Leita í fréttum mbl.is

MINNIR Á GAMLA TÍMA..

1

..en árið 1974 þegar ég bjó í Köben og vann á Amager en var enn búsett í austurhluta borgarinnar, var heillangt strætóverkfall og ég lét mig hafa það að ganga alla leið í vinnuna á meðan.  Rosalega hef ég verið létt og fim á fæti.  Seinna fluttist ég í þetta hornhús (miðhæðin) úti á Crhistianshavn, steinsnar frá djobbinu en það er önnur saga og verður sögð seinna.

Það lá nærri að ég fengið nostalgíukast með öflugum fráhvarfseinkennum þegar ég fann þessa mynd af gamla húsinu mínu á netinu.  "Those were the days" svo ekki sé nú meira sagt góðir hálsar.

Sendi öllum fótgangandi Kaupmannahafnarbúum baráttukveðjur í tilefni dagsins.

Síjúinalittulvæl!

 


mbl.is Strætisvagnaverkfall í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Verða ekki bara enn fleiri hjól á götunum núna? Hjólaðir þú annars ekki Jenný? Ég var alltaf á eldgömlu reiðhjóli þegar ég bjó í DK og hjólaði út um allt - algjör snilld og sakna þess mikið  -  ekki þorandi að hjóla hér í MAD, enda engir hjólastígar eins og í DK  

Ósk Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hvaða gluggar voru þínir?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 11:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég bjó um skeið í Roskilde og við hjónin leigðum okkur hjól.  Og það var hjólað hvert sem var.   Minn elskulegi hjólaði daglega til Kaupmannahafnar til að ná í Moggan og kaupa sér pylsu, en ég var að vinna við garðyrkju, svo það varð ekki af svo langri reisu hjá mér.  Þetta eru um það bil 30 km.  En allt á jafnsléttu auðvitað.  En ég hjólaði alltaf í vinnuna, og hún var víða um borgina.  Annars er Roskilde, Hróaskelda vinabær Ísafjarðar.  Og mjög merkilegur bær, með fallegu kirkjunni sinni, Frúarkirkjunni, þar sem allir kóngarnir og drottningarnar liggja, og þar eru prinsarnir og prinsessurnar giftar og örugglega skýrðar líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2007 kl. 11:40

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ósk á þeim tíma var ég svo mikill smáborgari að ég hefði ekki stígið á hjól þótt líf mitt hefði legið við.  Það var svo halló.

Miðhæð, svalaglugginn á miðhæð lá að minni íbúð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2007 kl. 11:41

5 identicon

Ég á Kaupmannahöfn nánast alla eftir í mínum framtíðarferðalagaplönum - Kom nokkrum sinnum á Kastrup í fluginu í gamla daga, svo millilenti ég þar einu sinni og gisti yfir nótt fyrir sirka 4 árum. Náði samt tveimur klukkutímum á Strikinu.

Fór einu sinni til Amy Engilberts með hóp af stelpum sem unnu með mér fyrir margt löngu, líklega kringum 89 eða 90, þetta var svona dilla sem við fengum, okkur mest til skemmtunar. Amy tók á móti hópnum og skoðaði svo kort hverrar fyrir sig. Hún sagði að ég væri flakkari (sem passar 100% miðað við það hvað ég hef búið á mörgum stöðum) og sagði svo að ef ég ákvæði að setjast að í útlöndum myndi mér líða best í Austurríki eða Danmörku. Ég hef alltaf geymt þetta bak við eyrað in case ... svo sagði hún mér að passa mig á sjónum og synda aldrei langt frá landi ef ég væri að synda í sjó - ég hef líka munað það og er hreint ekkert vel við sjóböð síðan. Amy er dálítið mögnuð kona þó að ég trúi mátulega á spádóma yfirleitt.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 12:49

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Híhí Anna, Amy er goðsögn.  Ég hef farið til Siggu Kling og það kom mér ýmislegt á óvart þar. Glúrin kerla en ég tek þessu mest sem skemmtan.  Þú verður að drífa þig til Köben kona en því miður hafa hæ. menn í stjórn skemmt töluvet af því hippiska andrúmslofti sem einkenndi borgina á þeim árum sem ég bjó þar.  Hef reyndar búið þar í tvígang.  Nú er hún Snorrabúð stekkur (ein sem trúir að heimur versnandi fari).

Vi ses i Köpenhamn allihopa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2007 kl. 12:53

7 identicon

Já, mikið assg.. væri skemmtilegt að fara með þér á kaffihús í Köben - hugmynd!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.