Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Sunnudagur, 15. júlí 2007
GREKINN ÓGURLEGI
Þegar hún Jenny Una Errriksdóttirrrr vaknaði í morgun var hún svolítið hrædd og kúrði sig í fangið á ömmunni og trúði henni fyrir því að grekinn hafi verið vondur og hún hrædd. Amman huggaði barnið og sagði henni að grekar væru bara í þykjustunni og þær væru eiginlega ekki vondir bara svolítið öðruvísi en sum dýrin. Aha, sagði Jenny en sat samt aðeins lengur hjá ömmu til öryggis og jafnaði sig. Svo fórum við fram og meðan amman var að taka til morgunmatinn tjáði barnið ömmunni að grekinn væri góður og skemmtilegur og skrýtinn og sætur og.. og.. enda sólin fyrir utan gluggann og allt orðið svo skemmtilegt aftur og vondi draumurinn á hröðu undanhaldi.
Svona byrja sumir dagar, smá óþægindi en samt allt í hinu fínasta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 14. júlí 2007
ÆTTI ÉG AÐ BÆTAST Í HÓP ÞEIRRA..
...sem eru að tuða yfir aðgerðarsamtökunum Saving Iceland sem standa fyrir götupartýi í Öskjuhlíð í Reykjavík í dag? Já ég held það bara. Ég er á móti lögregluaðgerðum þegar fólk mótmælir á löglegan hátt og án ofbeldis og æsingar, þó það nú væri. En þarna virðist mér vera í gangi nokkurskonar götuveisla með mótmælaívafi og það er búið að veitast að lögreglu.
Ég hef ekki mikla sympatiu með þessum hópi, ekki á því sem ég hef lesið nú þegar. Finnst eins og þetta séu ofdekraðir krakkar sem vantar eitthvað skemmtilegt að dunda sér við.
Ét það að sjálfsögðu ofan í mig ef rangt reynist.
![]() |
Mótmælendur Saving Iceland loka Snorrabraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 14. júlí 2007
VONT AÐ VERA BLANKUR...
..þegar sólgleraugun hans Lenna eru til sölu. Verðið er komið í litlar 9 millur og á örugglega enn eftir að hækka.
Annars er ég að djóka, hef hingað til látið mér nægja eftirlíkingar. Þær duga ekki of lengi og auðvelt að skipta þeim út.
Ekkert merkjasnobb í sólgleraugnadeildinni. Ekki eins og Maysan mín sem keypti sér sólgleraugu um daginn og það er hægt að taka fyrsta veðrétt í þeim ef hún ætlar að kaupa sér einbýlishús.
Fatadeildinn er svo allt önnur Ella.
Ójá
![]() |
Ömmugleraugu Lennons á uppboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 14. júlí 2007
BARA SMÁ PARTÝ EÐA ÞANNIG
Rosalega hefði ég ekki viljað vera í sporum fólksins sem hefur brugðið sér af bæ í gærkvöldi og á meðan var 150 manna unglingapartý í gangi heima hjá þeim. 150 manna. Allt vitlaust auðvitað og löggan send á svæðið. Þetta var í fjölbýlishúsi. Að tala um að skemmta sér rækilega!
Mikið rosalega finn ég til með þessu fólki sem brá sér að heiman.
Jesús minn!
![]() |
150 manna unglingapartý leyst upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Laugardagur, 14. júlí 2007
FORBOÐIÐ
Rosalega finnst mér gleðilegt að Starbucks kaffihúsið hafi neyðst til að loka í Peking, eftir kröftug mótmæli. Sjá:
"Kaffihúsið Starbucks neyddist til þess að loka í Peking eftir kröftug mótmæli. Bandaríska kaffihúsakeðjan opnaði fyrst í Forboðnu borg Peking fyrir sjö árum síðan, en hefur löngum verið talin móðgun við kínverska menningu."
Að hafa þessa keðju, sem eflaust er ágæt fyrir sinn hatt, í hinni forboðnu borg finnst mér svo mikið stílbrot og nákvæmlega jafnmikið út úr kortinu og stilla MacDonalds upp í fordyri Þjóðleikhússins. Eitthvað verður að vera heilagt gagnvart kapítalismanum sem öllu tröllríður. Reyndar bauðst kaffihúsakeðjunni að starfa áfram ef þeir kölluðu starfsemina öðru nafni en það tóku þeir ekki í mál
Mér finnst einhvernvegin að í forboðnu borginni eigi að vera kínversk tehús og matsölustaðir. Ekkert annað takk fyrir. Það er hægt að gúffa í sig hamborgurum og kaffi annarsstaðar "for crying out loud".
Úje
![]() |
Starbucks lokar í Forboðnu borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 14. júlí 2007
SUMARSTARFSMAÐURINN LEIKUR ENN LAUSUM HALA
..eða hvað finnst ykkur um þessa fyrirsögn? "BARA MATRÉTTIR FRÁ EES-RÍKJUM Á BOÐSTÓLNUM?" Nýyrða smíðin heldur áfram. Halló, hvað varð um máltíðir?
Mogginn hefur alltaf verið ofarlega á vinsældarlistanum hjá mér, alveg frá því ég var stelpa, t.d. vegna þess að Mogginn var útvörður vandaðs málfars og svo auðvitað vegna minningargreinanna (okokok er að fíflast með minningargreinarnar). Það var hægt að nota blaðið eins og stafsetningarorðabók.
Setjið Sumarliða á námskeið og ég meina það.
Ekki seinna en núna.
![]() |
Bara matréttir frá EES-ríkjum á boðstólum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 14. júlí 2007
ÉG UM MIG FRÁ ÞÉR TIL ÞÍN
Þið trúið því ekki hvað ég er æðisleg. Ok ég byrja aftur. Þið trúið því ekki hvað ég var ótrúlega dugleg og framkvæmdasöm í gær. Enda var þessi lukkudagur, 13. júlí á föstudegi alveg yndislegur. Ég verð að deila með ykkur afrekunum.
Fyrir hádegi var ég búin að þrífa íbúðina hátt og lágt, blogga, lesa blogg, hringja nokkur símtöl og skrifa meil.
Jenny Una Errriksdóttirrrr kom í pössun til okkar og við drifum okkur með hana í Rúmfatalagerinn (já ég veit að það er klisjukennd hegðun en hafið þið prófað dönsku borðtuskurnar sem fást þar?) og síðan í Hagkaup í Kringlunni. Jenny lék við hvern sinn fingur og söng hástöfum, kastaði kveðju á hvern mann og í Hagkaupum fékk hún að reiða fram Visakortið þegar við greiddum fyrir matinn. Sú stutta sagði alvarleg um leið og hún rétti fram kortið "þetta errr korrrt ég ekki borrrrga peninga". Ég ásamt húsbandi og öðrum nærstöddum horfðum á undrabarnið stórum augum og svo hélt hún áfram "Jenny gleymdi peninginn". Stúlkan sú er komin inn í íslenska hagfræði rúmlega tveggja ára gömul og geri aðrir betur.
Jæja. Í gærkvöldi toppaði ég svo sjálfa mig með því að baka bæði banana- og kryddbrauð sem Edda mín (www.eddaagn.blog.is) á heiðurinn af en konan er snillikokkur og kennir hússtjórnarfræði sem útleggst á íslensku matreiðsla. Þeir sem þekkja mig vita að ég er þekkt fyrir margt annað en tertu-, brauð- og kökuframleiðslu. Það splundraðist einhver uppsafnaður hormónaköggull þegar ég varð edrú og nú legg ég nótt við dag til að bæta fyrir áralanga vanrækslu í bökunardeildinni.
Nú er kominn nýr og fallegur dagur. Ég og húsbandið vældum í foreldrum Jennyar Unu um að fá hana til gistingar og það gengur eftir. Nú þarf ég að baka eitthvað í tilefni dagsins, bara ekki vandræði.
Skellti inn mynd af mér við baksturinn í gærkvöldi og þið sjáið að mér fellur aldrei verk úr hönd eða fót. Á meðan ég bakaði kryddbrauðið gerði ég mínar hefðbundnu dansæfingar.
Súmí ef þið öfundið mig.
Hehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 14. júlí 2007
DEKKJAMAÐURINN
Hvað verður nú um Michelin manninn ef Michelin fyrirtækið lendir í tómu tjóni vegna dekksins sem sprakk í Noregi á ferð?
Ég ætla rétt að vona að þetta reddist. Mér er umhugað um Michelin vininn enda er hann alveg eins og Bjartur frændi í laginu.
Þess vegna þykir mér vænt um kvikindið.
Bítsmí.
![]() |
Michelin-dekk rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. júlí 2007
ÞAÐ MÆTTI BORGA MÉR STÓRFÉ...
..og það dygði varla til, til að ég færi og hlustaði á Árna Johnsen. Ekki misskilja mig, það er ekki vegna pólitískrar fortíðar hans (sem ég hef alveg skoðun á), ekki sú staðreynd að hann er Sjálfstæðismaður, því þeir eru margir ágætis menn, heldur eingöngu af því að maðurinn er vita laglaus, með leiðinlegan músíksmekk en lætur eins og hann sé arftaki Jusse Björling, eða eitthvað. Ég fæ alltaf kjánahroll.
En því verður ekki á móti mælt að Árni Johnsen er íslenskt fenomen og elskaður af mörgum.
Bara ekki af mér.
Súmí.
![]() |
Fjölskylduhátíð á Stokkseyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 14. júlí 2007
NAUMHYGGJAN Í BLÓMA
Einu sinni hélt Ibba Sig. vinkona mín því fram að hámark naumhyggjunnar, sem nú tröllríður innréttingatískunni á Íslandi, væri komin út í öfgar þegar það vantaði ausu og það þyrfti að ná í hana niður í geymslu. Hehe ég hló að þessu eins og brjáluð kona, fannst það lýsa svo vel þessari tískugeggjun í einu og öllu.
Í kvöld vantaði mig ausu............... og ég þurfti að sækja hana í geymsluna.
Ég er í vondum málum svona innréttingawise og öðruwise!
ARG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987753
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr