Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

GUNNAR BIRGISSON ER ÚTNEFNDUR..

1

..jarðröskunarfrömuður ársins, hér á þessum fjölmiðli. 

Hvað er það með þennan mann og stórvirkar vinnuvélar?

Láta moldina vera kallinn og ekki fara með gröfurnar aftur út fyrir bæjarmörkin.

Jarðrask, jarðrask, jarðrask.

Úje..


mbl.is Átök um skipulag Kársness í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"LÁTTU HEIMINN VERA

1

..Búski".  Þetta má ekki syngja, ef þú ætlar að gera það í gegnum fjarskiptafyrirtækið AT&T en þeir ritskoðuðu eitt laga Pearl Jam á útsendingu á tónleikum sveitarinnar gegnum netið. Þeir hafa nú viðurkennt að hafa gert mistök.

Ef ég má ekki syngja um Bush, hvað get ég þá sungið???

Rosaleg viðkvæmni er þetta.  Hafa þeir aldrei hlustað á Rosie O´Donnell þessir dúddar hjá fyrirtækinu?  Eða Zappa í denn? 

Ég er alveg bit.

Svona geta frelsiselskandi menn verið viðkvæmir fyrir tilfinningum annarra.

Bítsmí

Úje


mbl.is Bannað að syngja um Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GLEÐIGANGAN

1

Skemmtilegast ganga í heimi er að hefjast fljótlega.  Ef fólk vill lífsgleði og hamingju beint í æð, þá mætir það í gönguna að sjálfsögðu.  Ég óska okkur öllum til hamingju með daginn.

Að þessu sinni sit ég heima en ég sendi fulltrúa minn á staðinn.

Jenny Una Eriksdóttir er lögð af stað ofaní bæ.

Foreldrarnir fengu að fylgja með.

Æloflæf.

Úje

 


ÞAÐ SEM ÉG Á EFTIR AÐ GERA..

1

..áður en ég yfirgef þessa jarðvist er ekki margt.  Segi svona.  Mér dettur þetta fyrst í hug:

1. Fara til Kína og Kúbu.  Algjörlega efst á forgangslistanum, nenni ekki að fara þangað dauð.

2. Sjá barnabörnin mín komast á legg.  Helst verða langamma.

3. Hætta að reykja (Ekki fara hátt með það en einhver sagði mér að ef maður losaði sig ekki við fíknir í jarðvistinni, tæki maður þær með sér yfir landamærin).

4. Klára lífsverkefnið sem liggur harðlæst ofan í skúffu og rykfellur.

5. Prófa fallhlífarstökk (Segi þetta til að ég líti út fyrir að vera ævintýragjörn).

6. Ná mér af köngulóarfóbíunni/innilokunarfóbíunni/víðáttufælninni/lofthræðslunni osfrv.

7. Predika í Dómkirkjunni.

8. Fara í spænsku upp í Háskóla.

10.  Skrifa stíf fyrirmæli um mína eigin bálför.  Þar á að vera fjör, dans og gaman.  Væmni bönnuð.  Engum bréfþurrkum útdeilt við innganginn.  Vanir menn vönduð vinna. (Ég er EKKI morbid).

10. Hætta að velta mér upp úr stjörnuspám blaðanna sem ég hef hvort sem er enga trú á.  En spá dagsins er þessi:

"Steingeit: Ekkert hefur verri áhrif á sálarheill þína en hlutar lífsins sem þú hefur ekki lifað. Farðu því yfir listann og reynda að setja eitthvað úr seinna-flokkinum í núna-flokkinn."

Samkvæmt stjörnuspá laugardagsins verð ég að fara að forgangsraða.  Það skýrir ofannefndan lista.

Æmagonner.

Úje

P.s. Ef ég dytti svo niður dauð bara á næstunni munu allir segja: Greyið hún hefur fundið þetta á sér. Svo næm hún Jenny.  Hæhó!


TELJARI FRÁ HROSSINU

 

Er yfirkomin af hamingju, skussinn ég gat sett inn teljara á bloggið mitt.  Ekki hvaða teljara sem er, heldur einn sem skráir tölu þeirra Íraka sem látist hafa vegna innrásarinnar í landið.  Þennan teljara fékk ég hjá Hrossinu í haganum bloggvinkonu minni (www.hross.blog.is).  Alveg er það skelfilegt að horfa á þessa tölu sem nú er komin vel yfir milljón látinna.

Þvílíkt virðingarleysi fyrir manneskjunni.

 


LÉLEGUR STÍLL...

1

..að láta sér detta í hug að blogga um Beckhamfólkið.  Ég veit það en ég get ekki stillt mig.  Þorrí.  Er nokkuð meira aumkunarvert til í heiminum, en póstkortafólk sem sífellt býður sig fram til umfjöllunar, við öll möguleg og ómöguleg tækifæri?  Æi ekki þegar dægurmál eru annars vegar a.m.k.  Það er sama hversu lítið og ómerkilegt það er, í pressuna fer það.

Nú eru þau að verjast sólinni.

Hann: með áhyggur af hrukkum við augun...

hún: með áhyggjur af hrukkum við munnvikin.

Þetta er haft eftir HEIMILDAMANNI breska blaðsins Daily Express.  Ætli heimildamanninum þyki þetta verðug vinna?

Ég þekki fullt af fólki með áhyggjur.  Minni háttar áhyggjur.  Fólk sem missir svefn út af heimsmálunum.  Iss.

Mikið rosalega er ég mikill plebbi að blogga um þetta.

Þessi hjón eiga fastan undirflokk hjá mér, besta að fara að nota hann.  Hann heitir "sjálfsdýrkun".

Æmbítreidandbevilderd!

Óje...


mbl.is Viktoría og Davíð verjast sólinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TROMMULEIKARI FRAMTÍÐARINNAR

123

Er Jenny Una Eriksdóttir, enda á hún ekki langt að sækja hæfileikana stúlkan. Hún ætlar reyndar að líka að verða söng- leik- og spilakona (ekki alveg viss hvað það dekkar).  En hér er hún í góðri sumarsveiflu.

Úje....


ÁSTARDAGAR - ÚLLALA

1

Mér finnst þetta með ástarvikuna á Bolungavík smá krúttlegt uppátæki, en samt svolítið djarft.  Eru allir sem eru þar að hugsa um hitt (júnó)?  Svona gangandi langaraðgeraða-fyrirkomulag?  Svo er fylgst náið með börnum sem fæðast einum meðgöngutíma seinna, bara það myndi nú fara með mig.  Allir að stinga saman nefjum og hvísla "sú hefur sko fært sér ástarvikuna í nyt" og það gæti allt eins staðið á enninu á manni, bæði dagsetning og klukkustund athafnarinnar.  Ég roðna við tilhugsunina.

Markmiðið er að fjölga Bolvíkingum.  Það er flott takmark.  Þá er utanbæjarfólk sem líklegt er að fari með framleiðsluna út fyrir hreppsmörkin, varla mjög ákjósanlegt.  Ha?

Æi þetta er svo íslenskt eitthvað.  Samt svo sætt.

Úje...


mbl.is Ástarvika haldin í fjórða sinn í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÆGUR OG KVALAFULLUR DAUÐDAGI!

 

Hvaða sadisti ætli það sé, sem semur varnaðarorðin á sígarettupakkana?  Ekki að þessar hótanir hafi nokkurn tímann farið fyrir brjóstið á mér (hm.. sko varnaðarorðin, reykingarnar eru svolítið að fara þangað).  Ég hef reykt mínar sígarettur alveg án tillits til og í raun sent höfundum textanna feitt fokkmerki (í huganum) af allri þeirri ósvífni sem nikótínfíkill á í pússi sínu.  Er ekki afneitun dásamleg þegar hún á við???

Í gærkvöldi varð mér í bríaríi, litið á pakkafjárann á borðinu.  Þar stóð skýrum stöfum:

"REYKINGAR GETA VALDIÐ HÆGUM OG KVALAFULLUM DAUÐDAGA" 

Þá veit ég það.

Það verður ekki hljótt um mig þegar ég kveð.

Æmgonnasúðefokkers!

Úje


ÉG ER MEÐ SENDIRÁÐSÓÞOL

Indverjar samþykktu í gær að opna sendiráð á Íslandi. Líka í Guatemala, Niger og Malí.  Ég er með óþol og ofnæmi fyrir sendiráðum núna á nýjum tímum.  Hafa þjóðir heims ekkert betra við peningana að gera en að stunda fasteignakaup út um allar trissur?

Á upplýsingaöld er ég viss um að það væri hægt að hafa "mobiliserandi" fulltrúa landa sem einfaldlega ferðuðust þangað sem á þarf að halda hverju sinni.  Svo er hægt að nota fjarskiptatækni í flestum tilfellum, er ég viss um. 

Þarf fólk að vera líkamlega á svæðinu, nú til dags?

Ég veit að ég hef örgla ekki skilning á mikilvægi sendiráða og það má vera rétt en er ekki nóg að hafa eins og eitt í hverri álfu?  Það er ekki eins og það séu ekki samgöngur til hægri og vinstri til allra átta.

Þetta sendiráðafyrirkomulag og allt í kringum það er tímaskekkja og óþarfa fjárútlát.

Annars er þorskurinn búinn að gera það fínt sem málsvari okkar í gegnum tíðina, svo maður nefni ekki Björk og fleiri henni líka.

Ég er nú hrædd um það.

Súmí!


mbl.is Indverjar samþykkja að opna sendiráð í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987757

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.