Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

GLÆSILEGASTA MANNFLAK Í HEIMI..

1

..tók pabbann í nefið.  Það var sum sé ekki rangt með farið þegar þetta kom í fréttum fyrr á árinu.

Smá af öskunni af pabbanum fór á stofuborðið og Flakið kunni ekki við að sópa uppruna sínum út af borðinu í virðingarleysi, þannig að þetta var leyst eins og um kókaíninntöku væri að ræða. 

Keith Richards er stórundarlegur, það viðurkennist.  En hann má... hann er í Stóns.

Annars er ég að hlusta á Traveling Vilburys, það eru HUNDAR í músík.  Rosalega góðir.

Úje


mbl.is Tók pabba í nefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÍU GÓÐAR ÁSTÆÐUR..

 

..fyrir því að leita til læknis má finna í viðtengdri frétt.  Á meðan ég las yfir listann, fékk ég velflest einkennin og mun því panta mér tíma í fyrramálið.  Maður á ekki að lesa um sjúkdóma og einkenni þar sem það fer vísast beint á sálina og gerir mann bullandi lasinn.  Er ég með hita?  Ég veit það ekki, mér finnst það en ég á ekki mæli.

Dásamlegt hjá mér svona fyrir svefninn, að finna mér eitthvað lestrarefni sem kemur til með að halda fyrir mér vöku í nótt.

Hver les Moggann á nóttunni?

Örugglega ekki margir en ég missti mig í það.

Ég fer að lúlla þegar það birtir af degi, svo mikið veit  ég.

 

 


mbl.is Níu góðar ástæður fyrir að leita til læknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OK ORMARNIR YKKAR...

 

Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert  óþolinmóður og fljótfær   egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert  keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá  tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur,barnalegur og einfaldur þú ert.
 

 Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert  eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu  tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum.  Þú ert sí ljúgandi, enda   sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur  ekki staðið við.  Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum  þínum í blaður og óþarfa.

 Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú  þykist vera töff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur  ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert  fastur í fortíðinni og munt því  fyrr en síðar kafna í drasli og  gömlum minningum. Þegar þú reiðist   þá fer allt í einn graut og upp  blossar grimmd og hefnigirni.  En svona dags daglega þá ertu fúll,  þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.

 Ljón (22. júlí - 23.  ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa  áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar  ekki eða öskrar á  andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur,  einlægur og trúgjarn, að  það er augljóst að þú hefur aldrei   fullorðnast. Þú ert latur, en  þegar þú gerir eitthvað, þá gengur  þú of langt.
 

 Meyja (23.  ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður  í heimi,  alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei  neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum,  þykist vera  duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar  en stormur í  tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.
 

 Vog (23. september -  22. október): Þú þykist vera ljúfur og  vingjarnlegur, en ert í raun  falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið  aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins  gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og  of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.

Sporðdreki (23.  október - 21. nóvember): Þú ert frekur og  valdasjúkur, færð einstök  mál á heilann (þráhyggja) og ert því  einhæfur og hundleiðinlegur. Þú  ert ímyndunarveikur og   tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir  úlfalda úr mýflugu. Lífið  er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú  ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.

Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem  grautar í  öllu, en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í  annað. Þú  átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð  óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú  nærð tökum á einhverju, þá


 Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og  vansæll  vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf  að  skipta þér af öðrum og segja þeim að geraþað sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með  minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með  titlum  og merkjavöru.

> Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert  sérvitur og skrýtinn,  og alltaf svo langt á undan samtímanum að  enginn skilur þig eða getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu  svalur, en þú ert svo sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við  raunverulegan innileika, að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í  einskis manns landi.  Týndur á skýi í háloftunum.

 Fiskur (19.  febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og  hefur ekki hugmynd  um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í  hvaða átt þú átt að  fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa  allt. En þar sem þetta er  ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En  það gerir ekkert til, þú ert  sérfræðingur í sjálfsblekkingum og 

Ok, hér eru öll merkin nema þau tvö í færslunni á undan.

Hendið ykkur í veggi.

Úje


KJAFTSHÖGG FRÁ BRYNJU...

 

..Nordquist, hinn ömmunni hans Olivers.  Hún var að senda mér stjörnuspá yfir öll merkin og ég get ekki beðið eftir að flísa bloggvini mína niður í öreindir sínar, með því að sýna hið sanna innræti þeirra.

Ég byrja á mér og húsbandinu.

Moi:

Steingeit (21. desember - 20. janúar):

Þú ert stífur og  vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf  að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki  gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum  og merkjavöru.

(Hm.. DKNY kjólarnir og fleiri slíkar flíkur hanga upp í skáp og steinhalda kj....  Ég er kontrólfrík en það er bara af því ég veit betur en allir aðrir).  Ég snobbuð?  Ég er sökker fyrir "hard times". )

Húsband:

Naut (20. apríl -  21. maí): Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu staðnaður og fastur í  sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú hugsar um, enda  háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú hreyfist ekki úr  stað og selur sannfæringu  þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið betri en  stífluð rotþró.

(Fyrir utan sykurinn þá stemmir þetta 100%.  Maðurinn er ekki heima, en hann á eftir að lesa þetta en ég verð dauð fyrir honum).

Bara í gríni!

Langar einhvern að heyra sannleikann um sjálfan sig?

Ædóntþinksó!

 

 


SMÁSNÚRA

1a

Ég dreif mig á AA-fund.  Þar sem ég lifi í óvissunni þessa dagana og bíð eftir að hitta Hr. Sérfræðing í blóðsjúkdómum, hef ég verið ansi spennt.  Hm.. svo hógvær. 

Fundurinn gerði sitt gagn.

Það glittir í mig.

Alkar hafa ekki efni á spennu og sjúklegum áhyggjum.

Bara svo það sé á hreinu Jenny Anna Baldursdóttir, áhyggjufrömuður.

Æmsúingmí, ég get svo svarið það.

Ójá!

 


KRÚTTBLOGG II

1

Þennan verð ég að skjalfesta áður en ég gleymi honum, en gullkornin hrynja inn þessa dagana.

Jenny Una Eriksdóttir var að troða böngsum og öðrum loðkvikindum í dúkkuvagninn.  Vagninn tók ekki meir og bjarndýrið stóra og loðna, datt á gólfið aftur og aftur.  Loks þraut þolinmæðina hjá barni og ég heyrði hana segja hátt og ákveðið (um leið og hún þrykkti kvikindinu af öllu afli ofan á hrúguna):

"VERTU KURR ÓLÁNIÐ ÞITT"

Amman þarf greinilega að fara að ritskoða sig aðeins,  að minnsta kosti þar til barnabarn nær þriggja ára aldri, en það verður þ. 30. desember n.k.

Veriði svo kurr þarna ofvirklarnir ykkar.

Úje


UPPLJÓSTRARAR! HVERNIG FÓLK ER ÞAÐ?

1

Á "Litlu Frjálsu" í gær, fjallaði Jón Axel um nafnlaus bréf sem hann fengi reglulega, þar sem fólk væri að senda inn kjaftasögur um persónulega hagi fólks, sorgir þeirra og örlög.  Jón Axel afþakkaði slúðrið og nafnlausu bréfin.  Mér fannst þetta tímabær umfjöllun hjá JA.  Ég hef svo oft velt því fyrir mér hverjir "uppljóstrararnir" eru?  Hvernig fólk er það sem í skjóli nafnleyndar gerir svona hluti?

Uppljóstrararnir sem henda sér á síma þar sem tekið er við nafnlausum ábendingum um fólk og einkahagi þess, eða setur í póst nafnlaus bréf í þeirri von að óvandaðar manneskjur taki við og komi á framfæri til almennings. Eru þeir bara venjulegar manneskjur eins og þú og ég? Nebb, ég held ekki.  Ólýginn sagði mér!

Dæmi:

Fjölmiðlarnir, sérstaklega slúðurblöðin, sem birta sóðaskapinn, oft án þess að grafast fyrir um sannleiksgildið og fela sig á bak við "heimildarmennina" sem þeir sjá sér ekki fært að ljóstra upp um.  Þeir sem fyrir róginum verða eru allt í einu komnir með sönnunarbyrði.  Þeir þurfa að afsanna óþverrann.  Þetta hefur oft hörmulegar afleiðingar eins og allir vita.

Upplýsingalínur Skattsins og Tryggingastofnunar svo dæmi sé tekið.  Þar sjá ríkisstofnanir enga ástæðu til að vanda vinnubrögðin og láta launaða starfsmenn sína sinna eftirlitshlutverki sínu, heldur höfða þeir til lægstu hvata manneskjunnar og láta óvildarmenn úti í bæ sjá um að koma  með nafnlausar ábendingar.  Smekkleg vinnubrögð.  Oftar en ekki eru svona símalínur notaðar af uppljóstrurunum til að koma höggi á fólk sem þeim er í nöp við og það getur liðið langur tími þar til kemur í ljós að fórnarlömbin eru blásaklaus.  Smart.

Þetta er bara brot af ísjakanum, það sem ég tek hér sem dæmi.  En ég hef oft velt þessu fyrir mér, þar sem mér eru svona mál ekki alveg óskyld, þó langt sé um liðið.  Ég velti t.d. fyrir mér;  hvernig uppljóstrarnir eru í framan (borða þeir, fara í bað, bjóða góðan daginn eins og við hin?), hvað þeir eru að hugsa, hvort það fái martraðir, samviskubit, löngun til að hafa látið ógert?  Bara ef ég vissi.   En uppljóstrar ganga auðvitað ekki um með rauðan blett á nefinu, því er nú árans ver.  Auðvitað veit sá sem fyrir verður oftast hver á í hlut, svona nokkurn veginn,  en það breytir svo sem engu.  Skaðinn er skeður.

Það sem hins vegar skiptir máli er að það er til vandað fólk, eins og t.d. fjölmiðlungar eins og Jón Axel á sinni Litlu Frjálsu og sem betur fer eru velflestar manneskjur með andúð á svona vinnubrögðum, hvar sem þau er að finna.

Og nú er það frá.

Jeræt

Újeeee


VÁ, FRÉTT ÁRSINS, ÉG GET BROSAÐ Á NÝ!!

 

Það á að finna nýja "Emilíu" (ég segi enn og aftur; "who the fuck is Emilía?").  Nú get ég farið að njóta lífsins.  Eftir að Emmý hætti í Nylon hefur líf mitt verið sótsvartur bömmer.  Mér líður alveg eins með þetta Nylon mál og þegar Bítlarnir hættu.  Þá var ég í rusli. 

Nylon er að verða heil á ný!

Og það á að gera sjónvarpsefni um það.

Æamsóglad.

Jeræt.

Újejejejeje

Flokka þetta undir tónlist enda með bilaðan húmor.

Hvað segir Jensguð um þetta mál?


mbl.is Sú næsta í Nylon valin í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÚBS - I DID IT AGAIN!

 

Skrifaði færlsu um mál, sem var eiginlega útrætt.  Æi um svanina í London sem fólk er að veiða sér til matar.  Búið að ræða ólöglegan veiðiskap hér í hörgul áður og sniðugt að snúa sér að skemmtilegri hlutum.  Í bili a.m.k.

Í dag ætla ég á bókasafnið og ná mér í Smásagnasafnið "Frá sunnudagskvöldi til mánudagsmorguns" og endurnýja kynni mín við samnefnda sögu ásamt Dýrasögunni en þessi bók er auðvitað bók Ástu Sigurðardóttur. Ég er hrifin af þessum sögum, þ.e. skrifstílnum og ætla að velta mér aðeins upp úr þessu í fræðilegum tilgangi.  Er ekki mikill Ástu fan þar fyrir utan.  En þessar eru magnaðar og vel þess virði að lesa.

Ég ælta í þvottahúsið.  Já krakkar mínir, hér eru haugar af óhreinum fötum vegna þess að ég hef hreinilega ekki þorað niður í dýranýlendurnar í sumar.  Nú verð ég að takast á við óttann.  Ójá.

Ég slæ botninn í þetta í bili en spyr af hreinum áhuga fyrir matarsmekk annara?

Borðið þið svani? 

Ædóntþeinksó.

Úje


BÚMMERANG HEILKENNIÐ

1

Allt kemur í hausinn á manni aftur, eins og búmmerangið, sem æðir alltaf til baka.  Þetta á við bæði um gott og vont.

Í þessu tilfelli veit ég ekki hvort ég á að hlægja eða gráta.  Eða réttara sagt skammast mín eða glotta illyrmislega.

Um daginn var allt vitlaust á blogginu vegna Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hvatti fólk til að fylgjast með Pólverjum sem væru að stelast til að veiða í dýru og flottu laxveiðiánum,  handsama "þjófana" og halda þeim þar til lögregla kæmi á staðinn.  Ég kallaði þetta rasisma og taldi að þarna væri verið að ráðast með ljótum hætti að ákveðnum hópi fólks sem er 2% þjóðarinnar.  Það kviknaði í kommentakerfinu mínu.  Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það.  Sum efni eru eldfimari en önnur.

Í kvöld, sem oftar, var ég að horfa á fréttirnar á Fox. 

Haldið þið ekki að Bretar ætli að fara að setja upp skilti á öllum mögulegum og ómögulegum tungumálum, því þar í landi eru "bölvaðir útlendingarnir" að veiða álftir og annað fiðurfé sér til matar??  Hm..

Þeir hafa greinilega ekki heyrt af aðferðum okkar Íslendinga við að handsama veiðiþjófa eða eru Bretar svona mikið þroskaðri en við, að setja upp skilti með varnaðarorðum?

Mér fannst þetta með skiltin eimitt svo brilljant hugmynd þegar við ræddum þessi mál hérna um daginn en veiðikörlunum fannst svo mikil SJÓNMENGUN að þeim.

En ekki hvað.

Súmíbítmíbætmí!

Úje


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband