Próblemin með foreldra hafa lengi verið einkenni sænskra barnabóka.
Þetta byrjaði í raun með Línu Langsokk (kannski fyrr) þar sem fullorðnir eru meira og minna stórbilað lið, nema pabbi hennar Línu, sem var skrýtinn eins og hún. Löggan, foreldrar Tomma og Önnu og flestir aðrir, er allt meira og minna illa gefið lið, barnslega saklaust og auðvelt að blekkja.
Svo dettur mér í hug Elvis Karlson, drengurinn sem á drykkfelda og sjálfsupptekna mömmu sem klínir nafni uppáhalds söngvarans á blessað barnið og veldur því að honum er strítt ferlega. Mig minnir, bara minnir, að pabbi Elvisar hafi verið að heiman eða svo mikill velúrmaður að ég hafi gleymt honum. Eina fullorðna manneskjan sem fútt er í er afi Elvisar.
Og ég tek annað dæmi. Uprreisnin á barnaheimilinu sem Olga Guðrún Árnadóttir las, svo eftirminnilega, í útvarpið 197tíuog eitthvað.
Það varð allt vitlaust í þjóðfélaginu. Þarna var verið að hvetja til uppreisnar. Börnin í sögunni tóku fóstrurnar gíslingu og heimtuðu að réttindi þeirra væru virt.
Stórhættulegar bækur.
Hm...
Svíar eru raunsæir en þeir mættu stundum hafa meiri húmor. Samkvæmt þessum bókum sem greinin fjallar um er ekki gaman að vera barn í Svíþjóð.
Hvað er nýtt spyr ég?
En sem betur fer eru sænskir krakkar eins og önnur börn. Þau gefa litteratúrnum einfaldlega langt nef og skemmta sér konunglega.
Kom igen!
Úje
Hættulegt líf mæðra í barnabókum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Pirringsblogg
Ég tók upplýsta ákvörðun um daginn um að ég myndi ekki blogga um það sem fer mest fyrir brjóstið á mér.
Þar var ma. innifalið dómar fyrir ofbeldisbrot, fréttir af fræga fólkinu og þá aðallega Bubba, misrétti og ójöfn lífskjör. Ég hef haldið mér á mottunni en ég er að springa. Ég er sprungin.
Minnsta pirringsefnið er auðvitað viðtengd frétt um að bloggarar séu margir þunglyndir og noti bloggið til að berjast gegn sjúkdómi sínum. Alveg er ég viss um að bloggarar eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það er einhver árátta í gangi sem felst í því að skilgreina okkur sem eina ákveðna tegund af fólki, bölvuð vitleysa.
Fruuuuuuuuuuuuuusssss
Nú hafa fimm menn verið handteknir, grunaðir um að hafa nauðgað konu. Mennirnir eru útlendingar og konan líka. Það var vart búið að birta fréttina er ég sá að Frjálslyndi baráttumaðurinn á blogginu (nei, ég ætla ekki að linka á hann) var búin að gera þetta mál að kynþáttaissjúi. Það er slæmt ef svona atburðir, sem eru nógu skelfilegir í sjálfu sér, verði vatn á myllu þeirra sem eru uppteknir af "hreinu" Íslandi.
4 ára dómurinn yfir nauðgaranum um daginn var held ég, fyrsti dómurinn sem ég hef séð sem nálgaðist refsingu til samræmis brotinu. Ég vona að það hafi ekki skipt máli frá hvaða landi ofbeldismaðurinn kom.
Nauðganir eru grafalvarlegt mál. Mér finnst þjóðerni ekki eiga að vera aðalmálið. Íslendingar hafa nauðgað konum í stórum stíl í gegnum árin.
Nauðganir hafa alltaf verið jafn stórt vandamál hér og í öðrum löndum. Hinsvegar gerði smæð þjóðfélagsins og viðhorf almennings til nauðgana það erfitt fyrir konur (menn) að leita réttar síns. Það mun væntanlega breytast meir og meir með tímanum. Aukin umræða, fleiri úrræði og breytt viðhorf skila miklu.
En að öðru og léttvægara máli sem gerði mig hálf veika úr pirringi en það var Frímúrarakvöldverðurinn fyrir ríku kellurnar (kostaði 70 þús. krónur per. konu) þar sem að peningarnir runnu til Fiðrildaverkefnisins sem er verðugt verkefni að styðja. En stendur ekki í Bibbu að vinstri höndin eigi ekki að vita um hvað sú hægri gerir? Af hverju gaf þetta ríka lið ekki peninga í verkefnið, hægt og hljótt og borðaði heima hjá sér í staðinn fyrir að slá upp snobbdinner og láta Björgúlf Thor og annan nýríkan náunga, sem ég kann ekki deili á, taka á móti sér með súkkulaði og tilgerð.
Þetta gerir mig brjálaða. Verð að fara hér með æðruleysisbænina og þið sem eruð á því að svona liff sé eftirsóknarvert þá er svarið nei....
..ég öfunda ekki þetta fólk, ég aumka það í bölvuðu snobbinu og yfirborðsmennskunni.
Arg, bíðið á meðan ég kasta mér fyrir björg.
Later og annars góð.
Úje
Blogg gegn þunglyndi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Bálillar bloggfærslur
Hvað er það með mig og jólagardínuna í eldhúsinu mínu?
Ár eftir ár tek ég hana niður með hljóðum, en þó ekki fyrr en páskarnir eru að detta í hús.
Þetta skrifast ekki á reikning frestunaráráttunnar frægu sem ég er að taka á nánast á hverjum degi, nei hér er eitthvað annað og meira undirliggjandi.
Ég var að velta fyrir mér hvers vegna ég væri haldin þessum perrahætti, að hafa jólagardínur í eldhúsinu fram á vor. Kommon, þær eru orðnar frekar dræsulegar í lokin. Eins og liðið sem verður eftir í partíinu og vaknar einhversstaðar, rýkur út í sólina, svo sjoppulegt að höfuð snúast. Þannig eru jólagardínurnar á hverju ári hjá mér. Algjört stílbrot.
Fyrir meðferð 2006 náði þó tímabil jólagardínunnar sögulegu hámarki. Í nóvember kom Ibba vinkona mín í heimsókn og sagði: "Ji en þú dugleg, búin að setja upp jólagardínur!" Ibba meinti þetta sko. Þá skammaðist ég mín smá en greinilega ekki nóg.
Nú í þessum töluðu orðum hanga þessar fínu jólagardínur fyrir eldhúsglugganum. Þær eru hvítar með krúttlegum jólafuglum og rauðu silkibandi. Enda snjórinn fyrir utan gluggann og stemmingin svona frekar jólaleg.
Vorgardínurnar liggja hér á stofuborðinu og grjóthalda munni, en ég á eftir að strauja þær.
Nú opnast hreinlega augu mín upp á mitt enni. Ég veit hvers vegna ég drolla með þetta ævinlega. Ég vil ekki strauja, hef hreina andstyggð á því húsverki.
Svo er ég að þjást af dasssi af leti og innbyggðri andstyggð á húsmóðurhlutverkinu, sem eru leifar frá því í denn og þess vegna algjör tímaskekkja. Það er gaman að stússast heima hjá sér.
En nú er ég búin að kryfja gardínuvandann til mergjar.
Farin að skipta um. Straujárnskrúttið sem mamma og pabbi gáfu mér hérna um árið, er um það bil að fara í noktun!
Lífið er unaður.
Úje
P.s. Ég er ansi hrædd um að þetta sé dagur hinna bálillu bloggfærslna. Ég er að springa á limminu, með ásetninginn um að blogga ekki um þjóðmál af alvöru. Ég finn að það er að hefjast gos í Vulkaníu Jenný Önnu.
Omægodd!
Jólaljósin á Austurvelli að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Mánudagur, 10. mars 2008
Lyktandi minningar
Vorið kemur með grásleppunni og rauðmaganum sem karlarnir selja við Ægisíðuna.
Það er eins víst og það kemur nýr dagur á morgun.
Ég man eftir að hafa verið í fylgd með fullorðnum við kaup á umræddum fiski og ég skildi aldrei af hverju grásleppan var svona "bitótt" þar sem hún hékk og beinlínis blakti í vorvindunum, sem voru auðvitað skítkaldir.
Það var hryllileg lykt af grásleppunni og rauðmaginn var ekki mikið skárri. Mikið sem ég hata sjávarfang af ýmsu tagi.
Spikfeitar fiskiflugur héldu heilu ráðstefnurnar á grásleppunni og ég gat ekki skilið hvernig nokkur maður gat látið þennan óþverra ofan í sig.
Mig langaði hins vegar mikið til að smakka fasana og lynghænu.
Þetta stílbrot í matarsmekk gerði vart við sig þegar ég var smábarn og dreymdi um að smakka konunglegar steikur og villta sveppi á meðan öll vesturbæjarelítan át ýlduna úr fjörunni.
Ég hef verið af konunglegum ættum í fyrra lífi.
Í raun þarf ekki fyrra líf til, ég er konungborin. Í alvöru sko, langa, langa afi minn var danskur konungur sem flekaði þessa ömmu mína. Hann var reyndar mesti sukkari allra konunga í Danmörku og fannst að lokum dauður í ræsi í miðborg Kaupmannahafnar eftir næturslark.
Þeir segja að alkahólismi gangi í erfðir
..líka sá konunglegi.
Hm..
Hér við hirðina erum vér á leið til rekkju,
en fyrst kíki ég á bloggið.
Vorið kemur svo sannarlega með grásleppunni.
Allir edrú að lúlla.
Æmsóexætid!
Úje
Græjað á grásleppuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 10. mars 2008
Aldursmartröð
Ég eldist og eldist. Ég veit ekki með ykkur en á hverju ári á ég afmæli. Ofsóknir og samsæri, ekkert annað.
Ég hef aldrei sloppið og þess vegna tengdi ég rosalega við þessa frétt um að Íslendingar eldist.
Leið eins og ég væri komin heim.
Þegar ég varð tvítug grét ég smá á milli gleðilátanna yfir að geta farið á eigin vegum í ríkið. Fram að því hafði þetta verið endalaust basl fyrir utan ríkið á Lindargötunni þar sem við vinkonurnar díluðum við rónana, um að kaupa fyrir okkur. (Fyrirgefið mamma og pabbi, ég skammast mín og það niður í tær). En þennan afmælisdag grét ég smá yfir að æskan væri að eilífu horfin.
Á þrítugsafmælinu mínu vaknaði ég upp við vondan draum og ég var svo miður mín að ég gat ekki einu sinni grátið. Hin raunverulega ferð mín á öldrunarvegferðinni var í alvörunni hafin og blákaldar aldurstaðreyndirnar sem ég horfði fram á slógu mig rokna löðrung beint í andlitið. Ég hafði lesið um það í sænsku Feminu að manneskjan byrjaði að rotna upp úr þrítugu. Mér leið eins og ósmurðu líki.
Fertugsafmælið rann upp og ég lagði svo mikið í lokapartíið að tæplega 200 manns var safnað saman í þetta endanlega uppgjör við lífið, enda ekki seinna vænna, búin að vera rotnandi í tíu ár. Það gat ekki verið langt til endalokanna.
Ég tórði og varð fimmtug. Ég var örugglega í dauðateygjunum. Ég sló upp afmæli fyrir börnin í fjölskyldunni. Þau eru mörg. Aðstandendur barnanna voru boðnir velkomnir í fylgd þeirra. Það var mikið af nammi í þeirri veislu og ég velti fyrir mér hvort ég myndi lifa það að sjá börnin stækka, enda ekki nema von, hrörnunin hlaut að vera að nálgast hámark. Sko hrörnunin sem ég las um í sænsku Feminu um árið. Ég sá fyrir mér ellina, sem ég játa að hafa mikla fordóma fyrir, endalausa og tíðindalitla, þar til yfir lyki.
Svo varð ég fimmtíuogfimm og ég gerði ekki neitt, nema að fara á fund mér til uppörvunar. Mér reiknaðist til að það tæki því ekki að slá upp gleðskap. Fannst að það væri hægt að taka viðkomandi gleðilæti með jarðaförinni. Slá atburðunum saman. Praktískt og gott.
Hér hætti ég að telja, enda ekki nema ár frá síðasta stór viðburði. Það rann svo upp fyrir mér um daginn að ég er á almennum aldri. Það eru allir sem ég þekki á aldri sem passar svo vel við minn. Ég lagði hugsununum um hrörnunina á kantinn og ætla að reyna að bera mig saman við meðalkonuna á Íslandi sem lifir í 82,8 ár.
Miðað við meðalkonuna er ég kornung.
Ég þarf að endurnýja kynni mín við sænsku Feminu.
Tala yfir hausamótunum á helvítis ritstjóranum.
Arg
Later!
Úje
Íslendingar eldast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Sunnudagur, 9. mars 2008
Leiðindabæli
Ætli það sé eftirsóknarvert að búa í friðsælasta bæ í heimi? Nú veit ég ekkert hvar Solund í Noregi er, en svo friðsæll er sá staður, að eina ofbeldið þar í fyrra voru slagsmál tveggja hunda. Það er búið að loka sýsluskrifstofunni, ekkert að gerast.
Allt með KYRRUM kjörum.
Það getur ekki verið mikið liff á staðnum.
Ég myndi drepast úr leiðindum.
Það væri lærdómsríkt að horfa á lókalfréttir í bænum. Hvernig ætli gangi fyrir sig að halda úti fréttastofu í svona dauðabæli?
En að kjarnanum...
..sem er af hverju ég er að blogga um þetta. Ég var í sakleysi mínu að lesa fréttirnar eftir ég kom heim af fundi og ég festist í sunnudagstilfinningunni sem greip mig við lesturinn.
Sunnudagstilfinning er einhvernveginn svona...
Ekki kjaftur á götum og sólin skín. Bónlykt og sími sem hringir og hringir en enginn er til að svara. Það eru allir í berjamó eða andskotans lautarferð.
Ég er ekki í lagi.
En stundum er erfitt að koma orði að því sem maður vill segja. En mér leið strax svona sunnudagsbömmerlega þegar ég las fréttina og ég ætla ekki til Solund á næstunni.
Ég ætla ekki til Noregs einu sinni.
Það er á hreinu.
Hvað hét bónið aftur sem notað var í denn?
Einhver???
Friðsælasti bær í heimi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Sunnudagur, 9. mars 2008
Sunnudagsblogg - zzzzzzzz
Klukkan í kirkjunni, hérna neðar í götunni er að gera mig hálfgalna. Hún hringir og hringir og mér finnst nánast eins og hún sé að rukka mig um kirkjuferð. Sem er auðvitað út úr kortinu. Ég hef aldrei hitt þessa klukku og er alls ekki tíður gestur við messur.
En..
Ég er búin að vera á fullu alla helgina. Tæpast getað kíkt á bloggið í önnum mínum.
Hef unnið sem sjálfboðaliði um helgina við að hjúkra mínum heittelskaða, sem kom sér upp lungnabólgu. Greyið.
Hjúkrunin fólst í að bera í hann sítrónute og sýklalyf. Tók ekki tímann sinn, er bara að reyna að gera mig merkilega.
Ég hef ekki séð sjónvarp og missti af að jafnvægismæla mig með því að horfa á "Bandið hans Bubba". Sennilega er það þroskamerki og sönnun þess að ég er í fínu jafnvægi. Það er, að nenna ekki að tékka á því hvort ég fengi pirringskast yfir þessum fáránlega þætti.
En ég hef áorkað ýmsu.
Verið með hana Jenný Unu sem fór í bíó með mömmu sinni að sjá merkilegan hund, núna áðan.
Ég hef bakað..
..og eldað..
..og sofið helling..
..og leiðbeint Maysu minni í eldamennskunni yfir hafið til London.
Maturinn heppnaðist frábærlega og auðvitað tók hún sínar varíasjónir á uppskriftina.
.. og þess utan hef ég dinglað mér og verið.
Það tekur á.
En mikið svakalega létti mér að Diri er fundinn.
Ég hélt að henni hefði verið rænt.
Farin í hjúkrunarkirtilinn.
Ójá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr