Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Laugardagur, 31. mars 2007
GÖMUL, ELDRI, "GÖMLUST ALLRA"
Ég er gömul, ekki alveg svona gömul eins og kerlukrúttið á myndinni hérna, en stefni hraðbyri í það. Í nútímanum, með alla sína æskudýrkun fær kona eins og ég stundum skelfingarkast yfir aldri sínum. Kona svitnar köldum svita (ekki breytingaraldur), hún titrar smá af örvæntingu yfir árunum sem hlaðast á hana með hraða ljóssins og reynir að róa sig með öllum klisjunum sem til eru um það jákvæða við að verða gamall.
Það er merkilegur fjári hvað margir eru á "mínum aldri". Ég upplifi það oftar en ekki, þegar ég á samleið með fólki að það sé á mínum aldri. Oft eru þá viðkomandi yngri en ég, stundum mun eldri. Er ég tímaskekkja? Er ég svona upptekin af því að smellpassa allstaðar og hjá öllum? Nebb, það er ég ekki. Þrátt fyrir góðan vilja og þó nokkra meðvitund um æskudýrkunina í þjóðfélaginu þá slær hún mig samt reglulega í höfuðið. Samt er eins og aldur fólks, þe í samskiptum, skipti minna og minni máli. Þegar ég var krakki voru bara til fjórir flokkar í aldurslegu tilliti. Barn, ung manneskja, karlar og kerlingar og svo gamalmenni (Grund næsta). Nú er þetta mun öflugra og framþróaðra flokkunarkerfi enda lífskylyrði mun betri en áður svo oft er nánast ómögulegt að reikna út aldur fólks. Guði sé lof og dýrð!!
En klisjurnar sem hugga mig og eru í raun sannar koma hér:
Vertu ung í hugsun og aldurinn hættir að skipta þig máli.
Viðhaltu jákvæðum hugsunarhætti.
Þú ert eins ung og þér líður.
Aldur mælist ekki í árum heldur líðan.
Hm... það er best að taka fram að ég tók heilsufarslegt aldurspróf þegar ég kom úr meðferð með mína ádrukknu sykursýki og sjá.... ég var 75 ára öldungur vegna ofbeldis á sjálfri mér.
Tók aftur viðkomandi próf í síðustu viku og ég er 45 ára unglamb til heilsunnar!
Núna getur þetta BARA batnað. Bíðið róleg þið fáið 25 ára "ungling" í kaffi með haustinu kæru vinir og vandamenn. Jíbbí AGÚÚ!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 31. mars 2007
MEÐ ÁLIÐ Á BÁLIÐ
Úps ég tárast yfir þessari fögru loftmynd af Álverinu í Straumsvík eða þannig. Rosalega er þetta forljótt, bévítans fyrirkomulag. En kosningar Hafnfirðinga í dag eru ekki fegurðarsamkeppni í náttúruslysum heldur beinhörð kosning um framtíð okkar allra. Ég er ein af þeim sem finnst að allir landsmenn ættu að fá að kjósa um hvort þetta skrímsli fái að vaxa eður ei, umhverfismál eru ekki einkamál eins byggðarfélags eða lands ef út í það er farið. Andrúmsloftir er okkar allra.
Nú er bara að vona að Hafnfirðingjar kjósi á móti stækkun. Mér var sagt að bærinn væri beinlínis logandi vegna kosninganna. Það er þó til marks um virkt íbúalýðræði sem er gott mál. Sagt hefur verið að fylkingarnar séu hnífjafnar. Þá er bara að bíða úrslita. Þetta er BARA spennandi.
Úrslit í Hafnarfirði gætu legið fyrir kl. 21 til 22 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 30. mars 2007
VÆNDISKAUP EIGA AÐ VERA REFSIVERÐ
Nú jæja þá er sá grunur minn, um að flestir telji vændiskaup eiga að vera resiverð, staðfestur. Þetta kemur í ljós í nýrri könnum Capacent Gallup. Samkvæt þeirri könnun eru um 70% hlynntir því að kaup á vændi verði refsivert.
Ég held að þessi lögleiðing á vændi þe á vændiskaupum hafi verið skelfileg mistök og að það eigi eftir að hafa afleiðingar. Smám saman mun það sýna sig að þeir sem hafa hag af að nýta sér þessi lög munu gera það óspart. Nógu erfitt hefur verið með gömlu lögunum að góma þorskana, þe þá sem hafa hag af því að selja líkama kvenna.
Vinstri grænir hafa skrifað undir lögin með fyrirvara og talað um að þeta mál þurfi að taka upp í haust. Ég reikna ekki með neinu öðru en að þeir standi við það loforð sitt.
Mikill meirihluti vill að kaup á vændi verði refsiverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 30. mars 2007
GULLMOLA DAGSINS HLÝTUR....
..bloggarinn nafnlausi með gífuryrðin og andúð sína á feminisma en hann skrifar undir http://fraedingur.blog.is
Í dag skrifar hann um hatur sitt á feminisma. Svo yndislegt að lesa svona texta, þar sem fólk viðrar skoðanir sínar á konum og málefnum og vísar í lélegar heimildir máli sínu til stuðnings.
Bendi fólki á að kynna sér þessi skrif sem eru hinum nafnlausa manni til mikils sóma, eða hitt þó heldur. Það eru ekkert nema bölvaðir hugleysingjar sem í skjóli nafnleyndar skrifa með þessum hætti. Moggamenn ættu að stoppa af svona skrif í ljósi þess að höfundurinn neitar að taka ábyrgð á þeim sjálfur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Föstudagur, 30. mars 2007
FOKIÐ Í FLEST SKJÓL VEGNA BLOGGS
Nú þýðir víst lítið að hendar sér í dragtina, fara í háhælurnar, með augnhárin dinglandi og CV-ið upp á vasann í atvinnuviðtal. Nú er það skjalfest, múr- og naglfast hvurslags skítakarakter maður er á blogginu manns. Nú er nóg fyrir atvinnurekendur sem ætla að ráða fólk að fara í bloggið og kynnast hinni duldu hlið á þeim sem sækja um vinnu.
Það sem gæti blasað við mögulegum atvinnurekanda í mínu tilfelli, færi hann á hundavaði yfir bloggið væri eftirfarandi:
Konan er fyllibytta að upplagi þó hún eigi að heita allsgáð akkúrat núna (big NO í kladdann og hér myndi ríflega helmingur skutla umsókninni í ruslakörfuna)
Þessi kjéddling er á móti her, á móti álverum, á móti klámi, á móti þeim sem eru á móti (hér færi nítíu og níuprósent umsókna minna í körfuna)
Hjá SÁÁ vantar kannski í eina stöðu þar sem ég kæmist í viðtal og yrði mögulega ráðin. Þeas ef ég væri ekki dottin í það vegna slælegs gengis á ÖLLUM hinum stöðunum.
Sjitt verð að passa mig verulega á hvernig ég blogga. Skv. viðhangandi frétt hefur fjórðungur atvinnurekanda hafnað amk. eini umsókn vegna bloggs viðkomandi. Þetta er að gerast hérna handan við hornið, þe í Bretlandi. OMG
Bloggið gæti spillt fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 30. mars 2007
GO AWAY YOU ARE NOT WELCOME IN ICELAND!
Rosaleg hernaðarhyggja er þetta í honum Birni Bjarnasyni. Hann er algjörlega fixeraður á að hafa her. Taumlaus ofurtrú á hið "vopnaða vald". Hinn karlmannlega styrkleika.
Bandaríkin gáfu skít í okkur og fóru enda forspátt fólk löngu búið að sjá að þeir voru hérna algjörlega fyrir sig en ekki okkur. Viðskilnaðurinn lýsti hugarfari setuliðsins til Íslendinga, þeir skildu allt eftir í drasli.
Nú ætlar Björn að koma á fót 240 manna varaliði lögreglu svona ef öryggi ríkisins er ógnað. Ég skelf úr hræðslu fyrir hönd væntanlegra innrásaraðila. Hvað ætlar svo hið 240 manna lið að gera ef útlendur her ræðst hér til inngöngu? Vaða út í sjóinn niðri við Slipp og reka fingurinn ógnandi framan í óvininn og segja svo allir í kór, dimmum ógnandi rómi: "Go away your not welcome in Iceland"!
Tillögur um 240 manna launað varalið lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
MEÐ LJÓS Í LILLE VENN
Lampar í byssulíki og nýstárleg kynlífshjálpartæki eru meðal verka á franskri hönnunarsýningu eftir nokkra af fremstu hönnuðum Frakka.
Í fréttinni er talað um "kynlífs- og klámmenningu"! Getur verið menning í klámi? Hvernig ætli hún birti sig? Ég er orðlaus, veit ekkert í höfuðið á mér. Ef einhver sem dettur hér inn á síðuna mína og getur útskýrt fyrir mér hvað klámmennig þýðir, yrði ég afar þakklát.
Kannski eru það lampar með klámívafi á sýningunni eða hjálpartækis "lillevenner" með ljósi í. Æi ég veit það ekki, kannski bara hvorutveggja.
Byssulampar og kynlífshjálpartæki á hönnunarsýningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
MAYSAN FÓR ÁÐUR EN HÚN KOM!
Á leið í næturgistingu hjá Granny-J Mays og Oliver sem er á flótta
Fyrir vini, kunningja og aðra áhugasama skelli ég hér með nokkrum myndum frá s.l. helgi þegar Maysan mín og Oliver voru í opinberri heimsókn hér á landi. Oliver er hér enn og nú er pabbi hans kominn. Maysan hefur alltaf verið eins og fló á skinni út um allt, gert margt í einu en núna toppaði hún sjálfa sig. Hún kom á fimmtudegi og var farin í bítið á mánudegi og henni tókst að hitta mömmu sína oftar en einu sinni, hitta þessar 1003 vinkonur sínar (ekki allar í einu), gista með Oliver hjá Söru systur sinni, hitta Helgu elstu systir og gera fimmhundruð og fjörtíu hluti áður en hún fór. Það má segja að í þetta skipti hafi hún verið farin áður en hún kom. Ég áttaði mig amk. ekki á því að hún hafi verið hér fyrr en eftir að hún var lögð á stað heim. En ein vinkonan giftir sig í maí og þá kemur stormsveipurinn aftur. Ég hlakka tryllingslega til
P.s. Takk amma-Brynja fyrir að vera með myndavélina á lofti.
Maysa og Andrea bestuvinkonur ..ég hugsa, þess vegna er ég
Oliver og amma-Brynja í Vegamótafíling Mays og vinkonurnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
FÓBÍURNAR MÍNAR
Ég fékk martröð í nótt. Jössess. Varð fyrir árás frá köngulóarplanetunni. Ég vankaði slegin köldum svita og ætlaði aldrei að ná mér. Martröðin var svo raunveruleg að ég skalf og nötraði. Það er ekki eðlilegt hvað ég get verið hryllilega og sjúklega hrædd við skordýr og aðstæður sem ég sjaldan eða aldrei þarf að standa frammi fyrir.
Fóbía er skilgreind sem ofsahræðsla við hluti eða aðstæður. Mínar fóbíur eru eftirtaldar (hm.. þær eriðustu sko):
Köngulær, því stærri því meira arg og garg, tryllingur og fyrirkomulag. Ef ég hef haft kjark til að kála þeim þá tryllist ég úr hræðslu við tilhugsunina um að þær gangi aftur og hefni sín (hm martröðin í nótt, rosalega hafa þessar tvær sem ég hef drepið stækkað og fjölgað sér).
Rottur og mýs, fékk einu sinni rottu í skúringafötuna þegar ég bjó á Laugaveginum. Er ekki búin að jafna mig enn.
Lofthræðsla, ef ég er hærra uppi en sem nemur þremur hæðum þá loka ég gluggum og ekki nokkur sála má koma nálægt þeim. Fólk gæti í "stundarbrjálæði" hent sér út, þám ég.
Innilokunarkennd, er ákveðin í að láta brenna mig þegar ég er ei meir, af hræðslu við að ég verði kviksett (hvenær ætli geðdeildin komi og nái í mig?)
Ég er með fleiri, lítilfjörlegar fóbíur en ætla ekki að fara að telja þær upp hér. Fólk spyr mig gjarnan að því hvers vegna ég taki ekki á þessu og ég yppi öxlum og verð "alltaf í boltanum". En án gamans þá hefur þessi árátta mín sett töluvert strik í reikninginn. Það eru ákveðnir hlutir sem ég forðast. Ég fer ekki á "köngulóarklósett" en þau eru gjarnan í gömlum húsum þar sem hátt er til lofts og leiðslur liggja hátt uppi, þar gætu verið heilu köngulóarráðstefnurnar. Ég færi aldrei í Frelsisstyttuna sem næmi hærra en kjólfaldi á þeirri eðlu styttu. Ég gæti aldrei orðið pípulagningarmaður eða meindýraeyðir. Ég get hvorki né vil drepið flugu hvað þá eitthvað stærra. Sjá má að þetta er svakalegt ástand. Mig hefur alltaf dreymt um að þvælast upp í styttur, eiga afgömul klósett og vinna við meindýradráp. Rosalegt ves.
Kjarni málsins er að fóbíurnar mínar gefa mér heilmikið öryggi. Ég geng að þeim sem vísum. Fyrir utan eina martröð af og til þá trufla þær mig ekki og ég ætla að halda í þær, hlú að þeim og láta þeim líða vel. Ég er fóbíuperri og er ánægð með það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
ER ÁTTUN Í GANGI?
Gæsluvarðhaldi yfir manninum sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á Hótel Sögu nýlega, var í dag framlengt til 9. maí. Þetta var gert með tilliti til almannahagsmuna vegna alvarleika brotsins.
Það er gott ef lögregluyfirvöld eru farin að hegða sér í samræmi við alvarleika meintra brota. Oft hefur mér fundist að nóg væri að neita við skýrslutöku til að geta farið heim. Nú eru hlutirnir kannski að breytast. Ég fagna því.
Gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara framlengt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr