Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Laugardagur, 3. nóvember 2007
Kannski er kominn tími til að ljúga..
..fyrir óvirka alka sem hyggjast kaupa sér líftryggingu, því svo virðist sem fordómar fortíðar séu alls ráðandi, varðandi sjúkdóminn alkóhólisma hjá tryggingarfélögunum.
Ég er ekki talsmaður þess að fólk fari í felur með að það hafi leitað sér lækninga við alkóhólisma, enda væri þá síðan mín ekki til, en mín edrúmennska var einn aðalhvatinn að því að ég fór að blogga, og ég er alveg sannfærð um að sú ákvörðun var rétt, þrátt fyrir að enn séu bullandi fordómar í gangi, gagnvart fíknisjúkdómum. Það voru vægast sagt, skiptar skoðanir um hvort það væri viturlegt að leggja þessar upplýsingar á borð fyrir alþjóð (þó þynnst hafi töluvert í kórnum, eftir því sem liðið hefur á) en fyrir mig er það grundvallarprinsipp að fara ekki í felur með sjálfa mig, nógu mikið læðupokaðist ég, á meðan ég var virkur alki. Eins gott að ég er ekki á leiðinni í lífatryggingarkaup. Ansi hrædd um að það væri búið að smella í lás, ÁÐUR en ég kæmist inn um aðaldyrnar.
Ari Matt hjá SÁÁ staðfestir þessa nöturlegu staðreynd í viðtengdri frétt. Annað hvort fá óvirkir alkar ekki tryggingu eða þurfa að greiða hærra líftryggingargjald en aðrir. "Ef þú ert alkóhólisti sem hefur farið í meðferð, þá borgarðu hærra gjald og átt erfiðara með að kaupa líftryggingu en alkóhólisti sem enn drekkur," segir Ari. Þarna liggur í raun hvatning til fólks að segja ekki frá því að það hafi farið í meðferð og sé edrú.
Talsmaður tryggingafélaga segir að þrjú ár þurfi að líða frá meðferð þar til alkahólisti getur fengið tryggingu. Að öllu jöfnu eru upplýsingar frá tryggingarkaupanda látnar nægja en ef um alka er að ræða er farið fram á læknisskoðun. Það er þá eins gott að fólk drepist ekki á meðan það bíður.
Þetta eru auðvitað bullandi fordómar og ekkert annað. Fólk sem er svo heiðarlegt að skrá upplýsingar um meðferð á umsókn, er látið gjalda fyrir það.
Það eru kannski fordómar í mér, en ég held að tryggingafélögin hefðu ekki slæmt að því að fá eins og einn helgarkúrs um alkahólisma hjá SÁÁ. Þeir myndu sennilega græða töluvert á því og það sem meira er um vert, fá tækifæri til að hoppa inn í nútímann og losa sig við helling af tímaskekkju viðhorfum í leiðinni.
Gleymdi einu, þegar ég skrifaði pistilinn og bæti því við hér.
Við hverju er að búast í viðhorfum til fíknisjúkdóma, þegar samfélagið sér ekkert athugavert að láta meðferð á fársjúku fólki, bæði andlega og líkamlega, í hendurnar á trúfélögum?
19. öldin hvað?
Ójá.
![]() |
Óvirkir alkar fá ekki tryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 3. nóvember 2007
Af misstórum hörmum-snúruvæs og öðruvæs!
Stundum er ég í stuði til að fíflast. Í dag hefur verið svona fífladagur hjá mér. Ekki að ég sé búin að vera í svona arfagóðu skapi, ónei, ég er lasin og mjög kvíðin fyrir mánudeginum og rannsókninni sem þá brestur á. En einhvern veginn nenni ég ekki að fara að hella úr mínum tilfinningahlandkopp (sorrí orðbragðið) yfir ykkur, þ.e. að fara útlista fyrir ykkur hvað ég eigi bágt, því miðað við marga, t.d. bara veika fólkið sem bloggar hérna, þá á ég alls ekki bágt. En stundum tekur maður ekki rökum, ekki einu sinni sínum eigin.
Á mánudaginn fæ ég aftur róandi og verkjalyf í æð, og fyrir óvirkan alka er þetta kvíðaefni, þó búið sé að sannfæra mig um að þetta verði allt í lagi, að uppfylltum vissum aðgerðum, af minni hálfu. Það gekk vel í síðustu viku enda bloggaði ég um það, og niðurstaðan var að vímur væru ofmetnar og ég var þúsund sinnum fegin, þegar hún rjátlaðist af mér.
Nú stend ég frammi fyrir öðru inngripi og ég get hreinlega ekki beðið eftir að eiga það að baki. Þess vegna er ég búin að vera dálítið döpur og þá er vísast að ég ærslist sem aldrei fyrr, á bloggsíðunni minni. Ég kalla það bömmerjöfnum eða mótvægisaðgerðir.
Svo fæ ég svo skemmtilegt komment við fíflafærslunum mínum, því ég á svo marga ólíka og skemmtilega bloggvini sem allir hafa skæðan húmor.
Af hverju tengi ég þetta við Heather Mills og hennar raunir? Jú mér finnst hún, ekki frekar en ég, eiga neitt rosalega bágt í hinu stóra samhengi.
Hvað Stella sagði, Stella gerði, Heather sagði Heather gerði, Paul sagði, Paul gerði, "who gives a flying" júnó?
Þarna eru það peningarnir sem verkjar undan nr. 1, 2 og 3. Hjá þeim öllum.
Í hinu stóra samhengi þá verða sum vandamál bara hlægileg og þess vegna ætla ég hvorki að æmta né skræmta. Enda edrú og í góðum málum.
Heather!
Better run for your live little girl (svo ég vísi í eitt ljóða Bítles frá í denn).
Úje
![]() |
Mills: Stella gerði mér allt til miska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 2. nóvember 2007
Bendix - GMG- Ég flippa í nostalgíunni!
Ég á ansi mikið af vinkonum (skv. höfðatölu a.m.k.)sem elska Bjögga Halldórs. Ég vil þó taka fram að þær eru allar töluvert yngri en ég, þessar elskur. Ég get endalaust furðað mig á þessu, ekki að Bjöggi sé ekki ágætur, en fyrir mér er hann liðinn tíð, þannig lagað séð.
Ég var nefnilega ein af þeim sem man eftir Bendix með Bjögga í fararbroddi. Þeir voru æðisleg stuðhljómsveit og áfram hélt strákurinn og allt sem hann söng, söng hann vel.
Ég snéri mér að öðru og eftir situr flotti strákurinn með æðislegu röddina í minningunni. Ég er ekki mikið fyrir endursýningar og ég er ekkert rosalega æst í að láta minna mig á hversu gömul ég er. Þess vegna fer ég ekki á Rúna Júll og Bjögga Halldórs, en í þessum tilfellum báðum var uppselt um leið, svo ég hefði hvort sem er ekki komist.
Æi ég er ekki að dissa hann Bjögga og ég er viss um að konsertinn verður rosalega flottur, ég ætla bara að hlusta á Mugison eða ekkað, gott ef ég verð ekki farin að hlusta á jólalög þ. 8. desember.
Kallinn er sterkur. 2. 500 miðar fóru á klukkutíma.
Bítles hvað?
Svo má ekki gleyma því að álitsgjafi bloggsins hérna, er að sjálfsögðu með frétt um málið.
Úje.
![]() |
Uppselt á jólatónleika Björgvins Halldórssonar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 2. nóvember 2007
Ógeðisband
Westlife og aðrar álíka drengjagrúppur eru ógeðisbönd, eða ógeðiskórar. Finnst mér sko, og ég má alveg vera ein um þá skoðun.
Kian Egan, söngvar í "hljómsveitinni" (af hverju hljómsveit, þeir spila ekki á eitt einasta fargin hljóðfæri), er tilbúinn til þess að koma nakinn fram, fái hann greidda eina milljón punda fyrir viðvikið.
Halló vinurinn, rólegur á græðginni og ofmatinu á sjálfum þér. Talaðu við Hilmi Snæ, hann gerir þetta fyrir miklu minna, af listrænum hvötum og hann hefur HÆFILEIKA í því sem hann er að fást við. Það er meira en nokkurn tímann verður sagt um þig "lille ven".
Koma nakinn fram hvað?
Old news á Íslandi sko!
Újejejeje
![]() |
Kæmi nakinn fram fyrir væna fjárhæð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Föstudagur, 2. nóvember 2007
Tala beint út Björn Bjarnason
Ef það er verið að herða eftirlit vegna yfirvofandi ógnar við þjóðaröryggi, þá finnst mér sem borgara, ég eiga heimtingu á að vita aðeins um málið, annað en þessar loðnu upplýsingar sem eru í þessari frétt.
Er Falun Gong á leiðinni? Ætla þeir nú að ógna okkur enn á ný með hugleiðslu og litríkri nærveru sinni? Þeir eru alveg svakalega ógnandi eins og Íslendingar hafa orðið vitni að, eða þannig.
Kannski er jógaráðstefna í uppsiglingu. Það er auðvitað sjálfsagt að vera á verði gagnvart þannig liði, það gæti sent á okkur eitthvað miður gott, eins og kærleika á náunganum.
Eða er herta eftirlitið tilkomið vegna þess að Hells Angels eru að koma til landsins?
Því þá ekki að segja það beint út?
Ef einhvertímann er réttlætanlegt að fara gegn hópi fólks, þá er það gagnvart þessum illræmda hyski sem engu eirir hvar sem það drepur niður fæti.
Komasho.
![]() |
Eftirlitið hert vegna ógnar við þjóðaröryggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 2. nóvember 2007
Fíflið hann Erill..
..hefur fékk útborgað í gær, og eins og hans er von og vísa, þá datt hann í það, var með miklar óspektir, ölvun og hávaða á ÖLLU höfuðborgarsvæðinu í gær, þessi bölvaði bjáni.
Vinir Erils, fylltu fangageymslur í Reykjavík og hálfar í Hafnarfirði og Guð veit hversu margir höfnuðu í Kópavogi, þar sem gott er að búa.
Ég bíð nú eftir fréttum af útsendurum þessa narðar, með hegðunarvandamál, frá Akureyri, en ef ég þekki þennan karakter rétt, þá hefur hann skipt liði yfir bæði land og mið.
Ég legg til að framvegis verði það fréttaefni, ef Erill hangir heima, einhverja helgina.
Nú er jóladjammið framundan og ég er viss um að Erill fer í startholurnar um leið og löggan hleypir honum lausum á eftir.
Erill, er örugglega einn af þeim sem kaupir "jólavínið" í byrjun nóvember, og heldur síðan áfram að kaupa það reglulega, alveg fram á síðasta opnunardag vínbúðarinnar fyrir jól.
Erill þú ert lúser!
Andæmagonner!
Úje.
![]() |
Mikið um ölvun og óspektir í borginni í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 2. nóvember 2007
Búhú - fyrir svefninn
Ég er lasin, með hita og það gerir mig auma. Í kvöld er ég búin að vera með hugann hjá honum Oliver mínum í London og ég vorkenndi mér heilmikið, þar sem líkurnar á að ég sjái hann fyrr en um jól, minnka og minnka með hverjum deginum.
Oliver er fallegasti smádrengurinn í heiminum og hann er tveggja ára síðan í maí. Algjör ömmusnúður.
Hvað gerir amma, sem er á barnabarnsblús? Jú hún liggur yfir myndum og engist um í krúttkasti. Ég deili með mér dýrðinni, þið bloggvinir og aðrir gestir.
Þarna er piltur með fluffuhúfuna hennar ömmu-Brynju og djóksvipinn hennar mömmu sinnar. OMG
Og þarna er maður sofnaður í hausinn á sér með Teddý, besta í heimi.
Góða nótt elskurnar.
Takk fyrir í dag.
Later!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Ef til er réttvísi..
..þá vona ég að hún mæti Paul Tibbets, flugstjóra á Enolu Gay, sprengjuflugvélinni sem notuð var til að varpa kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima, en hann er látinn 92 ára að aldri.
Tibbets hefur aldrei misst svefn yfir skelfilegum afleiðingum sprengjunnar sem hann varpaði og hefur aldrei séð eftir verknaðinum. Hann segir m.a. í samtali við bandaríska rithöfundinn Studs Terkel, sem birtist í breska blaðinu Guardian árið 2002, þá 87 ára gamall, ekki myndu hika við að fara aðra slíka för ef hann þyrfti. Ég myndi þurrka þá út. Maður drepur saklaust fólk en það hafa aldrei verið háð stríð án þess að saklaust fólk sé drepið. Ég vildi að blöðin hættu að birta þessa vitleysu: Þú drapst svo og svo marga óbreytta borgara. Þeir voru bara óheppnir að vera á staðnum."
Í viðtalinu lýsti hann sprengingunni þannig: Þegar ég rétti vélina við fór nefið aðeins of hátt og þegar ég lít upp lýsist himinninn upp með þeim fallegustu bláu og bleiku litbrigðum sem ég hef nokkru sinni séð á ævi minni. Það var stórkostlegt."
Enn er fólkið frá Hirosima að berjast við afleiðingar þessarar hroðalegu sprengju. 70-100 þúsund manns munu hafa látist og aðrir hundrað þúsund hafa særst.
Þegar ég segi að ég voni að réttvísin mæti honum hinum megin, þá á ég við það að honum verði ljóst það hlutverk sem hann spilaði í þessum hildarleik sem verður ævarandi skammarblettur á Bandaríkjunum.
![]() |
Flugstjórinn á Enolu Gay látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Orðaflipp í boði Jennýjar Önnu
Já, ég er almennileg og góð kona, enda komin á þann aldur þar sem manni ber að vera til friðs. Sumir eru lengur að ná því en aðrir og ég hef alltaf verið sein til þroska.
Nú býð ég öllum flippurunum sem eiga leið hér um, að fá kast í boði hússins.
Haldið ykkur fast, hér kemur góssið!
Kirkja, prestur, hommi, múslimi, moska, nigger, feminismi (femýnyzmi), kvennabarátta, Bingi, REI, Ísland í dag (djók), bókabrenna, bannað, súlustaðir, vændi og FRELSI!
Ég geri mér grein fyrir eldfimi orða og það getur verið beinlínis hættulegt að lesa þau öll í einu, en þar sem ég gleymdi að setja viðvörun og þið því búin að lesa allan pakkann, þá vona ég að þið séuð enn heil heilsu, ef ekki þá þorrí
Þetta orðasaltat er í boði hússins.
Óska ykkur dægilegs nóvembermánaðar.
Æmsóexætid!
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Góður dagur
Ég verð að skrifa nýja færslu ofan á tippafærsluna. Ég get ekki verið þekkt fyrir að láta þennan dónaskap tróna hér inni mikið lengur.
Þetta er góður dagur, burtséð frá mínum 39 stiga hita á Celsíus (bara svo það sé á hreinu), mögnuðum hósta og ískuldanum úti. Brrrrrrrrrrrr
Svandís er auðvitað að vinna vinnuna sína og nú ætlar borgarráð að fara að tillögum stýrihópsins og hafna samruna REI og GGE ásamt því að hafna hinum s.k. 20 ára þjónustusamningi milli REI og OR. Ekki slæm byrjun það.
Svo eru þingmenn með áhyggjur af fréttum af mögulegu verðsamráði milli Bónusar og Krónu. Ég skil vel að þeir hafi áhyggjur sko, en hvernig halda þeir þá að krúttlega litla almenna kaupandanum líði við þessar fréttir? Þeir eru með budduna sem veinar af hungurverkjum, það er ef satt reynist, sem er auðvitað alls ekki vitað á þessari stundu. Frussssssssssssssssssss.
Nú er ég farin að drekka sítrónute með hunangi ljósin mín svo ég kafni ekki úr hósta.
Reykingar hvað?
Æmdensinginðesön.
Er ekki að gera vitlaust veður annars?
Úje!
![]() |
Svandís: Næg tilefni til að taka allan gjörninginn upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 2988060
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr