Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
ÞEGAR ÖFUNDIN SLÓ MIG Í HAUSINN
Þegar ég var í níu ára bekk í Meló, réðst öfundin á mig og barði mig bókstaflega í hausinn. Stjörnur og allt. Það var dýrmæt lexía.
Söguskýring:
Japanska menntamálaráðuneytið efndi til teiknisamkeppni meðal níu ára barna í Reykjavík og þemað var "Móðir mín". Við teiknuðum öll. Svo leið og beið fram að skólaslitum. Gunní vinkona mín fékk koparpening og skrautskrifað verðlaunaskjal á japönsku. Ég varð öfundinni að bráð. Við gengum heim og ég færðist öll í aukana, í öfund minni og heift. Hún teiknaði illa, þeir vorkenndu henni bara þarna í Japan, verðlaunuðu hana svo hún færi ekki að grenja. Svo höfðu þeir skrifað Guðrún Karlspót á skjalið. Fíflalegt maður, en nei annars, þetta var örugglega einhver önnur Guðrún, sko Guðrún sem gat teiknað. Ömurleg mistök. Svo var peningurinn ljótur, þunnur og einskis virði. Hún gat bara hent honum þarna sem við vorum staddar á Víðimelnum. ENGINN maður með réttu ráði myndi ásælast þetta rusl.
Og mitt í heiftartölunni - BÚMM BANG-STJÖRNUR OG NIÐURHNIG TIL JARÐAR. Vissuð þið að það er ekki gott að skella með ennið á ljósastaur? Trúið mér, sælan lýsir algjörlega með fjarveru sinni.
Þegar ég kom heim og amma mín hafði fengið að heyra útskýringu á hvers vegna kúla á enni var eins og hrútshorn og glóðarauga blárra en blátt sagði gamla konan að þarna hefði öfundin ráðist á mig. Hún hitti mann alltaf sjálfan fyrir. Eins og allt sem maður framkvæmir í lífinu, bæði gott og slæmt.
Síðan var ég send út í Drífanda (kaupmaðurinn á horninu) og látin kaupa konfektkassa og gefa vinkonu minni. Eftir það hef ég reynt að hemja í mér þessa ljótu kennd. Það tekst bærilega, þökk fyrir, en auðvitað er það upp og niður eins og gengur.
Súmíbítmíbætmí!
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
LAUMUFARÞEGAR Á SKAGANN OG AFMÆLISBARN DAGSINS
Í dag er Akranes í huga mér, það kemur til af því að ein af uppáhalds bloggvinkonum á afmæli. Þessi á myndinni sko. Hún Gurrí er fjörtíuogeitthvað í dag og svo á einhver kona sem er kölluð Maddonna, afmæli líka, en hún er ekki eins þekkt.
Þegar ég var 14 ára, var ég að þvælast niður í bæ ásamt æskuvinkonu minni henni Ragnheiði. Okkur leiddist og það var alltaf ávísun á vandræði, þegar við áttum í hlut. Við gengum fram hjá Akraborginni og fengum þá brilljant hugmynd, að skella okkur með sem laumufarþegar, kíkja á staðinn, því við vissum um a.m.k. tvo álitlega töffara þarna úti á landsbyggðinni.
Og við fórum á Skagann. Þvældumst upp í bæ, bjartsýnar á þessum rúma hálftíma sem við höfðum til umráða, og auðvitað misstum við af Boggunni. Ekki fleiri ferðir þann daginn og heima hjá mér varð allt vitlaust. Heima hjá vinkonunni líka. Það var ekki eins og það væri mikið um ferðir í bæinn á þessum tíma.
Í fyrsta sinn á ævinni hafði ég frelsi til að gera það sem mig langaði til. Foreldrarnir í öruggri fjarlægð. Það var farið í partý og "Mr. Tamborine man" var sunginn alla nóttina. Eitthvað var vangað og smá verið að kossaflangsast eins og gengur. Úff hvað það var gaman að lifa.
Einhver bauð í sunnudagsmat heima hjá foreldrunum. Almennilegir Skagamenn. Á bryggjunni í Reykjavík beið okkar hins vegar þungbúin móttökunefnd. Foreldrar mínir settu mig í vikustraff. Það þýddi, skóli, heimalærdómur, borða sofa og ekkert annað. Því var fylgt ötullega eftir. Ég brosti með sjálfri mér. Akranesferðin var vel þessi virði. Þó straffið hefði varað í mánuð, þá hefði ég samt haldið áfram að glotta út í annað.
Skipasaginn er því að elífu tengdur Tambórínumanninum og frelsinu, ekki endilega í þessari röð.
Læfisbjútifúl.
Til hamingju með daginn Gurrí mín og þú mátt alveg spila Mr. Tamborine man þegar tóm gefst til.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
ÓSMEKKLEGUR BRANDARI EÐA PJÚRA HEIMSKA?
"Perri á reiðhjóli
Ef einhver sér mann milli þrítugs og fertugs á reiðhjóli, með derhúfu og í bláum og rauðum jakka, þá vill lögreglan gjarnan hafa tal af honum. Ekki síst ef hann er að fróa sér á hjólinu. Þar er líklega kominn sá sem þrjár ungar stúlkur gengu framá á Sólvallagötu um klukkan hálf sjö í morgun. Þeim brá nokkuð í brún við að sjá þennan másandi mann. Svona lagað er náttúrlega bannað á almannafæri. "
Ég sá þessa frétt af visi.is inni hjá einhverjum bloggvini og trúði ekki mínum eigin augum. Annað hvort er um að ræða "fréttamann" með stórkostlega laskaðan húmor eða þá að viðkomandi ætti að snúa sér að öðru en fréttaskrifum og það hið snarasta. Sumum finnst þetta fyndið. Ég sé hins vegar ekkert broslegt við þessa frétt, af því mér verður hugsað til stúlknanna sem gengu fram á þennan mann og hafa orðið hræddar.
Bölvað ekkisens ruglið í fólki. Sko sumarliðum þessa heims. Fá sér nýja vinnu og það strax.
Arg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
ÉG, NÆRRI DREPIN Í KÖBEN
Ég var að lesa að skotbardagi hafi brotist út í Kaupmannahöfn í nótt. Lögreglan telur að um hafi verið að ræða uppgjör milli glæpaflokka. Þessu trúi ég vel. Ég var nefnilega í beinni skotlínu, um hábjartan dag, í Köben fyrir 3 árum síðan. Ef ég hefði ekki lufsast til að beygja mig niður þegar löggan gargaði á mig, væri ég auðvitað ekki hér að segja frá þessu. Eða hvað, plebbarnir ykkar?
Ég var að koma úr Seven-eleven á horninu á Nörrebrogade og Elmgade (þar sem ég og húsbandið vorum með íbúð í fríinu). Eitthvað var ég að hugsa (gerist stundum, afar sjaldan þó) og þar sem ég er afskaplega utan við mig á slíkum stundum var ég ekkert að staldra við þó ég kæmi þar sem búið var að girða af með einhverju snæri. Ég var heldur ekkert að undra mig neitt sérstaklega á því að gatan var mannlaus fyrir utan lögregluþjóna í viðbragðsstöðu, svo langt sem augað eygði. Þar sem ég er að klofa yfir línuna, heyrist öskur, lögreglan gargar á mig að henda mér í jörðina, ég geri það og: Hviss Bang, kúlan þaut hjá.
Þegar ég síðan sá hvað hafði verið í gangi, í fréttunum um kvöldið, ja, hm, þá brá mér smá. En bara smá.
Hvað er það með karlmenn og byssur?
Bítsmí.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
LIFANDI VEÐURVARAR
Ég hef oft velt því fyrir mér, hvaða menn það eru sem sjást stundum í fréttunum, haldandi á regn- eða sólhlífum fyrir fræga og mikilvæga fólkið. Þá er ég að pæla í því hvort það sé beinlínis auglýst sem sérstakt starf að vera veðurhlíf fyrir menn eins og Bush og Travolta, svo dæmi sé tekið. Fyrir ekki svo löngu komu einhverjir bankanáungar til landsins og það kom auðvitað í fréttunum. Einhverjir dropar komu úr lofti þennan dag og í fréttinni mátti sjá einn regnhlífarhaldara á mann, fylgja mógúlunum út í bíl.
Ég er svakalega mikill aðdáandi Johns Travolta. Ég beinlínis elska myndirnar Pulp Fiction og Get Shorty. Hef horft á þessar ræmur aftur og aftur. Nú er þessi megatöffari búinn að ráða til sín veðurvara sem heldur á sérútbúinni sólhlíf svo goðið fái ekki á sig útfjólubláa geisla frá Gula fíflinu. Travolta er að vinna við gerð kvikmyndarinnar "Gömlu brýnin" en þar er hann í aðalhlutverki ásamt Robin Williams, sem er svo alþýðlegur að honum fylgir enginn maður með sólhlíf.
Hárið á mér er fer í tjón þegar rignir. Líka þegar snjóar.
Ætti ég........?
Ædóntnó!
Jeje
![]() |
Travolta viðkvæmur fyrir sól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
TRÚESSUVARLA!
Ég er ekki töluglögg manneskja, hef aldrei verið og rétt skreið í stærðfræðinni á stúdentsprófi. Sænskir kennarar mínir sem voru afskaplega "pedagogiskt" þenkjandi, fóru í málið, og vildu komast til botns í því, af hverju nemandinn frá Íslandi sem brilleraði í því sem hún nennti að læra gat verið svona dúmm í hlutfallafræðunum.
Leitið og þér munuð finna. Einn snillingurinn fann rannsókn sem gerð hafði verið, þar sem stærðfræði ídíótar eins og ég voru viðfangið. Skýringin var að þeir sem eiga erfitt með að reikna, hafi ekki skriðið í æsku. Þau börn höfðu bara risið upp og hlaupið um allt í forherðingu sinni. Ég hentist á línuna til Íslands: "Mamma, skreið ég sem barn"? Mamma: "Nei Jenny mín þú fórst strax að ganga". Þú varst svo duglegt barn". Okokok, móðir góð, en var hún viss um að þetta hafi verið ég en ekki einhver af mínum sex systrum? Já, móðirin var algjör deddari á því. Skýring fundin. Það vantaði þarna stórt og merkilegt skref í þroskaferlið. Auðvitað mátti treysta því að barnið Jenny Anna hafi reynt að taka sérleiðina auðveldu, alveg eins og hin fullorðna nafna hennar átti eftir að gera, langt fram eftir aldri.
Mér var boðið á skriðnámskeið á Shalgrenska í Gautaborg og ég er ekki að grínast. A.m.k. hló ég ekki af tilhugsuninni um mig á fjórum fótum innan um sænska velúrnörda þegar tilboðið barst mér frá velviljuðum kennurum mínum.
Þegar hér var komið sögu, sættist ég við sjálfa mig, ákvað að fá fullt hús í skriðfrjálsu fögunum og SKRÍÐA í stærðfræðinni, sem ég og gerði.
Af hverju þessi upprifjum og afhjúpun á heimsku minni? Jú ég var að lesa að 50.000 manns hafi verið í bænum vegna gleðigöngunnar. Hm.. það eru þrjátíuþúsund kjaftfull Háskólabíó. Það er rosalegur hópur af fólki. Kemst þessi fjöldi allur í miðbæinn í einu?
Jahérnahér!
Bítsmíbötæmstjúpid.
Úje
![]() |
Mikil þátttaka í Hinsegin dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
LOFORÐ EÐA HÓTUN!
Þeir segja að 50 cent hóti að hætta að gefa út sólóplötur ef næsta plata hans selst ekki meira en nýja plata rapparans Kanye West.
Hótun minn afturendi,
ég tek þessu sem loforði,
mikið skelfing væri gott að losna við þennan úr bransanum.
Úje - úje
![]() |
50 Cent hótar að hætta að gefa út fleiri sólóplötur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
ÉG JÁTA, ÉG JÁTA..
..að hafa misst mig í einhverja bölvaða nostalgiu svona matarlega séð.
Í matinn hafði ég...
lambasmásteik,
kartöflur,
gulrætur og
sósu..
Sorrí veit að ég er plebbi. Það hefð verið meira kúl að hafa verið með flamberaða álft á netlubeði, með fíflasósu og og baldursbráasalati.
En lífið er stundum bara saltfiskur.
Allir gengu samt ánægðir frá borði,
Verði ykkur að góðu..
Újeeeee
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
VIÐTAL VIÐ SKEMMTILEGAN BLOGGARA
Í Blaðinu í dag er viðtal við bloggvinkonu mína hana Ragnhildi Sverrisdóttir (www.ragnhildur.blog.is), tvíburamömmuna, þið vitið, en hún skrifar svo skemmtilegar þroskasögur af stelpunum sínum.
Lesið viðtalið. Okkar kona í Blaðinu í tilefni dagsins.
Til hamingju með daginn Ragnhildur.
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
BLOGGTILBOÐ
Ég hef fengið tilboð um að blogga á hinu nýja vefsvæði ofurbloggara, isshole.isss. Ég er búin að vera að velta því fyrir mér hvort ég eigi að þiggja þetta tilboð, en þar mun vera borgað á flettingu. Æi, ætti ég, ætti ég ekki? Ég gæti nottla farið þarna yfir á isshole og bloggað reglulega, svo gæti ég komið með færslu á moggablogg á nokkra daga fresti og minnt á að ég sé hætt að blogga hér. Bara til að fólk sakni mín kannski smá.
Nei ég verð hér áfram. Hér á ég heima.
Er farin að baka bananabrauð til að tjasla upp á mína brotnu sjálfsmynd.
Æmstjúpidænóitt!
Újee
P.s. Táknið hér fyrir ofan setti ég sérstaklega inn fyrir sjálfa mig, grínlaust, en það á að minna mig á að ég er krækiber í alheiminum, jafnvel bara sandkorn.
Skrifað á degi fjölbreytileikans og ég viðurkenni að ég er ófullkomin, hallærisleg, plebbi og moggabloggari.
Með öllu því sem það felur í sér.
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2987755
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr