Leita í fréttum mbl.is

NÍU GÓÐAR ÁSTÆÐUR..

 

..fyrir því að leita til læknis má finna í viðtengdri frétt.  Á meðan ég las yfir listann, fékk ég velflest einkennin og mun því panta mér tíma í fyrramálið.  Maður á ekki að lesa um sjúkdóma og einkenni þar sem það fer vísast beint á sálina og gerir mann bullandi lasinn.  Er ég með hita?  Ég veit það ekki, mér finnst það en ég á ekki mæli.

Dásamlegt hjá mér svona fyrir svefninn, að finna mér eitthvað lestrarefni sem kemur til með að halda fyrir mér vöku í nótt.

Hver les Moggann á nóttunni?

Örugglega ekki margir en ég missti mig í það.

Ég fer að lúlla þegar það birtir af degi, svo mikið veit  ég.

 

 


mbl.is Níu góðar ástæður fyrir að leita til læknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Breyting á andlegu ástandi: Skyndilegar eða stigvaxandi ruglingslegar hugsanir.  Ráðleysi og/eða áttavilla. Skyndileg árásarhneigð eða ofbeldisfull hegðun.

Ég kvitta undir þessi einkenni. Getum við farið saman?

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 02:27

2 Smámynd: Eva

* Ofskynjanir hjá þeim sem aldrei hefur fundið fyrir slíku.     Ef þú hefur fundið fyrir þeim áður  ertu þá í fínu lagi ? Og ef þær eru viðvarandi þá hefurðu ekki hugmynd um það hvort sem er....ætli það sé pláss á kleppi

Eva , 9.8.2007 kl. 02:59

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er vöknuð og vonandi þú sofnuð. Ég er á skjön við tímann. Þetta kemur allt saman.

Edda Agnarsdóttir, 9.8.2007 kl. 06:38

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Einu sinni komst ég í bók í mörgum bindum, mig minnir að hún hafi heitið "Heimilislæknirinn" eða eitthvað í þá veru. Ægilega sniðug, fólk gat bara flett upp á einkennum og fundið út hvað væri að. Ég var ekki búin að fletta lengi þegar ég var komin með alla mögulega kvilla, allt frá inngróinni tánögl upp í stórkostlegan vanda með blöðruhálskirtil.

Svona lestur er vísasta leiðin til að missa heilsuna.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 9.8.2007 kl. 07:09

5 identicon

Þetta hefði verið fín lesning á jarðafarar-dagdrauma-tímabilinu mínu  . Ég les moggann á nóttunni  ( stundum)

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 08:05

6 identicon

Ég byrjaði að lesa fréttina og var orðin fárveik eftir nokkrar málsgreinar - Djísöss!!!  Fer og panta tíma hjá sérfræðingum (ef þeir eru þá nógu margir til að dekka allt)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 2985878

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband