Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

MINNIR Á GAMLA TÍMA..

1

..en árið 1974 þegar ég bjó í Köben og vann á Amager en var enn búsett í austurhluta borgarinnar, var heillangt strætóverkfall og ég lét mig hafa það að ganga alla leið í vinnuna á meðan.  Rosalega hef ég verið létt og fim á fæti.  Seinna fluttist ég í þetta hornhús (miðhæðin) úti á Crhistianshavn, steinsnar frá djobbinu en það er önnur saga og verður sögð seinna.

Það lá nærri að ég fengið nostalgíukast með öflugum fráhvarfseinkennum þegar ég fann þessa mynd af gamla húsinu mínu á netinu.  "Those were the days" svo ekki sé nú meira sagt góðir hálsar.

Sendi öllum fótgangandi Kaupmannahafnarbúum baráttukveðjur í tilefni dagsins.

Síjúinalittulvæl!

 


mbl.is Strætisvagnaverkfall í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚNA ER ÉG HISSA..

1

...jafnvel hneyksluð ef satt reynist.  Mikið rosalega finnst mér það út úr karakter við Björk, eins og ég upplifi hana, ef hún er farin að blanda sér í Britneyarsirkusinn.  Ekki að mér sé ekki sama, konur styðja konur.. en ég er vægast sagt gapandi hlessa.

Haft er eftir Björk af slúðurblaðinu enska Daily Star: "„Ég gat komist í burtu, en hún á ekki undankomu auðið,” sagði Björk við Daily Star. „Henni er velkomið að búa á heimili mínu á Íslandi,” mun Björk hafa sagt.

Jahá!


mbl.is Björk býður Britney til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

070707

1

Giftingavertíðin mun ná sögulegu hámarki 7. júlí nk. en allt er brjálað að gera í bransanum fyrir bragðið.  Páll Óskar og Monika eru svo upptekin þennan dag að Fréttablaðinu finnst þau "fáránlega" vinsæl.   Hvað ætli sé sungið í brúðkaupunum í ár? Ég fór fyrir mörgum árum í brúðkaup í Keflavík þar sem söngvari nokkur söng "You never walk alone" á íslensku og ég er ekki enn búin að jafna mig. Væmnistuðullinn er svo svakalega lágur hjá mér.

Svo getur maður rétt ímyndað sér fjörið hjá blómabúðunum, brúðkjólaleigunum, og öllum hinum búðunum sem stuðla að hinni ævilöngu hamingju brúðhjónanna og það allt upp á amerísku.  Ég hef ekkert á móti brúðkaupum, finnst þessi hefðbundnu amerísku dálítið plebbaleg reyndar og ég kurlast í tætlur þegar ég sé hárborða á drossíum.  Það er eitthvað svo.. hugmyndasnautt.  En látum það nú vera.  

Ég las um daginn að helmingur hjónabanda endaði með skilnaði.  Rosalega varð ég sjokkeruð.  Öll þessi aðkeypta hamingja sem merkt er í almanakið a.m.k. ári fyrir viðburð og svo fer allt í vaskinn.  Nú er ég alvön því að gifta mig, hef gert það reglulega í gegnum lífið og oftar en ekki endað í skilnaðarfötunni, þurft að klifra upp úr henni og fara að leita að nýju fórnarlambi.  En það má segja mér til hróss að ég hef ekki lagt í mikinn kostnað við þessar athafnir.  Ég er voða fegin því.  En hvernig ætli standi á þessu?  Ég meina öllum þessum skilnuðum?  Svar einhver.

Þetta er um margt merkileg dagsetning.  Sniðug til að fæða börn á.  Smart kennitala og svo veit ég um einn götunnar mann sem ég átti spjall við í fyrra og hann tjáði mér að hann ætlaði ekki að hætta vinfengi við Bakkus fyrr en að ofannefndur dagur rynni upp.  070707 væri þrefaldur heilagleiki samkvæmt hans talnaspeki.  Garanterað að edrúmennskan myndi komin til að vera.  Hann ætlaði því að leggja á sig drykkju fram að þessum degi.  Ég vinka vini mínum héðan og ég vona í leiðinni að hjónabönd þessa dags verði eldheit og farsæl til eilífðarnóns og í þeim ríki heilög hamingjan. 


MÉR LÉTTIR STÓRLEGA..

1

...yfir að Henry skuli vera frískur.  Úff, helgin var hálf ónýt fyrir mér vegna óvissunnar.  Ég sat með Baldursbrár úti í haga og sleit af eina og eina.. frískur - ekki frískur -frískur-ekki frískur.  Þetta klikkaði alltaf hjá mér því ég ruglaðist í hvert skipti.  Fleirihundruð Baldursbrár fóru í vaskinn.  Nú get ég farið að njóta sumarsins.

Læfisbjútífúll!


mbl.is Henry stóðst læknisskoðun hjá Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG ÞOLI EKKI PÖDDUR..

1

..hvorki þessar venjulegu né þær í mannslíki.  Þeir sem heimsækja pöddu vikunnar á blogginu eru eins og áhorfendur hjá Jerry Springer, þeir koma til að velta sér upp úr ósómanum, fá kjánahroll og fnussa svo af hneykslan með sjálfum sér.

Var bara að velta fyrir mér ýmsu úr dýraríkinu.


ÉG BIÐLAÐI TIL HENNAR ZOU

..og bað hana um að vera bloggvinkona mín og hún samþykkti þessi elska.  Þetta gerði ég af tveimur ástæðum.

Í fyrsta lagi af því að hún er helvíti skemmtilegur bloggari eins og allir þeir sem ég hef beðið um bloggvináttu fram að þessu.

Í öðru lagi náði konan illilega athygli minni þegar ég byrjaði að lesa bloggið hennar.  Hún var með 15 cm stóra könguló á bak við ísskápinn sinn (stærri en tarantúllur og allt) og hún tókst á við kvikindið, hafði hana undir og mér sýnist hún halda geðheilsunni (sko zoa ekki köngulóin, hún er dauð).  Þetta gerir hana heilaga í mínum bókum.  Djö hvað hún er hugrökk og djö hvað ég ætla ekki að heimsækja hana til Grikklands þar sem ég held að hún sé.

Flokka þetta undir "vefurinn" út af köngulónni sko!

www.zoa.blog.is


VARÐANDI SALATBARINN..

 

..sjáið færsluna hér fyrir neðan, þá fékk ég krúttlegt ímeil frá Ingvari manninum á Salatbarnum í Skútuvogi, þar sem hann býður mig velkomna á viðkomandi stað.  Ingvar, halló!  Er búið að úða á þínum bar?  Allir gerlar dauðir?  Ok,ok,ok ég tek húsbandið með mér fljótlega.

Segið að bloggið manns sé ekki lesið af hinum ýmsu mönnum.

Smjúts Ingvaro!


FRÉTTIR ÁRSINS

 

Frétt árisins eða því sem næst, hlýtur að vera þessi sem hér er fyrir neðan og birtist í Mogganum í dag.  Fimm villur á Flórída boðnar fyrir lágt verð.

Alveg var ég "clueless" yfir að heilar fimm villur í þessu "smáríki" sem Florída er skuli vera þar til sölu.  Ég ríf upp kortið og kaupi eina.  Hvar fæ ég upplýsingar?  Ó tilviljun, íslensk fasteignasala, Garðatorg heitir hún.  Sniðugt.

Segið svo að það sé gúrka!


mbl.is Fimm villur á Flórída boðnar fyrir lágt verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GERLABARIR

1

Ég elska grænmeti.  Ferskt grænmeti og ég hef stóran hluta hverrar máltíðar með það að innihaldi.  Fyrst eftir að salatbarirnir komu í stórmarkaðina var ég í himnaríki.  Þar gat ég keypt mér sneiddan rauðlauk, sveppi, tómata og rifið kál og gulrætur og ég veit ekki hvað.  Enn fæ ég vatn í munninn við tilhugsunina um gott salat með allskonar árstíðargrænmeti og bölvaðir gerlabarirnir eru þeir einu barir sem enn trekkja hvað mig varðar.  Þegar ég er að því komin að taka þann beina breiða að grænmetinu, þe að þurfa ekki að sneiða, rífa, tæta og saxa sjálf, man ég eftir öllum sem með mis hreinar lúkur hafa látið vaða (hafiði ekki séð liðið sem nælir sér í smá, á þessum börum, snæðir í boði hússins eða þannig?) ofan í grænmetið og ég hörfa, alla leiðina aftur inn í grænmetisdeildina og læt mig dreyma um grænmetismann. Óje.. þetta datt mér nú svona í hug í þessari gúrkutíð.


AÐ LÆRA AÐ SITJA Á FÖTUNNI

1

Ég lærði mest og best að sitja á fötunni í Vinnuskólanum eða unglingavinnunni hér margt fyrir löngu.  Við fótum með rútu upp í Heiðmörk með nesti og unnum við að bera skarna á plöntur.  Réttara sagt áttum við stelpurnar að vinna við það en staðreynd málsins var sú að við fylltum fyrstu fötu morgunsins af skarna, bárum hana yfir næsta hól, í hvarf frá verkstjóra, settumst og reyktum, kjöftuðum og fífluðumst góða stund, náðum í aðra, hurfum á ný og svona gekk þetta hálft sumarið.  Hinn helminginn þóttumst við vera að snyrta Laugardalinn en hurfum þar líka reglulega yfir daginn.  Við vorum hysknir stafsmenn Reykjavíkurborgar, á skítalaunum og fengum vitnisburð í stíl við vinnuframlag.  En mikið rosalega var gaman.


mbl.is Arfaplokk og fræðsla í Vinnuskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.