Leita í fréttum mbl.is

MAYSAN FÓR ÁÐUR EN HÚN KOM!

7082

Á leið í næturgistingu hjá Granny-J     Mays og Oliver sem er á flótta

Fyrir vini, kunningja og aðra áhugasama skelli ég hér með nokkrum myndum frá s.l. helgi þegar Maysan mín og Oliver voru í opinberri heimsókn hér á landi.  Oliver er hér enn og nú er pabbi hans kominn.  Maysan hefur alltaf verið eins og fló á skinni út um allt, gert margt í einu en núna toppaði hún sjálfa sig.  Hún kom á fimmtudegi og var farin í bítið á mánudegi og henni tókst að hitta mömmu sína oftar en einu sinni, hitta þessar 1003 vinkonur sínar (ekki allar í einu), gista með Oliver hjá Söru systur sinni, hitta Helgu elstu systir og gera fimmhundruð og fjörtíu hluti áður en hún fór. Það má segja að í þetta skipti hafi hún verið farin áður en hún kom.  Ég áttaði mig amk. ekki á því að hún hafi verið hér fyrr en eftir að hún var lögð á stað heim.  En ein vinkonan giftir sig í maí og þá kemur stormsveipurinn aftur.  Ég hlakka tryllingslega tilHeart

P.s. Takk amma-Brynja fyrir að vera með myndavélina á lofti.

9498

Maysa og Andrea bestuvinkonur        ..ég hugsa, þess vegna er ég

7340

Oliver og amma-Brynja í Vegamótafíling      Mays og vinkonurnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Systrakvikindið er ölvað á öllum myndunum ! Til þess að því sé einnig haldið til haga þá náði hún ekki að hitta stórusystur sína, en það helgaðist af því að ég var í skítaveðri úti á landi alla helgina. Það kom ekki í veg fyrir að litli grindjáninn hringdi ítrekað og hvatti mig að koma í bæinn þar sem "hún hafði ekkert að gera". Krakkinn er ofvirkur. 

Frumburðurinn (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 13:57

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ligg í gólfi frumburður.  Hún er ofvirk hún Maysa og heldurðu að hún sé íðí konstant? Hehe.  Ég hélt að þið hefðuð hist á sunnudaginn. Sjitt. Jæja Sóley giftir sig í byrjun maí þá kemur sú ofvirka aftur. Love from mommy dearest.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg börn þarna Jenný mín af öllu stærðum og gerðum.  Rík ertu stelpa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband