Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Mánudagur, 16. júlí 2007
EN-LISTINN
Fordómar hafa verið mér hugleiknir í dag. Auðvitað eru allir að einhverju leyti fordómafullir gagnvart því sem þeir ekki þekkja. Ég játa mig að sjálfsögðu seka. Ég vinn reyndar stöðugt að því að minnka líkurnar á að ég geri mig kjánalega innan um fólk. Maður hefur nú einu sinni "repjúteisjon" að verja.
Það sem kom þessum hugrenningum af stað hjá mér var lestur pistils litaður af miklum kynþáttfordómum og í athugasemdakerfi viðkomandi bloggara (sjá færslu neðar) voru margir haldnir sömu hræðslunni við útlendinga. Flestir tóku þó fram að þeir væru ekki útlendingahatarar EN svo kom viðhorfið, grímulaust og ljótt fram í skrifunum.
Hvað hefur maður ekki heyrt oft eftirfarandi frasa (ég tek bara örfá dæmi, en þar er reyndar af nógu að taka):
..ég er ekki kynþáttahatari og hef alls ekki á móti því að útlendingar komi hér til að búa EN.. þeir verða að aðlagast íslensku samfélagi, læra málið (aðlögun og reiprennandi íslenskukunnátta skal vera fyrir hendi eftir fyrstu 10 dagana eða svo), vera ekki fyrir, ekki gera kröfur og vei þeim ef þeir troða okkur um tær.
..ég er friðarsinni EN.. innrás Bandaríkjamanna var nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir að Saddam setti heimsfriðinn á annan endann. Stundum er stríð eina leiðin.
..ég er á móti ofbeldi á konum og börnum EN...stundum ögra konur manninum þannig að þær geta sjálfri sér um kennt og stundum ÞARF að dingla í krakka til að þau fái skilið mörkin.
..ég hef ekkert á móti samkynhneigðum EN...þeir skulu ekki sjást, heyrast eða vera til öðruvísi en í dulargerfi og ekki ögra hinum "normala" manni með afbrigðilegri kynhegðun sinni.
...ég er jafnréttissinni EN...ég skammast mín fyrir kynsystur mínar, feministana sem eyðileggja sambandið á milli kynjanna.
Ergo:
Cut the crap. Þið sem eruð í EN-unum; það sem þið segir eftir þetta smáorð, sem þó er svo áhrifaríkt, er það sem gildir. Ekki hið pólitískt rétta sem þið setjið fyrir framan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 16. júlí 2007
LÉLEGUR HÚMOR
Mikið rosalega fannst mér hallærislegt að sjá í fréttatímasjónvarpsins, sviðsetningu á þrælauppboði í Alsír, í tilefni þess að 380 ár eru liðin frá Tyrkjaráninu ógurlega, í Vestmannaeyjum. Flott að minnast þessara tímamóta en aðgerðin gjörsamlega misheppnuð þar sem öllum fannst uppboðseftirlíkingin svo rosalega sniðug og skemmtileg.
Í fyrsta lagi hafa aldrei verið haldin þrælauppboð af Tyrkjum í Vestmannaeyjum. Í öðru lagi þá er mansal, uppboð á fólki og annar óþverraháttur, jafn grafalvarlegt mál í dag og það var dagana ógurlegu þegar Tyrkir fóru um Vestmannaeyjar rænandi og ruplandi.
Bendi á reisubók Guðríðar Símonardóttur eftir Steinunni Jóhannesdóttur, sem er vissulega skáldsaga en byggð á traustum heimildum.
Ég, í böðulsbúningnum með þrælapískuna.
![]() |
Tyrkjaránsins minnst í Vestmannaeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 16. júlí 2007
STUNDUM SKAMMAST ÉG MÍN FYRIR ÞJÓÐERNI MITT
Alþjóðlegar sumarbúðir standa nú yfir í Hjallaskóla í Kópavogi. Þar dvelja börn frá 12 mismunandi löndum, frá ólíkum menningarheimum og ólíkum aðstæðum. Í sumarbúðunum er unnið að því að auka víðsýni og umburðarlyndi krakkanna.
Flott framtak. Ég hef hins vegar engar áhyggjur af börnum þegar kemur að umburðarlyndi. Börn eru yfirleitt gædd þeim eiginleika í ríkum mæli. Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af fullorðnu fólki hvað þetta varðar og þá alveg sérstaklega skort á umburðarlyndi gagnvart fólki frá öðrum löndum, sem kemur hingað t.d. til að vinna og vekur oft vægast sagt neikvæðar kenndir í hinum eðalborna Íslending.
Í gærkvöldi var ég að vafra um netið og rakst á pistil hér á Moggabloggi sem gerði það að verkum að mér brá í brún. Þar er kona að tjá sig um útlendinga, hún er ekki útlendingahatari, vill hún meina, en vill að þeir lykti betur, séu ekki svona eða hinsegin og þá sé hún til í að leyfa þeim að vera (lesið sjálf (www.iwanna.blog.is) . Enn verri eru svo athugasemdirnar sem hún vær við færslunni. Þar sér maður að kynþáttahatur er ansi útbreitt fenomen á Íslandi. Ó við Íslendingar erum svo vel að okkur, svo menntuð, svo umburðarlynd, svo fordómalaus, ó já bara að við þurfum ekki að hafa fyrir því að praktisera allan þennan þroska í daglegu lífi okkar.
Ég sting upp á svona sumarbúðum fyrir fullorðna. Það væri flott að byrja á þeim sem eru að ala upp börn svo þeir skvetti ekki sjúklegum og mannfyrirlitlegum skoðunum sínum yfir á saklausa afkomendur sína.
Ég í fjósgallanum með skófluna tilbúin að byrja að moka.
![]() |
Víðsýni og umburðarlyndi aukið í sumarbúðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mánudagur, 16. júlí 2007
MÁL BARNA
Ég hef tekið upp á því að horfa aftur á barnatíma sjónvarpsins um helgar. Það er þennan sem er fyrir yngri börnin. Ég hélt að ég væri búin með þennan pakka eftir að stelpurnar mínar uxu úr grasi en nú er ég aftur komin í barnasjónvarpið með henni Jenny Unu Erriksdótturrr. Ég sit oftast með henni því stundum koma jákarlar, kókófílar og grekar, algjörlega óforvarandis og þá verður Jenny oft smá órótt. Allavega fer ég ekki langt.
Það sem ég er hins vegar að furða mig á hvers vegna það er ennþá verið að láta fullorðið fólk tala barnaröddum. Þetta var svona í denn þegar stelpurnar mínar voru litlar og viti menn, enn er rígfullorðið fólk að tala með smábarnarómi. Ekki alltaf að vísu en ansi oft.
Það versta sem ég veit er þegar fullorðnu leikararnir hlægja með tilgerðarlegum röddum sem eiga að túlka hlátur barnsins en það er í besta falli hallærislegur uppúrkreistingur. Í morgun tók Jenny fyrir eyrun tvisvar sinnum og ég skildi hana ofsalega vel.
Það er alltaf að aukast skilningur á þörfum minnstu borgaranna. Allir vita nú orðið að börn eru alvöru fólk og eiga ekkert minna skilið en það besta alveg eins og við hin. Þess vegna bíð ég spennt eftir að sjónvarpið sjái ljósið og fái börn til að tala í sinn eigin barnatíma.
Og hvar eru barnafréttir? Ég er alltaf að bíða eftir þeim.
Ég í fullorðinsfötum með eyrnatappa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 16. júlí 2007
SUMARLIÐI SLÆR FAST....
..á lyklaborð lífsins þegar hann sýður saman stjörnuspá Steingeitarinnar fyrir nýbyrjaðan sólarhring. Nýyrðasmíðin er þessum bjána stöðugt hugleikinn eins og sjá má hér fyrir neðan:
"Steingeit: Hví að sætta sig við að vera stöðugt hálfóánægður? Ný andleg mynd hressir upp á ástarlífið. Vertu bjartsýnn, ástvinur vill allt fyrir þig gera."
Ég segi það; hví að vera stöðugt hálfóánægður þegar maður getur allt eins verið algjörleg óáægður? Maður á aldrei að láta bjóða sér hálfvelgjuna í lífinu. Það er allt eða ekkert.
Sumarliði á von á heimsókn,
Ég í brynju með alvæpni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 16. júlí 2007
SMÁ KVÖLDBÆN
Góði, besti, elsku Guð á himnum. Villtu láta rigna hérna á Suðurlandi svo það kvikni ekki fleiri sinueldar. Grasið hjá nágranna mínum er orðið gult af þurrki og ég sjálf með stöðugan hausverk. Ef þú gætir látið rigna ærlega svona næturlangt þá myndi það vissulega hjálpa.
Með fyrirfram þökk,
Ég með regnhlíf í stígvélum.
![]() |
Halda eldinum í skefjum við Grundartanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 15. júlí 2007
Á ÉG AÐ ÞORA...
..að tengja við þessa frétt? Ég fæ kannski á mig allt partíið bara eins og hér fyrir neðan. En sem foreldri fyrrverandi unglinga finnst mér að svona uppákomur eins og þetta gsm-partý eigi að geta verið öðrum foreldrum víti til varnaðar en það segir móðir stúlkunnar líka, sem hélt veisluna þar sem heimilið fylltist af krökkum.
Annars er bara gott og vel að ekkert alvarlegt gerðist eins og því miður vill brenna við þegar hlutirnir fara úr böndunum og enginn ræður neitt við neitt.
Man nú sjálf eftir svona veislum í denn, þær gátu verið hættulega skemmtilegar. OMG
![]() |
Móðirin hringdi sjálf í lögregluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 15. júlí 2007
ÞIÐ MEGIÐ FARA STRÁKAR..
..hvenær sem þið viljið segir forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki. Ég er sammála kalli, pakkið saman og drífið ykkur, það eru allir að bíða eftir að þið náið því að þið erum komnir langt fram yfir eðlilegan heimsóknartíma.
Annars voruð þið aldrei neitt sérstaklega velkomnir að ég held.
Drífa sig.
Komasho!
![]() |
Bandaríski herinn getur farið þegar hann vill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 15. júlí 2007
66 ÓÞVERAR NAPPAÐIR
Það er alltaf gott þegar lögreglunni tekst að ná taki á barnaníðingum og 66 stykki er ekki lítið af óþverum á einu bretti. Það er allavega verið að rispa í yfirborðið á þessum viðbjóði sem viðgengst út um allan heim.
Er Spánn einhver sérstök gróðastía fyrir barnaklám? Mér finnst ég alltaf vera að lesa um Spán í sambandi við þennan viðbjóð.
![]() |
66 handteknir í tengslum við barnaníð á Spáni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 15. júlí 2007
PILLAN ÓÞARFA
Ég var að tala við kunningjakonu mína fyrir einhverju síðan sem getur ekki sofið án þess að eiga svefntöflur. Ég kannast sjálf við vandamálið, gat ekki sofnað um nokkra ára skeið án þessarar töfralausnar. Samt má segja að mitt svefnvandamál hafi fyrst orðið alvarlegt eftir að ég hóf að gúffa í mig þessu vímuefni, sem veitir skammtímalausn og hefur í farteskinu helmingi fleiri vandamál en þú lagðir upp með í byrjun.
Þetta er eiginlega snúrublogg. Svefntöflunotkun var eitt af mínum neysluefnum. Ég hef aldrei sofið eins illa og eftir að ég hóf svefntöfluátið. Svona töflur virka í nokkra daga og þá þarf fólk í raun að auka skammtinn til að ná sömu áhrifum. Auðvitað er til fullt af fólki sem getur notað svona lyf án þess að misnota þau en það er ótölulegur fjöldi fólks sem getur það ekki.
Kunningjakonan er á leið í meðferð til að fá aðstoð með að losna við svefntöflurnar. Ég held að það sé hið eina rétta. Ég hef aldrei sofið betur en eftir að pillunum og bjórnum sleppti, það segi ég satt. Ég sofan þegar ég legg höfuðið á koddan, mig dreymir eðlilega og ég vakna úthvíld að morgni. Það er best að sofa á eigin safa.
Einhver sagði einhverntíman að enginn gæti dáið af svefnleysi. Ég man allavega ekki eftir svohljóðandi dánartilkynningu:
Hr. soandso lést að heimili sínu soandso vegna svefnleysis. Blóm og krasar afþakkaðir.
Auðvitað kallar langvarandi svefnleysi á ýmis vandamál. Í flestum tilfellum er hægt að komast fyrir þau með heilbrigðari aðgerðum en að skutla í sig pillu.
Þetta datt mér nú svona í hug þar sem ég blakti skráfþurr á snúrunni þenna sólríka sunnudagsmorgun.
Síjúgæs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr