Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Ráðherra á flippi

Ég veit ekki með ykkur, en mikið rosalega fannst mér Össur Skarphéðinsson vera lítið sannfærandi í Silfri Egils í gær.

Mér fannst eins hann eins og maður sem hefur látið plata sig til að kaupa tunglið og bíði bara eftir að fá það afhent á hverri stundu,  heim að dyrum.

Ég myndi alveg kjósa að fólk í landstjórninni væri jarðbundið og ábyrgt í tali og ákvörðunum.

Mér finnst að það geti aðrir en Össur verið í að boða fagnaðarerindi.

Ég ætla ekki einu sinni að segja að þetta hafi litið út eins og manískt ástand hjá ráðherranum, ónei.

Ég er kurteis, svona oftast.

En kommon.

Ekki að gera sig, alls ekki að gera sig.

Ónei.


13 mánaða snúra - ójá

95

Nú er það snúruafmæli einn ganginn enn.  Næst síðasta snúra ársins.  Það er ekkert öðruvísi.  Fyrir þrettán mánuðum síðan fór ég á Vog og eftir að af mér rann hefur bara verið gaman að lifa.

Ekki misskilja mig, ég er ekki að halda því fram að ég hafi lifað við lúðrablástur og endorfínrús upp á dag, alls ekki.  Sumir dagar eru minna betri en aðrir, en ég get tekist á við þá og skakklappast yfir hindranirnar, sem er byltingarkennd breyting, frá því fyrir meðferð.

Eftir því sem allsgáði tíminn minn lengist finnst mér ég styrkjast örlítið á hverjum degi, það er mér nóg, einn dag í senn.´

Annars er ég að snúrast þetta þegar ég á að vera farin að sofa í hausinn á mér.  Ég er að deyja úr hungri því ég hef verið á fljótandi fæði í allan dag, út af rannsókn sem ég fer í á morgun.  Ég lifi alveg af sko, að geta ekki borðað fyrr en eftir hádegi á morgun, en mig langar svo til að vera með smá fórnarlambstakta að kvöldi dags.

Nú ætlar þessi óvirki alki, sem er ekki einu sinni líftryggingarhæfur (búhú, vorkenna, vorkenna) að silast í rúmið og velta sér þar upp úr miklum hörmum sínum.

Sjáumst á morgun elskurnar.

Ég fer edrú að sofa á eftir.

En þið? (Hljóp í mig einhver Júdas þarna).

Nigthy,

Úje!


Nú þarf ég að biðjast afsökunar..

 

..og það ekki í fyrsta sinn og alveg örugglega ekki í það síðasta.  Er alltaf að hlaupa á mig. 

Nú þarf ég að biðja Eirík Jónsson og kollega hans í hinum svokölluðu "slúðurblöðum" innilegrar afsökunar.

Það rann nefnilega upp fyrir mér, þegar ég hlustaði á Sigmund Erni tala við Eirík áðan í þættinum "Mannamál",  þar sem þeir töluðu um dóminn sem "Séð og Heyrt" fékk vegna umfjöllunar um Þóru fyrrverandi, Atlanta, að hvorki Eiríki né öðrum kollegum hans er um að kenna hvernig komið er fyrir slúðrinu.

Í máli Eiríks kom fram sú staðreynd, að Séð og Heyrt er mest selda tímarit á Íslandi.

Í þættinum kom einnig fram sú staðreynd að slúðurfréttir eru þær mest lesnu á netmiðlunum (ég hefði nú getað sagt mér þetta sjálf, Moggabloggarinn sjálfur).

Að því sögðu er það auðvitað ljóst að kaupendur og lesendur slúðurfrétta halda miðlum eins og "Séð og Heyrt" gangandi. Enginn lestur, ekkert blað.  Auðveldasta hagfræði í heimi.

Svo getur maður haft skoðun á þeim sem hafa lifibrauð sitt af gleði og sorgum annarra, sem að mínu mati er oftast nær langt yfir það sem eðlilegt getur talist.  Það er bara allt annað mál.

Eiríkur er a.m.k. ekki  júrnalístískur bófi í mínum bókum lengur.  Hann hinsvegar græðir á eiginlegu bófunum.

Við erum hinir raunverulegu sökudólgar gott fólk.

P.s. Tek fram að ég les EKKI "Séð og Heyrt" nema að ég hafi setið á þriðja klukkutíma á biðstofu læknis og sé meira að segja búin að lesa Bændablaðið og fréttablað heymæðisamtakanna,  skiljið þið.

En þá les ég snepilfjandann, sem er þá nokkra ára gamalt rifrildi og löngu orðið "out of date".

Æmgonnasúðtepeiper.

María Greta, miðbarnið mitt og slúðurblaðadrottning, skammastín elskan mín.InLove

Újá


Svo krúttlegt eitthvað

Ég var einu sinni í barnastúku sem hét Jólagjöf (ekki að það hafi hjálpað, ónei, fruuuuuuuusss).

Það er til göngufélag sem heitir Ferill (Erill hvað?)

Frændi minn vann í sláturhúsinu Hraðar hendur, og..

Björgunarsveitin Þorbjörn er 60 ára um þessar mundir.

Ætli það sé til Dekkjaverkstæði Ingibjargar?

Uppástungur?

Ójá.

 


mbl.is Björgunarsveitin Þorbjörn 60 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann meig þar sem hann stóð

 

Erill, ofdrykkjumaður og asnakjálki, meig tólf sinnum þar sem hann stóð, sl. nótt. Það held ég að minnsta kosti, því 12 "háttsemisbrot" voru framin á höfuðborgarsvæðinu.  Erill var þar á ferð og hafði drukkið ótæpilega, ásamt því að vera á þvagræsilyfjum.  Ég vona að háttsemisbrot, þessa dagana, feli ekki í sér að gefa löggunni fokkmerki, því þá munu þeir hafa ærið að gera nú þegar stefnir í jólagleði, hvern dag, næstu tvo mánuði.

Annars eru þessar fréttir af Erli karlinum orðnar þreytandi, þó ég sé óþreytandi við að fylgjast með þeim og splattera á bloggið mitt.

Mér er hlýtt til fíflsins, vegna þess að ég el með mér þá von í brjósti að karlinn sjái að sér og leiti sér meðferðar og hætti að vaða uppi með leiðindi og háttsemislömun.  Jafnframt óska ég honum þess að hann nái sér í einhvern sem þykir vænt um hann þrátt fyrir að hann sé plebbi og nörd.  Í þessi ástandi er Erill og hans sálufélagar, gjörsamlega sneyddir kynþokka.  Ég er að velta fyrir mér hvort þeir viti af því.

Það er zero sexý að míga utan í byggingar, æla í bjórglasið, lemja dyraverði, berja lögreglumenn og konur.  Það er þess vegna sem Erill fer alltaf einn heim, þ.e.a.s. þegar hann fer ekki í steininn til að lúlla.

Erill þú ert einmana, ég veit það.  Hysjaðu upp um þig karlinn og stelpurnar munu hrannast upp í kringum þig, þ.e. eftir að þú hefur leiðrétt tískuslysið sjálfan þig, farið í exstrem makeover og gert aðrar nauðsynlegar leiðréttingar á þessu genaslysi sem ert þúDevil.

Með illyrmiskveðju frá Jenný frænku.

Úje.

 


mbl.is Mikil ölvun og slagsmál á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GMG - Ég blogga um fótbolta!

..Nú myndi ég hlægja væri ég ekki dauð sagði kerlingin og þannig líður mér.  Að ég skuli, með ráði og rænu, með fullt forræði yfir sjálfri mér og mínum veraldlegu eigum, blogga um fótbolta er merki um að ég sé að missa það.

Hún Anna á ekki eftir að ná upp í þetta.

Jæja, hér kemur þessi djúpvitra fótboltafærsla.

Alex Ferguson (já jafnvel ég veit hver sá hrokagikkur er) sagði að jafnteflið við Arsenal, sé tilkomið vegna þess að dómari leiksins hafi verið hliðhollur Arsenal og það væri kannski engin furða því skrílslæti stuðningsmanna Arsenal hlytu að hafa áhrif á dómarana.

Hm..

Þetta þýðir þá á mannamáli,

Að Alex Ferguson hefur..

..tröllatrú á áhrifamætti stuðningsmanna

..og zero trú á dómgreind og karakter dómara.

Svo bíð ég alltaf eftir þeirri stundu, þegar vinningsliðið kvartar yfir dómgæslu og segist hafa unnið á hæpnum forsendum.

Ætli það komi einhvertímann að því?

Annars rúla Bítlarnir og bærinn þeirra í leiðinni.

Blak hvað?

Úje

E


mbl.is Ferguson: Dómarinn var hlutdrægur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pjúra ósannindi!

Stundum á ég það til að láta ótrúlegustu hluti pirra mig, eða fá mig til að eyða hellings tíma í að hugsa um þá og velta fyrir mér, á alla enda og kanta.  Þá er ég að tala um "trivial" hluti, sem skipta engu máli.

Verst haldin verð ég þegar ég les svona standard yfirheyrslur á misfrægu fólki í blöðunum (oft um helgar)

T.d.

Uppáhaldmatur, uppáhaldsmánuður, besti skemmtistaðurinn og hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðieyju.  Ég veit þetta eru hundleiðinleg innslög í blöðum en alltaf skal ég lesa þetta og láta það ergja mig í það óendanlega.  Minnir mig á þegar ég varð að taka hvert einasta fíflapróf í tímaritum, eins og hvernig karakter ég væri, hvaða litur, kaffi, vín, ilmur og allt þetta dæmi, ég væri.  Þoldi þau ekki en tók þau samt.

Nú aftur að þessum glötuðu innslögum.  Alltaf, og já, ég held því blákalt fram, alltaf, þegar fólk er spurt að því hvar besti skemmtistaðurinn sé, eða hvað sé ljúfast í lífinu og hvar uppáhaldsstaður viðkomandi sé, þá svarar hver kjaftur því sama, með mismunandi áherslum.

Mér finnst best og skemmtilegast og ákjósanlegast og, og, og

að vera heima með fjölskyldunni minni.

Ég veit að þetta er lygi í stórum hluta tilvika.

Hvernig veit ég það?

Júbb, þessum spurningum rignir stöðugt yfir mann í nánast hvaða blaði sem maður les.

Ef allt þetta lið væri að segja satt þá væru skemmtistaðirnir tómir.

Og þið sem eruð alltaf tuðandi í athugasemdakerfinu mínu, sleppið því að þessu sinni.

Ég er skæðu skapi akkúrat þessa stundina.

Það er boxið sem minn heittelskaði er að horfa á núna.

Gerir mig svo PÍRÍPÚl

Úje


Laugardagslögin eru hættuleg heilsu minni!

Jesús minn, þvílík sjálfspynting það var í kvöld að hlusta á lögin þrjú í ofannefndum þætti.  Það eru fleiri að gera grín að okkur en Barði (og fá borgað fyrir það) og það með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.  Mikill rosalegur ruslahaugur var þetta.  Auðvitað eru mönnum mislagðar hendur við samningu á músík, en þetta toppaði allt sem ég hef séð lengi.  Ég vil taka fram að ég settist við sjónkann með opnum hug.  Aðeins of opnum því nú er ég með hausverk.

Jón Gnarr bjargaði þessu eins og svo kemur Diddú og hlýtur að  hæfileikajafna, annars súa ég lagahöfundunum, a.m.k. þeim fyrsta og síðasta. 

Er farin að ná mér í magnýl, þetta gengur ekki.

Ruslana hvað?

Úje


Í dag..

 

..hef ég böðlast áfram eins og bilaður valtari í maníu.  Mér hefur tekist að gera eftirfarandi:

Færa mig frá tölvustól í sófa, frá sófa í eldhússtól, úr eldhússtól í annan eldhússtól osfrv.

Jenný Una er hér en hún hefur verið mikið á ferðinni um húsið, á tveimur jafnfljótum.

Eitthvað fannst henni amma sín vera í latari laginu og hún tók háfa kókflösku sem stóð á borðinu og hellti úr henni "alleg óart" á gólfið.  Svo sagði sú stutta: Amma það er bleyta á gólfinu, þú verrur að þvo hann (gólfann sko).

Þegar ég var búin að því benti hún mér á að vindurinn væri kominn í trén og við yrðum að fylgjast með honum.  Hann er stundum smá reiður en bara "pínupínulítð".

Nú syngur hún hástöfum um "Pippi Långstrump" á meðan hún hoppar ofan á Einari þar sem hann liggur á sófanum.

Ræktin hvað.

Er farin að elda, öruggast að halda sig við efnið hérna.

Úje. 

P.s. Skelli hérna inn einni trommumynd af barninu til skemmtunar.


Grímulaus frekja og hroki!

Þegar ég sá fyrirsögnina á forsíðu Fréttablaðsins, nuddaði ég augun og trúði vart mínum eigin augum.  Þar stóð eftirfarandi:

"Heimurinn bíður ekki eftir rifrildi borgarfulltrúanna"

Sá sem þarna talar er Hannes nokkur Smárason, peningamaður og stjórnarformaður í GGE.

Mig langar að minna þennan hrokagikk á að "heiminum" er eins gott að bíða, á meðan lýðræðiskjörnir fulltrúar okkar, eigenda OR, skoða þetta mál ofan í kjölinn og HS væri hollt að muna að hann er að eiga viðskipti við fólkið í þessu landi.

"Heimurinn" sem HS kallar svo er þá væntanlega hann og aðrir peningamenn sem liggur á í "leikinn" eins og hann kallar útrásina.

Svo lætur hann að því liggja að farið verði í mál verðir 20 ára þjónustusamningurinn ekki efndur.

Þá fer hann í mál við Reykvíkinga og önnur þau bæjarfélög  sem eiga OR.

Ég vissi að menn eins og HS væru harðir peningamenn en mikið asskoti eru þeir fljótir að sýna tennurnar þegar þeir mæta hindrunum.  Eðlilegum hindrunum.

Arg og Úje.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband