Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

ANNA ÓLAFSDÓTTIR HALLÓ!!

 

1

Anna mín (www.anno.blog.is) nú er að taka fram trefilinn og snæða hann.  Þú eyðir vonandi ekki allri helginni í að koma honum niður krúttið mitt.

Varstu annars ekki búin að segja að þú vissir að barnabarnið sem væri á leiðinni væri stúlka?

Hm.. það er eins og mig minni það.

Ef visíndin eru ekki að tapa sér og allt fer fram sem horfir..

Ja.. þá mun bókhaldið yfir barnabörn um jólaleytið líta út einhverveginn svona:

 

eitt stelpuskott og

þrír POTTORMAR..

Úje


SAMKEPPNIN BLÓMSTAR SEM ALDREI FYRR

1

Það eru töluvert margir í kringum mig með börn sem eru að byrja í skólanum, þetta haustið.  Skv. viðtendgri frétt, er samkeppnin alveg að blómstra í þjóðfélaginu, varðandi skólatöskur, svo dæmi sé tekið.  Verðmunurinn á milli verslana, á vinsælum skólatöskum yngri kynslóðarinnar, gerir sig á heilar 19 krónur.  Það hlýtur að vera foreldrum gleðiefni að geta verslað þar sem ódýrast er.

En burtséð frá því þá kosta vinsælustu skólatöskurnar um 11.000 þús. kr.  Sömu töskur kosta um 6.000 þús. kr. í gegnum vefverslun.  Neytendasamtökin hvetja fólk til að gera verslun sína þar.

Þetta er enginn smá startkostnaður að setja barn í skóla.  Skólavörur, skólaföt og annað sem til fellur kostar tuga þúsunda króna, þegar allt er talið.  Það hlýtur að vera mörgum stór fjárhagslegur biti að kyngja.

Að ári koma svo nýjar skólatöskur í tísku, sem kosta bæði hönd og fót. 

Og þá hefst hringrásin á ný.

Það vill okkur til happs að frjáls samkeppni blómstar og hún skilar sér í þessum líka verðmun á milli verslana.

Ólögmætt samráð?

Neh það getur varla verið?

The could have fooled me!

Úje


mbl.is Aðeins 19 króna verðmunur á dýrum skólatöskum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FJÖLLISTAMAÐURINN DYLAN

Ég var eimitt að blogga aðeins um Dylan í dag.  Var að hlusta á nýjustu plötuna hans "Modern times" og fell auðvitað alltaf fyrir því sem hann gerir.  Ég var líka að hlusta á Traveling Vilburys í eftirmiðdaginn, þannig að þetta hefur eiginlega verið svona Dylan dagur hjá mér. 

Dylan ætlar að sýna verk sín á safni í Þýskalandi. 

Er eitthvað sem þessi maður gerir ekki vel?

Ef svo er langar mig ekki afturenda til að vita um það.

Úje


mbl.is Dylan heldur listasýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALDEILIS EKKI Á HVERJUM DEGI..

1

..að græðgin fær að skína svona grímulaust í gegn eins og hjá kaupmönnum á Akureyri núna.  Nú virðist það aðalatriðið að þeir hafi orðið af tekjum vegna tjaldstæðabannsins á fólk 18-23 ára, s.l. helgi.  Ég er ekki hrifin af þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar að meina lögráða fólki að tjalda.  Mér finnst það bara mannréttindabrot og ekkert annað.  Það hljóta að vera til aðrar leiðir að markinu. En að kvarta undan því að þessi hópur sé stærsti neysluhópurinn og þeir því orðið af tekjum finnst mér alveg ótrúleg röksemdafærsla fyrir að breyta þessari illa ígrunduðu ákvörðun norðanmanna.

Ég á ekki orð.  Héldu þeir að þessi helgi væri gagngert fyrir þá til að græða peninga?

Var það kannski þannig?

Bítsmí!

 


mbl.is Tæplega hundrað manns skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BLÁMI

1

Í dag er ég blá.  Voða gaman.  Það rignir og allt er fremur þungbúið og ætli það sé ekki bara rosa lægð sem liggur yfir landinu, svona til að gera mann alvarlega þunglyndan.

Ég er að hlusta á Workingman´s blues með Dylan og það er fullkomið blámalag.

Væruð þið í að benda mér á fleiri góð.  (Nei ekki pabbi minn kæri og enga aulafyndni).

Ég ætla nefnilega að halda blámanum í mér aðeins lengur.

Komasho!  Einhver???

Úje


SANNGJARNT OG HEIÐARLEGT?

 

Búskur forseti, hvetur Pakistan til að efna til sanngjarnra kosninga, eftir að forsetinn hætti við að lýsa yfir neyðarástandi í landinu.

Einhvernvegin finnst mér Bush ekki alveg rétti maðurinn í þessa hvatningu. 

Flórída, kosningavélar, bróðir Búska?  Munið?

Mun einhver taka mark?

Ædónþeinksó.


mbl.is Bush hvetur til sanngjarnra kosninga í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER HÆGT AÐ TRYGGJA - EFTIRÁ?

1

Við fjárfestum í rista- og kaffivél í gær, og það eitt og sér er ekki í frásögur færandi.  Ristavélin er geggjuð, með allskonar fídusum, gott ef hún bakar ekki brauðið bara áður en hún ristar það.  Allt að því.  Þegar gengið var frá kaupunum spurði afgreiðslumaðurinn okkur hvort við vildum RISTAVÉLATRYGGINGU?  Nebb., við héldum ekki, það er ábyrgð á vélinni og ristavélar eru ristavélar, ekki búslóð eða málverk eftir Kjarval.

Ég hef enfaldar þarfir og einfaldan smekk þegar kemur að ristuðu brauði.  Ég vil einfaldlega rista það.  Eftir smá pælingar og stillingar, hingað og þangað, skellti ég brauðinu mínu í vélina.  Allt fór vel af stað en eftir ca 3 sekúndur, bræddi vélin flotta með öllum fínessunum úr sér.

Hm.. hefði ég átt að taka ristavélatryggingu?  Það kemur í ljós þegar ég arka af stað með ábyrgðarskírteinið og vélina undir hendinni á morgun.

Er það ég eða er lífið sífellt að verða flóknara og flóknara?

Bítsmí!


AF SKYGGNA SYNI HRANNAR!

1

Hrönn bloggvinkona mín (www.hronnsig.blog.is)  á skyggnan son.  Alveg satt.  Samkvæmt því sem hún segir þá sér hann þjónustufólk í öllum hornum!!! 

Sláið þennan dreng út í andlegri næmni.

Ég held að mínar stelpur hafi líka verið skyggnar á ákveðnu tímabili.

Ég sé... ég sé...

Bítmí!

Úje


EKKI TALA KONA!!

1

Þegar Jökull Bjarki, gelgjubarnabarnið mitt var lítill, var hann einu sinni á leið til Ameríku með foreldrum sínum.  Jökklinn var á svipuðum aldri og Jennslan er núna.  Flugfreyjan var eitthvað að "gútsígútsíast" framan í hann og Jökull leit upp og sagði: "EKKI TALA KONA" Móðir hans fékk áfall og skráði barn samstundis í kynjafræðina við H.Í.  eða þannig.

..Gwyn Stefani er flott.  Algjört eðalekvendi.

Kaupi plötuna, bara vegna tilurðar frasans "EKKI TALA", megi það vera karl eða kona.

Súmí!

Úje


mbl.is Gwen Stefani aftur til liðs við No Doubt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUMARIÐ BÚIÐ? JEBB HJÁ MÉR

1

Mogginn spyr hvort sumarið sé búið og veðurfræðingurinn sem þeir tala við segir nei, nei. Það er ágætt ef góðir sólskinsdagar eru framundan en hjá mér er sumarið formlega búið.  Því lauk eftir síðustu helgi.

Ég vil hafa haustið sem lengst.  Þess vegna er það byrjað hjá mér.  Því fylgir:

Kerti og rökkur,

Laufblöð hingað og þangað (sem reyndar stífla hjá mér svalirnar "you have to take the bad with the good").

Regn sem lemur gluggana.

Vindurinn sem hvín.

Teppi sem tekin eru fram til að maður geti vöndlað sig.

Berjatínslu sem framin er ef ástæður leyfa.

Úff hvað það getur verið gaman að lifa.

Haustnefndin.

Úje.


mbl.is Er sumarið búið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987757

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband