Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Sunnudagur, 29. júlí 2007
SVÖRT HELGI
Tveir menn hafa fallið í valinn um þessa helgi. Annar í umferðarslysi og hin var myrtur á kaldrifjaðan hátt, hreinlega tekinn af lífi um hábjartan daginn í borginni. Ég er bara svo óendanlega hrygg.
Ég sendi aðstandendum beggja mannanna samúðarkveðjur.
En hvað er svosem hægt að segja? Mig setur hljóða.
![]() |
Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 29. júlí 2007
BORG ÓTTANS
Það er hætt að vera brandari þegar Reykjavík er kölluð borg óttans. Það er orðið stórhættulegt að vera úti eftir kvöldmat. Ef það eru ekki fyllibyttur keyrandi um á ofsahraða, þá eru handrukkarar á sveimi og núna er svo næturlífið toppað með skotárás.
Svei mér þá, ég er svo fegin að vera ekki með unglinga. Ég væri komin í spennitreyju ef stelpurnar mínar væru á bæjarröltinu.
Sósjokkdandkonfjúsd!
![]() |
Lögregla lýsir eftir vitnum að skotárás í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 29. júlí 2007
SLÆM BYRJUN Á SUNNUDEGI
Enn eitt dauðaslysið í umferðini varð í gærkvöldi við í Minni-Borg í Grímsnesi. Ökumaður bifhjóls féll af hjóli sínu í árekstri við jeppa. Maðurinn var látinn við komuna á háskólasjúkrahúsið í Fossvogi.
Umferðin hefur enn einu sinni tekið sinn toll.
![]() |
Banaslys á Biskupstungnabraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 29. júlí 2007
ÉG HEYRI PENINGAHRINGLIÐ..
..á íslenskum ferðamannastöðum á Íslandi ef gjaldtaka að vinsælustu stöðunum verður einhvertímann að raunveruleika.
Er ekki staðreynd af hvergi á byggðu bóli sé dýrara að ferðast en hér? Mér finnst að á meðan það kostar hvítuna úr augunum á fólki að komast hingað og fara um, þá sé nú ekki alveg tímabært að láta á þetta reyna.
Peningar eru ekki allt, ekki alveg a.m.k.
Venæmrætæmræt!
![]() |
Gjald inn á ferðamannastaði raunhæft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 29. júlí 2007
SUMIR VILJA EKKI EINKALÍF
Ný upplýsingatækni auðveldar einka- og opinberum aðilum að fylgjast með einstaklingum og skapar hættu á að persónulegar upplýsingar séu misnotaðar, segir Haukur Arnþórsson, stjórnmálafræðingur.
Ég er sammála því og finnst ógnvekjandi hvernig upplýsingasamfélagið kreppir stöðugt að einkalífinu og gengur nærri persónu fólks.
Ég hef hins vegar reynslu af fólki sem var beinlínis á móti einkalífi og þröngvaði sér inn í líf mitt. Já inn í mitt líf, alveg sárasaklausri. Þegar ég bjó á Laugaveginum, bjó ég á annarri hæð. Laugavegurinn er ekki breiðgata, eins og allir vita og í sömu hæð í húsinu á móti, bjó lengi vel, kunningjakona mín og hún hafði dregið fyrir á kvöldin. Ég var með tölvuna mína við gluggann og sat gjarnan á kvöldin og vann. Nýju nágrannarnir voru gluggatjaldalausir og ég sá bæði inn í stofu og svefnherbergi. Ef ég leit upp þá blasti við klámmyndasýning á veggjskjánum og þau alsber og stundum með jafn alsbera gesti í heimsókn. Þetta var í fullum litum, ekkert dregið undan og við látum þá lýsingu nægja. Ég var nokkuð snögg að fá mér rúllugardínur, en ég get svarið það, þetta gekk svona á nánast hverju kvöldi og það voru þarna dagar sem ég kom ekki nálægt tölvunni og hélt mér hinum megin í íbúð vegna sjónmengunar.
Konan á hæðinni fyrir ofan var neydd á sömu kvöldsýningar og það voru rúllugardínukaup á forgangslista á því kærleiksheimili líka.
Sumir vilja ekki einkalíf, það þarf a.m.k. ekki að hafa áhyggjur af þeim. Það er fólk eins og ég og fleiri sem brjálumst við tilhugsunina um myndavélar út um allt. Svo maður tali ekki um míkrófóna og hvað þessi apparöt öll nú heita.
Kræst!
![]() |
Upplýsingatækni ógn við einkalífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 28. júlí 2007
LAUGARDASANNÁLL..
..eða framhald frá því rétt fyrir kvöldmat. Hér er búið að vera mikið stúss og mikil gleði. Jenny Una Errriksdóttirrr er búin að borða franskar kartöflur (bara svona smá trít), ís og pínulítið nammi (samt aðeins meira en móðirin sagði til um, ussss), hún er búin að fara í bað og leika sér helling og að lokum lásum við eina Emmubók og eina Alfons Åberrrrgbók (Einar Áskel). Það var mikið rætt um hvort hamarrrinn sem Alfons dúndraði á puttana á sér hefðu framkallaðar miklar blæðingar úr fingri pilts. Eins og allir vita þá er Jenny Una sérstök áhugamanneskja um blóð, sko það blóð sem sleppur óforvarandis leiðar sinnar þegar göt koma á líkamann, eins og þegar Emma dettur og Alfons Åberrrg ber á fingur sér. Eftir lesturinn var rabbað heilmikið um plástra. Kisuplástra, bangsaplástra og andrésarplástra. Litir og lögun sömu plástra bar líka á góma.
Nú sefur Jennslubarnið með hönd undir kinn, með slatta af tuskudýrum í kringum sig og hún er bara fallegust.
Ójá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 28. júlí 2007
HIN FULLKOMNA TRYGGING LANGLÍFIS
Nú er lag fyrir Íslenska karlmenn. Þ.e. þeim sem eru svo heppnir að verða ástfangnir af Japönskum konum. Þegar langlífasta fólk í heimi ruglar saman reitum sínum þá hljóta að verða til langlífismanneskjur upp á a.m.k. 200 ár.
Sándslægaplan?
![]() |
Japanskar konur og íslenskir karlmenn lifa að meðaltali lengst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 28. júlí 2007
LAUGARDAGSGISTING
Jenny Una er komin til gistingar. Það er alveg rosalega gaman. Amman spurði áðan hvort hún vildi ávöxt.
Jenny: "Bíddu amma ég hussa pínulítið. Jenny errrr að athua". Hugs.. hugs.. "Á ettir Jenny borrrrða é núna horrrfa Maditt".
Ók ég get tekið rökum þegar þau eru sett fram á þennan hátt.
Er í víðtæku krúttkasti.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 28. júlí 2007
DESÍBELAGLÆPIR
Það tók fólk í Barcelona fjögur ár að stoppa óþolandi nágranna sinn sem stöðugt spilaði alltof háa músik. Hávaðinn frá hljómflutningsgræjunum mun hafa verið tvöfalt meiri en hámark skv. spænskum lögum (60 desíbel). Maðurinn var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi.
Ef ég hefði búið á Spáni í gegnum tíðina hefðu allar dætur mínar þrjár, húsband, systur mínar og slatti af vinkonum fegið að gista fangageymslur og það til langframa vegna eyrnaspjalla.
Dem, dem, dem.
Að tala um að vera ranglega staðsettur, sussu-sussu!
Úje
![]() |
Hávaðasamur nágranni dæmdur í fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 28. júlí 2007
ÉG ER...
.. eitt egg
..ein ristuð brauðsneið með osti
..kornflex
..hállf melóna
..einn bolli sítrónute
..tvö vatsglös
Þetta er ég það sem af er dags.
Var að lesa að maður væri það sem maður borðar.
Súmítúmímímí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr