Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

BÚHÚ-FÆRSLA

1

Ég er í fýlu, mér finnst ég eiga bágt.  Búhú, búhú, snökt, snökt.  Það er ekki gott að vera í löngu fýlukasti en svona er það núna.  Ég er arfafúl.  Út í aðstæður sko.  Ég sakna Maysunnar minnar, Olivers og Robba.  Ég vil fá þau heim.  NÚNA! Þau voru að koma heim til London frá Spáni í dag og þar eru þau búin að vera s.l. hálfan mánuð.  Ég hef ekki séð þau síðan í maí.

Maysan, komdu heim!  Bara í tvo daga, ágúst er of langt burtu í tíma.  Ég vil heyra Oliver telja upp að 10 og segja "noine" á sinni yndislegu ensku og knúsa hann í rúsínu. 

Á morgun verður familíugrillpartý með krökkunum okkar hér við hirðina.  Ekki Maysu og þeim auðvitað. 

Búhú ég á svo bágt.

Dem


ÉR ER BÓKAORMUR...

1

..það viðurkenni ég fúslega en fjaðrafokið í kringum Harry Potter, en bækurnar um hann eru flottar, er aðeins of mikið fyrir minn smekk.  Nú hefur höfundurinn skrifað aðdáendum bókanna og beðið þá að þegja yfir sögulokunum til að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að lesa.  Þvílík markaðsetning. 

Frumburðurinn er trylltur Harry Potter aðdáandi.  Hún dró Jökulinn (elsta barnabarnið ) með sér á myndina sem "alibí" þ.e. hún móðirin fórnaði sér fyrir afkvæmið og fór með honum í bíó.  Og nú er bíður hún í ofvæni eftir bókinni enda löngu búin að skrifa sig fyrir henni.  Jökull er auðvitað hrifinn af HP en ekkert í líkingu við mömmuna og ég held að honum þyki nóg um æsinginn.

Róleg bara, það er ekki eins og þetta séu heimsbókmenntir eftir Astrid Lindgren, dhö!

Súmí.


mbl.is J. K. Rowling biður aðdáendur að þegja yfir sögulokum Deathly Hallows
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞUNGUR KROSS AÐ BERA..

1

...greinilega í þessu tilfelli því löggan handók tvo 17 ára gutta með trékross í eftirdragi sem hafði að geyma nafn látins einstaklings.  Þeir sögðust ætla að nota krossinn í listaverk.

Hugmyndaauðgi sumra "listamanna" eru greinilega engin takmörk sett.

Ég ætla að panta mér legstein.  Úr marmara þannig að það þurfi flokk manna til að fjarlægja hann.  Og þó mér er sama hvað um jarðneskar leifar mínar verður þegar ég er öll.  Þarf ekki einu sinni að merkja leifarnar af mér.

En hvernig dettur fólki svona lagað í hug?

Bítsmí.


mbl.is Með kross í eftirdragi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OF MÖRG TÆKI OG TÓL...

1

..fylgja nútímanum.  Ég er í vandræðum með þessi tvö símtól heimilissímans.  Ég er sífellt að skilja þá eftir út um allt, gleymi að hlaða, báða í einu og er stöðugt lendandi í tómu tjóni út af þessu.  Þetta ætti auðvitað ekki að vera vandamál, en mér tekst afburðavel að klúðra öllu sem heitir tæki og tól.  Það má kannski virða mér það til vorkunnar að ég ólst upp á síðustu öld þar sem t.d. var einn sími á heimili (ef fólk var svo heppið og varð ekki að láta sér nægja s.k. millisamband) en heima hjá mér var einhver framúrstefna í gangi en þar var hægt að stinga símanum í samband í hverju herbergi.

Ég þurfti að leita dauðaleit að símtóli í morgun þegar síminn hringdi.  Hann hringdi út og hvorugt tækið fannst.  Ekki þótt ég reyndi að ganga á á hljóðið. Að lokum fann ég annað, á baðbrúninni (ég næ mér ekki) og hinn fannst úti á svölum við hliðina á grillinu og þeir voru báðir nánast rafmagnslausir. 

Ég er að hugsa um að fá mér síma sem ekki er hægt að vaða um allt með.  Best væri að hafa hann múr og naglfastan í vegg.  Svona eins og gömlu sveitasímarnir.  Ég held bara, svei mér þá, að ég höndli alveg afturhvarf til fortíðar en ég er ekki svo viss um þetta með framtíðartæknina, a.m.k. ekki hvað varðar síma.

Súmí.


HEIMSPEKILEGT SAMTAL

1

Í morgun átti eftirfarandi samtal sér stað á meðan Jenny yfirvann óttann við villidýrið ryksuguna og fékk kennslu í því hvernig eldhúsgólf eru sogin, hvað ryksuga gerir við æti sitt og fleira í þeim dúr:

Jenny ekki hrædd við ryksugu, nehei en samt læti.  Er ryksuga góð eins og jákarlabörnin, nuffnuffbörnin og kisubörnin?

Já elskan ryksugan er góð og hún borðar draslið á gólfinu.

Er bumban hennar héddna amma? (Barn bendir á höfuðstöðvar ryksugu) En amma ryksuga ekki borða meir hún alveg SVÖNG (smá ruglingur með svöng og södd.  Hva?  Bara krúttlegt).

Já Jenny mín þarna setur hún matinn sinn og það er rétt hjá þér gólfið er að verða fínt.

Jenny líka ryksuga smá himumeigin(hina hliðina á eldhúsinu). Amma,  Jenny á ekki heima á Leifsgötu, neiei, Jenny heima í húsisín hjá mömmusín og pabbasín. Má Jenny fá ragnalakk? (Bara vaðið úr einu í annað).

Pabbinn kom svo og sótti Jennslubarnið og fór með hana í pylsu og kókómjólkurkaup, þar sem barnið vann til verðlauna fyrir að vera ekki öfugsnúið lengur þegar ryksugur eru annars vegar.

Yfir og út!

 


HVAÐ MEÐ HALDARANA?

1

Ef ítalska heilbrigðisráðuneytið mælir með því að skrifstofur landsins aflétti hálsbindaskyldu karlmanna af umhverfisástæðum verða konur þá ekki látnar sleppa haldaranum af sömu ástæðu til að spara orku og stuðla að baráttunni gegn hlýnun jarðar.

Ég get svarið það. 


mbl.is Hálsbindanotkun getur verið óumhverfisvæn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BARA LÍTILRÆÐISMUNUR Á VERÐI

 

..áfengis hér og meðalverði Evrópusambandsins á áfengi.  Bara 126%.  Furðulegt að Íslendingar skuli alltaf bera höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í háu verðlagi.  Okurverðlagi.

Ég er ansi þakklát fyrir að hafa hætt viðskiptum við brennivínsbúðina.

Bætmí.


mbl.is Áfengisverð 126% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ ER ÞETTA EIGINLEGA..

1

..með byssur og tíu-ellefu?  Ég var að blogga um það um daginn þegar vopnaða ránið var framið í einni þessara verslana, hvað það væri eiginlega með rán og tíu-ellefu. 

Maðurinn sem skaut af startbyssunni var handtekinn vegna gruns um vopnaburð.  Sko GRUNS.  Hann faldi startbyssuna og þrjár leikfangabyssur í runna áður en hann var handtekinn en vísaði löggunni síðan á góssið.

Aumingja tíu-ellefu greyin, hvað gerðu þeir í fyrra lífi til að eiga þetta skilið?

Bítsmí.


mbl.is Skaut af startbyssu við verslun í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG TÍMINN FLÝGUR ÁFRAM..

Hér koma nokkrar sumarmyndir af Jenny Unu Erriksdótturrr og mynd af lillabarninu í fjölskyldunni sem enn vill ekki koma fram á mynd.

12007

Barn í hjólreiðatúr með pabbanum við Tjörnina          Á hjólinu víðfræga

4 og nú bíðum við til jóladags og þá kemur kríli í heiminn.  Nokkrum dögum fyrir afmæli Jennyar.  Eins gott að Jesúbarn verði á réttum tíma.

Lofjúgæs.


ÞAÐ LIGGUR Í LOFTINU!

 

Það liggur einhver rasismi í loftinu alls staðar í heiminum.  Nú er andúð á gyðingum að aukast í Evrópu.  Ætlar manneskjan aldrei að læra?  Hvað þarf að fórna mörgum mannslífum í heiminum áður en fólk fer að átta sig á því að þessi andúð á þeim sem eru öðruvísi kostar bara mannfórnir og aftur mannfórnir?  Ég er langt í frá sátt við Ísrael þegar kemur að málefnum Palestínu.  Það þýðir ekki að mér sé illa við gyðinga.  Mér finnast Bandaríkin með fáránlega utanríkispólitík en það þýðir ekki að mér sé illa við ameríkumenn.  Og svo má lengi telja.

Það þarf ekki að segja mikið neikvætt um útlendinga til að það komi fólk (oftast nafnlaust) skríðandi upp úr holum sínum og tjái hatur sitt og ótta við útlendinga.  Þetta skelfir mig. 

Mér hefur reynst heppilegast í lífinu, að meta fólk eftir framkomu þess en ekki hvaðan það kemur og hvar það er fætt.  Margir af mínum bestu vinum eru útlendingar.  Ég tel mig ríkari fyrir bragðið.  Eitt barnabarnanna minna er útlendingur (sænskur pabbi) og fyrir hennar hönd og annarra útlendinga er mér misboðið, þegar heiftin og hatrið gagnvart innflytjendum á Íslandi geisar hér eins og stórhríð á blogginu, svo ég taki nú bara nærtækt dæmi. 

Bara vegna þess að einhver gefur tóninn.

P.s. Ég ætlaði ekki að tjá mig meira um þetta málefni, fannst nóg komið en svo mundi ég eftir því að ég blogga af ákveðinni ástæðu, ég verð allavega að vera skoðunum mínum trú.  Og hananú!


mbl.is Andúð gagnvart gyðingum að aukast í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987752

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband