Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Sunnudagur, 12. október 2008
Lygimál
Þegar ég var stelpa var stundum logið (skrökvað) að mér til að vernda mig frá sjálfri mér.
Ég vildi klippa marsípanstangirnar mínar niður í búta og var sagt að ef maður klippti mat hætti maður að vaxa.
Þetta með klipperíið hafði þær afleiðingar að enn get ég ekki klippt svo mikið sem persillu ofan á mat.
Mér var líka sagt að börnin væru sett inn í maga móðurinn af guði og svo kæmu þau út um naflann. Þessu var reyndar logið um allan Vesturbæ og víðar. Ég setti reyndar spurningamerki við þessa speki, fannst móðir mín þá illa elskuð af almættinu því hún var ansi oft með barni og svo fannst mér þessi millivegur í móðurkvið algjör óþarfi fyrst guð væri hinn gefandi aðili. Skildi ekki af hverju hann setti ekki ungabarnið beint í vögguna almáttugur eins og hann var.
Þarna var auðvitað verið að ljúga að mér til að vernda mig frá þeim hroðalega sannleika að fólk hefur samfarir oft og reglulega án þess að skammast sín og með þessum líka afleiðingunum.
Skelfilegt.
En ég fullorðnaðist á endanum og hef leitast við að ljúga ekki að börnunum mínum, þó auðvitað hafi ég dottið út af beinu reglulega af því ég er ekki fullkomin (já ég veit, þið eruð standandi hlessa).
En það eru greinilega menn í landstjórninni og á öðrum merkilegum póstum sem halda að við fullorðna fólkið þolum illa sannleikann.
Það er logið á hverjum degi. Engin hætta á ferðum, við erum komin yfir erfiðasta hjallann, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekki inn í myndinni fyrir okkar hönd, nei, nei, þeir eru hérna í ráðleggingum bara.
Allar lygar undanfarinna vikna hafa gert það að verkum að ég treysti ekki kjafti sem opnar á sér þverrifuna í fjölmiðlum, þ.e. þeim sem halda um stjórnartaumana í skelfilegri kreppunni sem hér ríkir.
Það sem mér finnst þó skelfilegast er að það er orðið eðlilegur framgangsmáti að segja ósatt og þegar sannleikurinn kemur í ljós þá er lygin varin með því að málið hafi verið svo viðkvæmt að ekkert hafi mátt láta uppi um það.
Ég hef bloggað um það áður og ég geri það enn og aftur, ef fólk getur ekki sagt sannleikann þá á það að halda sér frá fjölmiðlum. Segja ekki neitt.
Ég hef aldrei upplifað það að vera í eins lausu lofti og núna.
Vont að treysta engum.
Ég reyni að vona það besta en reikna með því versta.
Svo geta Sjálfstæðismenn grenjað og hangið í stuðningssleik á lokuðum fundum sem samt eru ekki lokaðir.
Ég veit bara eitt, að þeir eru hvors annars en ekki mínir menn.
Samfylkingin ekki heldur og það er sárara. Þeir voru nú einu sinni gamlir samherjar mínir í pólitík.
Fjárinn sjálfur.
IMF lýsir vilja til að aðstoða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 12. október 2008
Barnatími fyrir fullorðna og sammingar ekki gerðir
Varðandi þáttinn hennar Ragnhildar Steinunnar sem ég bloggaði um hér fyrir neðan og hreif mig ekki sérstaklega, svo ég fari ekki nánar út í þá sálma, þá kallaði hann samt fram kátínu hér á kærleiks.
Í gær kom Jenný Una Eriksdóttir í heimsókn með mömmu sinni og eins og gjarnan gerist þá harðneitaði hún að fara með henni heim.
Hún skráði sig sum sé hér í gistingu.
Þegar ég og Hljómsveit hússins sátum með kaffi og heita eplaköku yfir téðum þætti sat sú stutta á milli okkar og gerði athugasemdir við sjónvarpsefnið. Hún vildi horfa á LABABÆ.
En svo kom Sveppi inn í myndina.
Barn: Amma, þetta er Sveppi í baddnatímanum mínum. Hún var töluvert hissa og hún horfði af tærum og sönnum áhuga á goðið.
Mamman hringdi og talaði við hana. Hún spurði barnið hvað við værum að gera og barn svaraði:
Við erum að horfa á fullorðinsbaddnatíma!
Prinsessuárátta barns er að ná hæðum þessa dagana. Hún neitar að fara í annað en jólakjóla og pils. Þetta er að verða að vandamáli.
Ég reyndi í morgun að tala hana til og segja að hún og mamma myndu gera samning. Mamma réði á leikskóladögunum og hún mætti ráða á laugardögum og sunnudögum.
Jenný: Sammingur, hvað er sammingur?
Amman: Það er þegar þú og mamma ákveðið að stundum velur hún fötin þín og stundum þú.
Jenný: Má ég bara fara í prinsessuföt á laufardag og sunnudag?
Amman: Já ef þið gerið samning.
Jenný (ákveðin og forstokkuð): É geri ekki samminga.
Er hún í Sjálfstæðisflokknum hugsaði amman og andvarpaði þunglega.
Nú, nú, svo er að bretta upp hendur og mynda breiðfylkingu börnin góð um breytt þjóðfélag.
Ég sé ykkur fljótlega.
Kveðja frá kærleiks.
P.s. Barnið í jólakjólnum frá því í fyrra. Jájá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 11. október 2008
Fjandinn flengríðandi
Fjandinn flengríðandi. Ég vann ekki í Lottóinu. Ég sem var búin að ráðstafa peningunum.
Ætlaði mér stóra hluti með þessa aura.
Reyndar lottaði ég ekki en það er algjört aukaatriði hérna.
Þá er það frá...
Ég get ekki stillt mig um að blogga um þennan þátt hvaðsemhannheitir, með Ragnhildi Steinunni.
Mér finnst þessir tveir þættir sem hafa verið sýndir alveg stórgallaðir og ég sem hélt að dagskráin ætti að höfða til sem flestra á þessum prímatíma á laugardagskvöldum.
Þar sem ég er ein af flestum, ein andskotans kennitalan í stóra almúgapottinum þá er mér ekki skemmt.
Yfirborðsleg eftirlíking af "This is your live" skemmtir mér ekki skapaðan hlut.
Og þáttastjórnandinn kyssir alla, þegar þeir koma og fara. Í kvöld vísaði hún í sameiginlegt afmæli sem hún og gestirnir höfðu verið í og það var þá sem ég fattaði af hverju mér leið óþægilega.
Ég vil ekki vera boðflenna í einkapartíum.
Ragnhildur Steinunn er með prívat tískusýningu, flott í tauinu, falleg kona og myndi slá í gegn væri hún að taka á móti gestum svona prívat.
Það er eins og hún sé gestur þáttarins. Gæti orðið svolítið leiðigjarnt á tíuanda þætti og uppúr.
En.. ekki að þetta skipti einhverju máli svo sem, en þar sem maður er vegna kreppuástands búinn að losa sig við keppinautinn þá hefur skyldusjónvarpið meira vægi.
Ég er svo sem ekkert að fara á límingunum, ég hef nóg af skemmtilegum bókum að lesa en samt.
Tek þó fram að mér finnst Björn Jörundur frábær tónlistarmaður með mikla útgeislun.
Málið er að það sem ég vissi ekki um Björn Jörund fyrir þáttinn veit ég ekki enn.
Hver er maðurinn á bak við djobbið?
Æi þetta er örugglega kreppan í mér sem talar.
Eða kannski finnst mér bara asnalegt að láta mig þetta varða að því marki að ég nenni að blogga um það.
Kannski er það óhjákvæmilegt að á svona litlu landi sé það alltaf sama fólkið sem talar hvert við annað á kunningjanótum í sjónkanum. Eilíf andskotans ríjúnion á þessu fólki, bæði á prenti og í fjölmiðlum.
Alveg: Hæ (knús og koss, faðmlög og andvörp) gaman að sjá þig. Sömuleiðis. Flottur í tauinu. Sömuleiðis.
Eða hvað?
Later.
Þrefaldur pottur næst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 11. október 2008
Amma Póló, afi Pilsner og barnahatari í peysufötum
Íslendingar eru þrjóskir og ósveigjanlegir segir Hattersley, fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands. Hann segir að málstaður Breta í þorskastríðinu hafi verið réttmætur og í nýja stríðinu sem nú geysar sé málstaðurinn það einnig.
Ég man eftir þessu þorskastríði jájá og mér fannst við ferlega flott þá og mér finnst það enn.
Ég man eftir Ólafi Ragnari Pres, með viðtalsþætti á ensku þar sem hann stóð sig alveg þræl vel.
Hjartað barðist í brjóstinu með málstað litla Íslands á móti andskotans Bretunum. Það var svart-hvítt dæmi, við vorum réttu megin við strikið. Algjörlega spikk og span.
En núna er ég ekki svo viss. Auðvitað hefur Gordon Brown verið að nýta sér þessa stöðu Íslands til eigin vinsælda en ég vil ekki trúa því að óreyndu að þeir hafi gert sér það að leik að ljúga upp samtölum við íslenska ráðamenn. Ef svo er þá eru þeir ótýnt pakk. En bíðum aðeins.
Ísland á auðvitað ekki að láta bjóða sér þessa framkomu sama hvað er. Þessi djöfulgangur í Bretanum hefur þegar skaðað okkur biggtæm.
En að kjarna málsins. Hehe.
Ég var að hugsa um gildi íslensku krónunnar og auðvitað fleygði það mér í nostalgíu.
Ég bloggaði um litabókina fyrr í vikunni sem ég keypti á rétt tæpan níuhundruð kall og gaf mér nánast hjartastopp.
Ég man nefnilega eftir því þegar ég fór í Möggubúð á horninu á Ásvalla og Hofsvalla og keypti kúlur á 1 aur stykkið. Þær voru í fánalitunum og Magga geðvonda sem var líka barnahatari í peysufötum, bjó til kramarhús úr umbúðapappír og taldi kúlurnar í það. Svo sagði hún okkur að andskotast út með varninginn um leið og hún tók við peningunum. Þjónustulundin í hámarki hjá helvítis kerlingunni, guð blessi hana.
Það voru til fimm aura stykki. Rauður haltukjafti brjóssykur kostaði krónu. Líka Bazúkatyggjó.
Og Pan tyggjóið var keypt í lausu eða í litlum kössum, kostaði kúk og kanil.
Á sunnudögum fékk ég rauðan tíkall í bíó. Brúnn fimmkall fór í bíómiða í almenn og afgangur í nammi. Poppkornið var poppað heima og tekið með í brúnum bréfpoka sem myndaði fitubletti af heitu poppkorninu.
Og svo fór mig að langa í ískalda Póló úr svona Kókassa á gólfi, (það varð svo mátulega kall) þegar ég bloggaði. Ég fékk vatn í munninn.
Rosalega var Póló góður drykkur og Ananas með dansandi Hawaymeyju íklæddri strápilsi á miðanum.
Ótrúlegt hvað lífið var einfalt.
Svo voru rauðar pylsur í matinn á laugardögum. Með bræddu smjöri og kartöflum.
Ég finn bónlyktina úr sameigninni á Hringbraut 84 þegar ég skrifa þetta.
Á laugardögum var nefnilega allt skúrað út í hörgul.
Nostalgía je,je, je!
Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 11. október 2008
Upptekin í þágu vísindanna
Merkilegur dagur þessi í gær. Föstudagurinn 10. október.
Ég áttaði mig á því í fyrsta sinn til fullnustu hversu smá þjóð við Íslendingar erum.
Þetta gerðist eftir að ég sá:
Guslu systur mína í hóp faðmlagi við kollega sína fyrir utan Glitni í fréttatímum beggja sjónvarpsstöðva.
Erik tengdason minn með Hrafn Óla í Kastljósinu, þar sem hann var spurður út í kreppuna.
Robba tengdason minn í sama Kastljósþætti undir umfjöllun um Iceland Airways hvar hann sat og talaði í síma, enda mikið að gera hjá Airways mönnum.
(Það má svo bæta því við að í fimmtudagskastljósinu sat Guðjón Magnússon læknir fyrir svörum og hann er bróðir míns heittelskaða. Hvar endar þetta?).
Þegar minni litlu fjölskyldu ber fyrir í fréttamiðlum þrisvar sama daginn þá verð ég að horfast í augu við þá staðreynda að við Íslendingar erum örkrúttaþjóð. Míkró, eins og lítið hverfi í stórborg.
Ég er búin að vera (og er enn) í einhverskonar kreppuástandi undanfarið.
Sú staðreynd að við römbum hér á barmi þjóðargjaldþrots og erum komin í stríð við Bretann ásamt öllu sem því fylgir, síast auðvitað inn í vitundina í skömmtum. Sem betur fer.
Í Kastljósi í gærkvöldsins sagði Egill Helga eitthvað á þá leið að hann vonaði að hér myndi gefast tækifæri til að mynda nýtt íslenskt samfélag og að honum þætti það spennandi.
Þetta er einmitt tilfinningin sem ég og fleiri höfum haft undanfarið. Að nú sé lag til að breyta. Fyrst svona fór, eins skelfilegt og það nú er, væri auðvitað frábært ef á rústunum gæti risið ný tegund samfélags. Með nýju verðmætamati. Þar sem manneskjan og náttúran er í fyrirrúmi.
Sjáið þið til, hin glerharða og mannfjandsamlega stefna kapítalismans gengur ekki upp. Hún hefur beðið skipbrot.
Ég er ekki reið út í Jón Ásgeir og þá Bónusmenn.
Ég er eitthvað pissed út í Björgúlfsfeðga, verð að játa það, enda þeir hvergi nærri til að taka þátt í reddingunum og til að þrífa upp eftir sig.
Ég er hins vegar haldinn háheilbrigðri og tærri reiði út í landstjórnina og stofnanir sem undir hana heyra.
Hrein og tær reiði sem beint er út í stað inn er afskaplega góð orka til að nýta til góðra verka.
Það vekur nefnilega öryggisleysi með mér að sjá þá ráðamenn rúlla um eins og stjórnlausa valtara dag eftir dag, alsendis ófæra til að taka á málinu.
En fyrst og fremst er ég með von í hjarta.
Ég vona svo innilega að við nýtum þessa skelfilegu atburði til að læra af reynslunni og byggja eitthvað nýtt og betra á rústum þess gamla.
Við erum nefnilega forrík, af mannauði. Við eigum sand af honum.
Later.
P.s. Ég ætlaði að steðja á Arnarhól og mótmæla í gær en gat það ekki vegna þess að ég var að svara spurningum í rannsókn sem ég er að taka þátt í um alkóhólisma. Ég var því löglega afsökuð, ég var að fórna mér í þágu vísindanna.
Mér varð hins vegar ekki um sel þegar ég sá í fréttum að það var verið að nota þetta tækifæri til að boða kommúnisma og syngja Nallann.
Halló, hoppið inn í nútíðina.
Aleigan í 2 Bónuspokum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 10. október 2008
Hefðuð þið trúað þessu?
Í öllum hamaganginum sem gengur á þessa dagana las ég einhversstaðar að hagkerfið okkar myndi fara aftur um þetta tuttugu til þrjátíu ár.
Ég alveg: Nú, nú, hvaða hýstería er nú þetta? Við lifum á opnum tímum, ferðalög ertu tertubiti og ekki krassa tölvurnar þó efnahagsástandið sé í sögulegu lágmarki.
En halló, ég hefði betur aldið mér á mottunni með yfirlýsingagleðina við sjálfa mig. Ég hefði átt að hasta á Jennýju Önnu og hreinlega segja henni að þegja, svei mér þá.
Á mínum sokkabands þegar allar leiðir lágu til London fórum við systur mínar og vinkonur í hverja innkaupaferðina á fætur öðrum. Þetta var sjötíuogeitthvað ofkors.
London var heimsborg tískunnar og fyrir fataóðar ungmeyjar var hún himnaríki á jörð.
Klúbbarnir gerðu ferðirnar ekki leiðinlegri og miðað við þeirra tíma tísku hvað varðaði karlkynið þá þóttu breskir testosterrónar alveg ferlega liggilegir í útliti. Kannski af því að þeir voru svo töff til tausins.
Við steðjuðum sem sagt til London stelpurnar og til þess að nálgast gjaldeyri á þessum haftatímum sem aldrei koma aftur (jájá) fékk maður einhverja lágmarksupphæð punda gegn framvísun farseðils. Þessi summa var hvergi nærri nóg, mikið lá við og margt þurfti að versla.
Maður þekkti mann sem þekkti leigubílstjóra á setuliðssvæðinu og þar fengust dollarar.
Svo fyllti maður alla vasa plús ferðatöskur af hundraðköllum sem hægt var að skipta í breskum bönkum.
Reyndar skil ég ekki hvernig við komumst með góssið inn í landið aftur algjörlega athugasemdalaust því keypt var fyrir heilu vinkvennahjarðirnar í leiðinni.
NB. þá var ein alvörubúð með fatnað í Reykjavík, sum sé Karnabær og þar af leiðandi litu öll ungmenni út eins og tvíburar.
Plebbarnir versluðu í Hagkaup, Guðrúnarbúð, eða Verðlistanum.
Upptalið, búið, bless.
Ég reyndar lét Drengjafatastofuna gera mér klæði eftir eigin teikningum.
En það sem ég er að segja hérna er að það þurfti fyrirhöfn og frumleika til að falla ekki inn í hópinn en hjarðeðli hefur aldrei verið mér að skapi.
En aftur að gjaldeyri. Nú erum við komin aftur í tímann. Nú er það mæting með farseðil til að fá fjármunina afhenta. Vá, að tala um að rúlla afturábak niður minningargötu.
Hefðuð þið trúað þessu?
Ónei!
Leiheiheiter.
Framvísa þarf farseðlum í bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 10. október 2008
Ég með lífverði eftir þetta blogg?
Hm, mér finnst ástandið á landinu verða æ farsakenndara.
Geir er með lífverði. Kannski nauðsynlegt, ég skal ekki segja, en ég er á því að dauðadrukkinn Fellini hefði aldrei náð stemmingunni á Íslandi í dag á filmu. Honum hefði hreinlega skort ímyndunarafl.
Þegar ég horfði á Kiljuna á miðvikudagskvöldið og sá viðtal Egils við Orra Harðarson vin okkar vegna bókar hans, Alkasamfélagið sem var að koma út, spurði Egill hvort Orri héldi að hann yrði barinn af meðlimum AA-samtakanna en Orri gagnrýnir hugmyndafræði þeirra harkalega í bókinni. Orri gerði lítið úr því en mér sýndist hann brosa út í annað.
En kannski þarf Orri líka lífverði nú eftir að bókin er komin í búðir eða ég þar sem ég tek undir nánast allt í þessari merkilegu bók sem ég er búin að lesa spjalda á milli.
Orri skefur ekki utan af hlutunum. Jafnvel hún ég fór í keng og köku þegar hann gagnrýnir upphafsmenn þeirrar hugmyndafræði sem veður uppi í ákveðnum samtökum og ganga að mínu mati þvert á alla skynsemishugsun.
Orri er frábær stílisti. Sjálfsíronía hans er með þeim hætti að maður veinar úr hlátri þrátt fyrir sorglega umfjöllun höfundar um skelfilega upplifun sína af sjúkdómnum alkóhólisma.
Ég ætla ekki að tíunda hugmyndafræði leynisamtakana enda þarf ég þess ekki.
Og ekki ætla ég að gera lítið úr því að fjöldi manna og kvenna finna þar aðstoð.
En ég hef eftirfarandi skoðun á hvernig ég vil vera edrú.
Ég viðurkenni að ég get ekki drukkið brennivín eða notað önnur hugbreytandi efni.
Algjört bindindi og sjálfsvinna með góðum slatta af heilbrigðu líferni er útgangspunkturinn.
Ég hafna því alfarið að máttur æðri mínum eigin geri mig heilbrigða og haldi mér þar.
Ég fer þá leið að leita mér lækninga á viðurkenndri heilbrigðisstofnun sem til þess er bær og síðan tek ég ábyrgð á mínum sjúkdómi. Ekkert hanky panky þar.
Ef mér fer að líða illa þá er til urmull sérfræðinga með reynslu og menntun til að aðstoða mig til að ná aftur góðri líðan.
Í bók Orra segir frá því að í meðferðarbatteríi LSP sé trúarkuklið út úr meðferðarmyndinni og þar sé stunduð hugræn atferlismeðferð sem tæki til bata.
Hvar hef ég eiginlega verið?
Ég hef mikla trú á þeirri aðferð í meðferð geðsjúkdóma og ekki spurning að ég myndi nýta mér hana í baráttu við Bakkus.
En ég læt þetta duga í bili.
Vonandi á eftir að verða umræða í þjóðfélaginu um nýjar leiðir til bata.
Halló, valkostir í meðferð eru bráðnauðsynlegir hlutir.
Og getum við plís haldið guði fyrir utan, ef hann er til þá er ég nokkuð viss um að hann er alveg þreyttur á alkavaktinni og hugsar: Djísús, til hvers haldið þið að þið séuð með heila bjánarnir ykkar?
Ég afþakk algjörlega þá ömurlegu stöðu að vera óvirkur og gagnrýnislaus móttakandi bata frá heilögum anda, guði, Jesús eða öðrum ósýnilegum. Enda hefur það sýnt sig bæði á mér og öðrum að það er ekki á vísan að róa á þeim sjó.
Alkar líkja oft sínum sjúkdómi við sykursýki. Ég er með hana líka og það er án gríns alveg jafn glórulaust að standa í meðferðarbandalagi við guð í alkóhólismanum og í insúlíndæminu.
Ég gæti þá rétt upp hönd alveg; guð sjáðu um insúlínið ég nennessuekki.
Það er svo sorglegt að gefa frá sér forræðið á sjálfum sér.
Já og góðan daginn.
Ég er edrú í boðinu.
Lífverðir gæta Geirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fimmtudagur, 9. október 2008
"We will ensure you" eða "we will screw you"?
Ég er að reyna að skilja atburðarásina hérna varðandi þennan svakalega misskilning milli Darlings og Árna M. Mathiesen.
Upp er komin upp alvarleg milliríkjadeila á milli landana og hana má rekja til símtals þessara tveggja manna að mér skilst.
Annað hvort hefur Árni sagt eitthvað allt annað en hann segist hafa sagt eða þá að hann er ekki sleipur í ensku.
Sagði Árni; "We will ensure you" og Darling hefur ekki alveg náð Bjarkarframburði fjármálráðherrans og gefið dauðann og djöfulinn í að hann hafi sagt "We will screw you"?
Ég er eiginlega nokkuð viss um að þarna liggur hundkvikindið grafið.
Annars er þetta orðinn slíkur farsi að léleg bíómynd er ekki einu sinni sanngjörn samlíking.
Fyrirgefið en ég get ekki borið virðingu fyrir forsætisráðherra sem lætur eftir sér að nota orðið "dóni" og "fífl" um blaðamann sem honum finnst ekki sýna sér nægilega tillitsemi og lotningu og gerir það í hljómnemann í þokkabót þannig að það heyrist í steríó út um allan sal.
Halló hver er fífl hérna?
Án gamans þá er ástandið eldfimt og þessir talsmenn okkar með stöðuga blaðamannafundi verða að læra að tala varlega.
Mig langar ekki til að vakna við það í býtið í fyrramálið við að landher hennar hátignar Elísabetar Englandsdrottningar stigi hér á land og taki alla landsstjórnina höndum og færi í böndum til London.
En til vara EF það gerist þá mega þeir kippa stjórn Seðlabankans með.
Þá ættum við að geta farið að greiða úr þessum vandræðum.
Samtal við Árna réð úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Blindfullur og útúrsýrður brjálæðingur?
Dæmigerð heppni Jennýjar Önnu.
Um leið og ég sný í alvörunni við blaðinu og fer að versla alfarið í lágvöruverslunum þá kemur Bónus út með mestu hækkunina á milli kannana hjá ASÍ.
Ekki þar fyrir að ég fékk kostnaðarhamingjuraðfullnægingar þegar ég kom með vikuinnkaupin að kassanum í Bónus í dag. Ég slapp með ellefuþúsund krónur fyrir heillrar viku vistir. Ég bara mala af gleði.
Gússígússí.
En svo þurfti ég að stökkva inn á minn gamla vinnustað Eymundsson til að kaupa bókina Alkasamfélagið eftir Orra Harðarson vin okkar hér á kærleiks.
Hún kostaði auðvitað sitt, en ég ætla ekki að kvarta yfir því, það var annað sem sló mig algjörlega út af laginu, gerði mig næstum orðlausa, sem hefði út af fyrir sig glatt minn heittelskaða enda ég afskaplega málglöð kona þegar vel liggur á mér. Honum varð því miður ekki að ósk sinni að þessu sinni.
Þar sem ég var með fulltrúa breska heimsveldisins hann Oliver Einar barnabarnið mitt og hana Jennýju Unu sem telst þá fulltrúi lýðveldisins Íslands, hér í pössun, greip ég til þess ráðs að kippa með aumingjalegri litabók fyrir börnin. Það gerði ég til þess að ekki færi allt í háaloft milli þessara ríkja sem eyddu hérna dagsstund hjá ömmu sinni, þ.e. enn frekar en orðið er. Var hrædd um að Oliver myndi beita hryðjuverkalögunum til að þagga niður í Jenný Unu og hún þá á móti tala niður leikskólann hans í Londresborg.
Nema hvað. Þegar ég kem út í bíl í góðum djassi, svona miðað við allt og allt, þá verður mér litið á verðmiðann.
Litabókarræksnið sem taldi um fimmtíu blaðsíður kostaði 890 krónur!
Hver er að verðleggja á þessu landi?
Er það einhver blindfullur eða útúrsýrður brjálæðingur?
Með besta vilja er ekki hægt að fá svona lítið kvikindi upp í fimmhundruð kallinn nema að hafa til þess dass af siðblindu, hvað þá þetta verð.
Svo vildu þessar tvær þjóðir ekkert með litabókina hafa þegar allt kom til alls.
Og þau léku sér prúðmannlega og fallega og voru mun þroskaðri í samskiptum en sumir fulltrúar þeirra þjóða hvar þau ertu búsett.
Gordon Brown og Davíð Oddsson, snæðið þið nýru og lifur bara.
Ég mun að sjálfsögðu ramma inn friggings litabókina. Það er á tæru börnin góð.
Defenetly later.
Verð hækkaði mest í Bónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Hvar er sóandsó?
Ég get bloggað mig niður í rætur lyklaborðsins um ástandið í efnahagsmálum en það mun engu breyta.
Ég skil eiginlega minna og minna eftir því sem ég les fleiri fréttir.
Það eina sem ég átta mig almennilega á að þessir karlar sem ráðið hafa ferðinni í peningamálum þjóðarinnar hafa ekki verið að hugsa um hag hennar amk. hefur sá hagur ekki verið í efsta sæti.
En nóg um það.
Ég fæ engu breytt um þetta hörmungarástand. En ég ræð algjörlega ferðinni í mínu lífi og þess vegna ætla ég að einbeita mér að því.
Ég hef lært að gleðjast yfir litlu hlutunum eftir að ég varð edrú. Í uppsveiflunni títtræddu sem ég reyndar tók ekki þátt í voru það litlu hlutirnir sem gáfu mér lífsfyllingu. Í niðursveiflunni er boðið upp á sama.
Einfaldleikinn klikkar ekki börnin góð, ég er að fullyrða það.
Ég kveiki á kertum um leið og það tekur að rökkva, ég les bækur og ég er með fólkinu mínu.
Ég bloggaði aðeins um bækur í morgun en ég get ekki nógsamlega undirstrikað hversu frábær leið frá þunglyndi og amstri þessa grófa og miskunnarlausa peningaheims bækur eru.
Það er sama á hverju gengur, ég finn alltaf fróun í bókinni. Enda er ég algjörlega ekki til viðræðna á meðan ég les.
Dætur mínar elskuðu bókalestur móður sinnar í uppvexti sínum. Af eftirfarandi ástæðu.
Mamma: Má ég kaupa gallabuxur á sóandsóbilljónir?
Ég: Jájá.
Þær: Er það?
Ég pirruð: Jááááááá, í guðanna bænum látið þið mig í friði börn.
Önnur dæmi sem má nota eftir þörfum:
Má ég fara á diskó?
Má ég vera úti til miðnættis?
Má ég hætta í skólanum?
Má ég myrða nágrannann?
Ók, ekki alveg kannski en þið skiljið vandamálið.
Núna er það hins vegar Hljómsveitin sem verður smá pirraður þegar hann spyr;
Hvar er sóandsóeinhverandskotinnsemliggurbeintfyrirframannefiðáhonumenhannkemur ekkiaugaá?
Ég: Jájá.
Hann: Ha, ertu ekki að hlusta? Hvar er sóandsóogsvoframvegis?
Ég pirruð: Jájájájájájájájájá!
Hann : ARG villtu leggja bókina frá þér.
Ég: Ha! Varstu að segja eitthvað?
Svona er lífið börnin góð.
Engar hamingjupillur eða vökvar á flöskum komast í hálfkvisti við lestur góðrar bókar.
Farið á bókasafnið eða í bókabúðina.
Þar er kreppujöfnunina að finna.
Yfir og út í bili.
Nýi Landsbanki tekur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr