Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Tjékklisti áður en ég dey

Ég er svo morbid þessa dagana, það tilheyrir myrkrinu eilífa, sem herjar á sálina, þegar allir eru búnir að slökkva á jólaljósunum.

Ég fæ kikk út úr því að velta mér upp úr sorglegum hlutum, sviðsetja eigin jarðaför, ákveða tónlist, og allt í sambandi við það.  Ok. ekki tala mig of bókstaflega, það er púki í mér.

En ég var í alvörunni að taka saman lista yfir það sem mér finnst ég verða að gera áður en ég dey.  Það er á hreinu að maður deyr, þannig að ég er ekki með neina svartsýni þó ég hugi aðeins að þeim málum.

Það þýðir ekkert að sitja og hugsa sífellt, ég ætla að gera þetta og hitt "einhvertímann" og maður eldist og eldist og heyfir ekki á sér afturendann og svo allt í einu er bara attbú.

1. Ég ætla að gefa út a.m.k. 3 bækur, sem munu skipta máli.

2. Ég ælta að læra spænsku, að því marki að ég geti lesið hana.  Hugsið ykkur allar þessar frábæru bókmenntir sem maður hefur farið á mis við.

4. Ég ætla að prjóna peysu ja, eða vettlinga.

5. Ég ætla að halda á risakönguló og ulla á hana.

6. Ég ætla að læra línudans.

7. Ég ætla að hoppa í Tjörnina á 17. júní.

8. Ég ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn til borgarstjórnar (róleg ég er ekki biluð)

9. Ég ætla að henda mér inn í leigubíl og garga, eltu þetta hjól!!!

10. Ég ælta að syngja í karaóki, I will always love you.

11. Koma mér undan á flótta eftir karaókísönginn.

12. Ég ætla að hertaka fréttasettið á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni og koma mínum skilaboðum á framfæri.  Ef nauðsynlegt er tek ég Gísla.  Sko Gísla að norðan.

13. Ég ælta að láta raka af mér hárið.

Þegar ég er búin að þessu get ég dáið róleg.

Ég er ágætlega stödd í lið eitt, liður tvö er í vinnslu og svo verður þetta tekið eftir röð bara.

Læt vita hvernig gengur.

Cry me a river.

 


Hörmungaratburður gærdagsins aðeins of nálægt mér

Ég hef ekki fyrir sið að blogga um persónulega harma fólks.

Enda ekki til neins, maður sendir fólki bara hlýjar hugsanir.

Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að Tunguselsblokkin er hér beint fyrir aftan mig og ég sé hana út um eldhúsgluggann og ummerki brunans líka.

Svo var að kvikna í, í blokk í Jórufellinu.

Mér er hætt að standa á sama.

Allt í einu langar mig ekki að búa hérna lengur.

Ég hef ekki hugmynd um eldsupptök í þessum tveimur tilfellum, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki lesið um málin.  Langar ekki til þess, nóg er að vita til þess að fólk á um sárt að binda og einn maður er látinn.

Ég held að ég fari að hugsa mér til hreyfings.

Ég er satt best að segja skelfingu lostin.


Fyrstir Íslendinga til að spila í Budokan

 50rcwvz

Já, já, Björk ætlar að spila í hinni frægu Budokan höll í Tókíó.

Sú höll varð fræg af því Bítlarnir spiluðu þar.

Á meðal annarra þekktra sveita sem troðið hafa upp í Budokan eru ABBA, Kiss, Guns 'N Roses, Ozzy Osbourne og fleiri.

En það eru ekki margir sem vita að þap er ansi langt síðan Íslendingar stigu þarna fyrst á svið. Árið var 1972 og Íslendingarnir voru Einar Vilberg og Jónas R. Jónsson og þeir tóku þátt í keppni sem hét Yamaha Song Contest og voru valdir úr fleiri þúsund umsækjenda.  Abba var með í þeirri keppni, þá ekki búin að slá í gegn.

Keppnin var send út í beinni um Japan og Ástralíu.

Hér í spilaranum mínum (neðsta lagið, hlustið endilega), er lagið þeirra "When I look at all those things", en í kjölfar keppninnar í Budokan var gerður við þá félaga plötusamningur í Japan.  Á bakhlið skífunnar syngur Jónas R. hugljúft lag á japönsku, já japönsku, segi ég.  Einhverntíma skelli ég þeirri upplifun í spilarann.

Sinfóníuhljómsveit Tókíóborgar spilar með þeim félögum þetta litla lag. 

Vó ég er gift frægum manni, Budokanfrægum sko.  Verð að elda eitthvað gott handa honum í kvöldmatinn, en það verður ekkert andskotans Saki með matnum.

Svona fennir nú yfir sporin með tímanum.

Budokan er flott höll, jájá.

Björk á það heldur betur skilið að koma fram þar.

Lalalal

Smá sögutími í boði hússins.

Það má svo geta þess í leiðinni að þessi plata hefur aldrei verið fáanleg á Íslandi og það var ekki fyrr en í fyrra að maðurinn minn komst yfir eintak af þessari japönsku plötu á Ebay, þar sem hún gekk kaupum og sölum fyrir frekar mikla peninga.


mbl.is Björk spilar í hinni frægu Budokan-höll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fruuuuuuuuusss, nú verður þessu að linna!

 city0131_162831

Ég er í raun atvinnurekandi. Staffið telur 63 aðila, konur og menn, misgóða starfsmenn eins og gengur.

Vandinn er að ráðningasamningur þessa hóps er til 4 ára í senn og ekki uppsegjanlegur á tímabilinu, nema starfsfólkið vilji það sjálft.  Við þessi hundraðogeitthvað þúsund sem rekum fyrirtækið, upplifum okkur algjörlega valdalaus gagnvart þessum starfsmönnum okkar, sem hafa hlutina dálítið mikið eftir eigin höfði.

En fyrir hönd nokkurra eiganda vil ég koma eftirfarandi á framfæri:

Það er bannað að reykja á opinberum stöðum.  Þar með talinn ykkar eðli vinnustaður.  Reykaðstöðu skal samstundis lokað og þið sem enn reykið, þrátt fyrir að hafa marglýsti því yfir að það sé stórhættulegt, getið farið yfir í Dómkirkjuna eða að styttunni af Jóni Sigurðssyni, til að smóka.  Það er bannað að reykja á lóð vinnustaðarins.  Eins og á Lansanum, þið skiljið það er það ekki?  Ég meina, þið áttuð þátt í að friðlýsa Landspítalann af eiturgufum, munið þið?

Þá er það frá.

Frá og með morgundeginum þá er ykkur stranglega bannað að taka við gjöfum sem færðar eru ykkur vegna starfs ykkar.  Sem dæmi: Bækur, konfekt, vín, ostar og sollis smotterí.  Þetta verðið þið að greiða úr eigin vasa, eins og við hin.  Allar svona gjafir  skulu endursendast með hraði, beint til föðurhúsanna eða þær gefnar til góðgerðarsamtaka, sem berjast í bökkum.

Það stendur í vísi.is að það sé verið að vinna í gjafamálinu.  Ladídadída.  Hvað er vandamálið?  Nei, þýðir nei takk kærlega.  Tekur innan við sekúndu að segja orðið.

Og engar nefndir skulu stofnaðar um reykingamálið og gjafamálin.

Það er bannað með lögum að reykja á vinnustað, þið vitið það krúttin ykkar, bönnuðuð það sjálf, og það er siðlaust fyrir æðstu valdamenn þjóðarinnar að taka við gjöfum frá fyrirtækjum.  Varla eru bankarnir að senda ykkur brennivín, vegna þess að þeir halda að þið séuð illa haldnir í veskinu?

Ég hef skipt við marga banka í gegnum tíðina og hámark jólapakkans til mín hefur verið almanak.  Guð hvað ég hata bankaalmanök.

Nú er lag, árið er nýtt.

Bless ósiðir. 

Svo kíkjum við yfirmennirnir til ykkar fljótlega og tökum út efndirnar.

Allt í góðu?

Jájá.

Úje.


Áhyggjur vel haldna hálfvitans

 

Í dag ætla ég að vera stóryrt á blogginu (ekki í síma eða sollis, þori ekki), nota lýsingarorð sem fá hárin á mér til að rísa.  Þetta getur orðið skemmtilegt tómstundagaman.

Ég á við ógeðslegt vandamál að etja.  Er í helvítis vandræðum með mat og matarinnkaup.  Fjandinn fjarri mér að ég viti hvern andskotann ég á að hafa í bölvaðan kvöldmatinn.  Viðbjóðslega erfitt að geta ekki tekið auvirðilega ákvörðun um hvað skuli slafra í sig hér um sjöleytið.

Andskotinn hvað mér finnst allur matur viðbjóðslegur eftir jólin.

Ég fór inn á þessa fargings "hvaderimatinn" síðu og þar var ekkert nema eitthvað sullumbull í uppástungu dagsins.

Grænmetis lasagna. Fruuuuussss

Steikt skata með sveppum og ógeði (halló, hver sýður saman þennan hroðbjóð?)

Ok, hætt að vera ljót í tali.

Þetta er vandamál, mig langar ekki í neitt, en öll verðum við að borða.

Ég finn alveg fjandskap til matar þegar ég hugsa um fyrirbærið.

Kjúklingur, nei - minnir á kalkúnsófétið sem ég eldaði á jóladag.

Svínakjöt, gengur ekki, var með svínalæri þarna í jólaorgíunni.

Fiskur, er svo klígjugjörn orðið gagnvart fiski, mér finnst eins og hann sé maríneraður í slori.

Grænmetissúpa, gæti gengið, ef ég tæki hana í gegnum æð.  Tilhugsunin við að láta mat inn fyrir varir mínar er túmötsj.

Ég er eiginlega komin í þrot hérna.  Ég gæti búið til ávaxtasalat, en það er kannski ekki alveg heill kvöldmatur.

Nú er ég sykursjúk svo það er ekkert Elsku mamma, með það.  Borða verð ég.

Nú, nú, málið leystist svona glimrandi vel.

Ég gúffaði í mig 3 tekexum og drakk te með.  OMG hvað ég er södd.

En hvern andskotann á ég að hafa í matinn á morgun?

 Einhver?

Later

Úje


"Ómagabætur" hækka hjá Reykjavíkurborg

Einhvers staðar las ég að um 160 þúsund krónur þyrfti fólk að hafa handa á milli, til að eiga fyrir nauðsynjum, eins og leigu, mat, síma, rafmagni, fötum og slíku.  Það má vera að sú upphæð sé ekki alveg rétt, en hún var a.m.k. vel yfir hundraðþúsundkallinn.

Og nú les ég mér til mikillar furðu, að þeir sem sækja þurfa fjárstuðning til Reykjavíkurborgar, af einhverjum orsökum, fái hækkun úr 95.325 krónum í 99.329 krónur á mánuði.

Hækkun hjóna/sambýlisfólks hækkar úr 152.520 krónum í 158.926 krónur á mánuði.

Ég er ekki hátekjumanneskja, en kemst af með mitt og kvarta ekki.

En hvernig í ósköpunum á það fólk sem þarna verður að sækja sér framfærslu að lifa á þessum krónum?  Þetta getur ekki verið tala sem er miðuð út frá raunverulegum kostanaði við að framfleyta sér og halda heimili.

Pétur Blöndal gæti ábyggilega sýnt fram á að þetta sé meira en nóg til að lifa af, en hann er sá eini sem ég veit um sem getur skafið mat af berum steinunum.

Myndi vera þakklát fyrir, ef einhver gæti útskýrt hvað liggur að baki þessum útreikningi.

Ég vil að manneskjur  fái að lifa með reisn.  Allir sem einn og þetta er ekki í neinum tengslum við þann kostnað sem kostar að lifa.

Getur hinn nýi meirihluti ekki gert betur en þetta?

Nú er ég hlessa.


mbl.is Fjárhæð fjárhagsaðstoðar hækkar hjá Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Henda á bak við hús - já, já

Í gær var eins og ég hefði malbikað allan Laugaveginn, hjálparlaust, án matar eða kaffihlés.  Ég var  einfaldlega eins og draugur. 

Ég hressist ögn þegar þessi fallegu systkini komu í heimsókn til ömmu og Einars, enda ekki lítið fútt í fá skemmtilegt fólk í innlit.

Jenný Una: Amma, taktu jólatréð, jólin eru búin, mamma mín segirða.

Amman: Jenný mín, amma ætlar að taka niður jóladótið á morgun (á morgun segir sá lati).

Barn: Nei núna skrass, jólasveinarnir eru farnir heim til mömmu sinnar, jólin eru bönnuð. Og svo hóf hún að plokka kúlur af tré.

Þetta varð til þess að jóladót var tekið niður og raðað í kassa en við lentum í smá vanda þegar kom að því að taka gervijólatréð saman (sem við keyptum í jólatréseklunni í fyrra), því barn stóð á því fastar en fótunum að trénu ætti að henda bak við hús, "aþí pabbi minn gerðiða".  Það tók smá tíma að útskýra, að hlutir væru ekki alltaf eins, allsstaðar, en Jenný Una, var ekkert sérstaklega sátt.

Svo héldum við Einar á Hrafni Óla til skiptis, en hann var vakandi og átti 2ja vikna afmæli í gær.  Hann horfði á okkur með fallegu augunum sínum og rak stundum tunguna út úr sér og geiflaði sig í framan.

Jenný: Hann ullar stundum, aþþí hann er svo lítill barn.  Amma þú mátt halda á bróðir mín af því ég er bílstjórinn og ég ræður alveg.W00t What???

Og..

Amma farru varrlea, hann er mjög, mjög lítill.  En hún var svo sem ekkert að vanda sig neitt sérstaklega, þegar hún kom reglulega og "knústi" bróður sinn og kyssti svo það small í.

Og svo vorum við ein gamla settið og allt varð smá tómlegt. 

Við vorum farin að sofa, töluvert löngu fyrir miðnætti.

En jólin eru niðri.  Ekki kúlu að sjá, ekki dúk né kerti, sko jólakerti.

Svona er það gott að drífa sig í hlutina með aðstoðarmanni.

Hér er svo mynd af Maysunni minni og Oliver, sem þegar eru farin heim til London, ég get ekki beðið eftir að knúsa þau þ. 18. n.k.

20080106140802_12


Ætli það hafi verið troðið út úr dyrum í nördaparadísinni?

 

Ég sá þessa frétt í gær og hugsaði með mér, nehh, ég nenni ekki einu sinni að blogga um þetta, þeir á Draugabarnum á Stokkseyri eru of hallærislegir plebbaprjónar til að maður fari að gefa þeim spott.

En svo hefur dagurinn liðið og engar fréttir af hjákonuballinu hafa komið í fjölmiðlum.

Var þetta kannski bara brandari, misheppnaður að vísu, en tilraun til fyndni?

Mér finnst að það hljóti að hafa fokið í einhverjar eiginkonur, ef þær eru svo illa giftar að eiga menn með hjákonur og draga þær með sér á ball svona beint upp í opið ógeðið á eiginkonunni.

En svo laust niður í kollinn á mér dásamlegri hugmynd.

Kannski fundu eiginkonur og hjákonur samtakamáttinn, föttuðu að þær eru í tygjum við örlagaplebba og halloka hámarksins og hafa dömpað þeim við undirleik hljómsveitarinnar Karma þarna á þessum guðsvolaða draugabar sem er hallærislegri en Bingóið í Vinabæ.

Ég er eiginlega viss um að þetta hefur farið 10-0 fyrir stelpunum og karlarnir eru nú aleinir heima, nema þeir hangi með eigendum Draugabarsins, sem nú mun bera nafn með rentu, því þangað á ekki eftir að koma kjaftur, sem vill ekki fá á sig hallokastimpil.

Ójá - konur rúla..

Sisters are doing it,

Úje


mbl.is Frumlegasta hjákonan verðlaunuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hnén kæru barnaperrar og þá er alltílæ!

Eða er það ekki það sem Kardínálinn í Páfagarði er að fara fram á.  Að prestar kirkjunnar falli á hné og biðji fyrir sálarheill allra þeirra barna sem eflaust má telja í háum tölum ef farið er aftur til byrjunar, sem kirkjan hefur sálarmyrt og smánað.

Og þeir eru enn að.

Claudio Hummes segir í viðtalinu: " að það megi hins vegar ekki gleyma því að það eru einungis fáir prestar sem hafa tekið þátt í slíku óhæfuverki. Hlutfallið sé innan við 1% sem hafa tekið þátt í andlegu og líkamlegu ofbeldi."

Hvernig veit Hummes hversu margir hafa ekið þátt í þessum óhæfuverkum?  Hafa þeir spurt þá sem uppvísir hafa orðið á barnaníðinu og neyðst til að játa en látið hina í friði?  Hver tekur mark á svona kjaftæði.

Kaþólska kirkjan er tímaskekkja, hún misnotar aðstöðu sína gagnvart safnaðarmeðlimum sínum, einkum og sér í lagi konurnar og börnin.  Ef allar gáttir þessarar kirkju yrðu opnaðar upp á gátt þá segi ég nú : Pandórubox hvað?

Misnotkun presta kaþólskra er jafn gömul kirkjunni.  Hún er óafmáanlegur smánarblettur á henni, ég myndi aldrei treysta þeim fyrir barni, í eina mínútu.  Ekki eina örskots stund.

Ég er viss um að Jesú er orðinn helvíti pissd á þessari kirkju sem þykist vera á hans vegum, föður hans og móður Maríu.

Arg.


mbl.is Bænastund fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagsvæmnisblogg - eða pirringsjöfnun

 

Í gær var ég pirruð. Já, já, vill brenna við á bestu heimilum.  Líka mínu menningarheimili, þar sem bækur prýða alla veggi, hver fjölskyldumeðlimur spilar á eðalgígjur og meðan við borðum miðdegisverðinn, hlustum við á Heimskringlu eða aðrar fornbókmenntaperlur lesnar af hljómskífum.

Ekkert slömm hér, ónei.

Og nú pirringsjafna ég.

Mér líður vel, ég er í banastuði og ég er nærri því að drekka kaffi og blogga.  Kaffið ekki alveg til staðar svona, fremur en forn hljóðfæri, en drykki ég það, væri það örugglega innan seilingar, þar sem ég sit við mína kjöltutölvu og framleiði dásamlegan texta.

Þegar ég verð pirruð er það öðrum að kenna.  Auðvitað, ég sjálf er saklaus eins og nýfallin mjöll.  Ég er alltaf geðgóð, alltaf ljúf, alltaf leiðitöm og alltaf straujandi og sparslandi.

Það er svo mikið af fíflum sem trufla tilveru mína.

Og svo er eftir að sjá hvort húmorsleysiseintökin eru að trufla hana líka.

Í eldhúsvaski bíða mín ein fjögur glös og slatti af undirskálum.

Engir pottar eða pönnur.  Reglusemin í hávegum höfð.

Já, já, það er satt þetta með vaskinn, allt hitt er uppdiktað kjaftæði, af því ég var í kjaftæðisstuði.

Það er líka satt að ég er að hlusta á BB King.  OMG hvað heimurinn hefur alið af sér marga snillinga.

Í dag sé ég Jennslubarnið og lillemann hann Hrafn Óla, ég er heppin kona.

Núna fer ég og tek til höndunum, skelli mér svo bloggvinahring og geri aðra hluti sem mér finnast skemmtilegir.

Hva! Er ekki lífið dásamlegt?

Það finnst mér.

Og nú þegar ég hef pirringsjafnað, haldið þið að það sé ekki í lagi bara, einhvertímann eftir hádegið að taka Lúkasinn á bölvaða kaþólsku kirkjuna sem er að biðja presta sína að biðja fyrir börnunum sem þeir sjálfir hafa misnotað kynferðislega? 

Kemur í ljós.

En hef ég sagt ykkur að þið eruð stundum lífgjafar mínir, elsku bloggvinir og aðrir gestir.  Þið eruð upp til hópa svo skemmtileg og klár og fullt af öðru jákvæðu, sem ég má ekki vera að, að telja upp, vaskurinn bíður.

Later alegater!

Úje


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.