Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Mánudagur, 7. maí 2007
MEGUM VIÐ TREYSTA ÞVÍ VALGERÐUR?
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra sagði í fréttum útvarps, að fái Framsóknarflokkurinn í kosningunum, fylgi í samræmi við það sem skoðanakannanir hafa verið að sýna sé algjörlega ljóst að flokkurinn verði ekki í ríkisstjórn. Hún fullyrðir líka að þingflokkurinn sé sammála um þetta. Er á þetta trúandi Valgerður?
Nú benda kannanir til að Framsóknarflokkurinn stefni í sögulegan ósigur. Mér finnst það ekki skrýtið þeir eru algjör tímaskekkja í íslenskri pólitík og mikill fyrirgreiðsluflokkur. Ég tel ásamt fjölmörgum öðrum að tími sé kominn á hvíld hjá bændaflokknum.
Ég er samt ekki alveg tilbúin að trúa þeim þegar þeir halda þessu fram. Finnst valdalöngun þeirra skína í gegn og ætla að spyrja að leikslokum. Nú er að bíða þolinmóður og komast að því í fyllingu tímans hvort Framsóknarflokkurinn verði brátt minni eitt.
![]() |
Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 7. maí 2007
EIRÍKU TAPAR Í JÚRÓ..
..er ég viss um. Og ykkur sem finnst ég vera neikvæð, róleg á bensíninu. Það er mjög hentugt ef Eiki kemst ekki áfram í úrslitin. Hver vill vera að glápa á Júróvisjón á kjördag? Það er ekki lítið skemmtilegt að horfa á kosningasjónvarpið.
Ég veit við töpum frekar stórt. Tapeinkennin eru farin að sýna sig. Blaðamannafundurinn í gær var týpiskur fyrir okkur og Júró. Eiríkur var fyndinn og skemmtilegur og allir hlógu og allt var svo æðislegt. Ekki eins og við höfum ekki séð það áður. Í fyrra vissi hver kjaftur hver Silvía var og hvernig fór fyrir henni? Ég man ekki betur en að velflestir keppendur frá Íslandi hafi notið mikillar athygli sko fyrir keppni. Hm... Í morgun las ég í Mogganum frétt sem fjallaði um gífurlegar vinsældir Eiríks í Helsinki! Gott fólk það er "bad luck" að láta svona. Ég veit að við skíttöpum. Við ættum að gefa þetta núna á þessu stigi málsins og losna við óþarfa spennu. Við höfum alla þá spennu sem við þurfum á að halda hér heima og látum það vera nóg. Æi leiðinlegt að svona skuli fara samt (hehe).
Þar fyrir utan er þýska lagið flott og það sænska typiskt Júróvisjón og Svíþjóð alltaf verið smá duglegt við að vinna.
Síjúgæs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 7. maí 2007
DÓTTIR MÍN VERÐUR LOKUÐ INNI!
Hún Helga mín (frumburðurinn) er lögfræðingur og vinnur hjá Reykjavíkurborg. Hún verður læst inni á kjördag þar til búið er að telja. Hún er í hverfiskjörstjórn. Það er best að það komi fram að hún og ég erum ekki sammála um pólitík. Stúlkan hefur aldrei látið að stjórn og mér hefur aldrei tekist að leggja inn gott orð hjá henni varðandi hvaða flokk hún eigi að kjósa. Nú mér finnst það dálítið leiðinlegt að hafa ekki aðgang að henni á kjördag þannig að ég ætla að hitta hana á föstudaginn í staðinn.
Helgubarn! Hagaðu þér nú og ekki missa kjörkassana þannig að atkvæðin flæði um allt. Þú veist að þá verður þú að leggjast endilöng yfir þau þar til Granni lögga kemur og innsiglar. Ok?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 7. maí 2007
ÓBEISLAÐ GJAFMILIDI
Úje..Keppendur og skipuleggjendur Óbeislaðar fegurðar, sem er hinn frábæra fegurðarsamkeppni sem var haldin í Hnífsdal á dögunum, afhentu í gær fulltrúum Sólstafa ágóðann af keppninni 497 þús. kr.
Mér fannst þetta tiltæki með óbeisluðu alveg stórkostlega skemmtileg og vel til fundin gagnrýni á hinar hefðbundnu ímynd fegurðarsamkeppna. Þessi uppákoma þeirra fyrir vestan vakti gífurlega athygli út um víðan völl og nú er verið að gera heimildarmynd um atburðinn. Sú hugmynd að gefa afraksturinn til líknarmála er flott og ég er viss um að peningarnir koma sér vel.
Myndin hér að ofan er af bloggvinkonu minni henni Ásthildi Cesil (www.asthildurcesil.blog.is) en hún var ein af keppendunum og var kjörin Ungfrú Ára. Flott kjéddlan.
Enn og aftur til hamingju krakkar.
![]() |
Óbeisluð fegurð safnaði 497 þúsund til góðgerðarmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 7. maí 2007
MARKAÐSTORG HÉGÓMANS!
Sex af átta starfandi lýtalæknum á Íslandi framkvæmdu samtals 689 fegrunaraðgeðir á árinu 2006. Flestar aðgerðir voru gerðar á augnlokum eða 203, brjóstastækkanir voru 168, svuntuaðgerðir 95, fitusog 78 og andlitslyftingar 29.
Stundum eru fegrunaraðgerðir nauðsynlegar. Fólk lendir í alvarlegum slysum og ber varanleg lýti af og margir fæðast með útlitsgalla sem verður að laga. Ein og önnur aðgerð þar fyrir utan eru réttlætanlegar. En er fitusog lækning? Á hverju þá? En svuntuaðgerðir? Eiga þær eitthvað skylt við lækningar? (ég er að deyja úr spikfellingum á maga og verð lögð inn akút eftir fimm mínútur láttu aðstandendur vita og þú mátt eiga bækurnar mínar ef ég dey).
Ég á vinkonu sem er búin að fara í brjóstastækkun of fitusog. Ánægð? Nebb er á leiðinni í andlitslyftingu. Henni finnst svo óþægilegt að eldast!
Án gamans þá er eitthvað bogið við það að fólk geti streymt til lýtalækna með zero lýti en helling af megnri óánægju með sjálft sig. Óánægju sem oft er tilkomin vegna skilaboða alls staðar að úr umhverfinu. Konur t.d. eiga að vera eins og pípuhreinsarar í laginu, broshrukkur ber að fjarlægja, fellingar skulu skerast burt og neysluspikið er síðan sogið út af Dr. Bjútífúl sem kannski stendur fyrir víðtækum hópferðum kvenna til Íslnands frá Balkanlöndunum í brjóstaaðgerðir.
Lækningar minn rass!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 7. maí 2007
FÆRSLA DULKÓÐUÐ EITTHVAÐ!
Fjórar færslur hjá mér á þremur dögum hafa horfið út í cyperhítið. Þegar ég ætla að vista kemur eldrauður texti sem segir eitthvað um að færsla sé dulkóðuð og ekki sé hægt að afkóða hana og að ég eigi að hafa saband við Moggann. Stundum tekst mér að þræla mér framhjá þessu en fjórum sinnum sem sagt, hef ég misst bókmenntalega gullmola út í tómið. ARG! Færslur sem eru óbætanlegar (hehe) og ég ekki einu sinni tryggð! Það verður enginn Pulitzer í ár er ég hrædd um. En hvað um það ég hef verið að lesa á blogginu um að fullt af fólki hafi lent í þessu. Nú ætla ég að skrifa bloggmönnunum á Mogganum og inna þá eftir því hvað valdi. Það er EKKI gott að vakna og ætla sér að tjilla yfir eins og einni færslu og tapa henni síðan óforvandis út í himingeiminn.
ARG!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 7. maí 2007
HINN VAFASAMA GULLMOLA DAGSINS...
..hljóta Framsóknarmenn fyrir sínar afspyrnu lélegu og leiðinlegu sjónvarpsauglýsingar. Þessi rússneski stíll á formanninum á eintali er svo gamaldags og hallærislegur að þær gætu fengið fólk til að brosa ef maður væri ekki skelfingu lostinn af tilhugsuninni um að þeir þurrkist mögulega ekki algjörlega út í komandi kosningum. Sem virðist reyndar vera óþarfa hræðsla. Hver er annars ímyndafrömuður bændaflokksins? Vafasama gullmolann hljóta þeir líka fyrir undirbeltisauglýsingar sínar þar sem þeir veitast sérstaklega að VG. Afmyndaða myndin af Steingrími J. Sigfússyni minnir mig á myndirnar af gyðingunum sem áróðursmeistarar þúsundáraríkissins létu gera til að ýta undir andúð fólks á þeim. Sem betur fer beinist andúðin að þeim sem auglýsa innræti sitt með þessum hætti. Þar er að verki hinn dásamlegi búmmerang-effekt. Frammararnir fá þetta í hausinn strax aftur. Búmm-Pang. Það hlýtur að vera einhver málefnafátækt í gangi fyrst verið er að eyða helling af peningum í að níða skóinn af andstæðingnum. Það veit þó á gott að Framsókn hræðist greinilega VG meira en aðra flokka.
Annars eru þessar stöðugu sjónvarpsauglýsingar flokkanna alveg hundleiðinlegar. Allt er gott í hófi. Ég held þó ekki að fólk taki ákvörðun eftir að hafa séð auglýsingar. Ekki margir amk.
Gúddnætbeibís.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 6. maí 2007
DAUFLEGT SILFUR
Mikið rosalega varð ég fyrir miklum vonbrigðum með Silfrið í dag (og þá er ég ekki að tala um kynjakvótann). Nú þegar nokkrir dagar eru í kosningar þá bjóst ég við líflegum þætti og var að vona að það yrðu jafnvel kappræður milli frambjóðenda upp á gamla mátann. En ó ekkí. Viðtölin við Guðmund P. Ólafsson og Guðmund Ólfafsson voru fróðleg en ekki beint efni til að horfa á þegar kosningabaráttan er að ná hámarki, þrátt fyrir að bæði viðtölin sé hægt að skilgreina sem innlegg í kosningabaráttuna. Spjallið við Halldór, Hjörleif og Margréti var líka notalegt en algjör tímaskekkja. Vettvangur dagsins alltaf eins, fólk kallandi hvert upp í annað og ekkert kemur út úr viðræðunum. Kannski á maður ekki að vera með væntingar en ég ætla rétt að vona að vikan framundan verði meira upplýsandi svona á síðustu metrunum áður en við göngum til kosninga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 6. maí 2007
TUNICK FLOTTUR!
Talið er að um 20 þúsund manns hafi farið úr öllum fötunum fyrir Spencer Tunick á Zocalotorgi í miðborg Mexíkóborgar í dag. Tunick hefur öðlast frægð fyrir að ljósmynda nakið fólk í borgarlandslagi. Ég er alveg heilluð af myndunum hans. Myndin sem fylgir færslunni er ein af hans eldri. Þegar viðtengd frétt er opnuð má sjá mannfjöldan frá því í dag.´
Njótið og verið stillt börnin góð!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Á MEÐAN BÖRNIN SOFA
Ég bloggaði í fyrradag um telpuna sem rænt var úti í Portugal á meðan foreldrarnir fóru út að borða rétt hjá hótelinu. Stúlkan þriggja ára var sofandi heima ásamt tveggja ára tvíburasystkinum. Mér fannst og finnst ábyrgðin vera foreldranna og fannst með ólíkindum að þau skildu börn sín eftir svona lítil þrátt fyrir að þau hafi farið til að tékka á þeim á ca. 20 mínútna fresti. Ég fékk nokkuð mörg komment þar sem fólk var ekki par hrifið að þeirri skoðun minni að finnast ekki í lagi að bregða sér aðeins frá.
Ég ætla ekki að skrifa meira um þetta tiltekna mál. Vona bara að telpan finnist og komist heil og höldnu aftur til foreldra sinna og systkina.
En aftur að því að vera með börn. Þegar smábörn eiga í hlut þá skilur maður þau ekki eftir eftirlitslaus, hvorki vakandi né sofandi. Það tekur sekúndubrot fyrir lítið barn að fara sér að voða. Ég tala nú ekki um ef barn vaknar og enginn er til að sinna því, hversu mikið áfall það hlýtur að vera fyrir litla manneskju. Ef fólk ætlar að eiga börn þá verður það að forgangsraða með þarfir barnsins að leiðarljósi.
Getur verið að fólk í dag bregði sér frá á meðan börnin sofa t.d. niður í þvottahús, út í sjoppu eða í næstu íbúð? Mér er spurn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987753
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr