Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

ÁFANGASIGUR

aq

Bestu fréttir sem ég hef séð lengi! Nú ætlar danska lögreglan að koma í veg fyrir kynlífsferðir barnaníðinga til fátækari landa.  Hvernig má lesa í frétt.

Það snýr við í mér maganum misnotkunin á börnum yfirleitt en þessar ferðir pedófíla til fátækra landa eru ógeðslegasta myndbirting ofbeldis á börnum og er þá af nógu að taka.

Sumir sem telja sig til frelsiselskandi menn gætu kannski séð úr þessum aðgerðum dönsku lögreglunnar einhverja skerðingu á frelsi en það verður bara að hafa það.  Ég vil að unnið sé að útrýmingu barnakláms og mansals með öllum tiltækum ráðum.  Það má kosta það sem kosta vill.

 


mbl.is Herferð gegn kynlífsferðum barnaníðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLIR Í EUROVISION

zx

Ég tek fram enn einu sinni að mér er slétt sama um Eurovision svona yfirleitt.  Ég hef aldrei skilið hvers vegna Ísraelar eru með í keppninni, Ísrael er ekki í Evrópu.  Ég er ekki sterk í landafræði en tel mig þó vita það.  Ég myndi gjarnan vilja fá svar við því.  Einhver?

Nú syngja þeir um að "ýta á takkann" .  Hm.. ísraelsher er að standa sig vel í áróðursstríðinu.  Það er alveg tilvalið að nota fjölskylduskemmtun sem vettfang til að fjalla um kjarnorkudeilur og svoleiðis!  Nema hvað. 

Ég vil fá Palestínu í keppnina.  Gæta jafnvægis.  Þeir geta sungið um sitthvað t.d. deilt með okkur reynslu sinni af nöturlegum raunveruleika sínum í skugga herraþjóðarinnar Ísrael.

Er ekki hægt að halda pólitískum áróðri frá þessari keppni? Er Ísrael í Evrópu? Ég tek þá áhættu að vera að ljóstra upp um fákunnáttu mína, en það verður að hafa það.


mbl.is Eurovision-lag Ísraela fær að taka þátt í keppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEIMILISOFBELDI OG MORÐ

b

Enn eitt ofbeldismorðið og nú á Englandi.  Maðurinn barði konu og þrjú ung börn sín til dauða.  Hann iðrast ekki að hafa myrt konu sína, hafði komist að því að hún hélt fram hjá.  Réttlætingar..réttlætingar.  Því fyrr sem hulunni er svipt af kynbundnu ofbeldi því betra.  Allar konur sem búa við andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi eiga að geta leitað sér aðstoðar án þess að þurfa að mæta fordómum frá samfélaginu.

Ég veit að viðhorfið í þjóðfélaginu hefur lagst töluvert á undanförnum árum en enn vantar mikið upp á.  Leyndin, skömmin og óttinn ræður enn ríkjum og þolendur ofbeldisins reyna að fela ummerkin. Ég hef séð barn á fjórða ári reyna að fela marblettina sína. 

Vildi bara benda á þessa frétt til að minna okkur á.

 


mbl.is Dæmdur í ferfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða konu sína og börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG SKÝIN HRANNAST UPP

rt

Æskuvinkona mín Ragnheiður er dáin.  Hún dó á föstudag en ég fékk að vita það í dag.  Rosalega er vont þegar einhver hverfur svona sem hefur fylgt manni meira og minna frá því í bernsku. Það var töluverður tími síðan við töluðum saman og hún hafði verið veik. Þetta var engu að síður sviplegt fráfall.  Úff..vont.

Ég hefði viljað segja henni svo margt, nýta tímann betur, vera betri vinkona en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á.  Það er svo merkilegt með okkur manneskjurnar hvað dauðinn er alltaf fjarlægur nema þegar hann heggur skarð í fjölskyldu- og vinahópinn.

Í dag hef ég verið þung, þetta er svo óvænt, ég átta mig ekki alveg á þessu ennþá.  Það er smá léttir að setja þetta niður á blað, aðeins að blása.

Það er þó fjölskyldan hennar vinkonu minnar sem á um sárt að binda.

Ég sendi þessari æskuvinkonu sem aldrei hvarf úr lífi mínu, þakklæti mitt í huganum og bið almættið að vernda hana og hennar fólk.Heart


Í ÞERAPAUTISKUM TILGANGI!

xd

Kveikjum í kjólunum stelpur!!!

 Alveg er þessi heimur stórkostlegur.  Nú hvetja þrjár fráskildar konur aðrar í sömu stöðu til að kveikja í brúðarkjólunum sínum til að losna við innbyrgða reiði.  Ýmislegt hefur verið gert í þerapautiskum tilgangi en þetta toppar allt. 

Ætli George Clooney og Bran Ferry hafi verið andstyggilegir eiginmenn?  Kona spyr sig.


mbl.is Hvetja fráskildar konur til að kveikja í brúðarkjólum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BLOGGEDDÍBLOGG

Ég ætla bara að endurtaka, auðmjúklegast, bón mína um að þið sem eigið leið hjá og eruð ekki að kommentera, aukið gleði mína og kvittið í gestabókina.  Ég er ótrúlega forvitin og þætti gaman að sjá hverjir eru að kíkja.  Bara ef þið nennið sko!


BLOGG FYRIR DÓMI OMG

uy

Var að lesa á blogginu að bloggfærslur yrðu notaðar fyrir dómi!  Það hlýtur að vera í fyrsta sinn í sögunni.  Ég hef allavega aldrei heyrt um það áður.

Það er eins gott að maður fara að gæta sín á hvað maður skrifar.  Þokkalegt ef færslurnar yrðu í framtíðinni reknar upp í nefið á konu þegar hún yrði etv. í vondum málum.

Ég læt mér detta í hug eftirfarandi atburð.  Ég leggst í víðtækt fyllerí, skandalisera gróflega sem ég náttúrlega reikna alls ekki með að gera (7-9-13)

Ég er mætt fyrir dómi og þarf að svara til saka

Löffi: Ertu alkahólisti?

Ég: (ekki svakalega æst í að láta skrá mig sem fyllibyttu í íslenska réttarsögu einkumogsérílagi þar sem dóttir mín, systir og systurdóttir eru löffar) Nei

Löffi: Hefur þú aldrei tjáð fólki að þú sért alki, edrú eða virkur?

Ég. (að færast í aukana) Nei þetta eru sko kjaftasögur hm...

Löffi (sigrihrósandi, rífur upp bloggfærstur og hendir á lofti eins og böðull öxi) Ég er nú hér með bloggfærslur, að vísu svolítið gamlar þar sem þú skrifar mikið um þinn alkahólisma og í athugasemdum með færslunum tjá vinir sínir þig um að þú standir þig vel sem óvirkur alki, kannast þú ekki við það?

Ég: (skíthrædd og lýg eins og sprúttsali) Sko ég var að reyna að auka heimsóknartíðni á síðuna mína, tragedíur eru vinslælt lesefni

Löffi: Þú ert sem sagt ekki alkahólisti?  Er þér batnað?

Ég: (alltaf svag fyrir áktoríteti) Jább (segi aldrei já þegar ég lýg) ég fór sko á trúarsamkomu og það gerðist sko..hm kraftaverk og ég læknaðist

Löffi:(orðinn fremur pissed) Ert þú þá eina tilfellið í heiminum sem fengið hefur varanlegan bata við alkóhólisma ?

Ég: (stórhneyksluð)Nejjjjj  það er einn í Finnlandi líka

Löffi: Þú laugst sem sé á MOGGA-blogginu?

Ég (skömmustuleg, búin afneita blogginu amk tvisvar) jább

Löffi:  Þitt Lokasvar???

Ég: (sjitt komin í víðtækt fár) Jább

Dómur er fallinn í Héraðsdómi Reykjavíkur.  Jenny Anna Baldursdóttir dæmd í þriggja mánaða fangelsi fyrir óspektir á almannafæri. Dómur skilorðsbundin.  Ennfremur er JAB dæmd í fimm ára fangelsi fyrir að ljúga á blogginu og er sá dómur óskilorðsbundinn.

Það er eins gott að stíga varlega til jarðar í bloggheimum.  Færslurnar gætu einn daginn orðið afdrifarík gögn í hinum ýmsu málum.

Bara velta fyrir mér sísonna


LÍTILL BORAT

jjj

Varð að skella inn nýjustu myndinni af elsta barnabarninu mínu honum Jökli.  Þessi var tekin á s.l. öskudag og barnið er í gervi Borats, sem Jökull dáir takmarkalaust.

Drengurinn undibjó hlutverkið af mikilli natni.   Þessi "forláta" jakkaföt fékk hann hjá Hernum og greiddi fyrir þau litlar 600 krónur.  Piltur neitar að skerða hár sitt og stefnir nú hraðbyri inn í glegjuskeiðið.

Þið megið ýta við mér krakkar þegar hann meikar það í leikarastétt en þangað stefnir hann fullum fetum.

Meira á eftir, bara rétt að byrjaHeart


NÆTURHUGLEIÐING

Hér sit ég og ....drolla.  Á að vera farin að sofa samkvæmt stundarskrá en fæ mig ekki í rúmið.  Ég lofaði sjálfri mér í dag að koma almennilegri reglu á mig en enn sem komið er sit ég hér með einbeittan brotavilja.  Merkilegt hvað kona getur verið vond við sjálfa sig.  Eins og hún á það líka til að vera almennileg.  Er að velta því fyrir mér hvernig standi á að maður endurtekur neikvæða hegðun þrátt fyrir vitneskjuna um að það komi aftanað manni nánast med det samme!

Var að ráfa um bloggheima og lesa hitt og þetta í rólegheitunum.  Það er ótrúlega fjölbreytt efni að finna á blogginu.  Fínn fjölmiðill. Það er mikið talað um drapplitaða hárið á Eika dúndri á hinum ýmsu bloggum.  Það virðist standa upp úr eftir sýningu myndbandsins.  Er maðurinn enn rauðhærður? Spurning dagsins.  Annars finnst mér Eiríkur eins og hormónabolti sem hefur verið kveikt í þarna í myndbandinu.  Hann er löðrandi í þokka (hm kyn hvað?)

Það er alls staðar verið að diskútera feminisma.  Rosalega finnst mér það skemmtilegt.  Það sem er hins vegar ekki jafn skemmtilegt er heiftin og planið sem þessar umræður fara gjarnan á.  Á ekki að fara að brúa gjána? Ég bara spyr.

Ég les flesta bloggvini mína.  Fylgist náið með skrifum þeirra, hvenær kemur nýr pistill og hendist svo inn og les.

Eh er bara að ryðja úr mér áður en ég halla mér og hverf inn í tómið.  Ég held að ég geri það núna.

Góða nóttHeart


FLOTT FRAMTAK HJÁ MK

Ansi flott hjá MK að vera með jafnréttisviku.  Þetta mættu feiri taka til fyrirmyndar.

Til hamingju......Smile


mbl.is Athygli vakin á jafnréttismálum í MK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.