Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Hvers vegna yfirgefa karlmenn konur?..

..er helmingur titils á bók, sem ég var að finna í dag og mun, merkilegt nokk, tilheyra mér.  Ég fékk bókakassa með gömlum bókum, sem frumburðurinn geymdi fyrir mig, en hún var að flytja í nýtt húsnæði í síðustu viku.  Það var nú svo sem ekkert sprengiefni í kössunum, aðallega allskyns orðabækur og námsbækur frá Svíþjóðarárunum.  En ein bókin, enn í plastinu, lá þarna og gargað á mig, knallrauð og fögur.  "Hversvegna elska konur karlmenn og hversvegna yfirgefa karlmenn konur" Þegar stórt er spurt, hm..  Nei, þetta er ekki bók sem gefin er út í byrjun síðustu aldar, heldur árið 1989, þ.e. fyrir tæpum tuttugu árum.  Ekki veit ég hver hefur þorað að gefa mér hana, en sú manneskja hefur verið barnalega hugrökk.

Ég er búin að liggja í hlátri yfir þessari skruddu í dag. Dæmi I (þau verða fleiri seinna og það sem er innansviga er frá mér komið):

"Þegar karlmanni finnst hann kúgaður

Karlmönnum er meinilla við að láta stjórna sér (Gasp)Það vekur ósjálfrátt frumstæðar og fráfælandi minningar um umkomuleysi bernsku og æsku og harðstjórn móðurinnar (gat verið mömmunni að kenna).  Þegar karlmönnum finnst þeim vera stjórnað af konu og stjórnunni linnir ekki, líður þeim jafnvel verr - þeim finnst þeir sviptir karlmennsku sinni (mí tarsan jú djein).....

Þegar maður býr með mjög ráðríkri konu finnst honum hann oft vera í úlfakreppu ef hann lætur undan ráðríki konunnar af því hann vill þóknast henni, óttast hann að hún muni telja hann ístöðulausan aumingja.  Karlmenn vita (meira en ég veit, það er á hreinu) að konur kæra sig innst inni ekki um að stjórna þeim.  Fyrstu viðbrögð mannsins verða því að reyna að gera konunni til geðs jafnframt því sem hann er hræddur um að vera talinn dula ef hann er of eftirgefanlegur....

Konur sem stjórna karlmönnum gera það yfirleitt í góðri trú og af umhyggjusemi.  Venjulega gera þær það óafvitandi og óviljandi (auðvitað við erum í svo lélegum tengslum við okkur sjálfar að við erum eins og jurtirnar, allar í ósjálfráðum kippum og viðbrögðum).  Þrátt fyrir það er slík framkoma eigingjörn og óskynsamleg og verður sjaldan til þess að afla konunni þeirrar ástar sem hún þráir."

Ég verð að hryggja ykkur með því að þetta er með því skárra og ég er ekki að ljúga til um ártalið á útkomu bókarinnar.  Því miður.

Ójá.


Steindur Georg!

Hm. það er eiins og ég hafi heyrt þennan áður.  Ég ætla að drekka/reykja/dópa aðeins minna.  Ég ætla að hætta að drekka Vodka og fara yfir í Breezer, þá verður drykkjan ekkert vandamál.  Ég ætla að fá mér sjaldnar í glas, bara um helgar og þá hættir þetta að verða vandamál.  Ég ætla að hætta í bjór og fara yfir í rauðvín (þessi er eign höfundar og var mikið notaður), ég hlýt að vera komin með ofnæmi fyrir bjór. Ég á ekki við áfengis/dóp vandamál að stríða, ég var bara svo þreyttur þegar ég rústaði íbúðinni, eða var það ekki ég sem rústaði henni?  Híhí.  Alkar í afneitun, svo viðbjóðslega magnaðir.

George Michael segist vilja nota minna marijúana, en hann kannast ekki við að neyslan sé vandamál hjá sér, þrátt fyrir að hafa lent í útistöðum við lögin, vegna neyslu.  Ónei, hann er mjög hamingjusamur maður með fulla stjórn á lífinu.  Merkilegt að hann skuli vilja minnka skammtinn þó allt sé svona líka í himnalagi.

Fíknisjúkdómar láta ekki að sér hæða.  Mið djö... fokka þeir upp heilanum á manni og steikja hann.

Æmsóberandklír.

Úje


mbl.is George Michael segist vilja nota minna marijúana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsvinur - GMG

Var að lesa á visi.is að "Íslandsvinurinn"Kiefer Sutherland gæti átt á hættu að lenda í fangelsi fyrir ölvunarakstur.  Það truflar mig nákvæmlega ekkert, hvort karlinn fer í fangelsi eður ei, enda fjarlægur mér og öðrum vegfarendum á Íslandi.  Þó óska ég þess að hann hætti þessum lífshættulega ávana.  Þó ekki væri nema vegna mögulegra þolenda í umferðinni, þar sem hann er.

En er maðurinn einn af þeim fjölmörgu sem lent hafa í Keflavík og með því stofnað til sterkra og ævarandi vinuáttutengsla við íslensku þjóðina?  Það vissi ég ekki.  Hann hlýtur að hafa gert það áður en ég fór í meðferð því ég man andskotann ekkert áður en af mér rann.

Leiðinlegt að hafa ekki tékk á vinum móðurlandsins. 

Jeræt!

 

 


Frá einum sjálfsdýrkanda til annars!

1

Elton John er sjálfsdýrkandi, um það er engum blöðum að fletta, þó segja megi að hann hafi látið fara minna fyrir sér undanfarin ár, enda maðurinn kominn á "aðlaðan" aldur tónlistarmanns.  Áður en einhver missir sig þá er ég ekki að gagnrýna músíkina hans, sem mér þykir verulega vænt um.

Madonna er virkur sjálfsdýrkandi.  Hún gengur langt til að fá athygli og henni finnst ekki leiðinlegt að láta tala um sig.  Ég er ekki hrifin af músíkinni hennar, en ég dáist að mörgu í fari hennar samt.  Hún er kventöffari og fer ekki troðnar slóðir. Henni fyrirgefst minna en Elton, þar sem hún er kona. 

Nú hafa þau sæst, skötuhjúin Elton og Madonna.  Þau munu jafnvel vinna saman í nánustu framtíð.  Þetta er flott ókeypis auglýsing fyrir þessa tvo narsisista.  Fyrst móðgar Elton hana (umtal), svo biðst hann afsökunar (umtal) og svo eiga þau mögulega eftir að vinna saman (umtal). 

Omg er enginn endir á þessu?

En þau eru bæði voða kjút.

Ég vildi ekki vera í sama herbergi og þau tvö með einn spegil.  Baráttan um spegilinn yrði blóðug.

Æpromiss!

Úje

 


mbl.is Bað Madonnu afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næturraunir

 

Ekki var ég fyrr búin að lýsa því yfir á blogginu, að hér í mínu hverfi, byggju engir Erlar, allt væri hljótt og aldrei partý eða aðrar hávaðaróstur á nóttunni, en fjandinn varð laus.  Ég gat ekki lókaliserað hamaganginn í nótt, hann var nálægt, en samt utan seilingar.  Glös voru brotin, tjaldsöngvar sungnir (María, María var tekið aftur og aftur), fólk dunkaði í gólf eða veggi, fór út að reykja og talaði hátt og þannig hélt það áfram fram á morgun.  En ég lifði það af.

Ég sofnaði á milli þátta og mig dreymdi drauma. Það hefur komið fram áður á þessu bloggi að ég legg ekki á fólk að hlusta eða lesa um draumfarir mínar, enda það leiðinlegasta í heimi að heyra að einhverjum hafi dreymt að hann væri í Færeyjum, en samt voru það ekki Færeyjar heldur Borgarnes og svo hafi viðkomandi hitt Kennedy sem var samt ekki hann heldur Davíð Oddsson og svo áfram og áfram.  Draumar eru tilfinningar sem mér finnst ekki hægt að koma til skila.  Enda algjörlega út í hött að vera tíunda þá við annað fólk.

Minn draumur innihélt eftirfarandi:

Flugvél, suðræn lönd, hús Héraðsdóms, spikfeita rottu með leðurhatt, tölvu, fimmþúsundkrónuseðla í miklu magni, lögguna og dýrar fasteignir.  Ég vaknaði í rusli og fári.

Var ég búin að segja að þetta hafi verið martröð?

Mikið djö.. sem ég er pirruð yfir þessu.

Drímon!

Úje

 


Umboðsmaður Íslands

Ég er ekki sérlega hrifin af umboðsmönnum, fasteignasölum, tryggingarsölumönnum og öðrum milliliðum sem nútíma þjóðfélag hefur komið sér upp.  Einu sinni handsalaði fólk samninga, virti þá og viðskipti voru gerð milliliðalaust og báðir aðilar högnuðust ef um hagnað var að ræða.

Ðe umboðsmaður, eða Einar Bárða, er að koma út á bók, það er trixin sem hann notar til að ná árangri í bransanum.

Ég hef ekki smekk fyrir þeirri "list" sem hann er umboðsmaður fyrir, ef undan er skilinn Garðar Cortes, en Einar Bárðarson er duglegur í vinnunni og býr í mörgum löndum.  Amk tveimur.  Hann halar líka inn peninga,  en það hafa aðrir gert á undan honum, þ.e. hagnast feitt á tónlistarmönnum. 

Hefur Jón Ólafsson komið út á bók?

Fyrir mér er samasem merki á milli umboðsmannsins og  commercial-músík.

Er þetta metsölubókin í ár haldið þið?

Verðum við einhverju nær?

Ædóntþeinksó.


mbl.is Bók um Einar Bárðarson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Je-je-je-je

Fyrir dálítið mörgum árum hefði ég misst fótanna, tapað áttum, komið af fjöllum, villst af vegi, vaðið í villu og svíma og eitthvað fleira sjálfsagt, ef Bítlarnir hefðu verið á leið til landsins.  Ég hefði fríkað út, ég sver það.  Kona sem missti sig í móðursýkiskasti yfir "The hard days night" og "Help", veinaði og grét í Tónabíó, hefði ekki haft taugakerfi til að þola hetjurnar "live".  Nú stendur í Mogganum að Bítlarnir séu á leið til landsins og ætli að vera á Borginni.  Þetta er auðvitað kjaftæði, nema að Lennon og Harrison, séu uppvakningar og það eru þeir örugglega ekki.

Það eru sum sé eftirlifandi helmingur Bítlanna sem eru á leiðinni hingað.  Lélegri helmingurinn, þó þeir séu auðvitað flottir.  Ringo er krútt.  Ég meina, þegar hann var í Atlavík og íslensku gestgjafarnir buðu honum flottasta humar sem hægt var að fá og þriggja stjörnu koníak, þá harðneitaði hann að borða eitthvað sem skriði og blandaði guðaveiginn í Pepsí.  Svona menn eru krútt.

Ég hlýt að vera orðin gömul, af því ég hef engan áhuga á að berja þessar fyrrum hetjur mínar augum.  Jafnvel ekki þó það eigi að kveikja á "Súlunni" og að Lennon hefði átt afmæli.

Bítlaæðið er í fjarlægri fortíð og nú hlusta ég bara á þá í græjunum mínum og fer í nostalgíukast þegar ég er í stuði.  Þeir geta svo henst út um allt fyrir mér.

Ég er gömul.  Það er á hreinu.

Hví hefur tíminn flogið svona frá mér?

Je-je-je


Vó, matsjó forsætisráðherra!

Það er veikleikamerki að taka upp evruna, einhliða.

Það er kvenlegt að gráta.

Karlmannlegt að hanga á krónunni, "no matter what" eins og Geir Hilmar sagði í dag.

Karlmannlegt að gefa ekki eftir, endurskoða aldrei og láta engan bilbug á sér finna.

Tökum upp dollara.  Það er svo mikið "hinn frjálsi heimur" er mér sagt.

Verum töff, matsjó og hörð í horn að taka.

Úje


mbl.is Geir H. Haarde: Að taka upp evru einhliða álitið veikleikamerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erill efndi til hópæsingar..

..á Akureyri í gær, bölvaður mörðurinn.  Ég var síst að skilja í hvað hefði orðið af honum, en ég hef ekki séð eitt orð í Mogganum í dag um að hann hafi verið á ferðinni í miðbæ Reykjavíkur.  Erill er klárlega með hegðunarvandamál og það þarf að fara að stoppa karlinn af.

Erill efndi til múgæsingar í miðbæ Akureyrar í nótt, sem sagt, fyllti alla sem úti voru og rann mikið ölæði á fólk.  Skömm að þessu.

Annars efndi ég til hópæsingar í Hagkaup í Kringlunni áðan og það varð mér dýrt spaug.  Það var æsingur upp á sautjánþúsundsexhundruðogáttatíukrónur.

Aðilar að hópæsingu var undirrituð ásamt húsbandi, gamalli vinkonu og sárasaklausum eiginmanni hennar.

Dem, dem, ég hefði betur sett Eril í málið.

Úje


mbl.is Hópæsingur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afneitun alkans - Snúrukorn

63

Það er með Britneyju, kjéddluna eins og okkur hina alkana, að á meðan afneitunin er í gangi, er enginn máttur á jarðríki sem getur fengið mann til að hlusta.  Ekkert sem getur fengið okkur til að sjá að það sé eitthvað að hjá okkur.  Við getum hins vegar, bent á milljón ástæður fyrir því, hversu bágt við eigum og hve heimurinn sé okkur vondur og óréttlátur.  Við erum fórnarlömb.  Afneitun alkans er svo sterk, svo yfirþyrmandi að hún myndar vegg á milli hugsunar og skynsemi.

Hvað annað en afneitun á ástandinu fær mann til að meiða sjálfan sig og særa alla sem maður elskar og þykir vænt um?  Það er ekki eins og þeir sem haldnir eru sjúkdómnum alkahólisma, séu svona illa innrættir, vilji meiða og skemma og láta allt hrynja í kringum sig. 

Ég er svo fegin að mér tókst, með góðra manna hjálp að horfast í augu við minn vanda og fá hjálp við honum.  Þvílíkur léttir sem það er að hætta að ljúga, að sjálfum sér fyrst og fremst og svo auðvitað að öllum hinum í leiðinni.

Ég ætla a.m.k. að óska þess að þessi kona, sem er á milli tanna okkar allra, ásamt öllum þeim sem enn þjást af sjúkdómnum alkóhólisma, nái í gegnum afneitunina og uppskeri edrú líf í staðinn.

Og ég er í þann mun að fara að sofa - allsgáð að sjálfsögðu.

Nigthy - Nigthy

 


mbl.is Vinir Britney ráðþrota gagnvart afneitun hennar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.